Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 72
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Breska hljómsveitinJethro Tull heldurtvenna tónleika íHáskólabíói, 14. og
15. september næstkomandi,
en sveitin er ein sú sögu-
frægasta í breskri rokksögu.
Hún hefur starfað óslitið í
fjóra áratugi undir styrkri
stjórn leiðtoga síns og stofn-
anda, Ian Anderson, sem er ekki
síst frægur fyrir magnaðan
flautuleik. Þó sveitin sé að koma
hingað í annað sinn, kom fyrst
1992, er þetta þriðja heimsókn
Andersons, enda hélt hann tónleika
í Laugardalshöll í maí 2006.
Ian Anderson er afslappaður að
vanda þegar ég hringi í hann til
Bretlands og við rifjum upp
matarboð í sveitinni
vestur af Lond-
on fyrir
nokkr-
um ár-
um.
Hann
segir
sveitina
vera í
stuttri pásu
um það leyti
sem við spjöllum
saman, en Jethro
Tull er búin að vera á
ferðinni frá því í mars sl.
„Við höfum þó tekið þetta af
skynsemi, spilum á tvennum til
þrennum tónleikum í viku fram
til jóla og ætlum að taka frí í októ-
ber.“
Rokkið rokkar
Sem fyrr segir hefur sveitin verið að í fjöru-
tíu ár, kom fyrst saman undir nafninu Jethro
Tull fyrir fjórum áratugum, en hún sló fyrst í gegn
1969 og oft eftir það; hún hefur fallið í gleymsku um
stund en ævinlega risið upp að nýju. Í mars sl. kom út
safnplatan The Best of Acoustic Jethro Tull, 24 laga
safn af órafmögnuðum lögum af plötum sveitarinnar og
eins tónleikalög.
Aðspurður um hvort enn sé jafn gaman að spila og forð-
um segir Ian Anderson að rokkið sé betra en önnur störf,
þó vitanlega geti það verið þreytandi stundum. „Það er
eins og með alla vinnu, maður verður þreyttur á því sem
maður er að gera árum saman, hvort sem það er að vinna
í banka eða vera kvensjúkdómalæknir. Það er þó á hreinu
að það starf sem ég stunda í dag er það besta sem ég get
hugsað mér. Víst er það erfitt, maður þarf að vera í
100% formi á hverjum tónleikum, vera einbeittur og
leggja sig allan í það sem maður er að gera. Vera eins
og Schumacher á hverjum tónleikum, það dugir ekki
minna, til að halda stemmningunni í þá tvo tíma sem
við erum á sviðinu,“ segir hann og bætir við að í þau
fjörutíu ár sem hann hafi verið í rokkinu hafi hann að-
eins þurft að sleppa úr fimm tónleikum, sem verði að
teljast harla gott.
Jethro Tull er ein þeirra hljómsveita sem láta sér ekki
nægja að lifa á fornri frægð og merkilegt er til að líta hvað
sveitin hefur náð eyrum fólks hvað eftir annað í þá áratugi
sem hún hefur starfað. Ian Andreson lætur og engan bilbug
á sér finna og segir þá félaga vera með nýja breiðskífu í
smíðum meðfram því sem þeir spila á tónleikum. Eins og
getið er sendi hún frá sér breiðskífu í vor, safnplötu af óraf-
mögnuðum upptökum, en sú skífa sem nú er í smíðum er
með meira rafmagni, „en ég spila alltaf á órafmagnað hljóð-
færi, það má ekki gleyma því“, segir hann og vísar til flaut-
unnar sem hefur verið eitt hans helsta einkenni í gegnum ár-
in. „Við erum búnir að setja saman átta lög og stefnum að
því að ljúka við plötuna á næsta ári, ætli það verði ekki í jan-
úar eða febrúar.“
Straumar og stefnur
Aðspurður um hvernig tónlist verði á skífunni segir hann
að það komi væntanlega fáum á óvart sem þekkja sveitina.
„Ég hef gaman af að blanda saman stílum, smá djass, smá
klassík, smá þjóðlagatónlist og smá rokki, eiginlega öllu
nema blús, enda er hann ekkert fyrir mig, ég er ekki svartur
Bandaríkjamaður,“ segir hann og hlær við. „Við blöndum líka
smá arabískum og indverskum áhrifum í þetta býst ég við,
það er erfitt að setja á tónlistina merkimiða og það finnst
mér alltaf gott.“
Að þessu sögðu kemur ekki á óvart þegar Anderson segist
aðallega hlusta á þjóðlega tónlist um þessar mundir. Þjóðlega
tónlist frá Norður-Evrópu, Arabíuskaga, Indlandi, Írlandi,
Finnlandi og Rússlandi telur hann upp og bætir síðan við eft-
ir smá þögn að hann hlusti eiginlega á alla þjóðlega tónlist
um þessar mundir, nema tónlist úr Karíbahafi, frá Hawaii og
Suður-Ameríku að ógleymdri norður-amerískri kántrýtónlist
sem hann velur ekki góð orð um.
Ekki rokksveit
Mér finnst gaman þegar fólk er að steypa saman gamalli
hefð og nýrri, spila þjóðlega tónlist á nútímalegan hátt, en
það hefur alltaf verið litið hornauga hér í Bretlandi. Um
þessar mundir eru að koma fram á sjónarsviðið ungir tónlist-
armenn sem oftar en ekki eru börn þeirra sem ruddu braut-
ina í þjóðlegri tónlist á árum áður. Menn breyta ekki nótum
eftir Mozart og Beethoven, en þjóðlegu tónlistina er hægt að
endurnýja og endurvekja eins og hentar hverjum tíma.“
Þó vel megi taka undir það að tónlist Jethro Tull hafi verið
fjölbreytt í gegnum árin hefur sveitin nú tekið spretti í rokk-
inu líka. Anderson játar því, þó hann segist aldrei hafa verið
sérstaklega hrifinn af rokkinu, en vissulega hafi sveitin notað
rokkfrasa í mörgum lögum sem hún hafi tekið upp og gerir
enn. „Við erum þó ekki rokksveit og höfum aldrei verið, en
það er þáttur í því sem við erum að gera.“
Blanda af gömlu og nýju
Jethro Tull er að koma hingað öðru sinni en þetta verða
þriðju tónleikarnir sem Ian Anderson heldur hér á landi, að
sólótónleikum meðtöldum. Hann segir að tónleikadagskrá
sveitarinnar að þessu sinni verði blanda af gömlum og nýjum
lögum. „Við spilum lög í öllum okkar stílum, en ekki af öllum
plötunum,“ segir hann og bætir við að dagskráin sé breytileg
og oft ákveðin á sviðinu. „Við spilum gömul og góð lög, enda
finnst okkur það gaman, en svo er líka gaman að spila eitt-
hvað sem fólk hefur ekki heyrt eins oft. Ég er nú einu sinni í
þessu til að skemmta sjálfum mér fyrst og fremst, enda
skemmtir maður ekki öðrum annars. Mér finnst að maður
eigi ekki að vera eins og glymskratti sem spilar bara fyrir
peningana og gefur ekkert af sér til áheyrenda. Það er ekki
gaman að standa á sviðinu nema maður sé að taka smá
áhættu, komi fólki á óvart og geri kröfur til sjálfs sín,“ segir
Anderson og greinilegt er að þetta er honum hjartans mál.
Sem áður er getið kemur Ian Anderson hingað í þriðja
sinn. Hann ætlaði upphaflega að koma með konu sína með
sér, enda segist hann vera búinn að lýsa landinu vel fyrir
henni, en þegar á reyndi komst hún ekki með. „Ég kem með
hana með mér í næstu ferð til Íslands, enda er ég búinn að
lýsa því fyrir henni hvað landið sé magnað, það er enginn
staður því líkur í heiminum og menningin einstök. Ég verð
að fá hana hingað til að sanna mál mitt. Það tekst næst.“
Breski tónlistarmaðurinn Ian Anderson kemur hingað með hljóm-
sveit sinni, Jethro Tull, í næstu viku og leikur á tvennum tónleikum.
Hann er að koma hingað í fjórða sinn og lofar Ísland og íslenska
menningu.
Litríkur Ian
Anderson,
leiðtogi
Jethro Tull.
Gaman að taka smá áhættu
Eins og Springsteen hefði
hljómað ef hann hefði
alist upp í krakkbæli … 76
»
reykjavíkreykjavík