Morgunblaðið - 09.09.2007, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 79
LISTMUNAUPPBOÐ
verður haldið sunnudagskvöldið, 9. september,
kl.19 á Hótel Sögu, Súlnasal
Boðin verða upp 140 verk af ýmsum toga,
þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna.
Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14,
föstudag kl 10–18, laugardag kl. 11–17 og sunnudag kl. 12–17.
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is
Kristján D
avíðsson
VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.ROCKBOX.ORG»
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
VEFSÍÐA vikunnar að þessu sinni
er eiginlega merkilegust fyrir hug-
búnað þann sem á henni er vistaður
og notagildi hans frekar en upplýs-
inga- og notagildi síðunnar sem
slíkrar. Málið er að á rockbox.org er
að finna hugbúnað sem eigendur
spilastokka ættu að skoða, hvort
sem það er einhver meðlimur iPod-
fjölskyldunnar, Sandisk e200-línan,
iRiver-spilari, Toshibe-græja eða
Archos vídeóspilari.
Rockbox er hugbúnaður, stýri-
kerfi sem hægt er að keyra á spila-
stokkum og tekur við stjórninni á
stokknum. Ef því er til að mynda
komið fyrir á iPod tekur það stjórn-
ina þegar kveikt er á spilaranum, en
ekki Apple-stýrkerfið sem er inn-
byggt í spilarann, og fyrir vikið er
hægt að gera ýmislegt á iPodnum
sem ekki var hægt áður.
Fyrsta útgáfan af Rockbox, sem
er opinn hugbúnaður, kom út fyrir
fimm árum og þá ætlaður Archos-
spilastokki, en upprunalegur til-
gangur var að spila .ogg-skrár á spil-
aranum en ekki bara .mp3-skrár
(OggVorbis er opinn staðall ólíkt
MP3 og ýmsir áhugamenn um opinn
hugbúnað kjósa frekar að þjappa
tónlist á það snið).
Með tímanum bættust síðan fleiri
spilarar við og eins fjölgaði því sem
hægt var að gera í viðkomandi spil-
urum. Snemma á síðasta ári náðu
menn svo gralnum helga þegar þeim
tókst að skrifa Rockbox-lausn fyrir
iPod.
Með Rockbox á iPod er nú hægt
að spila .ogg-skrár og eins FLAC-
þjappaða tónlist og WMA, svo dæmi
séu tekin, kominn er í spilarann tón-
jafnari (equalizer), raddstýring
(hægt er að láta spilarann lesa upp
það sem er á skjánum, heiti laga
o.s.frv., hægt er að eyða skrám og
endurnefna þær, draga skrár beint
inn á iPodinn (iTunes óþarft), og svo
má lengi telja, en á vefsíðunni eru
upplýsingar um allar viðbætur. Í
öðrum spilurum eru breytingarnar
enn meiri, eins og betri nýting á raf-
hlöðum, leikir, tímastillir (vekjari),
fjöldi tungumála, hraðari ræsing og
svo framvegis.
Gera má ráð fyrir því að velflestir
séu sáttir við stýrikerfið í spila-
stokknum sínum og örugglega eru
margir himinlifandi. Þeir eru þó til
sem vilja gjarnan fikta aðeins í græj-
unni, prófa eitthvað nýttt, auka
notagildið eða breyta því, nú eða
losna við iTunes, sem er verðugt
verkefni í sjálfu sér. Menn hafi þó í
huga að þó engin dæmi séu um
skemmdir á spilastokkum sem
Rockbox hefur verið heyrt á (sam-
kvæmt vefsetrinu er nóg að frum-
stilla viðkomandi spilara til að færa
hann í samt lag), er alltaf gott að
fara varlega, taka afrit og þvíumlíkt
– en láta svo vaða.
Rokkaðu spilastokkinn
Veðramót var frumsýnd á föstudag-inn við mikla hrifningu. Fólk varglatt eftir sýninguna í Háskólabíói
á þessari nýjustu mynd Guðnýjar Hall-
dórsdóttur leikstjóra. Myndin skartar
Hilmi Snæ Guðnasyni, Tinnu Hrafns-
dóttur og Atla Rafni Sigurðssyni í hlut-
verkum nýrra ráðsmanna við unglinga-
heimilið Veðramót, en þar hitta þau fyrir
krakka með enn svakalegri fortíð en þau
grunar. Það eru Jörundur Ragnarsson,
Hera Hilmarsdóttir, Gunnur Mart-
insdóttir Schlüter, Baltasar Breki, Ugla
Egilsdóttir og Arnmundur Ernst Back-
man sem fara með hlutverk krakkanna
en önnur hlutverk eru í höndum Þor-
steins Bachman, Tinnu Gunnlaugsdóttur,
Jóhanns Sigurðarsonar, Þóreyjar Sig-
þórsdóttur, Þorsteins Gunnarssonar, Jó-
hönnu Vigdísar Arnardóttur, Helga
Björns, Björns Jörunds Friðbjörnssonar,
Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Alan Rich-
ardson og Óskars Magnússonar.
Gott veður á frumsýningu
Tónlistin Ragn-
hildur Gísladóttir
sér um tónlistina í
myndinni og á
þar þrjú frum-
samin lög sem
kallast á við vel
valda tónlist frá
tímabilinu. Hér
er hún ásamt
kærastanum,
Birki Kristinssyni
fyrrum landsliðs-
markverði.
Morgunblaðið/Golli
Selma Aðalleikonan Tinna Hrafnsdóttir, sem leikur Selmu, er hér með
Sveini Geirssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur.
Blómarósir Pálína Jónsdóttir, Ásta Hafþórsdóttir og Katrín Ólafsdóttir
brosa framan í ljósmyndarann.
Glöð Ragna Fossberg, Steinunn Sigurð-
ardóttir og Björn Emilsson skemmta sér vel.
Rokkarar Vilhelm Anton Jónsson, áður Naglbítur og núna Vil-
Helm, ásamt Birni Jörundi sem leikur Dilla í myndinni.
»Með haustinu koma Veðramót og því var vel
fagnað á frumsýningu samnefndrar myndar