Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 09.09.2007, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2007 79 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið, 9. september, kl.19 á Hótel Sögu, Súlnasal Boðin verða upp 140 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14, föstudag kl 10–18, laugardag kl. 11–17 og sunnudag kl. 12–17. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Kristján D avíðsson VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.ROCKBOX.ORG» Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is VEFSÍÐA vikunnar að þessu sinni er eiginlega merkilegust fyrir hug- búnað þann sem á henni er vistaður og notagildi hans frekar en upplýs- inga- og notagildi síðunnar sem slíkrar. Málið er að á rockbox.org er að finna hugbúnað sem eigendur spilastokka ættu að skoða, hvort sem það er einhver meðlimur iPod- fjölskyldunnar, Sandisk e200-línan, iRiver-spilari, Toshibe-græja eða Archos vídeóspilari. Rockbox er hugbúnaður, stýri- kerfi sem hægt er að keyra á spila- stokkum og tekur við stjórninni á stokknum. Ef því er til að mynda komið fyrir á iPod tekur það stjórn- ina þegar kveikt er á spilaranum, en ekki Apple-stýrkerfið sem er inn- byggt í spilarann, og fyrir vikið er hægt að gera ýmislegt á iPodnum sem ekki var hægt áður. Fyrsta útgáfan af Rockbox, sem er opinn hugbúnaður, kom út fyrir fimm árum og þá ætlaður Archos- spilastokki, en upprunalegur til- gangur var að spila .ogg-skrár á spil- aranum en ekki bara .mp3-skrár (OggVorbis er opinn staðall ólíkt MP3 og ýmsir áhugamenn um opinn hugbúnað kjósa frekar að þjappa tónlist á það snið). Með tímanum bættust síðan fleiri spilarar við og eins fjölgaði því sem hægt var að gera í viðkomandi spil- urum. Snemma á síðasta ári náðu menn svo gralnum helga þegar þeim tókst að skrifa Rockbox-lausn fyrir iPod. Með Rockbox á iPod er nú hægt að spila .ogg-skrár og eins FLAC- þjappaða tónlist og WMA, svo dæmi séu tekin, kominn er í spilarann tón- jafnari (equalizer), raddstýring (hægt er að láta spilarann lesa upp það sem er á skjánum, heiti laga o.s.frv., hægt er að eyða skrám og endurnefna þær, draga skrár beint inn á iPodinn (iTunes óþarft), og svo má lengi telja, en á vefsíðunni eru upplýsingar um allar viðbætur. Í öðrum spilurum eru breytingarnar enn meiri, eins og betri nýting á raf- hlöðum, leikir, tímastillir (vekjari), fjöldi tungumála, hraðari ræsing og svo framvegis. Gera má ráð fyrir því að velflestir séu sáttir við stýrikerfið í spila- stokknum sínum og örugglega eru margir himinlifandi. Þeir eru þó til sem vilja gjarnan fikta aðeins í græj- unni, prófa eitthvað nýttt, auka notagildið eða breyta því, nú eða losna við iTunes, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér. Menn hafi þó í huga að þó engin dæmi séu um skemmdir á spilastokkum sem Rockbox hefur verið heyrt á (sam- kvæmt vefsetrinu er nóg að frum- stilla viðkomandi spilara til að færa hann í samt lag), er alltaf gott að fara varlega, taka afrit og þvíumlíkt – en láta svo vaða. Rokkaðu spilastokkinn Veðramót var frumsýnd á föstudag-inn við mikla hrifningu. Fólk varglatt eftir sýninguna í Háskólabíói á þessari nýjustu mynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur leikstjóra. Myndin skartar Hilmi Snæ Guðnasyni, Tinnu Hrafns- dóttur og Atla Rafni Sigurðssyni í hlut- verkum nýrra ráðsmanna við unglinga- heimilið Veðramót, en þar hitta þau fyrir krakka með enn svakalegri fortíð en þau grunar. Það eru Jörundur Ragnarsson, Hera Hilmarsdóttir, Gunnur Mart- insdóttir Schlüter, Baltasar Breki, Ugla Egilsdóttir og Arnmundur Ernst Back- man sem fara með hlutverk krakkanna en önnur hlutverk eru í höndum Þor- steins Bachman, Tinnu Gunnlaugsdóttur, Jóhanns Sigurðarsonar, Þóreyjar Sig- þórsdóttur, Þorsteins Gunnarssonar, Jó- hönnu Vigdísar Arnardóttur, Helga Björns, Björns Jörunds Friðbjörnssonar, Elmu Lísu Gunnarsdóttur, Alan Rich- ardson og Óskars Magnússonar. Gott veður á frumsýningu Tónlistin Ragn- hildur Gísladóttir sér um tónlistina í myndinni og á þar þrjú frum- samin lög sem kallast á við vel valda tónlist frá tímabilinu. Hér er hún ásamt kærastanum, Birki Kristinssyni fyrrum landsliðs- markverði. Morgunblaðið/Golli Selma Aðalleikonan Tinna Hrafnsdóttir, sem leikur Selmu, er hér með Sveini Geirssyni og Herdísi Þorvaldsdóttur. Blómarósir Pálína Jónsdóttir, Ásta Hafþórsdóttir og Katrín Ólafsdóttir brosa framan í ljósmyndarann. Glöð Ragna Fossberg, Steinunn Sigurð- ardóttir og Björn Emilsson skemmta sér vel. Rokkarar Vilhelm Anton Jónsson, áður Naglbítur og núna Vil- Helm, ásamt Birni Jörundi sem leikur Dilla í myndinni. »Með haustinu koma Veðramót og því var vel fagnað á frumsýningu samnefndrar myndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.