Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum í helgar- ferð til Prag 11. október. Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslend- inga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Gríptu þetta einstaka tækifæri því haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Gisting einnig í boði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Prag 11. október frá kr. 19.990 Helgarferð - allra síðustu sæti Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 11. okt. og heim 14. okt. JÓHANNES Gijsen, biskup kaþ- ólskra á Íslandi, messaði í Dóm- kirkju Krists konungs á Landa- kotshæð í gær. Guðsþjónustan markaði formleg endalok 12 ára embættissetu biskupsins hér í Reykjavík, en hann var skipaður í embættið 24. maí 1996. Hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Að messunni lokinni, um hádegis- bilið í gær, fór fram móttaka í safnaðarheimilinu í Landakoti þar sem starfsmenn kirkjunnar og safnaðarmeðlimir kvöddu biskup- inn. Að sögn Jürgens Jamin sóknar- prests er enn óvíst hver tekur við embættinu en beðið er eftir yfir- lýsingu þess efnis frá Vatíkaninu sem vænta má á næstu dögum. Í viðtali við októberútgáfu kaþ- ólska kirkjublaðsins segir Gijsen að árin sín tólf á Íslandi hafi verið þau gleðilegustu í lífi sínu. Þar kemur fram að hann hyggist nú flytja aftur á fæðingarstað sinn í Hollandi og dvelja þar í húsi sem tilheyrir reglu Karmelsystra, sem einnig starfa á Akureyri, en biskupinn heldur út á fimmtudag. Jóhannes Gijsen lætur af störfum Vatíkanið tilkynnir bráðlega um skipan nýs Reykjavíkurbiskups Morgunblaðið/Jón Svavarsson Guðsmenn Prestarnir Ágústínus Georg, Jürgen Jamin, sóknarprestur í Kristskirkju, Húbert Óremus og Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmisins, voru í móttökunni í gær. Jóhannes Gijsen er þriðji frá vinstri á myndinni. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is LÖGREGLUMENN á Suðurnesjum urðu að grípa til úðavopna í gærmorgun þegar hópslags- mál brutust út í porti við Tjarnargötu, rétt við Hafnargötu, í Reykjanesbæ. Allajafna reynir lög- regla að komast hjá því að grípa til slíkra aðgerða en þar sem um óstýrilátan 35-40 manna hóp var að ræða varð ekki hjá því komist. Allmargir þurftu að leita aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, aðallega til að láta skola úðann úr augum. Í fjölmiðlum er oft sagt að lögregla noti tára- gas í slíkum aðgerðum en það segir Jón Bjart- marz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, rangt. Ekki er um gas að ræða heldur piparúða og er honum yfirleitt dreift í formi vökva, dufts eða reyks. „Við notum úðabrúsa og þeir eru not- aðir á einstaklinga. Það er hins vegar ekki verið að „gasa“ einhver svæði,“ segir Jón og bætir við að úðavopn hafi verið í notkun hjá lögregluemb- ættum á Íslandi í rúman áratug. Ákveðnar vald- beitingarreglur gilda um hvenær lögreglu eru heimilað að nota úðavopn og réttlætanleg ástæða þarf að liggja fyrir. Ljóst þykir að nægileg ástæða var fyrir hendi í Reykjanesbæ þegar lögregla var kölluð út vegna hópslagsmála á sjötta tímanum í gærmorgun. Þar sem lögreglumenn voru uppteknir við önnur störf í bænum voru fáir til að skakka leikinn og dróg- ust þeir fljótlega inn í atburðarásina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum var slegist á nokkrum stöðum, fólk á öllum aldri og bæði Íslendingar og útlendingar. Vel gekk að leysa slagsmálin upp eftir að úðanum var beitt og tók aðgerðin aðeins um hálftíma. Jón segir úðavopn afar áhrifarík, sá er fyrir úð- anum verður finnur fyrst og fremst fyrir miklum óþægindum og er þannig gerður óvirkur. Hins vegar eru það ekki aðeins brotamennirnir sem verða fyrir úðanum því lögreglumenn lenda oftar en ekki í því einnig og þurfa þá að láta skola úð- ann úr augum í kjölfarið. Hjá ríkislögreglustjóra er til skoðunar að taka upp notkun svonefndra rafbyssa. Með þeim er rafpílum skotið í brotamanninn sem lamast tíma- bundið. Jón Bjartmarz segist hins vegar ekkert geta sagt til um hvort rafbyssur komi til með að leysa úðavopn af hendi. Ekki sé tímabært að ræða notkun rafbyssa hér á landi. Fyrst og fremst óþægindi  Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að grípa til úðavopna til að leysa upp hópslags- mál í gærmorgun  Slík vopn hafa verið í notkun hjá lögreglu í rúman áratug Í HNOTSKURN »Á milli 35 og 40 manns slógust í Reykja-nesbæ snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn lögreglu var mikill hiti í mönnum en tildrög slagsmálanna eru ókunn. »Engin var handtekinn vegna slagsmál-anna en í þeim tóku bæði þátt Íslend- ingar og útlendingar, á öllum aldri. »Engin slasaðist alvarlega en nokkrirþurftu þó að leita sér aðhlynningar. AÐALSTJÓRN Íþróttabandalags Akraness, þ.e. formenn allra aðild- arfélaga bandalagsins og fram- kvæmdastjórn þess, hefur ákveðið að kæra háttsemi gjaldkera banda- lagsins til lögreglunnar á Akranesi. Stjórnin vill að sögn senda skýr skilaboð út um að það sé algjörlega óviðunandi að einstaklingur í laun- uðu starfi eða í sjálfboðavinnu fyrir íþróttahreyfinguna freistist til að nýta almannafé til eigin nota. Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða gjaldkera Knattspyrnufélags ÍA, sem er aðeins eitt aðildarfélaga þess. Hefur greitt féð til baka Fram kemur í yfirlýsingu að gjaldkerinn hafi fyrir skömmu upplýst formann bandalagsins um að hann hafi tekið fjármuni frá bandalaginu ófrjálsri hendi við störf sín. Hann hefur nú greitt bandalaginu til baka þá fjármuni sem talið er að um sé að ræða. Í yf- irlýsingunni segir enn fremur að þetta sé mikið áfall fyrir sam- starfsmenn gjaldkerans og íþrótta- hreyfinguna. Annars hafi samstarf- ið verið farsælt á annan áratug, en starf í íþróttahreyfingunni sé sjálf- boðastarf sem verði að byggjast á trausti á milli manna. Löggilt endurskoðunarfyrirtæki mun á næstu dögum yfirfara öll fjármál bandalagsins. Gjaldkeri ÍA kærður fyrir fjárdrátt Stjórnin vill senda út skýr skilaboð FÆKKA hefur þurft starfsfólki hjá vinnumiðlun Vinnumálastofnunar á höfuðborgarsvæðinu (VMST) vegna hins góða ástands sem er á vinnu- markaði, að sögn Hugrúnar Jó- hannesdóttur, forstöðumanns hjá VMST. Atvinnuleysi er í algjöru lágmarki og um þessar mundir eru um 700 manns á skrá hjá vinnu- miðluninni. Hugrún segir að venju- lega séu á bilinu 3.000-4.000 manns á skrá þar, en starfsmenn eru um 30 talsins. Hugrún segir að undanfarið hafi þar verið gripið til hagræðingar og meðal annars hafi ekki verið ráðið í stöður þeirra sem hafi hætt. Fækka vegna góðs atvinnu- ástands ♦♦♦ ÞÝSKI fjárhundurinn Gildewangen’s Istan var valinn besti hundurinn á sýningu Hundaræktarfélags Íslands í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Hér hampa honum Kenneth Edth dómari, Gunnlaugur Valtýsson, Elín Þóra Eiríksdóttir, Hjördís Ágústsdóttir og Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður HRFÍ. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þýskur fjárhundur skaraði fram úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.