Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.10.2007, Blaðsíða 42
42 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Halloween kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 16 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Shoot’em Up kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 - 6 Hairspray kl. 5:30 - 8 Knocked Up kl. 10:20 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Halloween kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SuperBad kl. 6 - 8 B.i. 12 ára Chuck and Larry kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Sími 551 9000 Halloween kl. 6 - 8 - 10:15 B.i. 16 ára The 11th Hour kl. 6 - 8 - 10 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Brothersom Man kl. 6 - 10 The Edge Of Heaven kl. 8 Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Ver ð aðeins 600 kr. Vinsælasta kvikmyndin á íslandi í dag “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS Dómsdagur djöfulsins! Frá meistara Rob Zombie kemur ein svakalegasta mynd ársins! Sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn Missið ekki af þessari mögnuðu hryllingsmynd! Stranglega bönnuð innan 16 ára “Ferskur og fyndinn smellur” - T.S.K., Blaðið - H.J., MBL Leonardo DiCaprio kynnir The 11th Hour Það er okkar kynslóð sem fær að breyta heiminum..... að eilífu Heimildarmynd um vaxandi umhverfisvandamál og hvernig mögulegt er að leysa þau á skynsamlegann máta. SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA eeee - S.V., MBL eeee - R.H., FBL eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eee T.V. Kvikmyndir.is eee - J.I.S., Film.is eee „Skotheld skemmtun“ - T.S.K., Blaðið eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRTSÝÐUSTU SÝN. * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Ver ð aðeins 300 kr. Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda Er autt pláss á vegg heima hjáþér? Veistu ekkert hvað þúgetur gert til að bæta úr því? Ekki örvænta. Þú kaupir þér bara efni hjá bólstrara, eitthvað með svona tveggja lita blóma- munstri og heftar efnið á blind- ramma. Þetta hengirðu upp á vegg fyrir ofan hálfrar milljónar króna leðursófann. Gasalega smart – og einfalt! Og þetta geturðu gert við alla veggi heimilisins, heftað efni á striga, t.d. gömul sængurföt sem þú ert hætt/ur að nota.    Ég slysast stundum til að sjábrot úr vinsælum, innlendum lífsstíls- og hönnunarþætti sem sýndur er á Skjá einum. Þar er m.a. fylgst með fólki taka heimili sín í gegn fyrir hundruð þúsunda króna og beita ýmsum brögðum við þá endurreisn. Réttu litirnir er fundn- ir á veggina, húsgögn í stíl, ljós sem varpa huggulegri birtu á allt sam- an, rétta parketið, réttu flísarnar, réttu blöndunartækin, réttu inn- réttingarnar (allt vandlega auglýst fyrir viðkomandi verslanir auðvit- að) og svo allt kórónað með því að kaupa efni hjá bólstrara (sem er einnig auglýstur) og hefta það á striga. Er það myndlist? Er það skraut? Er það föndur? Ég hélt að myndlist væri hluti af innbúi flestra heimila, er fólk ekki með myndir og málverk á veggjunum hjá sér? Er fólki alveg sama hvað er á veggjum heimilisins? Kannski er ég svona smekklaus, gamaldags og skiln- ingslaus, kann að vera. Kannski er þetta rosalega flott og allir vita það nema ég. Kannski er ég ekki „in“. Mér finnst sófaefni á blindramma uppi á vegg ansi klént, afsakið.    Nú eru stundum innlit í lífsstíls-þættinum fyrrnefnda á staði sem tengjast myndlist með einum eða öðrum hætti. Þáttarstjórn- endur virðast því áhugasamir um myndlist, vilja miðla henni til áhorf- enda. Því skýtur það afar skökku við að hvetja fólk til að hengja sófa- áklæði upp á vegg hjá sér. Væri ekki betra að hafa plakat í ramma af grátandi dreng eftir Bragolin, svona eins og allar ömmur áttu hérna einu sinni, eða jafnvel Mónu Lísu? Eða er þetta kannski „ready- made“? Svona eins og hlandskálin hans Duchamp, hlutur sem áður gegndi nytjahlutverki orðinn að list. Efast um það.    Breytum aðeins sjónarhorninu.Ímyndum okkur að í þættinum væri keypt svakalega flott málverk og sett á fagurlega málaðan stofu- vegg. Eigandi íbúðarinnar væri í stökustu vandræðum með autt gólf- ið fyrir framan vegginn. Ekkert mál, segði þáttarstjórnandinn, því væri hægt að kippa í liðinn með nokkrum trébrettum, gamalli sæng og nokkrum koddum. Yfir þetta mætti svo kasta huggulegu efni frá bólstrara og voilá! Sófi kominn! Væri það glæsilegt? Væri það sófi? Getur verið að fólk hengi bara eitthvað upp á veggi heimilisins, al- gjörlega laust við öll tilfinningaleg eða vitsmunaleg tengsl við það? Er það sem hangir á veggjum ekki eins mikilvægt og það sem stendur á gólfi? Nú eru allir í spreng að kaupa verk gömlu meistaranna á uppboðum og Eggert Pétursson selur 100 málverk á sýningu. Þann- ig að einhverjir líta ekki á myndlist sem skraut. Einhverjir vilja verja peningi í myndlistarverk og njóta þess að horfa á þau á veggjum. Kannski er sófaáklæði hugvekj- andi, hvað veit ég svo sem. Per- sónulega myndi ég aldrei hengja upp á vegg hjá mér mynd sem mér finnst ljót. Ekki heldur mynd sem segir mér ekkert, hefur engin áhrif á mig, hefur ekkert tilfinningalegt gildi, verk sem engin sjáanleg hug- mynd býr að baki. Ég hengi það upp á vegg sem skiptir mig ein- hverju máli.    Ég legg það til að lífsstílsþátt-argerðarmenn vendi sínu kvæði í kross og hætti að hefta só- faáklæði á blindramma. Nær væri að fara í leiðangur með eiganda íbúðarinnar, finna með honum myndlistarverk sem höfðar til hans og hann vill hafa uppi á vegg hjá sér til frambúðar. Á vandræða- veggnum. Og það væri alveg hægt að auglýsa um leið, listmunabúðina eða listamanninn jafnvel. Ekki má nú sleppa blessuðum auglýsing- unum. Með þeim hætti yrði meiri reisn yfir endurreisninni. Gasalega smart og einfalt »Ég legg það til aðlífsstílsþáttargerð- armenn vendi sínu kvæði í kross og hætti að hefta sófaáklæði á blindramma. Grátandi „Væri ekki betra að hafa plakat í ramma af grátandi dreng eftir Bragolin, svona eins og allar ömmur áttu hérna einu sinni?“ helgisnaer@mbl.is AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson Morgunblaðið/Ásdís Sófi Væri þetta áklæði flott á stofuveggnum, heftað á blindramma? Væri það myndlist, skraut eða föndur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.