Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGURÐUR Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, hefur sent Grétari Þor- steinssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, bréf í tilefni frétta um verðkannanir, sem birst hafa í fjöl miðlum undanfarna daga. Bréfið fer hér á eftir orðrétt: „SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu vitna í bréf sitt til Ólafs Darra Andrasonar hjá ASÍ dags. 5. desem- ber 2005 þar sem áréttað var að Hagar hf. hefðu sagt sig frá því sam- komulagi um verðkannanir (reglum) sem ASÍ og SVÞ höfðu gert og jafn- framt kemur þar fram að menn séu innan samtakanna að ræða hvort samstaða náist um eina leið í þessu sambandi. Í þessum texta mátti glöggt sjá að ekki var samkomulag um áframhald verðkannana eftir umræddum reglum. Í júlí sl. sendu SVÞ frá sér til fjöl- miðla harðorða gagnrýni á verð- kannanir ASÍ þar sem ekki fer á milli mála að samtökin eru engan veginn sátt við vinnubrögð ASÍ. Með þessu öllu hlýtur að vera ljóst að engin sátt er um gerð verðkannana á milli ASÍ og SVÞ. Í ljósi þessa er undarlegt að sjá í Morgunblaðinu í dag, að fram- kvæmdastjóri ASÍ segir að verð- kannanir ASÍ séu unnar út frá verk- lagsreglum sem sambandið og Samtök um verslun og þjónustu hafa unnið í sameiningu. Neytendur eigi að fá að vita hvert matvöruverðið sé í landinu. Það er löngu ljóst að ekkert samkomulag er í gildi á milli SVÞ og ASÍ sem sátt er um og því ekki rétt að vitna í reglur sem vissulega voru búnar til á sínum tíma, en sem gilda ekki lengur í neinni sátt á milli aðila. Það kórónar svo vitleysuna í tilvitn- uðu viðtali, að framkvæmdastjóra ASÍ þykir greinilega furðulegt að ekki megi bera saman verð epla af ólíkum tegundum í mismunandi verslunum. Segir þetta ekki allt sem þarf að segja um nákvæmni vinnu- bragðanna?“ Ekkert samkomu- lag í gildi um verðkannanir Sigurður Jónsson Grétar Þorsteinsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is „AÐALATRIÐIÐ hér er að loksins, loksins er sú umræða að hefjast sem hefði þurft að fara fram fyrir nokkr- um árum. Þá var enginn að hugsa um þetta, en nú hefur verið sparkað svo kirfilega í rassgatið á okkur að það er von til þess að menn vakni til lífs- ins og ræði þessi mál eins og á að ræða þau,“ voru lokaorð Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkj- unar, og um leið fundar Samtaka iðn- aðarins (SI) um íslenskan raforku- markað, einkavæðingu, skipulags- breytingar og samkeppni sem fram fór í gærmorgun. Orkugeirinn hefur heldur betur verið í brennidepli að undanförnu en þrátt fyrir það var dagsetning fund- ar SI tilviljun og í raun ákveðin sl. sumar. Taldi Katrín Júlíusdóttir, formaður iðnaðarnefndar Alþingis og frummælandi, það til merkis um skarpskyggni samtakanna. Varla verður hjá því komist að ræða málefni Orkuveitu Reykjavík- ur og Reykjavík Energy Invest þeg- ar fundað er um orkugeirann og hóf Katrín erindi sitt á hugleiðingum um REI. Sagðist hún telja að umfjöll- unin um málið gæti haft varanleg neikvæð áhrif og jafnvel komið óorði á útrás orkugeirans, þ.e. ef ekki tekst að ná að nýju samstöðu um að- alatriðin. „Eitt mikilvægasta verkefni okkar stjórnmálamanna og aðila í einka- rekstrinum er að endurvekja traust og trúnað í þessum samskiptum. Það skiptir því miklu máli að markalínur milli opinbers reksturs og einka- reksturs séu skýrar. Að því gefnu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að sveitarfélög og ríkisvald eigi sam- vinnu við markaðinn við að byggja upp alþjóðleg fyrirtæki í orkugeir- anum og byggja saman upp skilvirk- an orkumarkað á Íslandi,“ sagði Katrín sem telur grunnhugmyndina bakvið REI vera mjög góða og raun- ar samrunann við Geysir Green Energy einnig. Hins vegar hafi framkvæmdinni verið klúðrað. „En við megum ekki láta þetta algjöra straumrof hjá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og fyrrverandi meiri- hluta í borgarstjórn bera okkur af leið í orkumálum.“ Raforka ekki ódýr Töluvert var rætt um samkeppni á raforkumarkaðinum og sitt sýndist hverjum. Þannig greindi Bryndís Skúladóttir, verkfræðingur hjá SI, frá því að samkvæmt upplýsingum samtakanna skilaði samkeppni á markaðnum sér ekki í lægra verði til minni og miðlungsstórra fyrirtækja, fremur hefði verðið hjá þeim hækk- að. Nefndi hún að ná þyrfti niður verði á flutningskostnaði og benti á að um árabil hefði lágt raforkuverð verið þáttur í að fyrirtæki ákváðu að halda úti starfsemi hér á landi. Svo væri ekki lengur, enda raforka síður en svo ódýr. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, tók hins vegar upp hansk- ann fyrir samkeppnismarkaðinn og sagði að orkuverð til stærri aðila hefði lækkað um 11% frá árinu 2004. Einnig taldi hann að stóriðjan hefði hjálpað til við að lækka raforkuverð til heimila, sem hann sagði hafa lækkað um átta prósent á sama tíma- bili. Formaður iðnaðarnefndar Alþing- is vitnaði m.a. í frumvarpasmíð iðn- aðarráðherra sem stendur yfir og var nýverið hraðað. Hún sagði að í frumvarpinu byggi að baki sú hug- myndafræði að aðskilja ætti sam- keppnis- og sérleyfisrekstur. „Við teljum mikilvægt að skýr aðskilnað- ur sé á milli samkeppnisrekstursins og sérleyfisstarfseminnar, sem er m.a. hluti af lögbundnum hlutverk- um sveitarfélaga að veita íbúum sín- um. [Einnig] býr að baki sú hug- myndafræði að sérleyfisreksturinn, þ.e. almannaveiturnar, verði í fé- lagslegri meirihlutaeigu. Réttindin, auðlindirnar verði innan almanna- veitna eða í sérfélögum í meirihluta- eign ríkis eða sveitarfélaga.“ Katrín sagðist í raun líta svo á að tryggja þyrfti og ná fram þremur markmiðum. „Í fyrsta lagi að tryggja eignarhaldið á auðlindunum hjá hinu opinbera, með þá framselj- anlegum nýtingarrétti. Í öðru lagi hlýtur að vera markmið stjórnvalda á hverjum tíma að tryggja neytend- um besta mögulega verð á þessari grunnþjónustu sem rafmagn, hiti og fráveitan er. Þá hefur okkur ekki tekist að koma á raunverulegri sam- keppni á raforkumarkaði. Við þurf- um að leita leiða til þess.“ Orkulindir fara ekkert Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri SI, spurði Friðrik Sophusson nokkurra spurninga áður en hann steig í pontu. Ein af þeim var um hvort orkufyrirtækin yrðu einka- vædd. Friðrik svaraði: „Ég held að flestir séu sammála því að ekki er heppilegt að fyrirtæki á samkeppn- ismarkaði séu í opinberri eigu. Ég held að Björgvin Sigurðsson hafi orðað þetta ágætlega á þingi, áður en hann varð ráðherra, eða þannig að það sé úrelt fyrirbæri að fyrirtæki á samkeppnismarkaði séu í opinberri eigu.“ Friðrik fór um víðan völl í erindi sínu og fjallaði t.a.m. um sérleyfis- fyrirtækin. Hvað þau varðar er hann ekki sammála Katrínu, þ.e. að þau þurfi að vera í opinberri eigu. „Ég skil að þessi fyrirtæki þurfa að vera til, en það sem skiptir öllu máli er að skýrar og lögboðnar starfsreglur séu fyrir hendi. Ef menn vilja endilega eiga þessi fyrirtæki geta þeir afhent starfsemina einkaaðilum sem geta þá séð um reksturinn,“ sagði Frið- rik. Til þess að það væri á kristal- tæru, gerði hann stundum hlé á er- indi sínu og áréttaði fyrir fundar- gestum að ekki væri um skoðanir Landsvirkjunar að ræða. Einnig var spurt hvort orkulind- irnar þyrftu að vera í þjóðareign. Friðrik var til að byrja með ekki sáttur við orðið þjóðareign. „Í fyrsta lagi verða menn að glöggva sig á því að þjóðareign hefur enga lögfræði- lega merkingu. […] Menn eru ekki að tala um þjóðareign, menn eru að tala um ríkiseign.“ Síðar sagði hann enga nauðsyn fyrir ríki og sveitarfélög að eiga orkulindirnar. „Það sem skiptir máli er fullveldisrétturinn. Það er réttur ríkisstjórna til að setja reglur. Það á ríkisstjórn að gera á hverjum tíma, en ekki bæði fara með regluvaldið og löggjafavaldið og síðan eiga þessar orkulindir.[…] Ég er ekki á því að ríkið eigi að kasta frá sér eignum sín- um. Það á einungis að vera ákvörðun stjórnmálamanna sem við kjósum á hverjum tíma; vilja þeir að eignin sé hjá ríkinu eða vilja þeir að einhver annar eigi þessar orkulindir. Þær fara ekki neitt.“ Engin nauð- syn að eiga orkulindirnar Morgunblaðið/Golli Áhugi Fjöldi fólks mætti á Grand hótel í gærmorgun til að hlýða á fróðleg erindi um raforkumarkaðinn. Áður en fundinum lauk var fundargestum einnig boðið að bera upp spurningar sem flestar bárust Friðriki Sophussyni. Umfjöllun um REI gæti haft varanleg neikvæð áhrif á útrás orkufyrirtækja Í HNOTSKURN »Á annað hundrað mannssátu fund Samtaka iðn- aðarins á Grand hótel um ís- lenskan raforkumarkað, einkavæðingu, skipulags- breytingar og samkeppni. »Þar héldu erindi KatrínJúlíusdóttir, Árni Sigfús- son, Bryndís Skúladóttir, Frið- rik Sophusson og Tómas Már Sigurðsson. Fundarstjóri var Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.