Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GUNNAR Svanbergsson, formað- ur Foreldrafélags Brekkuskóla, hefur sett fram róttækar hug- myndir í því skyni að bæta hjól- reiðamenningu á Akureyri – m.a. til þess að draga úr því að börn séu keyrð í og úr skóla; í því skyni að minnka líkur á offitu barna og til þess að auka öryggi í umferðinni. Hugmyndir Gunnars eru nú til skoðunar í bæjarkerfinu. Gunnar segir að undanfarin ár hafi það færst mjög í vöxt að for- eldrar keyri börn sín í skólann og þegar spurt sé um ástæður þessa séu svörin oftar en ekki þau að það sé vegna þeirrar hættu sem skap- ast fyrir börnin vegna of mikillar umferðar á leið í og við skólana. „Foreldrar átta sig oft ekki á því að það eru þeir sem skapa mestu hættuna með því að keyra börnin. Ef ekkert er að gert munu æ fleiri foreldrar bregða á það ráð að keyra börn sín í skólann og skapa enn meiri hættu fyrir önnur börn,“ segir í minnisblaði til nefnda bæj- arins frá Gunnari og Bryndísi Arn- arsdóttur forvarnarfulltrúa. Þau segja í framhaldinu: „Þar á ofan er verið að skapa fleiri vanda- mál með ofnotkun einkabílsins, en það er hreyfingarleysi og ofþyngd barna og ungmenna. Það er nú þegar ljóst að ofþyngd barna og ungmenna er vaxandi vandamál. Með aukinni kyrrsetu og minni hreyfingu ásamt einhæfari nær- ingu og aukinni sykurneyslu eykst vandinn enn frekar.“ Þau lýsa yfir vilja sínum til þess að sporna við þessari þróun með því að hvetja börn og ungmenni ásamt foreldrum til að hjóla eða ganga í skólann. „Þetta verkefni gæti verið það fyrsta af mörgum í þá átt að gera Akureyri að fjölskylduvænum heilsueflingarbæ.“ Markmiðin sem þau vonast til þess að ná eru þessi:  Draga úr því að börn séu keyrð í og úr skóla.  Að allir nemendur eigi þess kost að koma hjólandi í skólann.  Hvetja foreldra til að hjóla með börnum sínum í skólann. Skipaður hefur verið starfshópur hjá Akureyrarbæ til þess að fara yfir málið og óskað verður sam- starfs við lögregluna. Í drögum að framkvæmd leggja Gunnar og Bryndís til eftirfarandi:  Hjólaleiðir í skólann verði merktar.  Lýsing verði aukin og gang- stéttarbrúnir gerðar aflíðandi.  Hjólareglum í skólum verði breytt – (börn í 1. til 4. bekk mega ekki koma hjólandi í skólann).  Hjólagrindur verði settar upp við skólana og aðstaða gerð til þess að börnin geti geymt hjálma sína.  Eftirlit verði með hjólum.  Verkefnið verði kynnt nem- endum og þeir hvattir til að hjóla.  Kynna verkefnið líka vel fyrir foreldrum.  Útbúa hjólastíga og þrauta- brautir við skólana. Þegar Gunnar er spurður hvort veðrið á Akureyri hamli því ekki að hugmyndir hans verði að veru- leika stendur ekki á svarinu: Fjölskyldan bjó um tíma norð- arlega í Svíþjóð þar sem vetur eru mun harðari en hér og snjór marg- faldur. Þar eru vandkvæðin engin og ættu því ekki að vera hér held- ur. Aðalatriðið er líklega breytt hugarfar. Hugmyndir um stórbætta hjólreiðamenningu í höfuðstað Norðurlands Hjólreiðar auka öryggi í um- ferð og minnka líkur á offitu Morgunblaðið/Ásdís Holl hreyfing Hjólreiðar eru hollur ferðamáti fyrir fólk á öllum aldri, mengar ekki andrúmsloft og eykur mjög öryggi í umferðinni … Í HNOTSKURN »Gunnar Svanbergsson ersjúkraþjálfari að mennt og mikill áhugamaður um að fólk hreyfi sig. Hann dregur ekki dul á að hafa gefið kost á sér sem formaður í for- eldrafélagi Brekkuskóla í þeim tilgangi einum að vinna framgang hugmynd sinni um bætta hjólreiða- menningu í bænum, sem hann telur öllum til bóta. »Gunnar segist verða varvið hugarfarsbreytingu foreldra um þessar mundir; þeir vilji í raun ekki keyra börn sín í jafnmiklum mæli og raun ber vitni. FYRIRLESTRARÖÐ um glæpasögur heldur áfram í Amtsbókasafninu á Ak- ureyri í dag kl. 17.15. Yfirskriftin á þess- um öðrum fyrirlestri Kristínar Árnadótt- ur um glæpasögur er „Gullöldin“ eða „harðsoðna“ glæpasagan. Enn um glæpi SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson fjallar um skipulagsmál á Fé- lagsvísindatorgi Há- skólans á Akureyri í dag kl. 12. Í gær fjallaði hann um lögfræðihlið þessa mála en fyrir- lestur dagsins kallar hann Fegurð metin til fjár, áhrif umhverfis á velferð og líðan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lærði viðskiptafræði við HÍ og hélt svo til náms í Moskvu þar sem hann skoðaði þróun efna- hagsmála í Austur-Evrópu. Að því loknu stundaði hann stjórnmálafræðirannsóknir við Kaupmannahafnarháskóla með áherslu á opinbera stjórnsýslu. Árið 2002 hóf Sigmundur meistaranám í Oxford- háskóla í Bretlandi. Rannsóknir hans þar þróuðust yfir í doktorsverkefni um skipu- lagsmál. Skipulag: Feg- urð metin til fjár Sigmundur Davíð Gunnlaugsson FANNEY Ásgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, heldur á morgun erindi á fræðslufundi skólaþróun- arsviðs kennaradeildar HA. Erindið nefnir hún „Í þennan skóla er hægt að koma frá vöggu til grafar“ og fjallar þar um sam- félagslegt hlutverk fámenna skólans. Fyr- irlesturinn hefst kl. 16.30 í stofu 16 í Þing- vallastræti 23. Hlutverk fá- mennra skóla Hafnarfjörður | Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, og forsvarsmenn Riss ehf. skrifuðu und- ir verksamning annars áfanga vegna uppbyggingar á Kaplakrika síðastlið- inn mánudag. Undirbúningur lokaáfanga FH- svæðisins hófst sumarið 2005, í fram- haldi af viljayfirlýsingu á milli FH og Hafnarfjarðarbæjar sem undirrituð var á 75 ára afmæli FH 16. október 2004. Arkitektar eru Batteríið ehf. og VSB verkfræðistofa hefur séð um verkfræðihönnun. „Þetta mun breyta miklu, aðallega fyrir fótboltann og alla aðstöðu fyrir hann, það er að segja áhorfendur,“ segir Viðar Halldórsson, sem er í byggingarnefnd fyrir hönd FH. „Síð- an á í framhaldinu af þessu að byggja frjálsíþróttahús sem mun hafa gífur- leg áhrif fyrir frjálsíþróttadeildina og, já, í sjálfu sér allar aðrar deildir í félaginu líka því að öll aðstaða verður betri,“ segir Viðar og bætir við að þetta muni hafa mikil áhrif á alla að- stöðu fyrir félagið því nú muni það fá fundarsali, skrifstofur „og ýmislegt fleira sem hefur verið af skornum skammti“, segir Viðar. Félags- og skrifstofuaðstaða verð- ur á einni hæð, ný búningsherbergi munu uppfylla UEFA-staðla, viðbót- arstúka verður byggð, auk aðstöðu fyrir fréttamenn og keppnisstjórn. Skyggni verður byggt yfir núverandi stúku sem mun þá rúma 2.000 manns í sæti. Skylmingasalur verður byggð- ur og eldra húsnæði verður endur- gert, þ.á m. búningsherbergi og 200 m² tækja- og lyftingasalur. Frjáls- íþróttahús verður 4.500 m². Tengi- bygging verður milli allra húsa, m.a. í Risann. Nýbyggingar eru samtals um 7.000 m². Lóðin öll verður end- urgerð, bílastæði, gönguleiðir og að- koma að svæðinu, t.d. við Flata- hraun, og aðgengi að íþrótta- miðstöðinni. Framkvæmdirnar munu standa yfir til 2009. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Skrifað undir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, skrifaði undir ásamt forsvarsmönnum Ris ehf. Ný aðstaða gjörbyltir allri aðstöðu FH-inga Á FUNDI umhverfisráðs Reykja- víkurborgar hinn 9. október síðast- liðinn var lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar varðandi matsáætlun vegna annars áfanga Sundabrautar. Jafnframt var þá lögð fram tillaga þáverandi minni- hluta F-lista, Samfylkingar og Vinstri grænna um að tillaga þeirra um legu Sundabrautar, 2. áfanga, yrði tekin til umhverfismats. Til- laga F-lista, Samfylkingar og VG gengur út á að Sundabraut verði lögð í jarðgöng frá mislægum gatnamótum í Gufunesi yfir í Gunnunes/Álfsnes. Fyrirhuguð íbúðarbyggð í Geldinganesi verði tengd Gufunesi/Sundabraut með brú yfir í Eiðisvík. Með breytingunum sem í gær urðu á borgarstjórn tekur Svandís Svavarsdóttir við formennsku í skipulagsráði. Ekki náðist í hana vegna málsins. Lögðu fram nýja til- lögu um Sundabraut Kópavogur | Þeir sem leið hafa átt um göngustíg sem liggur frá Kópa- vogsdal, undir Dalveg og áfram undir Reykjanesbraut hafa vænt- anlega orðið varir við fram- kvæmdir sem nú standa yfir þar sem göngustígurinn liggur undir Reykjanesbrautina. Þónokkurt rask er á umhverfinu og vatn fossar upp úr brunni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Kópavogsbæ er verið að tengja hinn enda vatnslagnarinnar sem upptök á í Heiðmörk. Verið er að skola út lögnina, sem skýrir foss- andi vatnið, áður en hún verður tengd við Kópavog. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rask vegna framkvæmda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.