Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Kristinn Hundar eru oftast góðir Yfirleitt er ástæða fyrir því ef hundar taka upp á að bíta. HUNDAR bíta börn vegna þess að þeir eru að standa vörð um eitthvað, þeir eru óör- uggir eða eru haldnir sársaukafullum sjúk- dómi. Þessar þrjár ástæður eru algengustu ástæður þess að hundar bíta börn sam- kvæmt því sem sagt er frá á vefmiðli Berl- ingske Tidende. Þar er vitnað í bandaríska rannsókn sem gerð var á 111 hundum sem bitið höfðu börn undir 18 ára aldri. Þegar heimilishundurinn bítur barn kem- ur það sjaldnast sem þruma úr heiðskíru lofti. Margir hundanna hafa bitið áður þó svo að það hafi ekki verið barn. Og í flestum tilfellum hafa verið endurtekin merki um árásarhneigð hundsins. Í fyrrgreindri rannsókn voru hundsbitin greind eftir ákveðnu munstri, eftir aldri barnsins, hversu vel hundurinn þekkti barn- ið og í hvaða aðstæðum barnið og hundur- inn voru. Yngstu börnin voru oftast bitin vegna þess að hundinum fannst leikföngum sínum eða mat vera ógnað. Eldri börn voru bitin þegar hundurinn stóð vörð um yfir- ráðasvæðið sitt. Ókunnug börn voru oftast bitin ef þau komu óvænt hlaupandi inn á yfirráðasvæði hundsins. Í 77 prósent tilfellum var hundurinn óeðlilega taugaveiklaður og sýndi merki um óöryggi vegna hávaða og snöggra hreyf- inga. Margir hundanna sýndu merki um árásarhneigð þegar þeim fannst sér á ein- hvern hátt ógnað. Um helmingur hundanna var með einkenni um að þeir væru haldnir sársaukafullum sjúkdómi sem vitað er að getur gert hunda árásargjarna. Aðeins 19 prósent hundanna höfðu aldrei áður bitið manneskju en flestir höfðu þó ekki bitið barn áður. Þess vegna bítur hundurinn |miðvikudagur|17. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Linda og Helena eru nýkomnar úr ógleymanlegri maraþongöngu í New York til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. »20 brjóstakrabbi Verðandi mæður þurfa að vera upplýstar um öryggi holls mataræðis og ekki er síður mikilvægt að borða af ánægju en hreinni nauðsyn á meðgöngunni. » 20 meðganga Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is M eðal verkefna sem lögð eru fyrir nemendur í vöruhönnun í hönnunar- og arkitektúrdeild í Listaháskólanum og unnið er í samvinnu við Þjóðminjasafnið er Íslensk menning, sérstakur hljómur. Verk- efnið felst í því að nemendur rannsaka og skoða vandlega íslenska menningu og leita við það fanga á Þjóðminjasafninu. Sigríður Ásdís segir að vissulega hafi hún fundið margt sem var áhugavert. Leikföng og gamlir leikir vöktu sér- staka athygli og hún ákvað að nota leiki sem uppistöðu í áðurnefndu verkefni. Hún lét ekki þar við sitja heldur byggði lokaverkið á göml- um leikföngum. Eftir að verkefni nemendanna voru tilbúin voru þau kynnt í Þjóðminjasafninu. Útfærði sjö gamla leiki „Ég komst yfir bókina „Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur“ eftir Jón Árna- son og Ólaf Davíðsson. Hún var gefin út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi og prentuð í Kaupmannahöfn árið 1887. Þetta er tveggja binda verk sem hefur verið mér uppspretta margra hugmynda,“ segir Sigríður Ásdís. „Þarna er að finna gamla leiki og í byrjun út- færði ég sjö þeirra en markmiðið með verkefn- inu var að taka eitthvað gamalt og nútímavæða það. Nú legg ég megináhersluna á þrjá leikj- anna; halarófuleik, blindkrækluleik og skolla- leik. Allir leikirnir krefjast mikillar hreyfingar og það var einmitt hreyfingin, og auðvitað líka hugsunin sem til þarf, sem ég hafði í huga við val þeirra.“ Sigríður Ásdís segir leikina sem hún hefur skoðað nokkuð mismunandi eftir landshlutum en hún valdi þá leiki sem henni þóttu skemmti- legastir. Einnig hafði hún í huga að margir af gömlu leikjunum sem fólk man eftir, og kann jafnvel enn, hafa breyst og stundum hafa tveir eða fleiri leikir runnið saman í einn. Það á ein- mitt við um blindkrækluleik og skollaleik sem nú er yfirleitt bara kallaður hollinskollinn. Skemmtileg þula Í skollaleiknum er bundið fyrir augu eins leikmannsins sem nefndur er skolli. Einhver leikmanna hleypur að honum, klappar á axlir hans og fer með eftirfarandi þulu: „Krukk, krukk skolli, skítur í hverju horni. Aldrei skaltu mér ná, fyrr en dauður er hesturinn þinn og þú sjálfur þar on’á.“ Síðan hlaupa leikmennirnir út á völlinn og skolli þarf að ná þeim og segja við þá: „krukk, krukk, krukk.“ Leiknum er lokið þegar skolli hefur náð öllum. Í blindkrækluleik setjast allir leikmenn nema einn og eiga ekki að færa sig úr stað en mega þó standa upp. Einn leikmaður fer með þann sem ekki settist og bindur fyrir augu hans og er hann þá orðinn blindkrækla. Hon- um er nú snúið í snarkringlu svo að hann rugl- ist í áttunum. Blindkræklunni er ætlað að finna leikmennina og þekkja þá og má vera með skrípalæti til að leikmenn hlæi og hann þekki þá kannski af hlátrinum og nái þeim. Skollaleikurinn og blindkræklan hafa nú runn- ið saman í einn leik sem oftast er kallaður skolli. Í halarófuleiknum taka leikmenn hver aftan í annan svo úr verður halarófa. Fremstur er verjandinn og aftast halarófan með sérstaka halarófuhúfu. Einn leikmaður er ekki í hala- rófunni og á hann að ná húfunni af halarófunni en verjandi á að passa að það takist ekki. Leiknum er lokið þegar húfan hefur náðst. Umbúðirnar með gömlum sjarma „Mig langaði að hafa umbúðirnar með göml- um sjarma og hef hugsað mér þetta sem gjöf sem minni á gamla tíma. Um leið eru gömlu leikirnir kynntir nútímabörnum sem fræðast líka um leiki barna á fyrri tíð. Ég ætla að byrja með að kynna leikina þrjá og hef hannað sér- staka kassa sem innihalda þá fylgihluti sem þarf í leikina, húfu og bindi sem bundin eru fyrir augu leikmannanna. Á kassalokunum eru gamlar myndir af krökkum sem ég fékk á Ljósmyndasafninu á Akranesi og hæfa verk- efninu vel. Leikreglurnar hafa verið þýddar á ensku og þýsku en það reyndist svolítið maus þar sem sumt er erfitt að þýða beint og fellur ekki að menningu annarra landa, eins og t.d. Krukk, krukk skolli, skítur í hverju horni!“ Gamlir leikir gæddir lífi Morgunblaðið/Frikki Skollaleikur Sigríður Ásdís bindur skolla- bandið fyrir augu dóttur sinnar, Ásdísar Birnu, sem segir að það sé skemmtilegt að leika þessa leiki. Mikið er talað um að börn hreyfi sig ekki nóg heldur sitji daginn langan fyrir framan sjónvarp eða tölvur. Sigríður Ásdís Jónsdóttir, sem útskrifaðist í vor sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands, leggur nú sitt lóð á vogarskálarnar til að þetta megi breytast. Það gerir hún með því að vekja gamla íslenska leiki til lífsins og færa þá í nútímabúning. Halarófan Nokkrir krakkar í Halarófuleik og hér er sá aftasti með húfuna sem sækjandinn á að ná í. Sigríður Ásdís mun kynna leikina á sýning- unni BRUM sem er hluti af sýningunni Heimili og hönnun sem verður í Laugardalshöll um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.