Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Hall-dórsdóttir fædd- ist á Skottastöðum í Svartárdal í Austur- Húnavatnssýslu 4. júlí 1927. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 8. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Halldór Jóhanns- son, f. á Birnings- stöðum í Ljósa- vatnsskarði 20. júlí 1895, d. 5. mars 1982, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Leifsstöðum í Svartárdal 19. júlí 1900, d. 26. október 1984. Systkini Kristínar eru Guðmundur, f. 24. febrúar 1926, d. 13 júní 1991, maki Þór- anna Kristjánsdóttir, f. 23 október 1926, búsett á Sauðárkróki, og Bóthildur, f. 18. apríl 1945, maki Davíð Sigurðsson, f. 12. sept- ember 1937, þau eru búsett á Blönduósi. Árið 1963 giftist Kristín Gesti Pálssyni, f. á Grund á Jökuldal 13. ágúst 1925. Foreldrar hans voru Páll Vigfússon, f. í Hnefilsdal á Jökuldal 27. október 1889, d. 2. apríl 1961, og María Stefánsdóttir, Smári Maríasson, f. 1965. Börn þeirra eru: Aðalgeir Gestur, f. 1986, Hrannar Már, f. 1991, og Elísabet Páley, f. 2000. 4) Aðal- geir Bjarki, f. 1967, maki Brynja Guðnadóttir, f. 1964. Börn Brynju og fósturbörn Aðalgeirs eru Berg- lind Magnúsdóttir, f. 1984, Hulda Magnúsdóttir, f. 1985, Anna María Friðriksdóttir, f. 1989, Guðni Leif- ur Friðriksson, f. 1991, og Stefán Jón Friðriksson, f. 1995. Veturinn 1947-48 var Kristín við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Hún vann síðan við hin ýmsu störf í Reykjavík og á Bergs- stöðum hjá foreldrum sínum. 1963 hófu þau Gestur sambúð á Akur- eyri og voru þar til 1965 er þau tóku við sem húsverðir í Húnaveri og hófu búskap þar og á Bergs- stöðum, sem þau síðan byggðu upp og fluttu þangað 1974. Þau bjuggu þar til ársins 1989 er þau tóku aftur við húsvörslu í Húna- veri. Fluttu síðan til Blönduóss 1992 þar sem hún sinnti hugðar- efnum sínum svo sem bóklestri og handavinnu. 1998 fluttu þau til Reykjavíkur og síðar í Kópavog, þar sem þau bjuggu með Guðrúnu dóttur sinni og fjölskyldu. Síðasta hálfa árið var hún á hjúkrunar- heimilinu Grund. Kristín verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. f. í Möðrudal á Fjöll- um 4. ágúst 1887, d. 7. október 1929. Börn Kristínar og Gests eru: 1) Bergljót Sigvaldadóttir, f. 1954 (fósturdóttir Gests), maki Þorleif- ur Jónatan Hall- grímsson, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Hallgrímur Magnús, f. 1973, maki Jóna Margrét Jóhanns- dóttir, f. 1982, dóttir þeirra Sunneva, f. 2005. b) Kristín Hildur, f. 1975, maki Kristmundur Eiríkur Arn- björnsson, f. 1973, börn Kristínar Hildar og fósturbörn Kristmundar eru Þorleifur Hallgrímur Krist- ínarson, f. 1994, og Ísabella Sól Jensen, f. 1997. Börn Kristínar Hildar og Kristmundar eru Arn- björn Þór, f. 2001, Björný Krist- björg, f. 2002, og Freyja Kristín, f. 2004. c) Gunnar Sveinn, f. 1981. d) Bergþór Snær, f. 1989. 2) Guðrún Halldóra, f. 1963, maki Sveinn Kjartansson, f. 1963. Börn þeirra eru: Kjartan, f. 1991, Hilma Krist- ín, f. 1992, og Gestur, f. 1995. 3) María Páley, f. 1965, maki Vignir Jæja, þá er hún farin, blessunin. Ég kynntist Kristínu og Gesti tengdaforeldrum mínum fyrst árið 1988, þegar ég kom í fylgd Guðrúnar dóttur þeirra að Bergsstöðum. Þetta var í páskafríinu og hafði öllum systkinum Guðrúnar, mökum og börnum þeirra verið stefnt þangað til að kíkja á gripinn (þ.e. undirritaðan) og gera á honum úttekt. Einhvern vegin virðist Kristínu hafa þótt ég standast þessa úttekt því hún segir við mig að dóttir hennar sé ekki með skilarétti. Ekki hefur nú þurft að reyna á þennan rétt (eða ekki-rétt) og verður varla úr þessu. Í þessari heimsókn og mörgum síðar var mér ljóst hversu góð og natin húsmóðir Kristín var. Einhvern veginn fannst mér, allavega þegar voru gestir, að allan daginn væru veisluföng á borð- um. Það var mér og minni fjölskyldu mikil blessun þegar þau Kristín og Gestur ákváðu að flytja hingað suður til okkar, fyrst á Kaplaskjólsveginn og síðan hingað í Birkigrundina. Þetta hefur reynst okkur Guðrúnu og ekki síst börnum okkar ómetan- legt að hafa svo óheftan aðgang að ömmu og afa og fáum við það aldrei fullþakkað. Kristín var mjög hlý og góð mann- eskja. Ekki mjög mannblendin og sagði ekki margt en hafði góða nær- veru. Þó maður fyllist sorg og trega við fráfall hennar, getur maður ekki annað en fundið til þakklætis fyrir það að hún þurfi ekki lengur að kljást við þau erfiðu veikindi sem hrjáðu hana síðustu mánuðina. Guð blessi þig og megir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur Sveinn Kjartansson. Nú þegar hún amma er dáin lang- ar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Frá því amma og afi fluttu hingað suður frá Blönduósi, hafa þau búið í sama húsi og við. Okkur þótti alltaf gott að hafa þau nálægt okkur, bæði á Kaplaskjólsveginum og í Birki- grundinni. Alltaf höfum við getað gengið að ömmu og afa vísum þegar við komum heim úr skólanum og bauð amma okkur oft upp á hress- ingu. Hún passaði Gest, sem er yngstur okkar, þegar foreldrar okk- ar voru í vinnunni og eldri systkinin í skólanum. Við finnum það í okkar daglega lífi hvað það er mikilsvert að hafa verið samferða fólki af þessari kynslóð og hve mikið við höfum lært af því. Amma setti sinn svip á öll há- tíðarhöld og afmæli í fjölskyldunni með sinni góðu nærveru og er henn- ar sárt saknað. Elsku afi, þú hefur mikið misst og hefur mikils að sakna. Blessuð sé minning Kristínar ömmu. Kjartan, Hilma Kristín og Gestur Sveinsbörn. Stína mín. Nú þegar komið er að leiðarlokum man ég eftir svo mörgu sem ég átti eftir að segja við þig, bæði hvað mér þótti vænt um þig og hvað þú varst okkur hjónunum og börnum okkar góð. Þið Gestur voruð þeim sem aðrir foreldrar og eftir að þau eignuðust fjölskyldu tókuð þið þeim opnum örmum líka. Þín lífsganga er búin að vera ansi strembin á köflum, en þú greindist með insúlínháða sykursýki á fertugs- aldri og hefur þurft að fást við ýmsa fylgikvilla þess sjúkdóms. Þú varst nú ekki að barma þér út af því heldur hélst þínu striki og hafðir meiri áhyggjur af öllum öðrum en þér. Ef ég spurði hvernig heilsan væri hjá þér var svarið oftast: ég er bara góð, en ef þú sagðir að þú værir svona „öngvanvegin“ vissi ég að þá væri heilsan mjög slæm. En ekki var allt búið því fyrir rúmu ári greindist þú með berkla og fékkst í kjölfarið heilablóðfall og fannst manni nú nóg komið og miklu meira en það, en þú hélst nú áfram að berjast enda með vænan skammt af Bergsstaðaákveðni, sem við teljum okkur öll svo heppin að hafa fengið smáskammt af í vöggugjöf, sem kennum okkur við þetta gamla ætt- arsetur. En veikindin gerðu engan daga- mun, það er slítandi að líða aldrei vel, vita að lítið er hægt að gera og svör af skornum skammti. Það þarf mik- inn kjark og hann áttir þú til hinstu stundar, en því miður er ekki farið að veita orður fyrir það, því eina slíka áttir þú svo sannarlega skilið. Ég ætla ekki að fara að rekja þinn æviferil hér, þeir vita það sem það þurfa að vita, en þó get ég ekki annað en minnst á dalinn okkar; Svartár- dalinn, þar sem við ólumst upp, þar sem áin liðast í rólegheitum út dal- inn. Áin var stór þáttur í uppvexti ykkar Munda bróður, þar sem þið lékuð ykkur á skautum í skammdeg- inu þegar áin var ísilögð og tunglið og stjörnurnar fylgdust með. Á sumrin var svo kallast á við leikfélag- ana hinum megin við á. Svona var þetta í dalnum okkar. Stína mín, þegar þú lagðir upp í þína hinstu ferð var veðrið mjög gott, heiður himinn og sólin skein, enda ekki vaninn í okkar sveit að leggja upp í neina tvísýnu. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér af þeim sem á undan eru farnir. Hér á bæ verður þín minnst á stjörnubjört- um kvöldum. Elsku Gestur minn, Begga, Dista, Páley, Bjarki og fjölskyldur ykkar, okkar innilegust samúðarkveðjur. Bóthildur og Davíð. Árið 1952 í júlímánuði er boðað til messu í Bergsstaðakirkju í Svartár- dal. Veður er hið besta, sól skín í heiði. Í hlað ekur maður á jeppa, við hlið hans situr sveinstauli úr Reykja- vík 12 ára gamall, undirritaður. Prestur kemur út um bæjardyr skrýddur hempu og heilsar komu- mönnum. Ennþá eru nokkrir að renna í hlað, flestir ríðandi. Drengnum verður starsýnt á konu eina, sem honum finnst vera gömul en hún situr hest sinn öðruvísi en aðrir, Hún fer af baki og segir: „Ég kemst minna ferða þótt í söðli sé“, gengur að því sögðu bak við bæinn og kemur þaðan skömmu síðar í íslensk- um búningi og hefur lagt reiðpils sitt og treyju á bæjarvegginn. Bærinn er fallegur torfbær og öllum er boðið í kaffi að messu lokinni. Sú mynd sem hér er upp dregin á að lýsa veruleika sem menn þekkja ekki í dag, æsku- heimili Kristínar Halldórsdóttur. Þegar þetta gerðist árið 1952 voru foreldrar Kristínar húsráðendur á Bergsstöðum þar sem hún átti síðar eftir að búa myndarbúi ásamt Gesti Pálssyni eiginmanni sínum. Kristínu kynntumst við fyrst löngu síðar þegar Sveinn sonur okk- ar gekk að eiga Guðrúnu Halldóru, dóttur hennar. Þau kynni áttu eftir að verða nánari einkum eftir að þau voru flutt suður. Þau bjuggu um ára- bil á Blönduósi eftir að þau létu af störfum, þar til heilsufarsástæður Kristínar hlutu að ráða búferlaflutn- ingi, fyrst vestur í bæ, síðar í Kópa- voginn. Reisn og virðuleiki, hjartahlýja og gestrisni einkenndu hina fallegu mannneskju, Kristínu, en hún var sprottin úr hinni gömlu góðu ís- lensku bændamenningu og að henni stóðu sterkir stofnar. Hún bar mikla persónu, ekki orðmörg en jafnan yf- irveguð og lagði jafnan gott til mál- anna. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Það er mikils virði fyrir börn að alast upp í skjóli og samneyti við ömmur og afa en oft þykir vanta á þessi tengsl kynslóðanna.Við slíkt samneyti eflist málþroski og tungu- tak og unga fólkið fær innsýn í þá veröld sem var. Þess nutu börn þeirra Guðrúnar og Sveins ríkulega vegna nábýlis við þau Kristínu og Gest, en stuðningur þeirra var ávallt vís í hinum margvíslegu verkefnum dagsins. Við hjónin áttum nú hin síðari ár samverustundir með Kristínu og Gesti sem ljúfar eru í minningunni, enda um margt að spjalla. Kristín varð fyrir ýmsum heilsu- farslegum áföllum sem leiddu til þess að hún varð að dvelja á sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili síðasta árið. Henn- ar verður sárt saknað, en við kveðj- um hana með virðingu og þökk. Gesti eiginmanni hennar, afkom- endum og frændgarði öllum færum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Halldórsdóttur. Bergljót S. Sveinsdóttir og Kjartan Sigurjónsson. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja hana Stínu frænku mína sem lést 8. október síðastliðinn. Það er öllum nauðsynlegt í upp- vexti sínum að eiga ættingja og fjöl- skylduvini sem gefa manni með við- móti sínu og orðum, uppörvun og vissu um að maður er metinn að verðleikum. Ættingjar og vinir sem manni líður vel í kringum, þar sem maður getur verið maður sjálfur. Þetta er eitthvað sem betur fer flest- ir fá frá foreldrum sínum sem ég og fékk en oft þarf maður einhvern ann- an til að staðfesta það sem frá for- eldrum er komið og í mínum upp- vexti voru það Stína og Gestur á Bergsstöðum og Mundi og Anna á Sauðárkróki sem gáfu mér þessa vel- líðan. Að mínu mati eru það forréttindi að alast upp í svona „stórfjölskyldu“ því systkinabörn mín eru mér sem systkin og kann ég þeim Stínu, Munda og Bótu bestu þakkir fyrir að sýna okkur frændsystkinunum í verki hvernig systkinaást getur verið skilyrðislaus og áreynslulaus eins og virtist vera þeirra á milli. Alltaf þegar stórfjölskyldan hitt- ist, sem var sem betur fer ósjaldan, var glatt á hjalla og allir höfðu sitt að segja og á mann var hlustað og mér leið alltaf svo vel í kringum alla þessa ættingja mína sem gáfu mér það að vera hluti af þessari fjölskyldu sem mér þykir svo vænt um. Stína var alltaf að, með stóra fjöl- skyldu, mikið af börnum í sveit hjá þeim á sumrin og stöðugur straumur af ættingjum og vinum sem sóttu þau heim. Alltaf mikið um að vera og mikið tilhlökkunarefni þegar fara átti í sveitina til Stínu eða von var á þeim í kaupstað og fannst mér frekar súrt að fá ekki að vera í sveit hjá þeim á sumrin eins og bræður mínir og var ég þá ekki að hugsa um að nægilega stór væri barnaflokkurinn fyrir, en það bætti þó úr eins og áður sagði að ósjaldan var eitthvert tilefni til að hittast. Það er margs að minn- ast en það verður gert þegar næst verður komið saman. Ég er afskaplega þakklát fyrir þær stundir sem ég hef átt með Stínu frænku á liðnum árum, þakklát fyrir það að börnin mín náðu að kynnast henni og umfram allt þakklát fyrir það að hafa kynnst manneskju eins og henni sem með léttleika, hæv- ersku og góðmennsku sýndi mér hvernig maður gat tekist á við lífið og tilveruna og komist í gegnum þá erf- iðleika sem lífið hefur upp á að bjóða og ég vona svo innilega að Stína hafi vitað hversu vænt mér þótti um hana. En umfram allt er ég Stínu þakk- lát fyrir hennar þátt í því að hafa gef- ið mér fjölskyldu sem stendur með manni þegar á reynir og gleðst með manni þegar tilefni er til, fjölskyldu sem þarf ekki alltaf tilefni til að koma saman og styrkja tengslin og von- andi tekst okkur sem eftir stöndum að heiðra minningu Stínu frænku og gefa börnum okkar það sem okkur var gefið; það er „stórfjölskyldu“. Takk fyrir allt, elsku Stína mín, vonandi líður þér vel núna og berðu þeim sem á móti þér taka kveðju mína. Elsku Gestur frændi, Begga, Dista, Páley, Bjarki og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Kr. Davíðsdóttir og fjölskylda. Mig langar til að minnast Krist- ínar (Stínu) með nokkrum orðum. Við fæddumst sama ár í litlu sveitar- félagi fyrir norðan. Kynni okkar hóf- ust í fámennum farskóla. Þar þurftu Stína og bróðir hennar að ganga 3 til 4 kílómetra fram og til baka á hverj- um skóladegi. En það þótti nú ekki mikið í þá daga. Við urðum strax góðar vinkonur og sú vinátta hefur haldist síðan. Meðan ég var heima í sveit á sumrin fór ég alltaf í eina sumarheimsókn til fjölskyldu hennar. Þau voru öll svo kjarnyrt og skemmtileg. Fyrsta vet- urinn sem ég var í Reykjavík vorum við Stína saman í herbergi en það var svo lítið að það komst ekki nema einn dívan fyrir. Við höfum lengst af verið hvor á sínu landshorninu en alltaf hist er við höfum getað. Síðustu árin höfum við báðar verið á höfuðborgarsvæðinu og því getað hist oft. Þegar mér fannst tilveran eitthvað daufleg hringdi ég bara í Stínu, hún og mað- urinn hennar, Gestur, komu þá í heimsókn. Þá var nú oft glatt á hjalla. Stína hefur átt við mikið heilsuleysi að stríða en mætt því með miklum dugnaði. Ég sendi innilegar samúð- arkveðjur til allra aðstandenda. Stína mín, þökk fyrir samveruna, sjáumst síðar. Elín Bjarnadóttir. Kristín Halldórsdóttir Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu, blessuð hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Hér þegar mannleg hjálpin dvín, holdið þó kveini og sýti, upp á hönd Drottins augun þín ætíð með trúnni líti. (Hallgrímur Pétursson.) Brynja, Berglind, Hulda, Anna María, Guðni Leifur og Stefán Jón. HINSTA KVEÐJA Við kynntumst fjórtán ára gamlar og urðum óaðskiljanleg- ar vinkonur á æskuárunum. Þótt leiðir skildu og við settumst að með bónda og bú hvor sínum meg- in við álinn – þá var alltaf eins gaman að hittast aftur og við tók- um upp þráðinn þar sem við hætt- um síðast, hversu langt sem leið á milli. Þú varst alltaf jafn kát og skemmtileg og hafðir einstakt lag á að koma öðrum í gott skap. Þeir, sem þekktu þig, munu minnast þess hversu ómótstæðilega smit- andi hlátur þinn var, þú gazt smit- Ólafía Auðunsdóttir ✝ Ólafía Auðuns-dóttir fæddist í Reykjavík 17. nóv- ember 1937. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 3. októ- ber síðastliðinn. Útför Ólafíu var gerð frá Árbæj- arkirkju 11. október sl. að heilan bíósal fullan af fólki, ef því var að skipta. En þetta létta skap reyndist þér gott veganesti því líf þitt varð nú enginn dans á rósum. Þú áttir oft við andstreymi að stríða og seinna meir mikil og langvarandi veikindi. Drengirnir þínir og þeirra fjölskyldur, barnabörnin sér í lagi, veittu þér þó mikla gleði og mikinn styrk. En þú barðist eins og hetja við hvers kyns erfiðleika og heilsuleysi, en aldrei heyrðist frá þér æðruorð. „Þetta er bara svona,“ sagðir þú þegar við kvöddumst í sumar, í hinzta sinn. „Það verður bara að taka því“. Ég vissi þá að þú bjóst ekki við að eiga langt eftir. Nú ertu loksins búin að fá hvíld, eftir þína löngu baráttu. Hvíl þú í friði, elsku bezta vina, Þín, Hafdís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.