Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gengi Ericsson hrundi  Hlutabréf í sænska síma- og fjar- skiptafyrirtækinu Ericsson hrundu um nærfellt fjórðung eða um 24% í Kauphöllinni í Stokkhólmi í gær í kjölfar afkomuviðvörunar. Þetta er mesta lækkun á gengi bréfa fyr- irtækisins í 17 ár. Gengið á hlut fór niður fyrir 20 sænskar krónur og hefur ekki verið lægra í þrjú ár og í fyrsta skipti frá árinu 2003 er sænska tískufyrirtækið H&M verð- mætasta fyrirtækið í sænsku kaup- höllinni. »13 Gagnrýndu Björn Inga  Nýr meirihluti tók við stjórn- artaumunum í Reykjavík í gær eftir um sextán mánaða stjórn sjálfstæð- ismanna. Meirihlutinn sam- anstendur af Framsóknarflokki, Samfylkingu, VG og Frjálslynda flokknum. Sjálfstæðismenn gagn- rýndu harðlega Björn Inga Hrafns- son, fulltrúa framsóknarmanna í borgarstjórn, fyrir það hvernig hann stóð að sambandsslitum við fyrri meirihluta. »Forsíða Dagur nýr borgarstjóri  Nýr borgarstjóri var kjörinn á fundi borgarstjórnar í gær þegar Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu, tók við af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, sem gegnt hefur stöðunni frá því í kosningunum í fyrravor. »Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Á leið í kviksyndið Forystugreinar: Valdaskipti í borg- arstjórn | Fátækleg málefnaskrá Ljósvakinn: Í nafni trúarinnar UMRÆÐAN» … hættið að drepa hugsjónir Forsjárhyggja Staksteina Samgöngur úr og í Hafnarfjörð Til stuðnings Vilhjálmi Þ. Vilhjálmss. 34 3   3 3 3 3  3  3 5 +6& .# * #+ 7#)  ##)% $.   3 3 3 3 3  3   3 - 81 &  3  3 3 3 3  3  3 3 9:;;<=> &?@=;>A7&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&88=EA< A:=&88=EA< &FA&88=EA< &2>&&AG=<A8> H<B<A&8?H@A &9= @2=< 7@A7>&2*&>?<;< Heitast 5 °C | Kaldast -2 °C  Austlæg eða breyti- leg átt, 3-8 m/s og bjart veður. Dálítil rigning eða slydda við suðurströndina. » 10 Draugahöfundar, Tony Blair, grískt ljóðskáld og útlaga- stjórnir koma við sögu á bókasíðu blaðsins. »39 BÓKMENNTIR» Draugar og pólitíkusar TÓNLIST» Sena selur Stúdíó Sýrland. »36 Reykjavík Reykja- vík fjallar um mann- inn sem segir Reykjavík reglulega fyrir hlustendur BBC. »36 ÚTVARP» Rödd Íslands á BBC BÓKMENNTIR» Kafað ofan í Kafka í kjallaranum. »37 AF LISTUM» Listin að gráta yfir slöku bíómyndaúrvali. »38 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Handtekinn fyrir að nauðga … 2. Stöð 2 leitar réttar síns 3. Vantrausti lýst á Margréti Sv. 4. Hanna Birna upplýsti um … Á AÐALFUNDI Leikfélags Reykjavíkur í byrjun vikunnar kom fram að góð- ur tekjuafgangur hefði orðið á síð- asta starfsári. Að sögn formanns LR, Ingu Jónu Þórðardóttur, var tekjuafgangurinn meðal annars ástæða þess að á aðal- fundinum var lögð fram tillaga um að stofna Leikritunarsjóð Leikfélags Reykjavíkur. „Markmiðið er skýrt: Að hafa á hverjum tíma starfandi leikskáld við leikhúsið, sem helgað geta sig skrif- um. Við viljum sinna þessum þætti leiklistarinnar betur en gert hefur verið,“ segir hún. Vigdís Finnbogadóttir hefur sam- þykkt að veita sjóðnum forstöðu og segir Inga Jóna að nú verði farið í að undirbúa reglur og samþykktir fyrir sjóðinn, velja sjóðstjórn og leita til utanaðkomandi aðila um frekari fjárframlög. „Hversu hratt þetta gengur fer dálítið eftir undirtekt- unum. En ég er bjartsýn á að þær verði góðar og að við getum tekið myndarlega á þessu,“ segir hún. | 15 Stofnar leik- ritunarsjóð Inga Jóna Þórðardóttir ÍRSKA skáldkonan Anne Enright hlaut í gærkvöldi Booker-verðlaunin í bókmenntum. Verðlaunin fékk hún fyrir bókina The Gathering, sögu um vanstillta fjölskyldu á Írlandi. Dómnefnd verðlaunanna sagði bók- ina magnaða, óþægilega og oft reiða en þó auð- lesna, en sjálf hefur Enright sagt um hana: „Þeir sem eru að leita sér að ein- hverju upplífg- andi ættu svo sannarlega ekki að lesa bókina. Þetta er sannkölluð vasaklútabók.“ Þetta er fjórða skáldsaga höfund- arins en auk þess hefur hún sent frá sér eitt smásagnasafn og bók um barneignir. The Gathering hefur hingað til ekki náð miklum vinsæld- um, aðeins selst í rúmlega 3.000 ein- tökum, en líklega munu verðlaunin hjálpa til. Bók Ians McEwans, On Chesil Beach, var fyrirfram talin sigurstranglegust en McEwan get- ur þó huggað sig við að hafa selt 120 þúsund eintök af bókinni, rúmlega fjórfalt meira en aðrar tilnefndar bækur til samans. Írsk vasa- klútabók Anne Enright Eftir Björn Björnsson ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem þrennir tvíburar eru samtímis á fjölunum í leikverki á Íslandi, en það gerist þó í leikverkinu Alinu, sem verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Sauðárkróks í leikstjórn höfund- arins, Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Þessir ungu leik- arar eru Margrét Lilja og Sigríður Lára Stefánsdætur, sem eru tíu ára, Þorbjörg Jónína og Björgvin Andri Þorgrímsbörn og Hjalti og Halldór Arnarssynir, en þau eru öll tólf ára. „Við leikum álfa og „gnóma“,“ segja þau og þegar leitað er útskýringa á gnómunum kemur í ljós að þeir eru í þjónustu tröllanna og hafðir til að stjórna öðrum þrælum sem óvættirnar hafa neytt til þjónustu við sig. Ekkert þeirra hefur verið á sviði áður hjá alvöruleik- félagi, en hins vegar hafa þau öll reynt aðeins fyrir sér í skólaleikritum. Þau eru sammála um að það sé rosa- lega gaman að leika og tilbúin að prófa aftur ef færi gefst. Aðspurð hvort ekki sé erfitt að muna textann segjast þau ekki segja mjög mikið og eru þess fullviss að ekkert muni klikka. | 17 Þrennir tvíburar á fjölunum Morgunblaðið/Björn Björnsson ÞAÐ kann að vera tilviljun en sama dag og Stöð 2 sýndi Kompás-þátt sinn um síðustu daga íslenska friðargæslu- liðans Herdísar Sigurgrímsdóttur í Írak – þ.e. í gær – voru háðfuglar á vegum bandaríska fréttagrínþáttar- ins vinsæla The Daily Show, sem sýndur er á Comedy Central-stöðinni, að taka upp efni með Herdísi hér í Reykjavík sem tengdist brotthvarfi þessa fulltrúa Íslands frá Írak. Sem kunnugt er ákvað utanríkis- ráðherra nýverið að þátttöku Íslands í þjálfunarverkefni NATO í Írak yrði ekki fram haldið eftir að samningur Herdísar rann út. Morgunblaðið sagði frá því sl. föstudag að Jon Stew- art, stjórnandi The Daily Show, hefði gert sér mat úr þessu brotthvarfi í þætti sínum nýverið undir þeim for- merkjum að enn eitt ríkið hefði nú kallað „her“ sinn heim frá Írak. Hér á landi er nú staddur Jason Jones, „fréttaritari“ The Daily Show, og hitti hann í gær Magnús Ver Magnússon, fyrrv. sterkasta mann heims, og Stefán Pálsson, formann Samtaka hernaðarandstæðinga, auk Herdísar en meiningin mun vera sú að gera innslag í þátt Stewarts. Í dag stendur Jones svo fyrir fréttamanna- fundi en fullyrt er að hann muni fara þess á leit að Íslendingar sendi „her“ sinn aftur til Íraks. Vilja Herdísi aftur til Íraks Háðfuglar The Daily Show í Bandaríkjunum á Íslandi til að gera sér mat úr brottkvaðningu íslenska „hersins“ frá Írak Í HNOTSKURN »Daily Show er einn vinsælastiskemmtiþáttur í bandarísku sjónvarpi. Jon Stewart, stjórn- andi þáttarins, var kynnir á Ósk- arsverðlaunahátíðinni 2006. »Þó að Daily Show séskemmtiþáttur er hann óvenjulegur að því leytinu til að þar gera menn sér mat úr heims- fréttunum með þeim hætti að eft- ir er tekið. Herdís Sigurgrímsdóttir Stefán Pálsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.