Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 11 ALÞINGI GRÍMSEYJARFERJUMÁLIÐ hefur verið dæmalaust klúður frá upphafi til enda og ekki eru öll kurl komin til grafar enn. Þetta kom fram í máli Birkis J. Jónssonar, þing- manns Framsóknarflokksins, en hann var málshefjandi í utan- dagskrárumræðum um fjárheim- ildir til endurnýjunar Grímseyj- arferju á Alþingi í gær. Birkir sagði Alþingi og ríkisstjórn hafa verið leynd mikilvægum upplýsingum um málið. Fjármálaráðuneytið, sam- gönguráðuneytið og Vegagerðin hefðu síðan gert með sér sam- komulag um að ef vantaði fjármagn upp á myndi fjármálaráðuneytið heimila yfirdrátt. „Staðreyndin er þessi: Ríkis- stjórnin heimilaði kaup og end- urbætur á Grímseyjarferjunni upp á 150 milljónir króna. Nú er ljóst að kostnaðurinn verður að minnsta kosti 500 milljónir króna: Rúmlega 300% hækkun. Allt byggt á sam- komulagi sem ekki var gert op- inbert. Allt byggt á samkomulagi sem fulltrúi fjármálaráðherra átti aðild að,“ sagði Birkir Jón og sagði sjálft fjármálaráðuneytið hafa farið á svig við fjárreiðulög. „Er það virkilega svo, hæstvirtur forseti, að það ætli enginn að viðurkenna ábyrgð sína í þessu máli?“ Læra af reynslunni Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra viðurkenndi að mörg at- riði hefðu farið úrskeiðis en sagði um leið að reynt hefði verið að leysa úr þeim í meginatriðum. „Við eigum að reyna að læra af reynsl- unni og þeim mistökum sem gerð hafa verið og horfa fram á veginn varðandi það hvernig við tökum á þessum málum,“ sagði Árni en var jafnframt undrandi á því að Birkir Jón skyldi vera málshefjandi þar sem hann hefði verið formaður fjárlaganefndar á þessum tíma og vel getað látið uppi efasemdir sínar þá. Núverandi fjárlaganefnd hefur skilað skýrslu um greinargerð Rík- isendurskoðunar en minnihluti nefndarinnar vildi fresta fullnaðar- afgreiðslu skýrslunnar, m.a. til að nefndin gæti tekið afstöðu til ágreinings sem hafi komið upp milli fjármálaráðuneytisins og ráðherra í ríkisstjórninni annars vegar og Ríkisendurskoðunar hins vegar um heimild fjármálaráðherra til að ávísa á greiðslur úr ríkissjóði vegna kostnaðar við ferjuna. Meirihlutinn var ekki á sömu skoðun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nefndarmaður meirihlutans, sagði á Alþingi í gær að það virtist sem umræðan væri sett fram í þeim eina tilgangi að fá fram skylmingar. „Mér finnst það ekki þjóna neinum tilgangi að ásaka einhverja ein- staklinga fram og aftur,“ sagði Steinunn Valdís og vildi að mistök- in væru notuð til að læra af þeim. Dæmalaust klúður frá upphafi til enda Morgunblaðið/Golli Þá og nú Fyrr- og núverandi samgönguráðherra hlýddu á umræðurnar. Birkir Jón segir Alþingi hafa verið leynt mikilvægum upplýsingum ÓSAMSTAÐA er milli stjórnar- flokkanna um hvernig eigi að af- greiða vatnalög frá Alþingi, sagði Valgerður Sverrisdóttir, þingmað- ur Framsóknar, í umræðum um störf þingsins í gær. Iðnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp um að fresta gildistöku vatnalaga um eitt ár en Vinstri græn vilja hins vegar ganga lengra og fella þau alveg brott. Ögmundur Jónasson og Valgerður vöktu bæði máls á því í gær að Samfylkingin hefði áður verið á þeirri skoðun. „Ég segi bara að það kemur mér á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa haft tögg í sér til að standast það að verða við ósk Samfylking- arinnar sem er sú að þessi lög verði látin brott falla,“ sagði Valgerður en Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra varð til svars: „Ég hélt eitt augnablik að hæstvirtur þingmaður Valgerður Sverrisdóttir ætlaði að koma upp og þakka mér fyrir að hafa mokað út úr flórnum sem hún skildi eftir ómokaðan,“ sagði Össur og vísaði til þess að hann væri að efna loforð sem Val- gerður hefði gefið fyrir hönd rík- isstjórnarinnar á sínum tíma. Ósamstaða um vatnalög? Sigurður Kári Kristjánsson 16. október En Alfreð? Síðustu daga hefur hinn nýi meirihluti verið að skipta með sér verkum og útdeila verkefnum til flokksmanna í þeim fjórum stjórnmála- flokkum sem að honum standa. Bleik er illa brugðið ef Alfreð Þor- steinssyni verður ekki tryggður ein- hver feitur biti af þeirri köku sem nú er verið að skipta. Meira: sigurdurkari.blog.is Kolbrún Halldórsdóttir 15. október Ekki sammála Við dómsmálaráðherra erum ósammála um veigamikil atriði er lúta að vernd kvenna gegn ofbeldi og þær aðferðir sem tiltækar eru og hægt er að beita í bar- áttunni við slíkt ofbeldi. […] ríkisstjórn Íslands hefur skuld- bundið sig […] til að innleiða að- gerðaáætlun gegn mansali […] Meira: althingi.is/kolbrunh/ Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ENGAR heimildir eru í lögum fyrir samkomulagi milli íslenska ríkisins og Landsvirkjunar um yfirtöku Landsvirkjunar á vatnsréttindum í neðri hluta Þjórsár. Þetta segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, en samkomulagið var undirritað í maí sl. VG hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun at- hugi hvort það standist lög og Álf- heiður útilokar annars ekki að fara með málið fyrir dóm. „Þetta er dulbúið eignarnám og ég tel að þetta sé ekki minna athugunarvert en t.a.m. kemur fram í athuga- semdum umboðsmanns Alþingis varðandi afsal á eigum Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er almannaeign og hún er afhent með þessu sam- komulagi,“ segir Álfheiður og áréttar að það sé skýrt í stjórn- arskrá og fjárreiðulögum að ekki sé hægt að afhenda, gefa, selja eða láta af hendi eigur ríkisins eða nein verðmæti sem ríkið á án sérstakra lagaheimilda. „Og heimildir fyrir þessu eru hvergi til.“ Álfheiður segir Landsvirkjun nú eiga 93% vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár og vanti því aðeins 7% upp á. Það setji landeigendur á svæðinu í afleita samningsstöðu. „Þegar ríkið hafði þessi vatnsrétt- indi í hendi sér hefði Landsvirkjun þurft að sýna fram á samstarf við heimamenn um virkjunina og aðra landeigendur til þess að fá þessi 93%. En það var ekkert svoleiðis. Landsvirkjun fékk þetta bara í for- gjöf,“ segir Álfheiður og óttast að þessi ójafna staða geti verið notuð sem röksemd fyrir eignarnámi á þeim vatnsréttindum sem upp á vantar. „Það kom skýrt fram í umræðum á Alþingi í febrúar að það væri úti- lokað að beita eignarnámi í sam- keppnisumhverfi. En þarna er eig- inlega verið að fara bakdyramegin í eignarnám,“ segir Álfheiður og bætir við að þótt í samningum standi að yfirtakan sé aðeins tíma- bundin sjái hún ekki heimild fyrir því í lögum heldur. Háð virkjanaleyfi Álfheiður vakti máls á þessu á þingfundi sl. fimmtudag og segist engin svör hafa fengið frá Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, en hann var einn þriggja ráðherra sem undirrituðu samkomulagið. Árni segir hins vegar að sam- komulagið hafi verið nauðsynlegt á þessum tíma því annars hefðu samningaviðræður getað siglt í strand. Sveitarfélögin hafi sett sem skilyrði fyrir því að þau gætu breytt skipulagi að samið yrði við alla bændur á svæðinu. Það hafi reynst erfitt fyrir Landsvirkjun að ganga til samninga þar sem fyr- irtækið hafi ekki haft ráðstöfunar- heimild yfir vatnsréttindunum. Árni bendir á að samkomulagið sé háð því að iðnaðarráðherra veiti virkjanaleyfi. Landsvirkjun hafi þegar fengið rannsóknarleyfi og þess vegna mestar líkur á að hún fái líka virkjanaleyfi. „Ef hann ákveður að veita ekki virkjanaleyfi þá er samningurinn fallinn um sjálfan sig.“ Árni segir að iðnaðarráðherra eigi líka að semja um endurgjald fyrir afnot á vatnsréttindunum og samningurinn sé því í raun óklárað- ur. „Svo verður að gæta að því líka að Landsvirkjun er 100% í eigu rík- isins,“ segir Árni og bætir við að þetta sé því einhvers konar flutn- ingur milli skyldra aðila. „Það væri hægt að túlka þetta þannig að ríkið myndi selja Landsvirkjun réttindin en það er ekki afráðið. Ef ríkið ætl- ar að gera það þyrfti það að koma til kasta Alþingis því það má ekki selja verðmæti án þess að Alþingi samþykki það,“ útskýrir Árni en bætir við að ef samkomulagið endi með því að Landvirkjun greiði leigu fyrir afnot af réttindunum þá þurfi ekki að bera það undir Alþingi. Afsal eða ókláraður samningur? Í HNOTSKURN » Samkomulag milli ríkisinsog Landsvirkjunar um yf- irtöku vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár var gert 9. maí sl. » Þar segir að Landsvirkjunyfirtaki tímabundið nýt- ingarrétt vatnsréttinda í neðri hluta Þjórsár sem eru í eigu ríkisins. » Þáverandi landbúnaðar-ráðherra, fjármálaráð- herra og iðnaðarráðherra undirrituðu samkomulagið fyrir hönd ríkisins.  Þingmaður Vinstri grænna segir samkomulag ríkisins við Landsvirkjun um yfirtöku vatnsréttinda vera dulbúið eignarnám  Fjármálaráðherra segir um n.k. ókláraðan samning að ræða Álfheiður Ingadóttir Árni M. Mathiesen Meira áfengi! Áfengi er ennþá mál málanna á Al- þingi og þótt frumvarp um bjór og léttvín í búðir hafi verið rætt í tæp- ar þrjár klukkustundir í gær er fyrstu umræðu enn ólokið. Fjórir þingmenn voru á mælendaskrá þegar þingfundi lauk. Að lokinni fyrstu umræðu fer málið inn til allsherjarnefndar og það má ætla að það geti tekið sinn tíma í meðförum hennar. Fjórir nefnd- armenn af níu eru meðal flutnings- manna en það eru Birgir Ármanns- son, Ágúst Ólafur Ágústsson, Ólöf Nordal og Sigurður Kári Krist- jánsson. Þrír nefndarmenn hafa hins vegar talað gegn frumvarpinu, þ.e. Jón Magnússon, Karl V. Matt- híasson og Siv Friðleifsdóttir. Ætla má að Atli Gíslason fylgi flokks- félögum sínum í Vinstri grænum að máli og þá er aðeins spurning um afstöðu níunda nefndarmannsins, Ellerts B. Schram, til frumvarpsins. Bannað að auglýsa Annað áfengis- mál er komið inn á borð þing- manna því Ög- mundur Jón- asson og fimm þingmenn úr öll- um flokkum nema Sjálfstæð- isflokki hafa lagt fram frum- varp um breyt- ingu á áfengislögum sem er ætlað að koma í veg fyrir að framleið- endur og dreifingaraðilar áfengis sveigi framhjá auglýsingabanni með því að nota líkar umbúðir og nöfn á óáfenga drykki. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarpið er lagt fram. Heilsársvegur yfir Kjöl? Þingmenn úr öllum flokkum nema VG hafa lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis að þjóðhagsleg hagkvæmni þess að leggja heils- ársveg yfir Kjöl verði könnuð. Einn- ig er lagt til að gerð verði for- könnun á umhverfisáhrifum sem og samfélagsleg áhrif framkvæmdar- innar. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag og átta fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá. M.a. verður spurt um fangelsismál, verklagsreglur við töku þvagsýna og strandsiglingar. Ögmundur Jónasson ÞETTA HELST ... ÞINGMENN BLOGGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.