Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VALDASKIPTI Í
BORGARSTJÓRN
Meirihluti sjálfstæðismanna ogframsóknarmanna, sem létaf völdum í borgarstjórn
Reykjavíkur í gær, sundraðist vegna
ágreinings um málefni Orkuveitunn-
ar. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð-
isflokksins komst að þeirri niðurstöðu
að sú blöndun opinbers rekstrar og
einkarekstrar, sem fyrir dyrum stóð
og fyrir dyrum stendur með samein-
ingu Reykjavík Energy Invest og
Geysir Green, væri ekki í þágu hags-
muna Reykvíkinga og íbúa annarra
sveitarfélaga.
Borgarfulltrúa Framsóknarflokks-
ins var svo mikið í mun að tryggja
þessa blöndu að hann rauf samstarfið
til þess að reyna að tryggja áframhald
þessa samstarfs á vettvangi Orkuveit-
unnar.
Vinstri grænir virtust eiga málefna-
lega samstöðu með borgarstjórnar-
flokki sjálfstæðismanna en gengu
engu að síður til samstarfs um mynd-
un vinstri meirihluta í borgarstjórn.
Myndun þess vinstri meirihluta
hefur nú tryggt óbreytt ástand á vett-
vangi Orkuveitunnar, alla vega um
skeið. Áfram verður unnið að samein-
ingu Reykjavík Energy Invest og
Geysir Green og áreiðanlega á svo
miklum hraða að erfitt verður að snúa
við.
Það hefði verið hægt, ef borgar-
fulltrúar Vinstri grænna og Frjáls-
lyndra og óháðra hefðu greitt atkvæði
með tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins á borgarstjórnarfundi í
gær, sem í raun var tillaga um stuðn-
ing við sjónarmið Svandísar Svavars-
dóttur. Þeirri tillögu var vísað til
borgarráðs sem þýðir að þeim bolta
var sparkað út af vellinum.
Nú tekur við langt ferli hjá vinstri
meirihlutanum að skoða málefni
Orkuveitunnar sem ólíklegt er að skili
öðru en óbreyttu ástandi.
Í fréttaskýringu, sem Egill Ólafs-
son, blaðamaður Morgunblaðsins
skrifaði hér í blaðið í gær, kemur fram
að í samþykktum Orkuveitunnar segi
að stjórnarfundi í Orkuveitunni skuli
boða með sjö daga fyrirvara og til-
greina skuli fundarefnið. Þetta
ákvæði í samþykktum Orkuveitunnar
var ekki virt þegar stjórnarfundur var
boðaður hinn 3. október sl. Svandís
Svavarsdóttir hefur nú höfðað mál til
þess að fá fundinn dæmdan ólöglegan.
Augljóst er að Svandís hefur rétt fyrir
sér og á þessari stundu er mesta von
um að stöðva það afsal á eignum borg-
arbúa, sem hér er í gangi bundin við
málshöfðun Svandísar. Verði fundur-
inn dæmdur ólöglegur er ljóst að
gerðir hans eru einskis virði.
Í fréttaskýringu Egils Ólafssonar
kemur einnig fram að aðrar sam-
þykktir Reykjavíkurborgar hafa verið
þverbrotnar. Sennilega þurfa ein-
hverjir borgarar að taka höndum
saman um málshöfðun til þess að
stöðva þetta mál. Kjörnum fulltrúum
er ekki treystandi til þess.
FÁTÆKLEG MÁLEFNASKRÁ
Sennilega hefur nýr meirihlutialdrei í sögu Reykjavíkur tekið
við völdum með jafn fátæklega mál-
efnaskrá og sá vinstri meirihluti, sem
tók við í gær.
Og sennilega hefur nýr borgar-
stjóri í Reykjavík aldrei notað jafn
mörg orð til að segja jafn lítið og
Dagur B. Eggertsson hefur gert síð-
ustu daga.
Hinn nýi meirihluti hefur eitt mál á
stefnuskrá sinni, þ.e. óbreytt ástand í
málefnum Orkuveitu Reykjavíkur.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
margra fjölmiðla til þess að fá bæði
hinn nýja borgarstjóra og samstarfs-
menn hans til þess að gera grein fyrir
stefnumálum meirihlutans fást engin
svör. Og það eru að sjálfsögðu engin
svör að vísa til þess, að þau komi þeg-
ar fjárhagsáætlun borgarinnar verð-
ur lögð fram.
Þetta er ókurteisi við borgarbúa,
svo ekki sé sterkar til orða tekið, að
gefa þeim ekki á nokkurn hátt til
kynna hvað vaki fyrir vinstri meiri-
hlutanum annað en að tryggja
óbreytt ástand í málefnum Orkuveit-
unnar.
Í þessari afstöðu felst auðvitað
ákveðin fyrirlitning á kjósendum, því
fólki, sem kaus núverandi borgar-
stjórn. Vinstri stjórnin í Reykjavík er
að segja, að kjósendum komi ná-
kvæmlega ekkert við hvernig borg-
arfulltrúar meirihlutans hyggist
beita valdi sínu.
Hefur nokkurn tíma verið mynduð
ríkisstjórn á Íslandi, sem hefur ekki
lagt fram ákveðna stefnuyfirlýsingu?
Hefur nokkurn tíma verið myndað-
ur meirihluti í sveitarstjórn á Íslandi,
sem hefur ekki gert umbjóðendum
sínum grein fyrir hvað viðkomandi
meirihluti hygðist fyrir?
Er það ekki rétt skilið, að flokkur
hins nýja borgarstjóra sé flokkurinn,
sem hefur boðað svonefnda sam-
ræðupólitík? Á hún ekki að felast í
samræðum við kjósendur?
Hvar eru samræður Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra? Þær sýnast
byggjast á eintali hans um ekki neitt.
Þessi framkoma við kjósendur í
lýðræðisríki er fáheyrð.
Þetta er ekki vandamál fyrir borg-
arfulltrúa Framsóknarflokksins.
Hann er að gæta hagsmuna svo fárra.
En ætla mætti að bæði Samfylking og
Vinstri grænir teldu það nokkru
skipta að upplýsa kjósendur um hvað
þeir ætli að taka sér fyrir hendur.
Nú á dögum er lögð mikil áherzla á,
að allur almenningur hafi undir hönd-
um sömu upplýsingar og stjórnmála-
mennirnir þannig að borgararnir geti
mótað sér afstöðu til mála.
Hið opna og upplýsta lýðræði, sem
stundað er hér á Íslandi og í nálægum
löndum, byggist á slíkri upplýsinga-
miðlun.
Hinn nýi meirihluti í borgarstjórn
er í raun að segja við kjósendur: ykk-
ur kemur ekki við hvað við gerum.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
BORGARFULLTRÚAR Sjálf-
stæðisflokksins vönduðu Birni Inga
Hrafnssyni, borgarfulltrúa Fram-
sóknarflokksins, ekki kveðjurnar á
fundi borgarstjórnar í gær.
Hanna Birna Kristjánsdóttir reið
á vaðið, óskaði nýjum meirihluta til
hamingju og sagðist vona borg-
arbúa vegna að honum fylgdi vel-
gengni þótt upphafið væri hvorki
trúverðugt né byggt á miklum heil-
indum.
Í máli borgarfulltrúans kom
fram að pólitísk verkefni hefðu
skaðast og persónuleg samskipti
yrðu aldrei söm. Nýr meirihluti
hæfi störf án málefnaskrár eða
málefnayfirlýsingar. Það hefðu þótt
mikil tíðindi hefði það gerst við
myndun síðasta meirihluta.
Björn Ingi vissi betur
Hanna Birna sagði að meirihlut-
inn hefði aðeins verið búinn til um
málefni Orkuveitunnar. Hún end-
urtók það sem hún hafði sagt áður
að allir stjórnarmenn í OR hefðu
gert það sem þeir áttu ekki að gera
og brugðist. Stjórn OR hefði tekið
illa ígrundaða og illa kynnta
ákvörðun. Björn Ingi Hrafnsson
hefði leyft sér að segja að slit frá-
farandi meirihluta hefðu verið
vegna klofnings í borgarstjórn-
arflokki sjálfstæðismanna. Hann
vissi miklu betur enda snerist málið
alls ekki um meintan ágreining
sjálfstæðismanna. Það væri aldrei
til heilla að segja ekki rétt frá og
því ætlaði hún að fara yfir gang
mála, sem hún og gerði.
Borgarfulltrúinn sagði eðlilegt
að menn tækjust á í eigin flokki og
fylgdu sannfæringu sinni. Farið
hefði verið yfir OR-málið og það
leyst með oddvita flokksins, Vil-
hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, sem hefði
beðist velvirðingar.
„Þurfi ég að víkja úr meirihluta
fyrir það eitt að fylgja sannfæringu
minni í þessu máli, og fyrir það eitt
að tryggja það að sannleikurinn
komi í ljós og fyrir það eitt að
ganga þá vegferð sem okkur ber að
gera sem pólitískt kjörnir fulltrúar
fólksins hér í borginni þá lí
bara ljómandi vel með það,
Hanna Birna, „vegna þess
veit að ég breytti í engu ran
ei.“
Björn Ingi Hrafnsson sa
innbyrðisdeilurnar í málinu
ekki verið hjá sér eða í sínu
heldur hjá borgarfulltrúum
stæðisflokksins. Hanna Bir
þetta ekkert nýtt heldur he
Björn Ingi ákveðið að ýta ö
málum til hliðar, hagsmunu
arbúa, fyrir sína eigin hags
„Björn Ingi Hrafnsson vild
einhverja þá hagsmuni í Or
Reykjavíkur, sem hann ver
eiga við sjálfan sig, og það
Björn Ingi í skotlínu b
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Jórunn
Frímannsdóttir
Gísli Mart
Baldursso
Dagur B. Eggertsson, nýr borgarstjóri,sagði eftir kjörið að nýr meirihluti tækivið stjórn borgarinnar við mjög sérstak-ar aðstæður. Tilfinningarnar væru
margslungnar og andrúmsloftið þrungið. Meirihlut-
inn væri samt þakklátur fyrir tækifærið til að
hrinda málefnaáherslum sínum í framkvæmd og
myndi takast á við verkefnin af krafti. Efst í huga
væri það sameiginlega verkefni að endurvekja
traust borgarstjórnar. Orkuveitumálið sýndi hve
nauðsynlegt væri að stunda fagleg og lýðræðisleg
vinnubrögð með almannahagsmuni að leiðarljósi.
Nýr meirihluti ætlaði að setja orkumálin í markviss-
an farveg og um þverpólitískan leiðangur yrði að
ræða. Aldrei mætti samt gleymast að verkefnin
væru miklu fleiri. Leikskólarnir þyrftu úrræði til að
bregðast við manneklu. Hlúa þyrfti að grunnskól-
anum, hverfaþjónustu, öldrunarþjónustu, fé-
lagslega íbúðakerfinu, samgöngunum, uppbygg-
ingu miðborgarinnar, umhverfismálunum,
menningunni, því sem gerði borgina þess virði að
búa í. Verkefnin væru ótalmörg og nýr meirihluti
hlakkaði til að takast á við þau.
Vilhjálmi þakkað
Borgarstjóri þakkaði fráfarandi meirihluta fyrir
samstarfið á undanförnum mánuðum. Hann sagði
að deilur mættu ekki yfirskyggja það að hrósa
mætti fyrrverandi meirihluta fyrir margt sem hefði
verið gert og ekki yrði hlaupið í pólitískar kreddur
til að gera lítið úr þeim verkum. „Sérstaklega vil ég
þó þakka Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fráfarandi
borgarstjóra, fyrir hans störf. Þótt umræða und-
anfarinna daga hafi oft verið hörð og stundum jafn-
vel sorgleg má það ekki yfirskyggja að hann hefur
að mörgu leyti verið góður borgarstjóri og fyrir það
vil ég og við öll þakka. En þetta leiðir einmitt hug-
ann að því, sem má ekki gleymast í öllum þessum
ólgusjó sem nú gengur yfir, að þrátt fyrir allt er það
sameiginlegt markmið okkar allra, sem sitjum hér
inni, að vinna af heilindum að málefnum borgarinn-
ar og gera Reykjavík nú sem endranær að fram-
úrskarandi stað til að búa á, framúrskarandi stað
fyrir fjölskyldur, framúrskarandi stað fyrir börn,
framúrskarandi stað til að eldast, framúrskarandi
stað til þess að stofna og reka fyrirtæki, því við er-
um jú öll Reykvíkingar og okkur þykir vænt um
borgina okkar og viljum veg hennar og borgarbúa
sem mestan og bestan. Við sem hér sitjum þiggjum
einmitt umboð okkar frá borgarbúum öllum o
þannig borgarstjóri vil ég líka vera, borgastjór
allra Reykvíkinga.“
Björn Ingi Hrafnsson þakkaði félögum sínum
fráfarandi meirihluta fyrir frábært samstarf. Han
sagði að það hefði að flestu leyti verið ákaflega got
og borginni til heilla. Hann þakkaði fyrir góð per
sónuleg kynni og þakkaði sérstaklega Vilhjálmi Þ
Vilhjálmssyni fyrir vináttu og samstarf í gegnum
tíðina. „Hans pólitíski ferill spannar aldarfjórðung
pólitík okkar Reykvíkinga. Hann hefur sett þar fyr
ir löngu afgerandi spor á sinn samtíma í borginn
Nafn hans mun þess vegna lifa, örugglega langt um
fram nöfn okkar hinna flestra sem tökum þátt
þessu. Hann hefur staðið sig vel og ég vil þakka hon
um sérstaklega fyrir persónulegt og gott samstarf
Boðar samvinnu
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgar
stjóri, óskaði arftaka sínum til hamingju með star
ið. Hann minnti Dag á að starfið væri erfitt e
skemmtilegt. Það tæki mikinn tíma og hann ráð
lagði nýjum borgarstjóra að gefa sér tíma til a
hitta fólkið í borginni. Hann sagðist vænta þess a
borgarfulltrúar gætu unnið vel saman að öllum góð
um hagsmunamálum borgarinnar. Auðvitað vær
menn ekki sammála um allt en ágætlega hefði veri
unnið saman í mörgum málum og ekki væri ástæð
til að hætta því. Hins vegar væru menn ekki allta
Kallað eftir ste
Nýkjörinn borgarstjóri í Reykja-
vík, Dagur B. Eggertsson, sagði á
fundi borgarstjórnar í gær að taka
þyrfti á mörgum málum og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi
borgarstjóri, kallaði eftir stefnu-
skrá nýs meirihluta.
Nýr borgarstjóri Dagur B. Eggertsson, oddviti S