Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 27 ✝ Kristín Frið-rikka Hjörvar fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1924. Hún lést á Landspítal- anum við Hring- braut hinn 7. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Guðrún Steinsdóttir, f. 26.2. 1902, d. 8.11. 1990, og Karl Bjarnason bakari, f. 6.8. 1892, d. 23.2. 1970. Alsyst- ir Kristínar er Ingi- björg Karlsdóttir, f. 5.8. 1926, samfeðra systkini eru Ingimar, f. 15.10. 1914, d. 2.8. 1992, og Sig- rid, f. 4.2. 1918. Uppeldissystir Kristínar er Steina Pálína Har- aldsdóttir Williams, f. 2.1. 1934. Kristín eignaðist dóttur, Pálínu Guðrúnu Karlsdóttur, f. 12.1. 1943 og var hún ættleidd af for- eldrum Kristínar. Eiginmaður Pálínu er Sigurður Kr. Daní- elsson, f. 19.10. 1941. Börn þeirra eru, Kristján Friðrik, f. 27.12. 1962, sambýliskona, Guðrún Sig- urðardóttir, f. 23.6. 1958 og Krist- ín Ólavía, f. 5.1. 1967. Fyrri eiginmaður Kristínar var Egg- ert Laxdal. Árið 1953 giftist Kristín, Agli Hjörv- ar vélstjóra, f. 5.7. 1923, d. 12.12. 1965. Dóttir þeirra er Ingibjörg Hjörvar, f. 6.10. 1953, gift Jóni Kristjáni Ein- arssyni, f. 8.4. 1943. Dætur þeirra eru Kristín Friðrikka Jónsdóttir, f. 30.9. 1974 og Kristjana Mjöll Jónsdóttir, f. 16.9. 1980, gift Skúla Rúnari Reynissyni, f. 29.12. 1981. Kristín starfaði við margt á yngri árum en lengst af var hún starfsstúlka á Hrafnistu í Reykja- vík eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Eftir að hún lét af störfum hóf hún að stunda Þjónst- umiðstöð aldraðra við Vesturgötu 7 í Reykjavík. Hún eignaðist þar marga góða vini og var fastagest- ur þar allt fram í andlátið. Útför Kristínar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína í mildiríka náðarverndan þína, og ættlið mitt og ættjörð virstu geyma og engu þínu minnsta barni gleyma. Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga, en sér í lagi þau, sem tárin lauga, og sýndu miskunn öllu því, sem andar, en einkum því, sem böl og voði grandar. Þín líknarásján lýsi dimmum heimi, þitt ljósið blessað gef í nótt mig dreymi. Í Jesú nafni vil ég væran sofa og vakna snemma þína dýrð að lofa. (Matthías Jochumsson) Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Þín dóttir, Inga. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduhópinn, amma gamla eins og hún vildi ávallt vera kölluð hefur kvatt þennan heim. Við sem eftir sitjum huggum okkur við það að hún er örugglega komin til afa eftir alltof langan aðskilnað. Ég sé þau fyrir mér fallast í faðma og jafnvel ræða um hvað á hennar daga hefur drifið eftir að hann kvaddi. Þó hef ég lúmskan grun um að þær fregnir séu ekkert nýjar fyrir honum. Amma var kraftmikil kona og gaf unglambinu ekkert eftir þegar kom að því að sinna hinu daglega lífi. Hún tók reglulega strætó á Vesturgötuna þar sem hún hitti alla sína vini og átti með þeim góðar stundir. Um helgar fór hún svo í heimsóknir til ýmissa fjölskyldumeðlima eins og t.d. mömmu eða mín. Amma var því alltaf með í öllu, sama hvað við gerð- um. Þegar ég vil minnast ömmu þarf ég lítið annað að gera en að líta í kringum mig heima hjá mér og horfa á þá fallegu muni sem hún hefur gert og fært mér. Heimili mitt er prýtt af mörgum listaverkum sem amma gerði. Hún var mikil hand- verkskona, listræn og því sem hún tók sér fyrir hendur skilaði hún allt- af frá sér eins fullkomnu og það gat orðið. Daginn eftir að amma lést sá ég eldri dóttur mína prjóna fingraprjón sem hún hafði lært í skólanum. Ég er viss um að hún amma mín hefur brosað þá og verið stolt af Birgittu sinni. Það er óhætt að segja að hvernig amma lifði sínu lífi er gott fordæmi fyrir okkur hin. Hún var sterk, ákveðin kona og með eindæmum sparsöm og fór vel með sína pen- inga. Ein af mínum fyrstu minning- um af henni ömmu minni er síðan ég var u.þ.b. 4-5 ára gömul. Þá var ég á gangi með ömmu eftir Langholts- veginum þar sem hún bjó mestan hluta ævinnar og vorum við á leið í Landsbankann. Tilgangurinn var að fara með baukinn minn í bankann sem ég var búin að vera að safna pening í hjá ömmu. Peningurinn var lagður inn og amma sýndi mér bankabókina og útskýrði hvað töl- urnar í henni þýddu. Þegar dætur mínar komu svo í heiminn fór amma að auðvitað að gauka að þeim pening til að setja í baukinn sinn og held ég uppi þeim sið að fara með þeim í bankann með baukana. Elsku amma, orð fá ekki lýst því hve mikið ég sakna þín. Mér svo illt í hjartanu og tilhugsunin um að lifa lífinu án þín er sár. Ég hef aldrei hugleitt það að einhvern daginn verðir þú ekki til staðar. Ég er svo glöð að við Skúli skyldum hafa ákveðið að gifta okkur í fyrra heldur en að bíða aðeins lengur eins og við vorum að spá í að gera. Að hafa ekki ömmu hjá sér á brúðkaupsdaginn er vond tilhugsun. Ég er líka hrædd um að stelpurnar mínar muni ekki muna eftir þér þegar þær stækka en þær eru svo litlar, 4 og 6 ára en ég mun gera allt sem ég get til að svo verði ekki. Ég hugga mig við að þú ert örugglega að fylgjast með okkur nú þegar og það verður lítið sem mun fram hjá þér fara ef ég þekki þig rétt. Þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér í gegnum ævina. Ég elska þig, elsku amma mín. Þín Jana. Þegar ég minnist móðursystur minnar Kristínar Hjörvar með nokkrum orðum koma upp í hugann minningabrot og lýsingarorð sem lýsa persónulegum eiginleikum hennar vel; hreinskilin og hrein- skiptin, sjálfstæð og drífandi. Stína var mikil handavinnukona og man ég hana ekki öðruvísi en með handavinnu. Á árum áður prjónaði hún mikið af peysum sem þóttu áberandi fallegar og vel unnar og voru mjög vinsælar. Eftir að hún hætti að vinna vegna aldurs hóf hún að fara á Vesturgötu 7 í handavinnu, þar sem hvert fal- lega handverkið af öðru varð til. Af- köstin voru ótrúleg, en það var bara í hennar stíl. Og ekki lét hún það aftra sér að ferðast með strætis- vagni vestureftir eða þangað sem hún þurfti að fara í hvernig veðri og færð sem var. Stína tók alltaf því sem að hönd- um bar með æðruleysi og aldrei heyrði ég hana kvarta. Best man ég eftir krafti hennar sem hafði fylgt henni frá barnsaldri. Alltaf dreif hún sig af stað og orðið uppgjöf var ekki til í hennar orða- bók. Sem dæmi um það er að fáir myndu leika það eftir að drífa sig í bankann og bíða eftir afgreiðslu þar stuttu eftir hjartalokuaðgerð. Það gerði Stína og lýsir það henni vel. Við mæðgurnar heyrðum í Stínu fullri lífsgleði á föstudegi og þá ætl- aði hún á Vesturgötuna á mánudeg- inum. En eitthvað var það sem kom fyrir og á laugardeginum veiktist hún hastarlega og kvaddi hún þenn- an heim sunnudagskvöld viku síðar umvafin nærveru sinna nánustu. Blessuð sé minning þín, frænka mín. Kristín Jensdóttir. Kristín Friðrikka Hjörvar Elsku amma gamla. Núna ertu farin til englanna og ætlar að leika við þá og afa Egil. Við söknum þín rosa- lega mikið en hlökkum líka til að hitta þig aftur. Við elskum þig, amma gamla. Birgitta Rut og Margrét Júlía. HINSTA KVEÐJA Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og langafi, HJÁLMAR KJARTANSSON málarameistari, Sólheimum 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Viktor Hjálmarsson, Magnea Ingólfsdóttir, Kjartan Már Hjálmarsson, Agla Björk Ólafsdóttir, Jökull Viðar Harðarson, Vala Ósk Ólafsdóttir, Baldur Óli, Viktor Ingi, Erna og Magnea Elísa. ✝ Okkar ástkæra STEINUNN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR (Sissa), Eikjuvogi 28, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 15. október. Jón Þór Einarsson, Hilmar Einarsson, Sigríður Helga Einarsdóttir, Kjartan H. Einarsson, Guðjón P. Einarsson, Aníta Knútsdóttir, Helen Knútsdóttir og fjölskyldur. ✝ Sr. MARÍA BENEDIKTA af Jesú Hostíu (Anna Baranska). Að morgni sunnudagsins 14. október sl. lést okkar kæra systir, María Benedikta af Jesú Hostíu (Anna Baranska), fædd í Póllandi 10. júní 1924. Hún vann klausturheit 4. maí 1948 og kom til Íslands í mars 1984. Jarðarförin fer fram frá kapellu Karmelklaustursins í Hafnarfirði föstudaginn 19. október kl. 13.00. Karmelnunnurnar í Hafnarfirði. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Litluvöllum 11, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 23. október kl. 14.00. Már Guðmundsson, Dagný Másdóttir, Herjólfur Jóhannsson, Svanhvít Másdóttir, Örn Sigurðarson Guðmundur Egill Másson, Kristín Sesselja Richardsdóttir, Hrund Briem, Gunnlaugur Gunnlaugsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR MAGNÚSSON, fv. lögskráningarstjóri í Reykjavík, Safamýri 42, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Vífilsstöðum, mánudaginn 15. október. Útförin verður auglýst síðar. Sigurlaug Jóhannsdóttir, Jóhann Hjartarson, Jónína Ingvadóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, KARL ÚLFARSSON, frá Seyðisfirði, Grandavegi 47, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt 14. október verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 23. október k. 13.00. Guðrún Eva Úlfarsdóttir, Ágústa Ú. Edwald, Jón O. Edwald, Steindór Úlfarsson, Sigríður Jónsdóttir, Margrét A. Úlfarsdóttir, Guðbjartur I. Gunnarsson, Emelía D. Petersen, Vagner Petersen og frændsystkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.