Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 36
Vel til í að spjalla við blaðamann- inn með harða hreim- inn … 40 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SENA hefur selt Stúdíó Sýrland. Kaupendur eru Sveinn Kjartansson og Þórir Jóhannsson. Við kaupin eignast fyrirtæki Þóris og Sveins alla starfsemi Senu sem snýr að hljóðverum og tengdum rekstri, en hljóðverin eru Stúdíó Sýrland í Skúlatúni, Sýrland Hljóðsetning í Vatnagörðum og Sýrland Hafnarfirði sem betur er þekkt undir nafninu Hljóðriti. „Reksturinn breytist ekkert við kaup okkar, fyrir utan það að Sýrlandi í Skúlatúni verður lokað í desember og starfsemin þar færð í Vatnagarða, svo við verðum með tvær starfsstöðvar í stað þriggja. Við ætlum okkur að vera áfram stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í landinu hvort sem litið er á tónlist eða hljóðsetningu,“ segir Þórir Jó- hannsson sem verður framkvæmdastjóri Sýr- lands. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Reykjavík Records. Sveinn er hljóðupptökumaður og hefur starfað við upptökur í yfir tuttugu ár. Hann kennir nú hljóðupptöku við Listaháskóla Íslands, en hans sérsvið er klassísk tónlist. „Arnþór Örlygsson, betur þekktur sem Addi 800, verður með okkur sem yfirmaður hljóðvera Sýrlands. Sveinn og Addi hafa unnið nokkuð sam- an í gegnum tíðina og báðir komið að upptökum á fjöldanum öllum af plötum en Addi er einn helsti upptökumaður landsins í popptónlist,“ segir Þórir. Stofnað af Stuðmönnum Nýir eigendur Sýrlands sérhæfa sig í því að þjónusta alla og ætla ekki sjálfir að fara út í út- gáfu. „Markmið fyrirtækisins er að bjóða fram- úrskarandi aðstöðu til hvers konar hljóðvinnslu hvort sem um er að ræða hefðbundna tónlistar- upptöku eða hljóðsetningu fyrir sjónvarp, kvik- myndir og annað sem lýtur að hljóði. Stúdíó Sýr- land er stærsta fyrirtæki landsins á þessu sviði hvort sem litið er til tónlistar eða hljóðsetningar og hefur á að skipa öflugu starfsfólki með langa reynslu að baki,“ segir Þórir, en hjá Sýrlandi starfa um fimmtán manns auk þess sem félagið er með samninga við á annan tug leikara sem koma að talsetningu. „Fyrirtækið annast meðal annars upptökur á tónlist, hljóðblöndun, masteringar, talsetningar fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir, framleiðslu á geisladiskum/DVD og grafíska hönnun. Auk þess rekur Sýrland sérhannaðan upptökubíl sem not- aður er við upptökur á tónlist og öðru efni víðs vegar um landið.“ Stúdíó Sýrland var upphaflega stofnað af Stuð- mönnum á níunda áratugnum en það hefur verið rekið undir merkjum Senu síðustu misseri. Margar af vinsælustu hljómsveitum landsins hafa tekið upp í Sýrlandi, þar má telja Sigur Rós, Sykurmolana og bresku hljómsveitina Blur, sem tók upp efni á tvær plötur þegar hún taldist til Ís- landsvina á sínum tíma. Stúdíó Sýrland selt Morgunblaðið/Ómar Sýrlendingar Eigendurnir Þórir Jóhannsson og Sveinn Kjartansson með Arnþór Örlygsson upptökustjóra á milli sín og Stuðmenn og Blur til hliðar. margar tilraunir í hljóðverinu til þess að ná því góðu. Ástæðan er auðvitað sú að ansi margir heyra hann segja „Reykjavík“, og því eins gott að orðið hljómi vel. Rödd Jóns Ögmundar hljómar á BBC nokkrum sinnum á dag, en samt sem áður segist hann ekki hafa fengið mikil viðbrögð. „Það veit svo sem enginn sem hlustar á þetta að þetta er ég. En það er ágætt að vara fólk við,“ segir hann og hlær. „Og heimurinn verður víst að búa við þessa rödd mína um nokkurt skeið.“ ameríski framburður á þessu,“ segir hann. „Ég lifi auðvitað í þeirri von að fyrst hafi verið talað við Hilmi Snæ, Þórunni Lár- usdóttur, Arnar Jónsson og fleiri góða leikara, þótt ég hafi verið valinn. Hingað til hef ég nú ekki talið mína rödd neitt sérstaklega góða, ég þekki hana ekki einu sinni þegar ég hlusta á hana í út- varpinu, frekar en ýmsir aðrir.“ Þótt Jón Ögmundur hafi aldrei unnið í útvarpi hefur rödd hans þó hljómað á öldum ljósvakans, enda skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu. Aðspurður segir hann að þótt hann hafi aðeins þurft að segja eitt orð hafi þurft nokkuð Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VINUR minn, sem hefur unnið nokkuð fyrir BBC, bað mig að segja eitt orð, orðið Reykjavík,“ segir Jón Ögmundur Þormóðsson, sem ef til vill mætti kalla rödd Ís- lands á erlendum vettvangi. Ástæðan er sú að áður en fréttir eru sagðar á útvarpsstöðinni BBC World Service eru nöfn höf- uðborga víðs vegar um heiminn talin upp, og segir Jón Ögmundur nafn Reykjavíkur. „Þeir velja alltaf einhvern innfæddan til þess að segja þetta til þess að það sé ekki alltaf þessi venjulegi breski eða Rödd Íslands á BBC Morgunblaðið/RAX Víðförull Það er ljóst að fólk um allan heim heyrir rödd Jóns Ögmundar. Jón Ögmundur segir „Reykjavík“ nokkrum sinnum á dag  „Ísland í eld- línunni“ er fyr- irsögn alllangrar greinar sem birt- ist í danska blaðinu Berl- ingske Tidende í gær. Í greininni er fjallað í grófum dráttum um kvikmyndamenn- inguna á Íslandi í tenglum við Al- þjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík, sem lauk nýverið. Greinin byrjar reyndar á klisj- unni um óvenjulegu eyjuna úti í miðju Atlantshafi þar sem aðeins búa um 300.000 manns, komnir af víkingum. Land sem nú upplifir efnahagslegan og menningarlegan blómatíma, sem hefur ýtt undir skapandi kvikmyndaiðnað. Auk þess sem rætt er lítillega við Hrönn Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, er Hrafn Gunnlaugsson nefndur og sagt frá því að frá honum sé að koma ný kvik- mynd. Danski blaða- maðurinn hefur samt mestan áhuga á Holly- wood-kvikmynd- um sem teknar eru upp á Íslandi. Samkvæmt nýrri samþykkt sem gildir frá árinu í ár til 2011 geta þeir sem velja að taka upp á Íslandi fengið 14% af tökukostnaði end- urgreidd, segir í greininni. Hug- myndin með því er að laða erlenda kvikmyndagerðarmenn til landsins. Baltasar Kormákur er spurður út í þá ráðstöfun og er hann ekki hrif- inn. „Ég skil ekki af hverju við ætt- um að gefa náttúru okkar auðveld- lega til annarra. Með þessu hætta okkar eigin myndir að skera sig úr. Hvers vegna ættu allar mögulegar miðjumoðsmyndir að hafa það sem okkar eigin myndir lifa af? Þetta er kostnaðarsöm ákvörðun sem við eigum eftir að sjá eftir,“ er haft eft- ir Baltasar. Baltasar á móti því að laða að erlenda kvik- myndagerðarmenn BBC World Service er á FM 94,3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.