Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E FT I R DAG A www.jpv.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is FYRSTU hugmyndir að samkomu- lagi milli Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur um að- gang fyrrnefnda félagsins að verk- efnum hins síðarnefnda litu dagsins ljós á stjórnarfundi REI 23. ágúst sl. Þá kom þáverandi stjórnarfor- maður REI og verkefnishópur skip- aður starfsmönnum OR fram með hugmynd að uppsegjanlegum samn- ingi til nokkurra ára. „Við lögðum fram ákveðnar hug- myndir sem áttu að verða grund- völlur að umræðum um þessi mál, en það var aldrei í minni stjórnartíð lagður fram neinn samningur,“ seg- ir Björn Ársæll Pétursson, fyrrver- andi stjórnarformaður REI, en á fundinum ásamt honum voru m.a. þeir Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson. Björn Ársæll seg- ir að rætt hafi verið um fimm til tíu ára samning, og ennfremur að hægt væri að segja honum upp með tólf mánaða fyrirvara. Það er þó lykilatriði að hafa í huga að á þessum tíma var Reykja- vík Energy Invest að fullu í eigu Orkuveitunnar og segir Björn að um hafi verið að ræða samning á milli OR og dótturfélags þess. Aldr- ei hafi komið upp í umræðum að úr yrði samningur til tuttugu ára við annað fyrirtæki, óuppsegjanlegur, sem síðar varð úr. Áhersla á undirbúningsvinnu Fundurinn var sá síðasti sem Björn Ársæll sat sem stjórnarfor- maður REI en hinn 11. september var Bjarni Ármannsson kjörinn stjórnarformaður. Níu dögum síðar funduðu fulltrúar REI með fulltrú- um Geysir Green Energy. Björn Ársæll segir að ekki hafi verið rætt um GGE sérstaklega sem hugsanlegan fjárfesti í REI á meðan hann sat í stjórn REI, og á stjórnarfundinum 23. ágúst lagði hann raunar formlega til að ekki yrði rætt við fjárfesta fyrr en í fyrsta lagi í desember nk. Sú tillaga var felld. „Í raun var það ekki bein tillaga um að fá inn fjárfesta heldur að í fyrsta lagi yrði farið að ræða við áhugasama fjárfesta, kynna verkefnið, í desember enda margir lýst áhuga sínum á félaginu. Mér þótti ekki ástæða til að fara í slíkar viðræður strax, enda eru verkefni Orkuveitunnar langtímaverkefni og snúast um ár fremur en daga. Með tillögu minni var ég að leggja áherslu á að klára undirbúnings- vinnu þeirra verkefna sem voru á borði Orkuveitunnar og auka þann- ig raunverulegt verðmæti REI,“ segir Björn Ársæll og nefnir þar t.d. samninga við stjórnvöld í Indónesíu. Spurður um minnisblað frá 22. ágúst, sem Björn Ársæll gerði ásamt fjórum öðrum og sem lagt var fyrir stjórnarfundinn daginn eftir – en þar er m.a. engin upp- sagnarákvæði að finna – segir hann að öll umræða um þá hluti hafi farið fram á fundinum. Hann leggur áherslu á að á þessu minnisblaði hafi verið farið yfir á hvaða sviðum OR og REI gætu starfað saman en sú umræða hafi verið á algeru frum- stigi á þessum tímapunkti. Vildi bíða með viðræður við fjárfesta um aðkomu að REI Björn Ársæll Pétursson, fyrrverandi stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest, segir aðeins hafa verið rætt um uppsegjanlegan samning við Orkuveitu Reykjavíkur Björn Ársæll Pétursson KVEIKT var á 175 kertum fyrir utan Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi til að minna á að árlega grein- ast 175 konur með brjóstakrabbamein hér á landi. Að meðaltali látast 35 konur árlega úr þessum sjúkdómi. Hafnarborg var böðuð bleiku ljósi en þar var í gær haldið málþing um brjóstakrabbamein. Ljós fyrir konur með krabbamein Morgunblaðið/Ómar HANNES Smárason, stjórn- arformaður Geysir Green Energy, segist vænta þess að staðið verði við gerða skriflega samninga milli Geysis og Reykja- vík Energy Invest og að fljótlega verði hægt að einbeita sér að sókn- arfærum sameinaðs félags. „Það er mikið af spennandi verk- efnum framundan og sameinað félag hefur mikinn slagkraft í alþjóðlegri samkeppni. Við höfum staðið faglega að undirbúningi málsins og það hefur stuðning allra hluthafa Geysis.“ Staðið verði við samninga Stóðum faglega að undirbúningi málsins Hannes Smárason ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra sækir Indónesíu heim í næstu viku. Stefnt er að því að ráðherrann komi við á Filippseyj- um á heimleiðinni. Báðar heim- sóknirnar tengjast orkumálum. Iðnaðarráðherra heldur utan næstkomandi laugardag og verður í Indónesíu frá mánudegi til mið- vikudags. Þetta er vinnuheimsókn, samkvæmt upplýsingum iðnaðar- ráðuneytisins, sem farin er í kjöl- far heimsóknar orkuráðherra Indónesíu hingað til lands fyrr á árinu. Með ráðherra verður skrifstofu- stjóri orkumála í iðnaðarráðuneyt- inu. Þeir verða samferða forystu- mönnum Reykjavík Energy Invest (REI) sem eru að ganga frá samn- ingi í Manila og verður ráðherra viðstaddur und- irritunina. Stefnt er að því að Össur fari til Manila á Fil- ippseyjum að lokinni heim- sókninni til Indónesíu til að kynna sér orku- mál og ræða við ráðamenn í orkugeiranum. Reykjavík Energy Invest (REI) er meðal bjóðenda í verkefni þar. Verði af ferðinni til Filippseyja fer ráðherra beint þaðan á þing Norð- urlandaráðs sem hefst í Ósló þriðjudaginn 30. þessa mánaðar. Iðnaðarráðherra fer til Indónesíu Össur Skarphéðinsson Heimsóknin er í tengslum við orkumál MAÐURINN sem lést í bifhjólaslysi á Krýsuvíkurvegi í fyrradag hét Magnús Jónsson, til heimilis í Jökla- seli 1 í Reykjavík. Hann var fæddur 21. apríl 1975 og lætur eftir sig sambýliskonu. Lést í bifhjólaslysi ♦♦♦ RÚSSNESKAR flugvélar komu inn í íslenska flughelgi í fyrrinótt og voru innan hennar í um fimmtán mínútur áður en þær fóru út úr henni aftur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins létu bresk yfirvöld ís- lensk stjórnvöld vita af ferðum rússnesku vélanna og komu þær inn í flughelgina suðaustur af land- inu um tveimur tímum síðar og voru eins og fyrr segir innan henn- ar í um 15 mínútur. Rússneskar vélar hér MEÐLIMUR í björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi féll útbyrðis við æfingar í Hofsvík á Kjalarnesi skömmu fyrir klukkan níu í gær- kvöldi. Honum var bjargað skömmu síðar. Atburðir voru með þeim hætti að maðurinn var um borð í slöngubát og misstu félagar hans sjónar á honum í myrkrinu. Þyrla Landhelg- isgæslunnar var kölluð á staðinn en hún var skammt fyrir utan Akranes við æfingar. Maðurinn var vel bú- inn í flotgalla og bjargaði sér upp á sker og hringdi síðan einfaldlega í félaga sína úr gsm-síma sínum og mun eftirleikur björgunarinnar hafa verið leikur einn. Þyrlan fann manninn um það leyti sem félagar hans komu að honum á skerinu. Að sögn Land- helgisgæslunnar og Lögreglu höf- uðborgarsvæðisins var maðurinn vel gallaður og sakaði hann ekki. Féll útbyrðis við æfingar LÖGREGLAN handtók í gær mann í tengslum við rannsóknina á stór- felldu smygli fíkniefna með skútu til Fáskrúðsfjarðar og var maðurinn úrskurðaður að kröfu lögreglu í gæsluvarðhald í vikutíma frá degin- um í gær eða til 23. október næst- komandi. Fíkniefnamálið er í rannsókn hjá lögreglu og miðar rannsókninni vel, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, en óvíst er hvenær henni lýkur. Fimm aðrir aðilar sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Hefur áður komið við sögu lögreglu Maðurinn er á þrítugsaldri og er búsettur á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur komið við sögu lögreglu áður vegna minniháttar fíkniefna- mála og var úrskurðaður í gæslu- varðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglu vegna tengsla sinna við málið. Fíkniefnin fundust í skútunni í Fá- skrúðsfjarðarhöfn 20. september síðastliðinn. Lögregla hafði þá fylgst með skútunni um talsverðan tíma og verið með málið í rannsókn lengi. Mjög mikið magn fíkniefna fannst um borð í skútunni. Í gæslu- varðhaldi vegna skútu- smyglsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.