Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
HLUTFALL smás þorsks í afla línu-
báta hefur aukizt í haust. Skýringin
að hluta til er sú að nú sækja menn
meira í ýsu upp á grynnra vatn og
þar er smærri þorskur. Í einhverjum
tilfellum lætur það nærri að skipin
séu að veiða jafnmarga þorska og
fyrir kvótaskerðinguna en aflinn
svari engu að síður til skerðingarinn-
ar í tonnum talið.
Þetta á við um línuútgerð Þor-
bjarnar ehf. í Grindavík. Þar hafa
menn þurft að breyta sókninni vegna
niðurskurðar þorskkvótans. „Uppi-
staðan í aflanum hjá okkur er 1 til 2,6
kílóa þorskur. Línufiskurinn er yfir-
leitt ekki mikið stærri. Haustið 2004
var hlutfalls fisk á þessu stærðarbili
38% , haustið 2005 var hlutfallið
42,5%, 40,8% 2006 og núna er þetta
hlutfall orðið 50,8%. Undirmálið
núna er 13% en var 3,7% í fyrra.
Ýsan er líka smá, meðalþungi um
1,3 kíló. Í fyrra var meðalþungi í ýs-
unni 1,65 kíló, þannig að hún er líka
smærri,“ segir Gunnar Tómasson,
framkvstjóri framleiðslu og sölu-
mála hjá fyrirtækinu.
Fylgifiskur niðurskurðar
„Það er því greinilega að koma nýr
þorskárgangur inn í veiðina. En við
erum að breyta sóknarmynstrinu hjá
okkur. Við sækjum í ýsuna núna, en
það höfum við ekki gert á þessum
árstíma áður. Við höfum til þessa
tekið hana á frystitogurunum. Núna
höfum við orðið að breyta því til að
hafa verkefni fyrir línuskipin. Þau
leggja sig nú eftir ýsunni og fara því
upp á grynnra vatn. Það skýrir að
nokkru leyti hærra hlutfall af
smærri þorski.
Þetta er fylgifiskur niðurskurðar-
ins. Við þurfum að fara á grynnra
vatn til að sækja ýsuna af því okkur
vantar þorsk. Fyrir vikið fáum við
hærra hlutfall af smáum þorski. Það
liggur nærri að við séum að taka
jafnmarga þorska nú og í fyrrahaust,
þó við höfum minnkað aflann úr
1.000 tonnum í 600.
Það er gott að það er að koma inn
nýr árgangur, sem virðist vera ein-
hver leggur í. Hver þorskur á auðvit-
að eftir að þyngjast. Á hinn bóginn
getur ekki verið gott að við skulum
vera að drepa svona marga fiska til
að ná tonnatölunni. Þegar allt kemur
til alls eru það einstaklingarnir í ár-
göngunum sem skipta mestu máli.
Við viljum auðvitað hafa þá sem
flesta og sem þyngsta. Við erum
hreinlega farnir að sækja í smærri
fisk.“
Vanmat á stóra þorskinum?
Hvar er stóri fiskurinn, er hann
horfinn?
„Því hef ég mikið velt fyrir mér.
Fiskifræðingarnir segja að þeir fari
eftir samsetningu í togara- og net-
arallinu og lönduðum afla. Þeir segja
að það fari nokkuð saman. Það getur
vel verið því að rallið er að megin-
hluta byggt upp á togararallinu, þó
eitthvert netarall sé inni í þessu líka.
En eftir því sem mér skilst kom net-
arallið óvenju vel út síðastliðinn vet-
ur. Aflinn var mikill og fiskurinn
vænn. Netarallið var hins vegar ekki
tekið inn í matið, vegna þess hve
breytingin frá árinu áður var mikil.
Netabátunum hefur fækkað mjög
mikið. Stóri fiskurinn fæst bara í
netin og er hvergi metinn inn í stofn-
inn nema í netunum. Með fækkun
bátanna er eðlilegt að það mælist
alltaf minna og minna af stóra fisk-
inum. Það þarf hins vegar ekkert að
þýða að það sé minna af honum. Ég
er sannfærður um það að hefði floti
vertíðarbáta farið með net á miðin á
síðustu vetrarvertíð, hefðu þeir allir
fengið mjög góðan afla. Þá hefði það
komi fram í mati á stofnstærð og
hlutfalli stórs fisks í stofninum. Það
gerðist hins vegar ekki vegna þess
hve bátarnir voru fáir.“
Hefur verið tekið tillit til þessara
breytinga í stofnstærðarmati Hafró?
„Ég veit ekki hvernig Hafrann-
sóknastofnunin hefur brugðizt við
þessum breytingum. Hvernig hún
hefur fengið upplýsingar um þennan
hluta stofnsins sem bara veiðist í net.
Það hefur alltaf verið verulegur
stærðarmunur á fiski milli línu og
neta og trolls og neta. Stóri fiskurinn
kemur nær eingöngu í netin.
Það er þetta tvennt sem orkar tví-
mælis. Annars vegar að sókn neta-
báta í stóra fiskinn er orðin mjög lítil
og hins vegar að það eru allir að
reyna að forðast þorskinn. Þá verður
útkoman hjá fiskifræðingunum sú að
lítið sem ekkert sé af stórum fiski í
stofninum og sífellt fáist minna af
þorski, sem hljóti að benda til þess
að stofninn standi mjög illa. Það þarf
hins vegar alls ekki að vera stað-
reyndin.
Lítill afli þarf ekki
að þýða lítinn stofn
Þetta má sjá með því að skoða
hvernig farið var með ýsuna og ufs-
ann á sínum tíma. Lengi vel var það
mat Hafró að það veiddist svo lítið af
ufsa að stofninn hlyti að standa illa.
Staðreyndin var hins vegar sú að
menn voru að sniðganga ufsann.
Kvótinn var lítill og þá minnkaði
veiðin og þá reiknuðu fiskifræðing-
arnir út að stofninn væri að minnka.
Veiðin minnkaði bara af því kvótinn
var minnkaður. Þegar menn áttuðu
sig á þessu og var bent á þessa þró-
un, breyttist ráðgjöfin og kvótinn
var aukinn. Sama var um ýsuna á
sínum tíma. Menn forðuðust hana
vegna þess að þeir höfðu ekki kvóta
fyrir henni. Þá var það niðurstaða
Hafró að stofninn stæði illa og kvót-
inn var minnkaður. Síðan breyttist
afstaðan, stofninn var metinn sterk-
ur og kvótinn var aukinn verulega.
Svipaða sögu er að segja af keilu og
löngu. Þegar menn voru með til-
færslur í þær tegundir til þess að
bregðast við meðaflanum. Þá kom
aukning í veiði á keilu og löngu og
kvótinn var aukinn.
Þarf að bregðast
rétt við breyttri sókn
Það er eitthvað sem er ekki fylli-
lega í lagi þarna, en erfitt að henda
reiður á því. Hvað er byggt á vís-
indum og hvað á tilfinningum. Aðal-
atriði er að rétt sé brugðizt við
breytingum sem verða í sókninni,
þegar byggt er á veiddum afla og
veiddur afli er raunverulega ekki
mælikvarði á stærð fiskistofnins
heldur viðbrögð við breyttum
reglum.
Ég hef mestan áhuga á því að fá að
vita hvernig vísindamennirnir
bregðast við svona breytingum.
Hvernig er það metið, þegar nánast
enginn er á netum lengur. Hvernig
er það metið, þegar menn eru að
forðast þorskinn vegna kvótaleysis.
Menn sjá það að í stofnmatinu er
stöðugt lægra hlutfall fisks yfir fimm
kíló. Það er einfaldlega vegna þess
að nánast enginn er að veiða hann og
þá er það metið sem svo að hann sé
ekki til. En þegar lítil sókn er í stóra
fiskinn verður sóknin í þann smærri
meiri. Þá fækkar þeim fiskum sem
geta orðið stórir. En eftir að þeir eru
orðnir stórir er enginn að trufla þá.
Ég hef því grun um að við eigum
þarna einhvern varasjóð, allavega
vona ég það,“ segir Gunnar Tómas-
son.
Útgerð Tómas Þorvaldsson GK er einn línubáta Þorbjarnar.
Aðgerð Nærri lætur að sjómenn þurfi að gera að jafnmörgum fiskum og í
fyrra þó aflinn sé mun minni í tonnum talið því fiskurinn er smærri nú.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Veiðar Fiskurinn sem tekinn er á línu í haust er mun smærri en í fyrra.
Smáþorskur
er fylgifiskur
ýsunnar
Eru að veiða jafnmarga þorska og
fyrir skerðingu en aflinn mun minni
Stjórnendur Gunnar Tómasson er
einn eigenda og stjórnenda Þor-
bjarnar ehf. í Grindavík.
Í HNOTSKURN
»Það liggur nærri að viðséum að taka jafnmarga
þorska nú og í fyrrahaust, þó
við höfum minnkað aflann úr
1.000 tonnum í 600.
»Við þurfum að fara ágrynnra vatn til að sækja
ýsuna af því okkur vantar
þorsk. Fyrir vikið fáum við
hærra hlutfall af smáum
þorski.
»Menn sjá það að í stofn-matinu er stöðugt lægra
hlutfall fisks yfir fimm kíló.
Það er einfaldlega vegna þess
að nánast enginn er að veiða
hann og þá er það metið sem
svo að hann sé ekki til.
!
"
#$
! "
# $%
$ & ' (
)*+)
,+-
.+
+,
-+/
0+-
.+1
**+*
%&
)+,
0+/
+1
,+-
/+,
0+0
/+*
**+*
&
%'
).+
0+-
+-
-+0
-+1
-+1
/+*
**+*
'
%(
),+*
0+,
+)
+
0+
)+,
)+.
**+*
(
%)
)*+*
.+0
*+1
/+)
)+1
/+*
)+
**+*
)
%
Allt til rafsuðu
Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur
Tæki, vír og fylgihluti
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf