Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Svandís: Ég Tarzan.
VEÐUR
Svandís Svavarsdóttir, borgar-fulltrúi Vinstri grænna, tók
fyrstu skref sín á leið út í kviksyndi
Orkuveitunnar á borgarstjórnar-
fundi í gær, þegar hún hafði ekki
kjark til þess að standa við eigin
sannfæringu og skoðanir heldur lét
strákana í Samfylkingunni og Fram-
sóknarflokknum ráða ferðinni.
Orkuveitan ogmálefni
hennar eru orðin
að kviksyndi, sem
hefur nú þegar
gleypt æru nokk-
urra einstaklinga.
Og nokkuð fyr-irsjáanlegt er
að fleiri eiga eftir
að fara þá leið.
Það verður fróðlegt að fylgjastmeð því, þegar Svandís fer að
útskýra fyrir flokkssystkinum sínum
hvers vegna hún tekur ábyrgð á
kaupréttarsamningum tveggja ein-
staklinga í forystu REI langt um-
fram aðra.
Það verður líka fróðlegt að fylgj-ast með því, þegar Svandís fer
að útskýra fyrir flokkssystkinum
sínum hvers vegna hún stoppaði
ekki strax afsal á eignum borgarbúa
með einkaréttarsamningi til 20 ára.
Það verður líka fróðlegt að fylgj-ast með því, þegar Svandís fer
að útskýra fyrir flokkssystkinum
sínum hversu miklir hagsmunir séu í
húfi af því að búið sé að lofa átt-
földun á eignum REI á tveimur ár-
um!
Svandís er þessa dagana að eyði-leggja pólitískan feril sinn en
hún getur enn bjargað honum með
því að gera ráðstafanir til að frysta
málið allt á meðan skoðun hennar
fer fram.
En sennilega ræður hún ekki við
strákana – eða hvað?
STAKSTEINAR
Svandís
Svavarsdóttir
Á leið í kviksyndið
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
"
#$
#$
%
#$
%
$
:
*$;<
! "
*!
$$; *!
& ' $ (
=2
=! =2
=! =2
&$' #)* #+,-%)#.
>!-
/
#
$%
=7
#
$%
=
# &
& &
'
$%
( &) /0)) 11 #) 2 % * #+
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
3
3
3
4
4
4
4 3
3
3
3
3
34
3
3
3
3
3
3
3
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sóley Tómasdóttir | 16. október
Bjálkar og flísar
Mikið er þetta skrýtin
yfirlýsing frá Lands-
sambandi kvenna í
Frjálslynda flokknum
(sem er helst til um-
fangsmikið nafn að
mínu mati fyrir lítinn
hluta af smáum flokki). Margrét
Sverrisdóttir er ekkert síður rétt-
kjörin í borgarstjórn en félagi henn-
ar Ólafur F. Magnússon. Raunar
skilst mér að aðeins einn maður af
framboðslista Frjálslyndra og
óháðra vorið 2006 sé eftir…
Meira: soley.blog.is
María Anna P. Kristjánsdóttir | 16. okt.
Ballið byrjað aftur
Þá er byrjað að þrefa
eina ferðina enn um
hvort selja eigi léttvín
og bjór í matvöruversl-
unum. Ég segi nei.
Þessir nýju og ungu
þingmenn virðast
leggja ofuráherslu á þetta máefni.
Er ekki hægt að ræða eitthvað sem
skiptir meira máli? Vín yfir höfuð er
vel sett þar sem það er, í sérstökum
verslunum, þar sem aðgát er höfð
hver kaupir hinar guðlegu veigar.
Íslendingar hafa þann háttinn á…
Meira: mariaannakristjansdottir.blog.is
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 15. okt.
Umhyggja
og samábyrgð
Á fimmtudaginn kem-
ur kl. 14 hefst árlegt
tveggja daga málþing
Kennaraháskóla Ís-
lands þar sem fjallað
verður um samskipti,
umhyggju og sam-
ábyrgð í skólum. Málþingið hefst
með stuttum ávörpum … það mun
ekki kosta neitt að sækja þingið
hvort heldur sóttir eru stakir fyr-
irlestrar, málstofur eða þingið allt.
Meira: ingolfurasgeirjohann-
esson.blog.is
Freyr Hólm Ketilsson | 16. október
Margur verður
af aurum api …
Já, það er erfitt að
halda öðru fram en
íbúðaverð á Reykja-
víkursvæðinu og sér-
staklega í miðborginni
sé orðið skuggalega
hátt.
Hins vegar er þetta ekki úr korti
miðað við nágrannalönd okkar, t.d.
Köben og London.
Myndi jafnvel teljast ódýrt á
þann mælikvarða.
En hvernig á ungt fólk, sem ekki
á milljónatugi á bók eða auð for-
eldra sinna til að ganga í, að geta
fjárfest í íbúð í dag?
Hvernig stendur á því að á Ís-
landi eru ekki eins öflug fasteigna-
félög á leigumarkaði og í Svíþjóð
sem dæmi, þar er skynsamlegt
verð á leigu og ef eitthvað bilar þá
er gert við það.
Þetta vantar á Íslandi. Búseti/
Búmenn eru vísar að þessu en þar
þarf fólk að greiða út 10-30% af
íbúðaverði og fær eingöngu það til
baka ef það fer úr íbúðinni, sama
hvað raunverð hefur hækkað mikið.
Á Íslandi vantar okkur góðan
leigumarkað sem almenningur ræð-
ur við.
Það er að verða leitun að þeim
einstaklingi sem ekki hefur á einn
eða annan hátt tekið þátt í einhvers
konar braski með fasteignir á höf-
uðborgarsvæðinu á síðustu 10 ár-
um.
Ég sem dæmi hafði fínt út úr því
að selja raðhús hér og flytja til Ak-
ureyrar fyrir nokkrum árum.
Meira: freyrholm.blog.is
BLOG.IS
Íslenski dansflokkurinn | 16. október
Frítt fyrir börn
um helgina!
Mikið var gaman að
sýna á Akureyri um
helgina. Það var nán-
ast fullur salur hjá
Leikfélagi Akureyrar
og afskaplega góðar
viðtökur – klappað
bæði innan verka og að þeim lokn-
um! :) Það er nokkuð ljóst að við
reynum að koma aftur til Akureyrar
sem fyrst!
Nú um helgina er svo Fjöl-
skyldusýning Íd…
Meira: id.blog.is
SIÐANEFND Blaðamannafélags
Íslands telur Morgunblaðið ekki
hafa gerst brotleg við siðareglur
blaðamanna í umfjöllun sinni um
leikinn „RapeLay“ og félagið Istorr-
ent sem rekur vefinn torrent.is.
Um var að ræða frétt sem birtist á
baksíðu Morgunblaðsins 24. maí
2007 undir fyrirsögninni „Nauðgun-
arþjálfun á Netinu“ en í undirfyrir-
sögn sagði: „Á íslensku vefsvæði er
hægt að nálgast tölvuleik sem hefur
það að markmiði að þjálfa þátttak-
endur í nauðgunum.
Kærandi, Svavar Kjarval, taldi
m.a. að Morgunblaðið hefði ekki gert
almennilega tilraun til þess að hafa
samband við fulltrúa Istorrent áður
en fréttin var birt og jafnframt að
látið hefði verið í veðri vaka að
stjórnendur vefsvæðisins hefðu gert
leikinn aðgengilegan á vefsvæðinu
að eigin frumkvæði.
Í úrskurði sínum tekur siðanefnd-
in undir það sjónarmið Morgun-
blaðsins að fyrirliggjandi staðreynd-
ir hafi verið nægar til að birta
fréttina þótt ekki hafi tekist að ná í
forsvarsmenn vefjarins torrent.is.
Þá fái siðanefnd ekki séð að umfjöll-
un blaðsins hafi verið með þeim
hætti að reynt hafi verið að sverta
orðspor Istorrents. Síðan segir í úr-
skurði siðanefndar Blaðamanna-
félagsins: „Hvergi er sagt að for-
svarsmenn vefjarins annist sjálfir
dreifingu leiksins heldur einungis að
hægt sé að nálgast leikinn í gegnum
vefsvæðið. Að auki er tekið fram að
vefsvæðið sé rekið af áhugamanna-
félagi um skráardeilingu. Siðanefnd
telur að að ósekju hefði mátt koma
fram í greininni hvað felst í skráar-
deilingu en Morgunblaðið reifaði það
hins vegar ítarlega í grein um
torrent-dreifingu sem birtist nokkr-
um dögum síðar.“
Ekki brot á
siðareglum BÍ
Umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn
„RapeLay“ þótti ekki aðfinnsluverð
Í HNOTSKURN
»Morgunblaðið telst ekki hafabrotið gegn siðareglum
Blaðamannafélags Íslands, skv.
úrskurði siðanefndar.
»Kært var vegna fréttar umleikinn „RapeLay“ en fram
kom þar að hægt væri að nálgast
„RapeLay“ – tölvuleik sem hefur
það að markmiði að þjálfa þátt-
takendur í nauðgunum – á ís-
lenska vefsvæðinu torrent.is.