Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 23 íður mér ,“ sagði að ég ngt, aldr- agði að u hefðu um flokki m Sjálf- rna sagði efði öllum um borg- smuni. di vernda rkuveitu rður að var ástæðan fyrir því að Björn Ingi Hrafnsson sleit meirihluta- samstarfinu.“ Björn Ingi sagðist gera sér grein fyrir að ekki ríkti mikil ánægja með ákvörðun sína en það væri mikill misskilningur að hann hefði sett fram einhverja af- arkosti í málinu. Í sex daga hefði hann lagt skilaboð fyrir borg- arstjóra til að ræða stöðuna en ekki fengið svar. Þegar hann hefði loks fengið fund um málið hefði honum lokið án niðurstöðu. Eftir ætti að fara yfir margt í málinu, m.a. hvernig það hefði verið keyrt áfram á öllum stigum málsins af Sjálf- stæðisflokknum. Jórunn Frímannsdóttir sagðist ekki hefðu haldið að Björn Ingi hlypi undan merkjum við fyrsta ágreining en ef til vill hefði hann ekki þolað sáttina hjá borg- arfulltrúum sjálfstæðismanna. „Ég vona, borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson, að þú gerir þér grein fyrir því og gerir það strax að við sjáum ekki nokkurn skapaðan hlut eftir þér.“ Hún hélt áfram og sagði að það sem hefði gerst væri það að Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Bergsson og Alfreð Þorsteinsson hefðu hoppað í faðm minnihlutans sem hefði tekið á móti þeim opnum örmum því eins og Svandís Svavarsdóttir hefði sagt þá gæfi hún allt fyrir að vera í meirihluta. „En hvar er málefnasamning- urinn?“ Gísli Marteinn Baldursson sagð- ist aldrei hafa reynt nýkjörinn borgarstjóra að öðru en heilindum en ekki væru allir eins innréttaðir. Hann sagði að Björn Ingi hefði ekki haft tíma til að sinna ýmsum mála- flokkum vegna þess að REI hefði tekið tíma hans. Yfirlýsing Bjarna Ármannssonar, Hauks Leóssonar og Hjörleifs Kvaran hefði ekki ver- ið tæmandi. Sér hefði skilist að sömu helgi og handsalað var að ganga til samninga við GGE hefði Björn Ingi verið í Lundúnum að ræða það við fjárfesta. „Stundum hvarflar að manni að menn vilji ekki láta öll kurl koma til grafar. Vissi borgarfulltrúi Björn Ingi Hrafnsson ekki að með því að sam- þykkja samrunann var hann að láta fjölda milljarða – milljarða – renna til manna sem hafa stýrt Fram- sóknarflokknum undanfarin ár?“ „Verði ykkur að góðu“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók undir orð Hönnu Birnu um að- draganda málsins og gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að mál- inu. „Mér finnst að þeir sem sam- þykktu þennan samruna og þeir sem stóðu að honum hafi brugðist trausti okkar borgarbúa allra.“ Þorbjörg Helga vandaði Birni Inga Hrafnssyni heldur ekki kveðj- urnar og bað nýjan meirihluta að láta sér verða að góðu að hafa feng- ið hann til liðs við sig. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hóf mál sitt á að segja að hann ætti eft- ir að sakna þess að starfa á mennta- sviði borgarinnar en hann saknaði þess einnig að borgarfulltrúar meirihlutans greindu frá stefnu sinni í menntamálum, sem og öðr- um málum. „Það er ástæða til þess að þessir borgarfulltrúar segi hvernig þeir ætla að starfa. Ég nefni mál eins og gjaldfrjálsan leik- skóla, gjaldfrjálsan grunnskóla. Hvernig er líka með þær tillögur sem lagðar hafa verið fram í menntaráði um kjör kennara? […] Svandís Svavarsdóttir hefur deilt um það hér. En ég man ekki eftir fundi eins og þessum þar sem hún segir ekki eitt einasta orð. Þetta eru ákaflega mikil tíðindi.“ Júlíus beindi einnig spjótunum að Birni Inga og taldi hann hafa litla innsýn í rekstur Orkveitu Reykjavíkur. „Hann hefði átt að sinna betur skyldum sínum. Hann hefði líka átt að sækja betur fundi ÍTR. En nei, hann hafði meiri ánægju af því að fara til Kína – það er skemmtilegra en að sinna hinum daglega rekstri. Hann hefði átt að koma fram af heilindum en ekki óheilindum.“ Kjartan Magnússon sagði að spillingarfnykur væri af atburðarás síðustu daga. „Og tengist hann m.a. borgarfulltrúanum Birni Inga Hrafnssyni og kosningastjóra hans í prófkjöri og alþingiskosningum.“ Margt væri óljóst varðandi REI og OR og þar sem þessi atriði hefðu leitt til stjórnarskipta þá skipti það miklu máli sem nýr meirihluti myndi segja um þau mál. Fyrrver- andi minnihluti hefði talað fyrir því að málefni OR kæmust í einhvern farveg. „Þess vegna hlýtur að vera nauðsynlegt að það myndist ekki eitthvert þagnarbandalag hér og í slíku bandalagi tökum við borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki þátt.“ borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins teinn on Kjartan Magnússon Júlíus Vífill Ingvarsson Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Björn Ingi Hrafnsson og ri í nn tt r- Þ. m g í r- ni. m- í n- f.“ r- rf- en ð- að að ð- ru ið ða af sammála. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætl- uðu að vinna faglega og ákveðið, og halda fram sín- um stefnumálum. Fráfarandi borgarstjóri sagði að mjög mörg verkefni á vegum borgarinnar væru framundan í Reykjavík. Eitt af stórum kosningamálum sjálf- stæðismanna hefði verið að hefja byggingu þjón- ustuíbúða á flug og fyrir nokkrum dögum hefði hann tekið fyrstu skóflustungu að byggingu 112 ör- yggis- og þjónustuíbúða í Spönginni. Innan skamms hæfist uppbygging á 210 öryggis- og þjónustuíbúð- um ásamt þjónustu- og menningarmiðstöð í Spöng- inni í Grafarvogi. Um 100 íbúðir og félagsmiðstöð yrðu byggðar á Sléttuvegi í samstarfi við Hrafnistu. Til viðbótar hefðu samtökum eldri borgara verið út- hlutað um 70 lóðum og stúdentar myndu fá lóð undir íbúðir. Mikið hefði því áunnist en finna þyrfti betri og fleiri búsetuúrræði fyrir eldri borgara. Eins væri mikilvægt að fjölga félagslegum leiguíbúðum, því allt of margir einstaklingar væru nánast á götunni. Lýst eftir málefnagrunni Vilhjámur sagði að hyggja þyrfti að ýmsum öðr- um málum og ekki væri nógu gott að ekki lægi fyrir málefnagrunnur nýs meirihluta. Ekki nægði að segja Reykvíkingum það að borginni stjórnuðu fé- lagshyggjuflokkar sem ætluðu að skoða þessi mál og setja þau í starfshópa. Svara þyrfti því hvort stefna í mjög stórum málum hafi alls ekki verið til. Fráfarandi borgarstjóri spurði hvaða áform væru uppi í skipulags- og lóðamálum og hvað ætti að gera við Vatnsmýrina. Frjálslyndi flokkurinn hefði lofað kjósendum því fyrir kosningar að flugvöllurinn yrði áfram í Reykjavík og nú væri þessi flokkur kominn í samstarf við VG og Samfylkinguna sem hefðu lofað því að flugvöllurinn færi sem fyrst. Sjálfstæðismenn hefðu sagt að flugvöllurinn yrði ekki fluttur til Keflavíkur. Vilhjálmur sagði að eitt stærsta kosningamál Frjálslynda flokksins hefði verið að byggja mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar. Fráfarandi meirihluti hefði verið sama sinnis en þetta hefði ekki verið stefna VG og Sam- fylkingar. Hann kallaði eftir stefnu meirihlutans í samgöngumálum í borginni, ekki síst í þessu máli. Hann hvatti meirihlutannn til að sinna Sundabraut og reyna að hraða þeirri framkvæmd því undirbún- ingsvinna tæki um tvö ár og byggingarvinna þrjú til fjögur ár. Auðvelt ætti að vera að taka á málinu því nýr borgarstjóri væri í Samfylkingunni sem og sam- gönguráðherra og formaður samgöngunefndar Al- þingis. Fróðlegt væri að heyra hvort borgarstjóri væri sáttur við að málinu yrði frestað og hvernig hann ætlaði að beita sér í því að fá aukið fé til vega- gerðar í Reykjavík. Mannekla á leikskólum og frístundaheimilum hefur mikið verið rædd í borgarstjórn. Vilhjálmur sagði að sjálfstæðismenn hefðu verið gagnrýndir fyrir ástandið en hafa bæri í huga að ástandið væri ekki nýtt. Talað hefði verið um að það þyrfti að hækka launin og nú væri gott að fá að heyra hvað ætti að gera til að fjölga starfsfólki í umönnunar- stéttum. Vilhjálmur sagði að fráfarandi meirihluti hefði tekið mjög skarplega á fjármálastjórn borgarinnar og gert það af festu og ábyrgð. Hallinn hefði verið sjö milljarðar 2006 en á líðandi ári væri gert ráð fyr- ir fjögurra milljarða halla og reyndar stefndi í tölu- vert minni halla. Mikilvægt væri að reka ábyrga fjármálastjórn. Reynt hefði verið að gera vel við kennara og leikskólakennara en borgað væri eftir töxtum og í mikilli þenslu væri ekki hægt að keppa við yfirboð fyrirtækja. Sjálfstæðismenn boðuðu 25% lækkun fasteigna- skatts á kjörtímabilinu, 10% á þessu ári og síðan 5% á ári. Vilhjálmur spurði hvort staðið yrði við þetta og jafnvel gert betur. „Hvar á að finna fjármagn í öll þessi verkefni?“ spurði Vilhjálmur og vísaði einkum í gjaldfrjálsan leikskóla sem nýr meirihluti hefði talað um. Ef svar- ið yrði að draga ætti úr framkvæmdum væri ljóst að einkum væri verið að byggja skóla og íþróttahús. Ekki væri hægt að hækka útsvarið, því það væri í toppi. Að lokum minntist Vilhjálmur á orkumálin. Hann sagðist vera samþykkur því að málinu yrði komið í ákveðinn farveg. Viðhorfin til þess væru mjög ólík en taka þyrfti það upp frá nýju. Hann hefði heyrt í fréttum haft eftir lögmanni Svandísar Svavarsdótt- ur að hugsanlega yrði kærumál hennar dregið til baka. Mjög gott væri að fá að heyra hvernig nýr meirihluti ætlaði að nálgast málið, en sjálfstæðis- menn tækju undir bókun Svandísar á eigendafundi Orkuveitunnar 3. október sl. og hann lauk máli sínu með því að leggja fram tillögu þess efnis. Fara yfir drög að fjárhagsáætlun Dagur B. Eggertsson sagði að nýr meirihluti legði áherslu á að koma á starfhæfum stöðugleika, festu og jafnvægi við stjórn borgarinnar og fyrir- tækja hennar. Orkumálin yrðu sett í ákveðinn far- veg. Allir flokkar í borgarstjórn ættu þar hlut að en trúnaðarmenn meirihlutans færu með atkvæði hans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Málið yrði unnið hratt og markvisst og af heilindum. Í öðru lagi sagði hann að engar meiriháttar stjórnkerfisbreytingar yrðu gerðar hjá borginni. Tal Vilhjálms gæfi til kynna að mögulegt væri að ná saman um stefnu- mörkun í mikilvægum málefnum. Fara yrði yfir drög að fjárhagsáætlun borgarinnar áður en verk- efnalisti yrði lagður fram, því annað væri ekki ábyrgt. Hann sagði það merkilegt að nánast það eina sem sjálfstæðismenn gætu sameinast um í orkumálun- um væri að taka undir bókun minnihlutans á stjórn- arfundi OR. Hvort borgarstjórn gæti tekið undir bókunina yrði skoðað og hann legði til að tillögunni yrði vísað inn í borgarráð. efnuskrá nýs meirihluta steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti amfylkingarinnar, var á fundi borgarstjórnar réttkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur til loka kjörtímabilsins. VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson lagði fram eftirfarandi tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins á fundi borgarstjórnar í gær: „Borgarstjórn samþykkir og tekur undir bókun Svandísar Svavarsdóttur borgarfulltrúa sem hún lagði fram á eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur hinn 3. október 2007 um lögmæti hans og þá ákvörðun sem á honum var tek- in um samning við REI um aðgang að tækniþjónustu o fl., sem felur í sér algeran einkarétt á þjónustu OR til REI til 20 ára. Nauðsynlegt er að eyða þeirri óvissu sem ríkir um þetta mál þannig að hægt verði að taka ákvarðanir um fram- haldið.“ Í greinargerð kemur m.a. fram að þegar öll gögn málsins séu skoðuð varðandi þá dagskrá sem fyrir eigendafundinum hafi legið, fari ekki milli mála að verulega hafi skort á að dagskrárefni hafi verið kynnt sem skyldi, þannig að fundarmönnum mætti vera nægi- lega kunnugt um hvað hafi falist í þeim gerningum sem bornir hafi verið upp til samþykktar. Þjónustusamningur hafi legið frammi á fundinum á ensku og vafi leiki á hvernig beri að túlka hann m.a.hvað varði einkarétt til handa REI um þjónustu OR. Tillaga til stuðnings bókun Í LOK umræðu í borgarstjórn um stefnumál nýs meirihluta var sam- þykkt dagskrártillaga borgar- stjóra um að vísa tillögu minni- hlutans varðandi samruna REI og GGE til meðferðar í borgarráði á næsta fimmtudag. Gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bókun um atkvæðagreiðsluna að meirihlutinn hefði í umræðum dagsins neitaði að ræða stefnumál sín. Fjölda spurninga hafi verið beint til borgarfulltrúa meirihlut- ans varðandi fyrrnefndan sam- runa en engum þeirra verið svar- að. Það væri heigulsháttur að þora ekki að ræða málið í borgarstjórn og borgarbúar biðu eftir svörum. Spurningum ekki svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.