Morgunblaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. OKTÓBER 2007 39
Sími 530 1919
www.haskolabio.is
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Stærsta kvikmyndahús landsins
Good Luck Chuck kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
The Kingdom kl. 5:40 - 8 - 10:20
Heima - Sigurrós kl. 6 - 8 - 10
Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára
Sagan sem mátti ekki segja.
eeee
- B.B., PANAMA.IS
eeee
- E.E., DV
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
“TOP 10 CONCEPT
FILMS EVER”
- OBSERVER
eeeee
“HEIMA ER BEST”
- MBL
eeeee
- FBL
eeeee
- BLAÐIÐ
eeeee
“MEÐ GÆSAHÚÐ AF
HRIFNINGU”
- DV
eeeee
- Q
eeee
- EMPIRE
GEGGJUÐ
GRÍNMYND
Miðasala á www.laugarasbio.is
HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM
ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA?
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
MICHAEL MANN
OG LEIKSTJÓRANUM
PETER BERG
eeee
“MARGNÞRUNGIN
SPENNUMYND
MEÐ ÞRUMUENDI„
EMPIRE
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15-POWER B.i. 16 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
MICHAEL MANN
OG LEIKSTJÓRANUM
PETER BERG
eeee
“MARGNÞRUNGIN
SPENNUMYND
MEÐ ÞRUMUENDI„
EMPIRE
HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ
ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR
VIÐ AÐ DEYJA?
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 12 áraSýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára
Bölvun eða blessun ?
Sofðu einu sinni hjá Chuck
og næsti maður sem þú
hittir er ást lífs þíns.
Brjálæðislega fyndin mynd!!
10:15
eeeee
- L.I.B, TOPP5.IS
Toppmyndin
á Íslandi
í dag!
GRÍSKA skáldið George Seferis, sem vann
Nóbelsverðlaunin 1963, er með helstu rit-
höfundum Evrópu. Hann var þó ekki bara
ljóðskáld, heldur var hann í útlagastjórn
Grikkja í heimsstyrjöldinni síðari og starf-
aði sem stjórnarer-
indreki eftir stríð.
Seferis hélt dagbók
árum saman og 1967
ákvað hann að taka sam-
an dagbókarfærslur sín-
ar á árunum 1945-1951,
árunum frá því Grikkir
heimtu land sitt að nýju
úr klóm þýskra innrás-
armanna, og þar til hann
tók til starfa í gríska sendiráðinu í Lund-
únum.
Upphaflega hugðist Seferis birta þessar
minnisbækur uppúr 1967, en vegna stjórn-
málaástandsins í Grikklandi (herfor-
ingjastjórn komst til valda 1967) hætti hann
við útgáfuna að sinni. Skömmu fyrir dauða
sinn kom hann síðan handritinu til vinar
síns og lagði fyrir hann að sjá til þess að
hann myndi þýða það og koma til útgáfu.
Sá tími sem Seferis lýsir var mikill ör-
lagatími i grískri sögu, því borgarastyrjöld
braust út í landinu stuttu eftir að þýski her-
inn hrökklaðist á brott. Ólgan skín og í
gegn í bókinni, þó Seferis skrifi einnig um
veikindi sem hann gekk í gegnum og annað
amstur daganna, til að mynda um sífelld
peningavandræði, en fátt er skáldum eins
hugleikið og einmitt peningar.
Eftirminnileg er frásögn Seferis af fríi á
Poros 1946, þar sem hann náði áttum eftir
erfiða tíma. Í þeim færslum getur maður
séð hvernig hans náði smám saman áttum í
kyrrðinni og varð skáld að nýju. Mest er þó
spunnið í frásögn hans af heimsókn til
Smyrnu / Izmir og þaðan á bernskuslóðir
sínar í Urla þar skammt frá, en Grikkir í
Tyrklandi flúðu vígasveitir Tyrkja 1922.
Dagar
skálds
A Poet’s Journal eftir George Seferis. Harvard
University Press gefur út 1999. 206 bls. kilja.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Playing for Pizza – John Gris-
ham
2. The Choice – Nicholas Sparks
3. Dark of the Moon – John Sand-
ford
4. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
5. You’ve Been Warned – James
Patterson & Howard Roughan
6. Bridge of Sighs – Richard Russo
7. Run – Ann Patchett
8. Shoot Him If He Runs – Stuart
Woods
9. The Orc King – R. A. Salvatore
10. Dead Heat – Dick Francis & Fel-
ix Francis
New York Times
1. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
2. Atonement – Ian McEwan
3. World Without End – Ken Fol-
lett
4. The Ghost – Robert Harris
5. The Kite Runner – Khaled Hos-
seini
6. On Chesil Beach – Ian McEwan
7. One Good Turn – Kate Atkinson
8. A Spot of Bother – Mark Had-
don
9. The Yacoubian Building – Alaa
Al Aswany
10. The Mission Song – John Le
Carre
Waterstone’s
1. Cross – James Patterson
2. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
3. Wintersmith – Terry Pratchett
4. Stardust – Neil Gaiman
5. The Secret – Rhonda Byrne
6. Anybody Out There? – Marian
Keyes
7. 501 Must–See Destinations –
Bounty Books
8. Making Money – Terry
Pratchett
9. Like the Flowing River –
Paulo Coelho
10. Harry Potter & the Deathly
Hallows – J.K. Rowling
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
ÞAÐ GETUR verið erfitt fyrir fólk utan Bretlands
að átta sig á hvaða tilfinningar fólk ber til forsætis-
ráðherrans fyrrverandi Tonys Blairs. Fyrir fjölda
manna í Evrópu og víðar er hann ágætisnáungi sem
tók ranga ákvörðun varðandi Íraksstríðið, en breskir
vinstri- og menntamenn hata hann eins og pestina,
eða svo virðist manni í það minnsta er maður les allt
það illa sem lagt hefur verið til hans á síðustu mán-
uðum og árum. Meira að segja vinir hans og nánir
samstarfsmenn hafa snúist gegn honum, þeirra á
meðal rithöfundurinn kunni Richard Harris sem
slátrar eiginlega sínum gamla félaga og skoð-
anabróður í nýrri bók sinni.
Fyrrverandi forsætisráðherra,
ævarandi skúrkur
Skáldsagan Ghost segir frá fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands sem dregið hefur sig í hlé við
heldur ókræsilegar aðstæður. Hann hefur nefnilega
lagt bandamönnum Bretlands, Bandaríkjamönnum,
lið í að ráðast inn í land, myrða tugþúsundir borgara
þess og koma á leppstjórn, aukinheldur sem hann
hefur verið vitorðsmaður í því að brjóta mannréttindi
á fjölda manna sem hafa verið handteknir án dóms
og laga, rænt, fluttir til annarra landa og pyntaðir
þar, sumir til dauðs. Hann hefur þó ekki gefið upp
vonina um að honum takist að bjarga mannorðinu og
ræður mann til að véla um sjálfsævisöguna, þ.e. við-
komandi á að skrifa ævisöguna eins og forsætisráð-
herrann hefði gert það sjálfur, en slíkir höfundar,
sem eru legíó, eru kallaðir ghost writers upp á ensku,
draugshöfundar, og þaðan er heiti bókarinnar meðal
annars komið.
Sá sem ráðinn er til verskins kemst á snoðir um
sitthvað og geldur fyrir með lífi sínu. Ráðinn er af-
leysingamaður, sem er sögumaður Ghost, draug-
urinn, en hann flækist smám saman í sama lygavef
og fyrirrennarinn með fyrirsjáanlegum afleiðingum.
Það leynist engum sem les að verið er að sneiða
hressilega að Tony Blair og eins leynir beiskja Harr-
is sér ekki; hann var sá kjáni að halda að það væri
einhver bylting að kjósa Blair og var svo illa svikinn
af Íraksstríðinu og ógeðinu sem fylgdi líkt og þorri
stuðningsmanna Blairs. Forsætisráðherra bók-
arinnar hefur vissulega ríkulega persónutöfra til að
bera, en hann er líka uppfullur af sjálfum sér, hé-
gómagjarn og yfirborðskenndur. Reyndar virðist
Harris hafa vissa samúð með viðfanginu, hann skynj-
ar að það er að vissu leyti fórnarlamb aðstæðna, en
eiginkonan fær heldur en ekki til tevatnsins.
Forvitnilegar bækur: Hvernig er orðstír Tonys Blairs?
Draugur í lygavef
Ósáttur Breski rithöfundurinn Robert Harris.