Morgunblaðið - 30.10.2007, Page 1

Morgunblaðið - 30.10.2007, Page 1
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU STÖÐINA EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 10 0 22 STOFNAÐ 1913 296. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is SKEMMTILEGT ALÞJÓÐLEGIR FORELDRAMORGNAR Í KÓPAVOGI GERA GÓÐA LUKKU >> 21 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson og Ómar Friðriksson UM 2.500 einkaþotur lentu á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári, en mikill vöxtur hefur verið í þessu flugi á síðustu tveimur árum. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Flugstoða, segir að aukningin sé fyrst og fremst vegna viðskipta- flugs. Ekki sé óvenjulegt að sjö einka- þotur lendi á vellinum á dag. Íslend- ingar fara því ekki varhluta af stóraukinni notkun viðskiptaþotna í heiminum. Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um hversu margar einkaþotur eru í eigu Íslendinga en í úttekt Morgunblaðsins sl. sumar kom fram að ætla megi að íslensk fyrirtæki og einstaklingar eigi a.m.k. átta einka- þotur, sem skráðar eru erlendis. Umfang tolleftirlits á Reykjavíkur- flugvelli með flugvélum sem koma frá útlöndum hefur aukist jafnt og þétt. Að sögn Karenar Bragadóttur, for- stöðumanns tollheimtusviðs Toll- stjórans í Reykjavík, eru allar vélarn- ar afgreiddar af tollinum og ekkert slegið af kröfum við tollskoðun og eft- irlit þeirra. „Þetta hefur verið að aukast ár frá ári.“ Flugmaðurinn ber ábyrgð Hrafnhildur Brynja segir að toll- gæslan skoði þær vélar sem komi úr millilandaflugi og lendi á Reykjavík- urflugvelli. „En það er ekki talin ástæða til vopnaleitar. Reglurnar eru þannig að flugmaður á að bera ábyrgð á sinni vél og ef hann er öruggur með vélina þá treystum við honum fyrir þessu. Í áætlunarflugi er hins vegar farið fram á vopnaleit.“ Eftirlit með vélunum fer fram á sérstöku svæði á vellinum sem aðrir hafa ekki aðgang að og í samræmi við kröfur ESB. Ut- anríkisráðherra hefur sagt að skoða verði hvort leita þurfi í vélum sem grunur leikur á að flytji fanga með ólögmætum hætti. Hrafnhildur sagði að frumkvæði um aukið eftirlit, t.d. vegna gruns um flug með fanga, yrði að koma frá stjórnvöldum. Slík beiðni hefði ekki borist. Þeir sem sæju um eftirlit með einkaþotum fengju á næstunni nýjan bíl sem væri sérstak- lega útbúinn til leitar. Morgunblaðið/Golli Fjölgar Um 2.500 einkaþotur lentu á Reykjavíkurflugvelli á sl. ári. Sjö einka- þotur dag hvern Viðskiptaflug stór- eykst um Reykjavík Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ANDSTÆÐINGAR fyrirhugaðrar jarðgufuvirkjunar á Hengilssvæðinu í landi sveitarfélagsins Ölfuss hafa sett á laggirnar heimasíðu þar sem almenningur er hvattur til að gera athugasemdir við virkjunaráætlanirnar. Um er að ræða 135 MWe virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Bitru, rétt vestan við Ölkelduháls. Frummatsskýrsla vegna framkvæmdanna er nú til athugunar hjá Skipu- lagsstofnun og rennur frestur til að gera athugasemdir við framkvæmdirnar út 9. nóvember. Petra Mazetti, leið- sögumaður og forsprakki síðunnar, segir að tilgangurinn með opnun hennar sé fyrst og fremst sá að vekja athygli almennings á því að til standi að spilla ómetanlegri nátt- úruperlu í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið með jarðgufuvirkjun. „Við vildum ekki vera of sein með at- hugasemdirnar í þetta skiptið,“ segir Petra og bendir á að margir séu nú að mótmæla virkjunaráætlunum við Þjórsá, en umhverfismat fyrir svæðið hafi legið fyrir í talsvert langan tíma. Petra segir jafnframt að mikilvægi Hengilssvæðisins sem útivistarsvæðis hafi aukist á undanförnum árum með stöðugri þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu og vaxandi þörf íbúa þéttbýlisins fyrir óspillta náttúru. Þá færist sífellt í aukana að ferðamenn sæki svæðið heim, ýmist fótgangandi eða á hesti. „Ég hef oft komið á svæðið með útlendingum og þetta er alltaf það sem stendur upp úr hjá þeim,“ segir Petra. Þá gera Petra og andstæðingar virkjunarinnar at- hugasemdir við það fyrirkomulag að framkvæmdaraðili virkjunarinnar, Orkuveita Reykjavíkur, hafi jafnframt látið gera umhverfismat. Fyrirtækið hafi því í raun verið dómari í eigin sök og eðlilegra væri að óvilhallir aðilar sæju algjörlega um mat á umhverfisáhrifum sem ís- lenska ríkið bæri kostnað af. Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu Í HNOTSKURN »OR hyggst reisa tvær jarð-gufuvirkjanir á Heng- ilssvæðinu, nánar tiltekið á Bitru og í Hverahlíð. »Fyrirætlanir OR hafa vakiðhörð viðbrögð og hefur hóp- ur virkjunarandstæðinga komið á fót heimasíðu til þess að vekja almenning til umhugsunar. »Petra Mazetti, leiðsögumað-ur og forsprakki síðunnar, segir að svæðið sé ein helsta náttúruperla í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins. SNJÓRINN sem féll á höfuðborgarsvæðinu um helgina var ekki ýkja djúpur en fyrir þá sem höfðu dug og ein- beittan vilja nægði hann fullkomlega til snjóþotuferða. Í brekku í Breiðholti nutu þessar stúlkur veðurblíð- unnar og aðstoðar hvor annarrar við að þoka sleðanum áfram. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Grípa gæsina meðan hún gefst Snjóþoturnar dregnar fram í dagsljósið STJÓRNARFORMAÐUR Verne Holding ehf., sem vill setja upp net- þjónabú hér á landi, segir að Danice- sæstrengurinn sé mun eftirsóknar- verðari kostur en strengurinn sem Hibernia hyggst leggja frá Íslandi til Írlands. Danice sé dýrari en hann sé einnig vandaðri en strengur Hibernia sem byggist á tækni í eigu kínversks fyrirtækis og nýjung sé að nota hana í neðansjávarstrengjum. „Við erum til- búnir að borga hærra verð fyrir Dan- ice en kapal til Írlands – teljum Dan- ice sölulegri og erum tilbúnir að greiða fyrir það,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson sem er stjórnarformað- ur Verne Holding. Meginlandið betra „Við vissum að Hibernia var með hugmyndir um að fara til Írlands með streng og tengjast þar streng sem þeir eiga og liggur frá Dublin til Bost- on. Þegar við skoðuðum málið ofan í kjölinn sáum við að það var mun eft- irsóknarverðara að fara beint til meg- inlandsins,“ segir hann. | 12, miðopna Danice vandaðri „VIÐ vitum að bremsuskilyrðin á síðasta þriðjungi flugbrautarinnar fóru versnandi um nóttina vegna veðurs. Hins vegar eru þetta alltaf samverkandi þættir sem við þurfum að fara nákvæmlega ofan í,“ segir Bragi Baldursson hjá rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) og stjórnandi rannsóknar á flugatviki sem varð á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudags þegar vél hlekktist á við lendingu í hálku. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu JetX ehf. ákvað flugstjórinn m.t.t. til upplýsinga frá flugturni og í samræmi við almennar verklagsreglur í flugi að beita harðri lendingu. Sú ráðstöfun er samkvæmt leiðbeiningum frá framleiðanda, í samræmi við hönnun flugvélarinnar og er ætlað að auka bremsuhæfni við aðstæður eins og þær sem voru á flugbrautinni. Samkvæmt upplýsingum frá RNF fékk áhöfn vélarinnar þær upplýsingar frá Keflavík að bremsuskilyrði væru góð en ís á stöku stað. | 8 Bremsuskilyrðin fóru versnandi Leikhúsin í landinu Góðir gestir... kíktu í leikhúsið. >> 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.