Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Og hvað má svo bjóða herranum, stólpípu, áfallahjálp eða Geysir Green samninginn á íslensku? Kristján Möller samgöngu-ráðherra situr bersýnilega á háum hesti. Það getur ekki hver sem er fengið viðtal við þann ráðherra. Alla vega ekki maður, sem heitir Bjarni Þorvarðarson og er forstjóri fyrirtækis í eigu Kenneths Pet- ersons, en það var hann sem byggði álverið á Grundartanga.     Það kom fram í Morgunblaðinu ígær, að Bjarni Þorvarð- arson hefði óskað eftir slíku samtali en ekki fengið.     Er það ný tízkahjá ráðherr- um á Íslandi að setja sig á svo há- an hest, að þeir tali ekki við fólk, sem leitar eftir samtölum við þá?     Þessa hefur ekki orðið vart hjáráðherrum Sjálfstæðisflokksins.     Er þetta til marks um hroka nýrravaldamanna, sem eru ekki enn búnir að læra að fara með vald sitt?     Samkvæmt heimildum Staksteinasegir Bjarni Þorvarðarson afar kurteislega frá samskiptum sínum við hið merka ráðuneyti samgöngu- mála á Íslandi.     Hér skal ekkert mat lagt á mál-flutning Bjarna Þorvarðarsonar í sambandi við lagningu sæstrengs til Íslands almennt.     En hitt kemur óneitanlega á óvart,að nú skuli sitja í ráðherrastól- um á Íslandi menn sem telja sig þess umkomna að tala ekki við fólk, sem leitar eftir samtölum við þá.     Og athyglisvert að þetta oflætiskuli innleitt af flokki, sem kennir sig við jöfnuð og jafnræði. STAKSTEINAR Kristján Möller Ráðherra á háum hesti                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -           !"              !"  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (    #$  # # # $   " %%  &% &  " !    "       :  *$;< %%             !"   #  $   *! $$ ; *! '( ) %!  %( %!  "  ! * =2 =! =2 =! =2 '"!)   %+ , -%. /  >!-         =7  %& & '   ( $  =   ) $"   *+    ,    %    & & - $  .   / $  01 %% 22   !% %3  %+ , 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B & 4$ 4 &$ &$ $&$ $&  &$   & &  & & &   &$  &$ 4 4 4 4 4 4 4 4$ 4$ 4 4 4 4            Páll Vilhjálmsson | 29. október Fjármálagúrúar … Í hálfan annan áratug hafa íslenskir fjár- málamenn byggt upp nokkur stórveldi á ungæðislegri bjartsýni og áhættusækni um- fram það sem ráðsett- um erlendum fjármálastofnunum þykir boðleg. Í það stóra og heila hefur íslensku krónutáningunum tekist að halda sér innan ramma lag- anna, þótt stundum hafi verið skrensað á gráu svæði. Engum hef- ur tekist að útskýra hvers vegna unglingunum, sem komu hver úr sinni áttinni, tókst að efnast … Meira: pallvil.blog.is Nanna Katrín Kristjánsdóttir | 29. okt. Vetrarfrí … Mikið er ég fegin að sonur minn er orðinn nógu stór til þess að vera heima í nokkra tíma meðan ég er í vinnunni. Það er að koma vetrarfrí og for- eldrar með börn á aldrinum 6-12 ára eru í klemmu (svipaðri klemmu og á sumrin) með að koma börnunum sín- um fyrir. Það er óþægileg tilfinning að hafa slíkt reiðuleysi yfir sér og fæstir geta með góðri samvisku tek- ið frí frá vinnu. Sumir taka börnin með sér í vinnu en vinnan er enginn staður fyrir börn, þau geta ekki … Meira: nanna.blog.is Haukur Nikulásson | 29. október Er nefndarskipun … Ég er enn að furða mig á þeirri bíræfni sem felst í skipun Ingu Jónu Þórðardóttur sem nefndarformanns byggingarnefndar há- tæknisjúkrahússins í stað hins brottrekna Alfreðs Þor- steinssonar. Ég er líka að reyna sjá fyrir mér góðlega bangsaandlitið á okkar geðþekka forsætisráðherra, Geir H. Haarde, þegar hann skipar Guðlaugi að skenkja fjölskyldunni hans þennan feita fjárveiting- arbitling. Ég geri nefnilega ekki ráð fyrir að nefndarmenn séu þarna … Meira: haukurn.blog.is Ásthildur Cesil Þórðardóttir | 29. okt. Áskorun … 15 milljarðar eru mikill peningur. Menn hneykslast á því að þessu fé sé varið til að styrkja bændur í land- inu. Ég ætla út af fyrir sig ekkert að tala um það í sjálfu sér, hvort þetta sé of mik- ið. En ég er alveg viss um að hluti af vandræðum í landbúnaði eru höftin og kvótarnir sem bændum okkar eru settir. Og þess vegna er þeim borgað fyrir að fá ekki að nytja þær auðlindir sem þeir eiga í bústofni og fram- leiðslu á búum sínum. Bændasamtökin hafa um nokkurt skeið talað fyrir því að geta haft meira um það að segja að selja sínar afurðir. Það er talað um verkefni; „frá haga til maga“ og „beint frá býli“. Ég satt að segja skil ekki af hverju það er ekki löngu komið á, að menn megi verka og selja öðrum sínar af- urðir. Þessi höft og boð og bönn eru bara til trafala, alveg eins og í sjávar- útveginum. Þar hafa skuldir aukist gríðarlega, svo stefnir í algjört hrun í sjávarútvegi. Þar er líka eins og í landbúnaði verið að verja hagsmuni fárra, fyrir hagsmuni heildarinnar. Þar sem fólki er meinað að komast inn í greinina, með valdboði undir því yfirskini að verið sé að vernda fiskinn og miðin. En ekkert hefur bólað á neinni aukningu á fiskigengd sam- kvæmt þeim mælingum sem Haf- rannsóknastofnun gerir. Þeir hafa týnt fleiri þúsund tonnum út úr fiski- stofnum, og kvótasetningin al- gjörlega þýðingarlaus, og tap þjóð- arinnar vegna þessara aðgerða hefur kostað þjóðina milljarða á und- anförnum árum. Það má ekki hlusta á sjómenn, eða endurskoða aðferðafræðina, þótt það sé örugglega hverjum manni ljóst að hér er vitlaust að farið. Rangur grunnur notaður, og svo bætt við ein- hvers konar pottum hér og þar til að lappa upp á handónýtt kerfi. Af því það hentar ekki herrum sem telja sig eiga fiskinn í sjónum, að hugsað sé heildrænt og með hag byggðanna að leiðarljósi. Eins finnst mér verið gera við bændur. Þeir eru kvótasettir, bannað að selja það sem þeir fram- leiða, og allt á þetta að vera vegna hreinlætis og umhyggju fyrir heilsu okkar landsmanna. Hvenær hefur einhver dáið af því að eta heimaslátr- að lamb? … Meira: asthildurcesil.blog.is VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.