Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 11

Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 11 FRÉTTIR GYLFI Magnússon, dósent í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að fyrir flesta ís- lenska launamenn væri væntanlega ekki mjög hent- ugt að fá greidd laun að öllu leyti í evrum frekar en íslenskum krónum, en í sumum tilfellum gæti verið skyn- samlegt að fá einhvern hluta í evrum. Ásgeir Jóns- son, forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það eitt að íslensk fyrirtæki gerðu upp árs- reikninga sína í annarri mynt en íslenskum krónum hefði ekki nein teljandi áhrif á íslenskt efnahagslíf eða íslenskan almenning. Lítill kostnaður fylgir því að kaupa erlenda mynt, en Gylfi Magnússon bendir á að taki ein- staklingur húsnæðislán í erlendri mynt, til dæmis í evrum, geti verið skynsamlegt að fá hluta af launum greiddan í evrum til að standa undir afborgunum og vöxtum af láninu án þess að eiga gengis- áhættu yfir höfði sér. Það væri þá ákveðinn öryggisventill að vera með fastar tekjur í erlendu mynt- inni á móti afborgunum því ef krónan lækkaði mikið gætu af- borganirnar orðið þungbærar. Eins gæti verið heppilegt að fá hluta launa í erlendri mynt vegna til dæmis sumarleyfa erlendis. Hins vegar væru önnur útgjöld flestra að mestu leyti í krónum og því frekar langsótt að greiða laun alfarið í evrum. Ef fyrirtæki eru með tekjur í erlendri mynt kemur það þeim betur að kostnaður, þar með talin laun, sé í sömu mynt. Gylfi segir að í slíkum tilfellum geti verið hagkvæmt bæði fyrir atvinnuveit- anda og launþega að laun séu að hluta í erlendu myntinni og auð- velt ætti að vera að semja um slíkt. Einhver dæmi eru um að laun hérlendis séu greidd að hluta í er- lendri mynt, að sögn Gylfa, og þótt þeim eigi sjálfsagt eftir að fjölga sem kjósa að fá greitt á þennan hátt segist hann ekki eiga von á að slíkar launagreiðslur verði mjög algengar. Hugsanleg kjara- bót með evrum Gylfi Magnússon Eftir Sigrúnu Birnu Birnisdóttur sibb@mbl.is NORÐURLANDARÁÐSÞING hefst í Ósló í Noregi í dag. Siv Frið- leifsdóttir, formaður velferðarnefnd- ar Norðurlandaráðs, og Árni Páll Árnason, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, sögðu er þau kynntu málefni þingsins, að þau teldu mikilvægi norræns samstarfs vera að aukast á ný eftir nokkurra ára tímabil þegar dregið hefði úr mikilvægi þess. Þetta mætti m.a. rekja til stækkunar Evrópusambandsins (ESB) og þess að aukin fjölbreytni innan þess gerði það að verkum að erfiðara væri fyrir norrænu þjóðirnar nú en áður að hafa áhrif á stefnumörkun innan ESB. Þetta hefði m.a. stuðlað að því að Norðurlandaráð væri nú að breytast úr umræðuvettvangi yfir í vettvang stefnumörkunar á grundvelli nor- rænna gilda í hnattrænu samhengi. Það setur töluverðan svip á þingið að þessu sinni að stór hluti þeirra dönsku þingmanna, sem boðað höfðu komu sína á þingið, hætti við þátttöku eftir að boðað var til kosninga á Dan- mörku í síðustu viku. Dagfinn Høyb- aråten, forseti Norðurlandaráðs, sagði á fundi með blaðamönnum í Ósló í gær að vissulega væru von- brigði að svo margir danskir þátttak- endur hefðu hætt við þátttöku en að hann teldi það þó ekki til marks um að Danir legðu lítið upp úr norrænu samstarfi. Hann teldi að danska rík- isstjórnin hefði haft sínar ástæður fyrir því að boða til kosninga einmitt nú og hann legði ekki dóm á það. Hann væri þess fullviss að bæði dönsk yfirvöld og almenningur í Dan- mörku legði mikið upp úr norrænu samstarfi þótt svona hefði viljað til einmitt nú. Árni Páll Árnason sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann teldi ekki að dræm þátttaka Dana í þinginu drægi úr mikilvægi þess eða vægi umræðna um stöðu sjálfstjórnarsvæðanna innan nor- ræns samstarfs. Hann segir að Danir muni senda þingmannanefnd með fullt umboð á þingið og það dragi ekki úr vægi umboðs þeirra að enginn þeirra dönsku þingmanna sem sækja þingið að þessu sinni sækist eftir end- urkjöri í fyrirhuguðum kosningum í Danmörku. „Danir leggja einmitt mjög mikið upp úr norrænu samstarfi og þá ekki síst á stjórnmálasviðinu. Þeir hafa haft frumkvæði í mörgum þeirra mála sem fjallað verður um á þinginu en þeir standa nú frammi fyr- ir nítján daga kosningabaráttu og þegar þannig stendur á leggja menn einfaldlega allt annað til hliðar,“ sagði hann. Meginþema þingsins er loftslags- breytingar, afleiðingar þeirra fyrir Norðurlönd og hvernig hægt er að bregðast við þeim. Þá verður rætt um áhrif hnattvæðingar á mikilvægi nor- ræns samstarfs og leiðir til samvinnu Norðurlandanna á alþjóðavettvangi, m.a. með samvinnu varðandi mark- aðssetningu, samræmingu heilbrigð- iskerfa og landamæraeftirlits. Staða sjálfstjórnarsvæðanna Fær- eyja, Grænlands og Álandseyja innan hins norræna samstarfs verður einn- ig rædd sérstaklega á þinginu og verður þar m.a. kynnt skýrsla Nor- rænu ráðherranefndarinnar um aukna þátttöku sjálfstjórnarsvæð- anna í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurlandaráði. Mikilvægið að aukast að nýju Stórþingið Þing Norðurlandaráðs hefst í Osló í dag og verða loftslagsbreytingar meðal annars til umræðu. Forföll Dana á Norðurlandaráðsþingi ekki talin til marks um áhugaleysi Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 Mikið úrval af pottum og pönnum frá WMF HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 Vetur 2007 Kynningardagar 26. okt. - 3. nóv. Stærðir 42-54 M bl 9 21 22 7

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.