Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 17
SUÐURNES
Eftir Reyni Sveinsson
„ÞETTA er góður félagsskapur og
gefandi að setja sér ákveðin mark-
mið og vinna síðan að því að vera
nógu góður til að takast á við þau,“
segir Helga Jakobsdóttir, starfs-
maður Sparisjóðsins í Keflavík og
formaður Kvennakórs Suðurnesja.
Kórinn tók þátt í alþjóðlegu kóra-
móti á Ítalíu og náði ágætum ár-
angri.
Kórinn hefur oft farið í ferðalög til
útlanda og þá sungið á ýmsum op-
inberum stöðum. Ætlunin var að
fara í stíft söngferðalag að þessu
sinni en þá kom upp sú hugmynd að
taka þátt í alþjóðlegri keppni áhuga-
mannakóra, In ... Canto Sul Garda
sem haldin er á vegum Musica
Mundi í bænum Riva Del Garda við
Gardavatnið á Ítalíu. Keppnin fór
fram fyrr í þessum mánuði en und-
irbúningur hófst á síðasta vetri.
Þurfti kórinn að velja fjögur lög, æfa
þau og taka upp til að senda með
umsókninni. Það skilaði árangri því
kórnum var boðið að koma.
Þjóðbúningurinn vakti athygli
Um 50 kórar frá átján þjóðlöndum
tóku þátt í keppninni og var keppt í
ýmsum flokkum. Kórakeppnin hófst
með heljarmikilli skrúðgöngu allra
þátttökuþjóðanna að aðaltorgi
Garda þar sem borgarstjórinn setti
mótið. Nokkrar kórkonur klæddust
íslenska þjóðbúningnum í göngunni
og segir Helga að það hafi vaki at-
hygli bæjarbúa enda sé íslenski
þjóðbúningurinn svo flottur.
Kvennakór Suðurnesja tók þátt í
þjóðlagaflokki kvennakóra. Flutti
fimm íslensk lög í útsetningum Jóns
Ásgeirssonar, Jóns Leifs og Jór-
unnar Viðar undir stjórn Dagnýjar
Jónsdóttur og við undirleik Geir-
þrúðar F. Bogadóttur. Þær voru í
góðum hópi norskra og kínverskra
kóra. Fjórir dómarar gáfu kórunum
einkunnir. Niðurstaðan varð sú að
framlag Kvennakórs Suðurnesja
fékk tvenn verðlaun í gullflokki og
er Helga ánægð með það. Segir að
ekki hafi munað miklu að kórinn
bætti við sig gullum. „Það var gam-
an að etja kappi við þessa frábæru
kóra og mér finnst við standa ágæt-
lega,“ segir Helga.
Sumir kórarnir létu sönginn ekki
duga og voru með margskonar list-
rænar æfingar við flutning á lögum
sínum.
Kórinn tók einnig þátt í tónleikum
í ferðinni og kórfélagar nutu þess að
hlusta á aðra kóra og skoða sig um
við Garda-vatnið og víðar á Norður-
Ítalíu.
Elsti kvennakór landsins
Þrjátíu og ein kona tók þátt í
þessu verkefni Kvennakórs Suð-
urnesja og í ferðinni voru einnig
makar þannig að 56 voru í ferðinni.
„Þetta er frábær hópur og það gekk
allt upp hjá okkur,“ segir Helga.
Nú tekur alvaran aftur við. Næsta
stóra verkefni er þátttaka í Lands-
móti kvennakóra sem haldið verður
á Höfn í Hornafirði í apríl. Ýmislegt
verður um að vera þangað til, meðal
annars verða sungin jólalög á að-
ventunni.
Þá mun kórinn fagna fjörutíu ára
afmæli í febrúar en hann er elsti
starfandi kvennakór landsins.
Æft er tvisvar í viku og Helga
segir að ætlunin sé að fjölga í hópn-
um vegna þeirra verkefna sem fram-
undan eru.
Gaman að etja kappi við frábæra kóra
Kvennakór
Suðurnesja stóð
sig vel á alþjóð-
legu kóramóti
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Skrúðgangan undirbúin Víðir Tómasson bar íslenska fánann fyrir Kvennakór Suðurnesja í skrúðgöngunni fyrir
setningu kóramótsins. Hér sést hann með hluta kórsins. Þjóðbúningarnir vöktu athygli á götum Garda.
LANDIÐ
Selfoss | Kálfurinn Babú, svartur og
myndarlegur holdanautskálfur, kom
í heiminn í fjósinu í Geirakoti nokkr-
um mínútum áður en slökkviliðs-
stjórar Íslands komu þangað í heim-
sókn á ferð sinni um Suðurland sl.
laugardag.
Hjónunum Ólafi Kristjánssyni
bónda og Maríu Hauksdóttur, hús-
freyju í Geirakoti, þótti tilvalið að
skíra kálfinn strax til heiðurs
slökkviliðsstjórunum. Þeir Björn
Karlsson brunamálastjóri og Krist-
ján Einarsson, slökkviliðsstjóri
Brunavarna Árnesinga, fögnuðu
kálfinum innilega í fóðurganginum í
fjósinu í Geirakoti. Ekki lögðu þeir
þó í að kyssa blautan kálfinn til að
feta í fótspor Guðna Ágústssonar,
fyrrverandi landbúnaðarráðherra,
þegar hann kyssti Skrautu á Stóra-
Ármóti og mynd náðist af þeim við-
burði.
Það var annars glatt á hjalla í
Geirakoti þarna um hádegið en þau
hjónin hafa útbúið góða forstofu að
fjósinu í tveimur aflögðum súrheys-
turnum. Þar eru málaðar myndir
sem tengjast landbúnaði á veggjum
og Þórður Þorsteinsson, rafvirki frá
Selfossi, sat þar á stól og lék á harm-
onikku fyrir gesti. Svo vel fórst hon-
um þetta að viðstaddir fengu fiðring
í fætur og hófu að dansa. Síðan var
sungið og trallað um stund, teknar
myndir fyrir framan turnana tvo
sem fengu auðvitað strax nafnið
„Twin Towers of Geirakot.“
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Guðfeður Björn Karlsson brunamálastjóri og Kristján Einarsson slökkvi-
liðsstjóri Brunavarna Árnessýslu voru ánægðir með kálfinn Babú.
Skírðu kálfinn Babú til
heiðurs slökkviliðsstjórum
Stykkishólmur | Það er ekki á hverjum degi sem
Hólmurum er boðið upp á tónleika með Megasi. Það
gerðist á föstudagskvöldið að Megas mætti með hljóm-
sveitina Senuþjófana og hélt tónleika í Vatnasafni Roni
Horn.
Aðstæður í Vatnasafninu eru sérstakar til tónleika-
halds. Tónleikarnir tókust mjög vel og voru góð
skemmtun. Það vakti athygli að Megas flutti á tónleik-
unum nýtt lag eftir sig og texta í tilefni komunnar í
Stykkishólm sem endurspeglaði þau áhrif sem hann
upplifði í Vatnasafninu er hann heimsótti það í fyrsta
sinn. Lagið heitir Afvötnun.
Ragnheiður Óladóttir, umsjónamaður Vatnasafnsins,
var mjög ánægð með hversu vel til tókst með tón-
leikana í Vatnasafninu. Hún sagðist hafa hitt Megas
fyrr í sumar þegar hann var að skoða safnið ásamt vin-
um sínum. „Ég spurði Megas hvort það væri möguleiki
á að fá hann til að halda tónleika hérna og tók hann því
mjög vel. Síðan höfum við verið í sambandi við und-
irbúning heimsóknarinnar.“ Tónleikarnir voru vel sóttir
og allir fóru ánægðir heim eftir að hafa hlustað á Meg-
as í tæpa tvo tíma flytja sín lög, gömul og ný af fullum
krafti með hjálp hljómsveitarinnar Senuþjófanna.
Megas í Vatnasafn-
inu í Stykkishólmi
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Rokk Mikil stemmning var hjá flytjendum og áhorf-
endum sem nutu þess að hlusta á Megas flytja lög sín
sem voru skemmtilega útsett fyrir öfluga hljómsveit.
Eftir Birki Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Fyrsta vetrardag
héldu Mývetningar hátíðlegan svo
sem verið hefur allar götur síðan
1897 og sem að líkum lætur með
hefðbundnum hætti.
Um miðjan daginn var safnast
saman í Skjólbrekku við hlaðið
veisluborð. Samkomustjóri var
Ásta Lárusdóttir á Skútustöðum en
slægjufundarræðu flutti Steinþór
Þráinsson. Hann rifjaði upp sögu
samkomunnar og þá sem settu svip
á hana fyrrum.
Unglingar úr tónlistarskólanum
fluttu nokkur tónlistaratriði, Edda
Sverrisdóttir, söng einsöng við und-
irleik Jaan Alavere, séra Örnólfur
Ólafsson hafði helgistund en al-
mennur söngur var á milli dag-
skráratriða.
Um kvöldið var svo líflegur dans-
leikur í Skjólbrekku í boði sveit-
arsjóðs. Samkoman er hverju sinni
undirbúin af íbúum ákveðins sveit-
arhluta. Að þessu sinni var það
heimilisfólk á bæjunum frá Græna-
vatni að Kráká sem sá um und-
irbúninginn af myndarskap.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson
Gleðifundir Margir efnilegir hljóðfæraleikarar stigu á svið og skemmtu á Slægjufundi á laugardaginn.
Slægjufundur í 110 ár í Mývatnssveit