Morgunblaðið - 30.10.2007, Síða 18
|þriðjudagur|30. 10. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Mæðgurnar Ásta Þórisdóttir og
Lilja Sigrún Jónsdóttir bjóða
upp á heildstæðar lausnir fyrir
minjagripasölu. »21
vaxtarsprotar
Þolendur vilja helst ekki segja
frá eineltinu þar sem þeir
skammast sín fyrir að hafa orð-
ið fyrir því. »20
menntun
Ávinnufundi stjórnar í jan-úar síðastliðnum fengumvið ábendingar um fé-lagslega einangrun inn-
flytjenda sem væru með ung börn
og því oft heimavinnandi. Í fram-
haldinu ræddum við hvernig mætti
koma þeim í samband við íslenska
foreldra í svipaðri stöðu og þetta
nýja verkefni varð til,“ segir Garð-
ar.
Stefnan var tekin á að halda for-
eldramorgna og kynnti Rauði
krossinn verkefnið á ýmsum tungu-
málum í samvinnu við Alþjóðahúsið
og heilsugæslustöðvar. Fyrsti
foreldramorgunninn var síðan hald-
inn 4. október sl. og hittast „alþjóð-
legir“ foreldrar í félagsmiðstöðinni
Mekka í Hjallaskóla í Kópavogi alla
fimmtudaga milli kl. 10.30 og 12.
„Foreldramorgnarnir eru þó ekki
einungis fyrir fólk sem býr í Kópa-
vogi,“ útskýrir Garðar. „Það eru
t.d. foreldrar sem koma með börn
sín alla leið úr Grafarvogi til að
taka þátt í þessu,“ segir hann og
telur upp þau þjóðerni sem safnast
hafa saman þessa morgna: „Það
eru Pólverjar, Litháar og Ítalir auk
íslensku foreldranna sem hafa
mætt.“ Þennan morgun sem blaða-
maður er á ferð er einnig móðir frá
Rússlandi í heimsókn með barn
sitt.
„Þegar flest var, voru saman
komnir ellefu foreldrar með ellefu
börn,“ segir Garðar og bætir við að
mætingin hafi ávallt verið góð þótt
hún hafi verið misjöfn. Verkefnið
stendur til loka nóvember eða til
29. nóvember þegar síðasti
foreldramorgunninn verður hald-
inn. Þá verður jólaföndur og ís-
lenskir jólasveinar kynntir, en
ákveðið þema er hvern morgun og
tengist það yfirleitt börnum. Einn-
ig fer fram óformleg íslensku-
kennsla og er til að mynda dreift
blöðum til erlendu þátttakendanna
þar sem algeng íslensk orð eru
kynnt með myndmáli.
Dögg Guðmundsdóttir, verk-
efnastjóri Kópavogsdeildar, segir
misjafnt hversu lengi þeir erlendu
foreldrar sem mæti á foreldra-
morgna hafa verið á Íslandi og svo
er einnig með íslenskukunnáttu
þeirra. „Sumir hafa einungis verið
hér nokkra mánuði en aðrir í ár
eða lengur,“ segir hún og upplýsir
um leið að það séu einungis mæður
sem hingað til hafi tekið þátt, bæði
af hálfu íslenskra og erlendra for-
eldra. „En feðurnir eru einnig vel-
komnir,“ segir hún og brosir.
Kópavogsdeild Rauða krossins fór af stað með Alþjóðlega foreldra nú í haust. Verkefnið spratt upp úr könnun sem gerð var til að
meta þörf fyrir hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar Rauða krossins, sagði Halldóru
Traustadóttur að talsverð félagsleg einangrun ríkti meðal innflytjenda, sérstaklega þeirra sem ekki séu úti á atvinnumarkaðnum.
Einangrun rofin á foreldramorgnum
www.redcross.is/kopavogur
Morgunblaðið/G.Rúnar
Foreldramorgnar Þau Edda Guðrún Valdemarsdóttir, Hildur Vaka Bergmann, Vilhjálmur Örn Sævarsson og
Elena Alda Árnason voru ánægð með þetta framtak hjá Kópavogsdeild Rauða krossins.
Að leik Vilhjálmur Örn Sævarsson, eins árs, virðist kunna vel að meta
marglit leikföngin í Félagsmiðstöðinni Mekka.
Elena Alda Árnason er frá Rúss-
landi og hefur búið á Íslandi í 7 ár.
Hún er gift Íslendingi og býr í
Garðabæ. „Ég heyrði af verkefninu
hjá vinkonu minni sem sá það aug-
lýst í fréttablaði Alþjóðahússins,“
segir Elena.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
kem hingað og mér finnst þetta
mjög þarft og skemmtilegt fram-
tak,“ heldur hún áfram.
Á hún eftir að koma aftur?
„Ég er að fara að vinna aftur eft-
ir nokkra daga og því get ég ekki
komið aftur, en hinsvegar er ég að
fá rússneska barnfóstru til Íslands
og ég mun segja henni frá þessu.
Hún á örugglega eftir að koma
og það er einnig gaman fyrir son
minn að koma og hitta önnur börn
hér,“ segir Elena.
Skemmtilegt framtak
Sigrún Eðvaldsdóttir er ein þeirra
íslensku sjálfboðaliða sem taka þátt
í verkefninu Alþjóðlegir foreldrar
hjá Kópavogsdeild Rauða krossins.
Sigrún er í fæðingarorlofi en henn-
ar barn er að verða eins árs.
„Það stóð til alla meðgönguna að
ganga til liðs við Rauða krossinn,“
útskýrir Sigrún. „Fljótlega eftir
fæðingu barnsins tók ég síðan þá
ákvörðun að skrá mig sem sjálf-
boðaliða á netinu og nokkru seinna
fór ég í heimsóknaþjónustuna,
verkefni sem Kópavogsdeildin
stendur einnig fyrir.“ Í því verkefni
felst heimsókn til einangraðra aðila
og í tilfelli Sigrúnar heimsækir hún
eldri konu á hálfs mánaðar fresti.
„Þegar ég heyrði síðan af for-
eldraverkefninu lá það beint við að
taka þátt í því líka.“ Og Sigrún sér
ekki eftir því og er full aðdáunar
yfir þeim erlendu konum sem hafa
mætt og hvernig þeim hefur tekist
að gera sig skiljanlegar þrátt fyrir
litla íslenskukunnáttu. Þær sýni ís-
lenskukennslunni einnig mikinn
áhuga og bera vott um vilja við að
tengjast íslensku samfélagi og læra
íslensku. „Það er greinilegt að það
er full þörf fyrir svona verkefni,“
segir Sigrún.
Full þörf fyrir verkefni á
borð við foreldramorgna
Horft á heiminn Hildur Vaka Bergmann, sjö mánaða, horfir forvitin á ljósmyndarann.