Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.10.2007, Qupperneq 21
vaxtarsprotar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 21 91, 105 og 130 hö. ÓDÝRIR OG GÓÐIR DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS - kemur þér við 600 fjölskyldur fá sérstuðning Vatn og veður renna saman í nýrri stofnun Ríkið rukkaði öryrkja um 136 þúsund vegna styrks upp á 100 þúsund Grænland verður sífellt grænna 700 nördar á leið til landsins Íslenskt nammi vinsælt vestanhafs Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Kristínu Sigurrós Einarsdóttur Að fyrirtækinu Þúfu standamæðgurnar Ásta Þórisdóttirá Hólmavík og Lilja Sigrún Jónsdóttir á Fiskinesi við Drangsnes, en Þúfa er fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í minjagripasölu fyrir söfn og sýningartengda staði og fyrir- tæki. Í pökkunum sem Þúfa útbýr eru sérvaldir og sérhannaðir munir með tilliti til starfsemi, staðhátta, land- svæðis og annarra óska kaupanda. Ásta og Lilja Sigrún eru báðar út- skrifaðar úr myndlista- og handíða- skólanum, Ásta úr grafíkdeild en Lilja Sigrún úr skúlptúrdeild. Þær eru auk þess báðar kennaramenntaðar og hafa starfað lengi við kennslu. Lilja Sigrún fór á eftirlaun um síðustu ára- mót, en Ásta er ennþá í fullu starfi við kennslu. Þær segjast mikið hafa unnið sam- an í gegnum tíðina og starfræktu meðal annars brúðuleikhúsið Dúkku- kerruna af og til í nokkur ár. „Leik- ritin voru samin í gegnum síma og síð- an hittumst við í skólafríum og smíðuðum brúður og leikmuni. Síðan var farið í leikferðir og sýnt víða,“ rifja þær upp. Ull, leir og hvaltennur Starfsemi Þúfu hófst í kringum síð- ustu áramót eftir að þær mæðgur höfðu sótt Brautargengisnámskeið á vegum Impru. Hugmyndin sem þær unnu með á því námskeiði var að vísu önnur en þróunarvinnan og gerð við- skiptaáætlunar hefur samt sem áður nýst þeim vel í starfsemi Þúfu. Þegar hafa verið hannaðar og fram- leiddar vörulínur fyrir tvo aðila, Sauð- fjársetur á Ströndum og Ósvör við Bolungarvík. Vörurnar sem Ósvör hefur í sölu fást einnig hjá Náttúru- stofu Vestfjarða, en vörurnar eru m.a. unnar úr ull, leir og hvaltönnum. Ásta og Lilja Sigrún eru ánægðar með viðtökurnar eftir að hafa haft vörur sínar í sölu eitt sumar. Þær segja stefnuna vera þá að hver vöru- lína verði aðeins til sölu hjá viðkom- andi safni eða sýningu, þó að þær geti vel hugsað sér síðar meir að setja upp netverslun, enda hafa margir af við- skiptavinum þeirra einungis opið yfir sumartímann. Lambalúlli vinsæll Úr vörulínu Sauðfjárseturs á Ströndum segja þær að svokallaðir Lambalúllar hafi verið vinsælasta var- an. Tuskudýrið Lambalúlli er lamb með höfuð úr þæfðri ull. Engir tveir lúllar eru eins né bera sama nafn. Nafnið er á plastmerki í eyra Lamba- lúllans ásamt bæjarnafninu Þúfu. Nafnið er einnig að finna í meðfylgj- andi nafnavísu sem Hrafnhildur Guð- björnsdóttir íslenskukennari á Hólmavík orti. Þær segja að góð sala á þessari vöru hafi m.a. kennt þeim að kaupandinn sé ekki endilega sá sem nýtur vörunnar og stefna að því að hafa a.m.k. einn grip sem höfðar til barna í hverri línu. Hver vörulína inni- heldur tíu muni sem eru allir sérhann- aðir og handunnir af þeim mæðgum. Leirvörurnar eru að hluta fjölda- framleiddar, eftir að búið var að sér- hanna mót sem gripirnir eru steyptir í en síðan handmálaðir og glerjaðir. Stefna þær að því að bæta tveimur vörulínum við framleiðsluna á ári hverju. Ásta og Lilja Sigrún sjá mikla möguleika í framtíð Þúfu og segja framleiðslu af þessu tagi hafa tví- mælalaust vantað. „Sérstaðan liggur í að bjóða heildstæðan pakka sem gefur viðskiptavininum kost á að taka þátt í vöruþróuninni og sparar auk þess vinnu við að leita að mismunandi mun- um sem henta þema og staðháttum, á mörgum stöðum. Hugmyndaskortur háir okkur ekki,“ segja þær mæðgur að lokum. „Það er frekar að okkur skorti tíma til að framkvæma.“ Þúfukonur Mæðgurnar Ásta Þórisdóttir og Lilja Sigrún Jónsdóttir bjóða upp á lausnir fyrir minjagripasölu. Heildarlausnir í minjagripasölu Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Einarsdóttir Vaxtarsprotar nefnist verkefni sem snýst um atvinnusköpun í sveitum og hefur fjölmennur hóp- ur fólks á Suðurlandi og í Húnaflóa tekið þátt í því. heils hugar undir. Fólk af öllum toga, innlent sem erlent, komið til að slaka á í rólegu um- hverfi. Að kveldi fyrsta vetrardags var snætt af fimm rétta matseðli þar sem hver rétturinn öðrum betri bráðnaði í munni. Humarinn, önd- in, hrefnukjötið, salt- fiskurinn og gæsin. Allt var þetta eldað og borið fram af miklum mynd- arskap og engir tveir diskar eins. Víkverji sýndi einum þeirra sér- stakan áhuga, ferkönt- uðum og þykkum steinplatta, og ímyndaði sér að efniviðurinn væri áreiðanlega sóttur í umhverfið á Nesinu, svo hrjúft og náttúrulegt var grjótið ásýndar og viðkomu. Var enskumælandi þjónn spurður um uppruna plattans og þar sem hann, eða öllu heldur hún, sagðist ekki vita það ætlaði hún að spyrjast fyrir. Hún kom að vörmu spori, og Vík- verji orðinn forvitinn, en það skal viðurkennast að svarið kom skemmtilega á óvart og dró örlítið úr stemningu stundarinnar hjá náttúruelskandi turtildúfunum: „They tell me it’s Flísabúðin“. Víkverji brá sér áHótel Búðir um helgina með sinni heittelskuðu og þvílík himnasæla. Hótelið, herbergið, þjónustan, maturinn, veðrið, logn- ið; allt saman fyrsta flokks, svo ekki sé tal- að um umhverfið. Vík- verji hefur ekki komið á Búðir eftir að gamla hótelið brann og nýtt var reist. Byggingin kom skemmtilega á óvart, ekki síst að inn- anverðu þar sem vand- að hefur verið til verka með mikilli reisn, smekkleg hönnun í hólf og gólf. Göngutúr um Búðahraunið var hressandi í blíðviðrinu, þar sem við blasti Búðakirkja, Staðarsveitin og sjálfur konungur fjallanna á Nesinu; Snæfellsjökull. Reyndar ekki allur upp á topp en það nægði Víkverja að sjá í fjallsræturnar í þetta sinn. Jök- ullinn dró síðan leiktjöldin frá dag- inn eftir, yfir morgunverðinum, er snjór var yfir öllu frá fjalli til fjöru. Reyndar stóð sú sýning stutt yfir en jökullinn er ekki allra öllum stund- um. Óviðjafnanlegt er að fagna vetri í þessu umhverfi og það hljóta gestir á fullbókuðu hótelinu að geta tekið       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.