Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 26

Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún MundaGísladóttir fæddist í Reykjavík 11. desember 1923. Hún lést á hjarta- deild Landspítala við Hringbraut mið- vikudaginn 24. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Gísli Eiríksson sjómaður, f. á Miðbýli á Skeið- um 1. apríl 1894, fórst með togar- anum Max Pember- ton 11. janúar 1944, og Guðríður Guðrún Guðmundsdóttir hús- freyja, f. á Sandlæk í Gnúpverja- hreppi 11. desember 1892, d. 9. vík 11. október 1918. Þau eign- uðust fjögur börn: 1) Ólafur Gísli læknir, f. 25.1. 1956, kvæntur Þórhöllu Eggertsdóttur skurð- hjúkrunarfræðingi, f. 17.2. 1954, þau eiga þrjá syni. 2) Guðrún Vig- dís læknir, f. 4.10. 1957, gift Gunnari Thors lækni, f. 3.10. 1955, þau eiga þrjú börn. 3) Auð- unn Örn, f. 27.9. 1959, sambýlis- kona Karen Guðmundsdóttir, f. 5.2. 1959, þau eiga fjögur börn. 4) Guðríður Kristín verslunarmað- ur, f. 27.11. 1963. Guðrún ólst upp í Reykjavík og gekk í skóla þar. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1942 og prófi frá Húsmæðra- skólanum í Reykjavík 1943. Vann síðan skrifstofustörf í Reykjavík, lengst af hjá Sjóvá, þar til hún giftist. Guðrún og Jón byggðu hús í Drápuhlíð 45 og bjuggu þar síð- an. Útför Guðrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. desember 1978. Syst- ir Guðrúnar er Sig- ríður Kristín hús- stjórnarkennari, f. 6.10. 1926. Látin systkini voru Björn, járnsmíðameistari, f. 31.7. 1922, d. 19.3. 1980, Guðmundur, f. 1925, lést á fyrsta aldursári, Ólafur Jó- hann flugvirki, f. 14.12. 1929, d. 21.2. 1976, og Eiríkur Garðar rafvirkja- meistari, f. 10.4. 1932, d. 28.8. 1983. Guðrún giftist 11. júní 1954 Jóni Sigurði Guðmundssyni menntaskólakennara, f. í Reykja- Guðrún Gísladóttir, sú mæta kona, var okkur systrum mjög hjartfólgin. Hún átti hlutdeild í líf okkar frá fyrstu tíð; giftist Jóni S. Guðmundssyni, föð- urbróður okkar, áður en við litum dagsins ljós – og var af okkur aldrei kölluð annað en Guðrún hans Jóns. Á uppvaxtarárunum bjuggu þessi merku hjón í næstu götu við okkur með börnunum fjórum og alltaf var reglulegur samgangur milli heimil- anna. Hjónaband þeirra var af gamla skólanum, að því leyti að Guðrún var heimavinnandi alla tíð og kom börn- unum til manns á meðan Jón sinnti kennslu í Menntaskólanum. Það starf leysti hún auðvitað af hendi með mestu prýði og var í ofanálag hús- móðir af Guðs náð. Myndarbragur- inn, eljusemin, ósérhlífnin: Hvort sem um var að ræða matargerð eða handavinnu – allt lék í höndum henn- ar. Og alltaf var fjölskyldan í fyrir- rúmi. Í barnsminninu er mynd af tígu- legri konu og hávaxinni, dálítið hátíð- legri, en Guðrún hafði yfir sér reisn, svipað og móðir hennar, sem við minnumst sem aldraðrar konu á upp- hlut á okkar æskudögum. Það er gaman að rifja upp skemmtileg ferða- lög stórfjölskyldunnar um landið eða afmælis- og jólaboð, þar sem Guðrún hafði frumkvæði að því að halda gaml- ar hefðir í heiðri, eins og að ganga í kringum jólatréð, spila á spil og fara í ýmsa leiki. Allar þessar góðu minn- ingar eru samofnar fölskvalausri hlýju og væntumþykju föðurfjöl- skyldunnar, sem þarna kom saman. Á fullorðinsárum kynntumst við Guðrúnu að sjálfsögðu öðruvísi og betur, bæði kímnigáfu hennar og ekki síður einlægri vinsemd hennar og elskusemi í okkar garð. Þótt Guðrún hafi á lífsleiðinni glímt við ýmsa erf- iðleika, m.a. heilsubrest og ástvina- missi, var eins og hún hefði aldrei siglt nema lygnan sjó. Þannig var hún ávallt; geðprúð, kát og glettin – sterk og æðrulaus, allt til loka. Í seinni tíð höfum við hist nokkuð reglulega, konurnar í fjölskyldunni og viðhaldið okkar góðu tengslum. Er það ekki síst fyrir tilstilli Sirríar, syst- ur Guðrúnar, en þær áttu sérlega fal- legt systrasamband og voru ákaflega samhentar alla tíð. Við höfum átt margar góðar stundir með þeim systrum, sem ylja okkur um hjarta- rætur. Þegar nýjasta viðbótin bættist í fjölskylduna, komu þær saman, móðar af stigaklifri en gasprandi og glaðar eins og smástelpur – og auðvit- að færandi hendi. Við þökkum henni dýrmæta vináttu og umhyggju á liðn- um árum, í garð okkar og barnanna okkar. En kveðjustundin er komin, full af trega. Og þakklæti. Hennar heil- steypta persóna, sem helgaði sig svo mjög öðrum, á sér sérstakan sess í hjörtum okkar. Á meðan kraftar hennar entust, lauk Guðrún drjúgu dagsverki og fær nú að hvílast. Ásamt foreldrum okkar, Margréti og Þorsteini, sendum við innilegar samúðarkveðjur til Jóns og Guðríðar, Auðuns Arnar, Guðrúnar Vigdísar og Ólafs Gísla, einnig Sirríar okkar, tengdabarna og barnabarna, sem öll hafa misst mikið. Blessuð sé minning okkar kæru Guðrúnar. Stefanía og Guðrún Þorsteinsdætur. Guðrún Munda Gísladóttir ✝ Halldór Brynj-úlfsson fæddist á Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi í Mýrasýslu 20. júní 1943. Hann lést 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Guð- brandsdóttir, f. 15.5. 1911, d. 7.12. 2000, og Brynjúlfur Eiríksson, f. 21.12. 1910, d. 12.1. 1976. Systkini Halldórs eru: Helga, f. 20.10. 1936, Ólöf, f. 7.6. 1938, Ragnheiður Hrönn, f. 2.8. 1939, Eiríkur Ágúst, f. 15.1. 1942, d. 25.5. 1998, Brynj- ólfur, f. 25.3. 1945, Guðbrandur, f. 30.4. 1948, og Guðmundur Þór, f. 12.12. 1950. Halldór kvæntist hinn 9. desem- ber 1967 Ástu Sigurðardóttur úr Borgarnesi, f. 11.2. 1949. For- eldrar Ástu eru: Guðrún Helga Þorkelsdóttir, f. 24.12. 1923, d. 7.10. 2003, og Sigurður B. Guð- brandsson, f. 3.8. 1923. Halldór og hann störf hjá Sæmundi Sigmunds- syni sérleyfishafa og 1986 réðst hann sem deildarstjóri bifreiða- og fóðurvörudeildar Kaupfélags Borgfirðinga. Árið 1999 varð hann framkvstj. og einn eigenda Vöru- flutninga Vesturlands ehf. í Borg- arnesi og 2005 hóf hann störf hjá Borgarverki ehf., aðallega sem verkstjóri við slitlagsframkvæmd- ir. Halldór starfaði mikið að fé- lagsmálum og gegndi um ævina ýmsum trúnaðarstörfum, um skeið formaður Vörubílstjórafélags Mýrasýslu, hann var kosinn í stjórn Landvara 1989-1994, þar af for- maður 1991-1994 og formaður stjórnar 1997-1999. Einnig var hann fulltrúi starfsmanna Kaup- félags Borgfirðinga og síðar fé- lagskjörinn stjórnarmaður KB. Þá gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðubandalagið og síðar Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Hann sat í hreppsnefnd Borgarness fyrir Alþýðubanda- lagið 1974-1986. Árið 2006 tók hann við formennsku í félagi eldri borgara í Borgarnesi og gegndi því starfi til dauðadags. Útför Halldórs fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ásta eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Óskírð dóttir, f. 31.5. 1968, d. 3.6. 1968. 2) Sigurður, f. 15.6. 1970, sambýliskona Ásta Kristín Guð- mundsdóttir, f. 5.1. 1970, sonur hennar Hlynur Snær Unn- steinsson, f. 13.9. 1998, sonur Sigurðar og Brynju Sifjar Bjarnadóttur er Brynjar Tumi Sig- urðarson, f. 9.8. 2006. 3) Brynjúlfur, f. 23.1. 1974, kvænt- ur Vigdísi Hallgrímsdóttur, f. 30.9. 1973, dætur þeirra Sigurlaug, f. 26.10. 2001, og Bryndís, f. 24.9. 2003. Halldór ólst upp á Hrafnkels- stöðum og síðar Brúarlandi á Mýr- um við hefðbundin sveitastörf. Árið 1960 hóf hann rekstur eigin vörubifreiðaútgerðar og hætti þeim rekstri 1974 er hann gerðist framkvæmdastjóri Borgarplasts hf. í Borgarnesi. Árið 1985 hóf Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxnes.) Í dag fylgjum við elskulegum afa okkar til grafar og okkur er illt í rödd- inni og við erum sorgmæddar, við eigum erfitt með að skilja það að afi hafi hætt að vinna og farið til himna áður en hann hafði fengið sér hund. En við erum líka þakklátar fyrir þann góða tíma sem við áttum saman með afa og ömmu í Borgarnesi og við vitum hversu mikið og vel afi elskaði litlu afastelpurnar sínar. Núna geymum við allar stundirnar og góðu minningarnar sem við eigum og núna biðjum við mömmu og pabba að lesa aftur öll bréfin sem þú skrif- aðir til okkar og lesum í bókinni Afi og amma milli mín og þín, en þar seg- ir þú frá sjálfum þér, systkinum og forfeðrum þínum, segir okkur frá ýmsum minningum úr æsku þinni og frá þínum óskum og væntingum um lífið. Við vitum hvað þig dreymdi um að verða þegar þú yrðir stór og nú vit- um við að sumir draumar rætast. Elsku afi, við ætlum að passa kof- ann sem þú smíðaðir fyrir barnabörn- in þín heima í Borgarnesi og við ætl- um að hugga ömmu í sorginni. Þínar afastelpur, Sigurlaug og Bryndís Brynjúlfsdætur. Vegir forsjónarinnar eru órann- sakanlegir. Þau gömlu og nýju sann- indi urðu okkur systkinunum ljós er við fengum þær þungbæru fréttir að áliðnum degi 18. október síðastliðinn að Halldór Brynjúlfsson, bróðir okk- ar, væri allur. Hann hafði orðið bráð- kvaddur uppi á Hvanneyri, þar sem hann vann að slitlagsframkvæmdum hjá verktakafyrirtækinu Borgar- verki. Ekki er vitað að hann hafi kennt sér nokkurs meins og hann var ávallt manna heilsuhraustastur. Dóri fæddist og ólst upp á Hrafnkelsstöð- um á Mýrum og flutti með fjölskyld- unni að Brúarlandi árið 1955, sem þá var nýbyggt úr landi Hrafnkelsstaða. Verkefni á bænum voru ætíð næg, allt frá því að fyrsta steini var velt úr stað. Dóri, þá 12 ára gamall, tók strax virkan þátt í byggingum og bústörf- um. Það var hann sem keyrði traktor- inn, ljóshærður, stuttvaxinn, glað- beittur. Hugurinn hneigðist snemma til þess sem seinna varð meginævist- arf hans, bifreiðaakstur. Faðir okkar var mjólkurbílstjóri og rak einnig vörubifreið, sem hann notaði aðallega í vegavinnu, í vinnuflokki þeim er annaðist nýbyggingar og viðhald vega á Mýrunum. Dóri tók ungur þátt í þeim verkefnum með honum og tók við rekstri vörubílsins 17 ára gamall. Hann lærði því snemma að vinna og var einstaklega starfsfús alla tíð. Dóri var afar traustur, hreinskiptinn og heiðarlegur, handtakið þétt, gæddur góðri kímnigáfu, alvörumaður þegar það átti við, en annars mjög glaðsinna og hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um lífsins. Hann gaf sig mjög að fé- lagsmálum og lét málefni samfélags- ins sig ætíð miklu varða –var talsvert pólitískur, en þó ævinlega sanngjarn og málefnalegur. Yfirgang og annað óréttlæti þoldi hann ekki í fari manna og mætti hann slíku tók hann á móti af fyllstu einurð. Að öðru leyti var hann að eðlisfari hógvær maður, en þó alls ekki hlédrægur og átti auðvelt með að koma fyrir sig orði, bæði í ræðu og riti, gagnorður og rökfastur – kjarni málsins var aldrei langt und- an hjá honum. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Borgarneshrepps fyrir Alþýðubandalagið og fór svo löngu síðar í framboð fyrir Vinstri græna í alþingiskosningunum 1999 og munaði litlu að hann næði þingsæti. Dóri átti afar gott með að kynnast fólki og eignast vini – aldur skipti þar engu máli og börn hændust að honum. Við munum eftir vörubílstjóraárunum í vegavinnunni – oft sáust glókollar gægjast upp í framrúðuna á M-906. Dóri tengdist þannig þeim sem hann kynntist vináttuböndum sem oft ent- ust ævina út. Hann hafði til að bera glaðværð og léttleika og bar að öðru leyti einnig sterkt svipmót Hrafn- kelsstaðaættarinnar, og var mjög tryggur sínum átthögum, Mýrunum, fannst þær öðrum sveitum fremri að fegurð. Þar var fjallasýnin stórkost- leg og víðáttan hvergi meiri. Elsku- legur bróðir og vinur er nú kvaddur. Bróðir – sannarlega miðpunktur í stórum systkinahópi, í senn aldurs- lega og einnig sem leiðtogi, er við átt- um afar góða samleið með allar götur frá bernskuárunum á Hrafnkelsstöð- um. Vegferð lífsins er nú lokið með kærum bróður. Við óskuðum svo sannarlega að geta átt með honum marga góða daga á efri árum okkar. Nú blasir við sú dapurlega staðreynd að það verður ekki með þeim hætti sem við væntum en við yl minning- anna munum við orna okkur um ókomin ár. Við vottum Ástu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð Systkinin. Okkur mæðgur langar til að minn- ast Dóra frænda með nokkrum orð- um. Það er afskaplega sárt að sjá á eftir góðum frænda kveðja þetta líf langt um aldur fram. Dóri frændi var einn af þessum yndislegu mönnum sem allir kunna vel við, hann var allt- af svo hlýr og góður og gott að hitta hann. Skemmtilegur með eindæmum og glettinn, og hafði einn skemmti- legasta hlátur sem maður heyrir. Enda þegar Kötlu Rún voru færðar fréttirnar að Dóri frændi væri dáinn, þá voru viðbrögðin „Æi er það mamma, hann var svo skemmtilegur og fyndinn og mamma, hann var svo góður leikari líka!“ Og þetta eru fal- legar minningar sem sjö ára barn á um ömmubróður sinn. Dóri frændi var oft með skemmtiatriði á fjöl- skylduþorrablótunum og þá var hann sko sérstaklega fyndinn og skemmti- legur og góður leikari. Dóri frændi var einstakur að því leyti að hann var duglegur að spjalla við litla fólkið og það hændist mjög auðveldlega að honum. Og það er ekki spurning að hann er einn besti afi sem uppi hefur verið. Elsku Dóri frændi kærar þakkir fyrir allt og allt! Elsku Ásta, Siggi, Binni og fjölskyldur, megi góður Guð styrkja ykkur á erfiðum stundum. Ykkar Valgerður Solveig og Katla Rún. Elsku Dóri móðurbróðir minn og nafni hefur nú kvatt þetta líf alltof snemma og alltof snöggt. Eftir sitjum við með endalausar spurningar, en fátt er um svör. Því verðum við að ylja okkur við þær ljúfu minningar sem við eigum. Og eitt er víst að þær eru margar minningarnar sem við eigum um Dóra frænda. Glaðvær, glettinn, kátur og mikill fjölskyldu- maður er það fyrsta sem mér dettur í hug. Mínar fyrstu minningar um Dóra frænda eru að hann kallaði mig ávallt nöfnu sína, enda bárum við bæði nafn móður hans og ömmu minnar. Eitthvað fór þetta nú öfugt í litlu mig, því ekki væri ég nú skírð í höfuðið á honum heldur ömmu. En eftir því sem sálin þroskaðist kunni ég vel að meta þessa hlýju nafngift hans frænda. Að hitta Dóra frænda var alltaf gaman, hlýtt faðmlagið, hlý orð og góð nærvera hans fengu mann alltaf til að brosa. Fjölskyldan var honum afar mikilvæg og var sérstaklega gaman að fylgjast með honum og smáfólkinu, en fyrir þau átti hann alltaf tíma. Pólitískur var hann mjög og ræddi pólitíkina oft við okkur frændsystk- inin, og alltaf hafði hann trú á því að við sem ekki fylgdum hans skoðunum myndum sjá að okkur fljótlega og fara á rétta braut. Þrátt fyrir að við byggjum stutt frá hvort öðru, hitt- umst við ekki oft nema á fjölskyldu- fundum, sem Dóri var afar ötull að halda við ásamt systkinum sínum. En nú í lok júní var hann á gangi með vini sínum og komu þeir við og þáðu kaffi- sopa. Og að sjálfsögðu drakk Dóri frændi kaffið af undirskál, en þannig þótti honum best að drekka kaffisop- ann. Held ég þó að hann hafi nú oftast fengið betra kaffi en hjá nöfnu sinni í þetta sinn. Þykir mér afar vænt um að Dóri hafi komið við og fengið að sjá hvernig við erum búin að koma okkur fyrir, en verst þykir mér að litla krílið sem von er á, á hverri stundu, fái ekki að kynnast honum yndislega frænda mínum. Elsku Dóri minn, mig langar að lokum að þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér og gefið mér í lífinu. Elsku Ásta, Siggi, Binni og fjölskyld- ur, megi góður Guð vernda ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Þín nafna, Halldóra Ágústa Pálsdóttir. Símtalið frá mömmu síðastliðinn fimmtudag, þann örlagaríka dag, óm- ar enn í huganum. Oft er erfitt að skilja hvað lífið virðist á stundum ósanngjarnt. Það varst aðeins þú, pabbi og afi sem voruð höfuð fjöl- skyldunnar öll mín uppvaxtarár. Þú varst alltaf til staðar á Böðvarsgöt- unni, svo traustur og tryggur þínu fólki. Ég var „litla kellingin þín“ alla tíð og er svo þakklát fyrir það. Ég hef heyrt þig svo oft rifja upp þegar „litla kellingin“ fékk að vera hjá ykkur í pössun, þá þriggja ára, alltaf fékk ég að lúlla á milli og var svo dekruð af bæði þér og Ástu. Ég vil þakka þér fyrir að fóstra hvuttann okkar í tvær vikur núna í september. Þú kallaðir hann gamla Grána og hjálpaðir Ástu að tjónka við hann, kannski smá í laumi. Ég veit að þér líkuðu nýju inniskórnir, sem komu í stað þinna sem þú leyfðir gamla Grána að naga. Að fylgjast með þér eldast og verða afi var hreint frábært, þú naust þín svo með elsku stelpunum þínum. Síð- ast þegar ég hitti þig þá sagðirðu mér Halldór Brynjúlfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.