Morgunblaðið - 30.10.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 31
Atvinnuauglýsingar
rafvirkja, vélfræðingi,
vélstjóra, vélvirkja.
Nánari upplýsingar gefur Guðlaugur Pálsson í síma 893-9421.
Hægt er að senda inn starfsumsóknir á póstfang gulli@frostmark.is.
!
Verkmenntaskóli
Austurlands
Laus staða við VA næstu önn!
Laus er staða verkefnisstjóra vegna þróunar
námsbrautar fyrir innflytjendur. Um er að ræða
50% starf sem felst í undirbúningi og kennslu.
Þá er laus 50% staða íslenskukennara við
skólann til að kenna séráfanga í iðnmeistara-
námi og fornámi. Laun eru skv. kjarasamningi
KÍ og fjármálaráðuneytisins og stofnanasamn-
ingi VA. Umsóknarfrestur er til 22. nóvember
nk. Framhaldsskólaréttindi eru æskileg. Allar
nánari upplýsingar gefur skólameistari í síma
8959986 eða á helga@va.is.
Skólameistari
Rafvirki óskast
Tengi ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja til
starfa. Verkefni: viðhald og viðgerðarvinna.
Upplýsingar í síma 893 3585 og 568 5240.
Tölvupóstur: tengi@simnet.is.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Hluthafafundur í
Landic Property hf.
Hluthafafundur í Landic Property hf. verður
haldinn þriðjudaginn 6. nóvember
næstkomandi kl. 10:00 á starfsstöð félagsins í
Kringlunni 4-12 í Reykjavík.
Dagskrá:
1. Breytingar á samþykktum félagsins:
a. Tillaga er lögð fram um breytingu á grein 2.1. þannig að hluthafafundur félagsins heimili
stjórn að hækka hlutafé félagsins um allt að 1.430.000.000 kr. (eða samsvarandi fjárhæð í
evrum taki stjórnin ákvörðun um að nýta sér framangreinda heimild til að skrá hlutafé félagsins
í evrum) með áskrift nýrra hluta vegna fyrirhugaðs útboðs og skráningar félagsins í kauphöll.
Stjórn félagsins skal ákveða útboðsgengi og greiðsluskilmála. Hluthafar falla frá forgangsrétti
sínum til áskriftar að hinu nýja hlutafé. Heimild þessi skal gilda fram til næsta aðalfundar
félagsins.
b. Lagt er til að felld verði úr gildi eftirstandandi heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé
félagsins til að mæta greiðslum til hluthafa Keops A/S í grein 2.1.
c. Samkvæmt núgildandi samþykktum hefur stjórn félagsins heimild hluthafafundar til að
hækka hlutafé félagsins um allt að 209.140.000 kr. til að mæta greiðslum við frekari fjárfest-
ingar, og til að mæta kaupréttarsamningum. Lagt er til að þessi heimild hækki í 750.000.000 kr.
(eða samsvarandi fjárhæð í evrum taki stjórnin ákvörðun um að nýta sér framangreinda
heimild til að skrá hlutafé félagsins í evrum). Jafnframt hafi stjórn félagsins heimild til að
ákveða að greitt verði fyrir hina nýju hluti með öðru en reiðufé, enda liggi fyrir sérfræðiskýrsla
endurskoðanda um verðmæti endurgjaldsins.
Í þessu felst að hluthafar falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar að hinu nýja hlutafé. Heimild
þessi skal gilda fram til næsta aðalfundar félagsins, en falla þá niður að því leyti sem hún hefur
ekki verið nýtt.
d. Lagt er til að stjórn félagsins verði heimilt ákveða að hlutafé félagsins verði gefið út í
evrum í stað íslenskra króna, og að verði sú heimild nýtt skuli hver hlutur nema 10 evrucentum
í stað einnar krónu.
e. Aðrar breytingar á samþykktum félagsins: Tillaga er um að breyta ákvæðum samþykktanna
að öðru leyti en að framan er talið, til nánari útlistunar á nokkrum ákvæðum þeirra, og til
samræmis við fyrirhugaða skráningu félagsins í kauphöll. Helstu efnislegu breytingar eru
þessar skv. tillögunum:
að senda skuli kauphöll tilkynningu um boðun hluthafafunda.
að boða skuli til hluthafafunda með minnst 7 daga fyrirvara og mest 4 vikna fyrirvara.
að hluthafafundir skuli vera opnir fulltrúum frá fjölmiðlum og kauphöll. Kauphöll skuli
tilkynnt um hluthafafund um leið og ákvörðun hefur verið tekin um að halda slíkan fund.
að heimilt skuli að ákveða að hluthafafundur skuli haldinn utan Reykjavíkur eða utan Íslands.
að gera skuli grein fyrir því hversu margir hluthafar eða umboðsmenn hluthafa eru mættir á
hluthafafund þannig að ljóst sé hverju sinni hverjir eru mættir og hversu mörgum hlutum og
atkvæðum hver og einn ræður yfir. Lagt er til að stjórn félagsins verði veitt
heimild til að breyta samþykktum félagsins til samræmis við ákvarðanir fundarins og ganga frá
tilkynningum til Hlutafélagaskrár.
2. Heimild til kaupa á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.
3. Staðfesting á skiptingu félagsins.
Stjórn félagsins leggur til við hluthafafund að staðfesta skiptingu félagsins, samkvæmt skipt-
ingaráætlun sem stjórn félagsins skrifaði undir þann 27. september 2007. Auglýsing um fyrir-
hugaða skiptingu var birt í Lögbirtingarblaðinu þann 1. október 2007 og hafa skiptingargögn
legið frammi á skrifstofu félagsins frá sama tíma. Samkvæmt skiptingaráætluninni tekur einka-
hlutafélagið Stoðir fasteignir ehf., kt. 510907-0940, við hluta eigna félagsins, ásamt tilheyrandi
skuldum. Hluthafar Landic Property hf. láta af hendi hluti að nafnverði kr. 1.000.000 og fá í
staðinn hluti að sama nafnverði í Stoðum fasteignum ehf.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari kynningar fyrir
hluthafa.
Stjórn Landic Property hf.
Nauðungarsala
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum:
Austurhlíð eignahl. Eyjafjarðarsveit (152567), þingl. eig. Kristján R.
Vernharðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri,
föstudaginn 2. nóvember 2007 kl. 10:00.
Hamratún 38, íb. 07-0101, Akureyri (227-6835), þingl. eig. Lilja Björg
Þórðardóttir og Kraftverk Byggingaverkt. ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi
fjárfestingarbankinn hf., föstudaginn 2. nóvember 2007 kl. 10:00.
Helgamagrastræti 26, Akureyri (214-7292), þingl. eig. Jónborg Sig-
urðardóttir og Sigurður Guðmundsson, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 2. nóvember 2007 kl. 10:00.
Norðurgata 3, íb. 01-0201, Akureyri (214-9447), þingl. eig. Aron Þór
Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn
2. nóvember 2007 kl. 10:00.
Skessugil 9, 02-0202, Akureyri (225-4579), þingl. eig. Lilja Hannes-
dóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf., föstudaginn 2. nóvember 2007
kl. 10:00.
Sveinbjarnargerði 2C, gistiheimili, Svalbarðsstrandarhreppi (216-
0417), þingl. eig. Sveitahótelið ehf., gerðarbeiðandi Vátryggingafélag
Íslands hf., föstudaginn 2. nóvember 2007 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
29. október 2007.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Félagslíf
HAMAR 6007103019 I Hv.
FJÖLNIR 6007103019 III
EDDA 6007103019 I
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun frá full-
trúaráði VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna:
„Fulltrúaráð VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna skor-
ar á ríkisstjórnina að ganga rösklega til verks í samræmi við
stefnuyfirlýsingu sína um að efla fag- og verkmenntun á Íslandi.
Mörg undanfarin ár hafa áherslur stjórnvalda í menntamálum
nær eingöngu einskorðast við nám á háskólastigi en verk- og
tæknimenntun hefur setið á hakanum. Þetta kemur m.a. fram í því
að grunnskólana vantar tæki og tól til að kenna handverk og vekja
áhuga á verkmenntun. Framhaldsskólarnir sem eiga að sinna iðn-
og tæknimenntun eru misjafnlega tækjum búnir og geta af þeim
sökum oft ekki kennt eftir námskrám. Ennfremur er aðstaða til
vinnustaðanáms ófullnægjandi í mörgum fyrirtækjum og eftirliti
ábótavant. Afleiðing alls þessa er sú að sífellt færri ungmenni
leggja stund á nám í málm- og véltæknigreinum. Þetta ástand hef-
ur leitt til stórfellds innflutnings á erlendu starfsfólki, með minni
þekkingu en íslenskir fagmenn hafa þróað með sér og mun lakara
handverks en íslensk fyrirtæki og neytendur hafa átt að venjast.
Ennfremur hefur verkefnum verið beint til útlanda þar sem hér er
skortur á hæfum iðnaðarmönnum. Fyrirtæki m.a. í orkugeiranum,
hátæknigreinum og íslenski skipaflotinn eru í mjög brýnni þörf
fyrir margfalt fleira menntað starfsfólk á málm- og véltæknisviði.
Fulltrúaráð VM lýsir vilja til að vinna með stjórnvöldum að því að
hefja nám á málm- og véltæknisviði til vegs og virðingar […]“
Fag- og verk-
menntun verði efld