Morgunblaðið - 30.10.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2007 33
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl.
9, postulínsmálning og útskurður kl. 13-16.30, les-
hópur kl. 13.30.
Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin handa-
vinnustofa og smíði/ útskurður kl. 9-16.30, leikfimi
kl. 9, botsía kl. 9.45.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, alm. handa-
vinna, vefnaður, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð,
hádegisverður, línudans. Leikhúsferð verður farin
frá Bólstaðarhlíð kl. 13.10, 1. nóv.: Ævintýri í Iðnó.
Miðaverð og kaffiveitingar kr. 2.500. Skráning í s.
535-2760.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin.
Framsögn. Félagsvist kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, fé-
lagsvist kl. 20, framsögn kl. 17. Árshátíð FEB 2.
nóvember kl. 19.30, í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6,
veislumatseðill, einsöngur, dans, hátíðarræða, leik-
þáttur og dansleikur. Síðasti söludagur er í dag.
Skráning og uppl. á skrifstofu FEB s. 588-2111, tak-
markaður fjöldi.
Félag kennara á eftirlaunum | Tölvustarf í Ármúla-
skóla hefst kl. 15.15. Hentar öllum og mætingar eft-
ir eigin hentugleikum.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55,
gler- og postulínsmálun kl. 9.30, handavinna kl. 10,
leiðbeinandi við til kl. 17. Jóga kl. 10.50, róleg leik-
fimi kl. 13, tréskurður kl. 13, alkort kl. 13.30, stóla-
jóga kl. 17 og jóga á dýnum kl. 17.50.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga
og myndlist kl. 9.30, ganga kl. 10, leikfimi kl. 11, há-
degisverður kl. 11.40 og bútasaumur kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Karlaleikfimi
13, botsía kl. 14, línudans í Kirkjuhvoll kl. 12, tré-
smíði kl. 13.30, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, súpa
kl. 12.30 og spilað þar kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-
16.30, m.a. glerskurður, dansæfing í samstarfi við
FÁÍA kl. 10, m.a. koma danskir gestir í heimsókn,
postulínsnámskeið kl. 13. Alla föstudaga kl. 10.30 er
fjölbreytt leikfimi í ÍR-heimilinu v/Skógarsel, umsj.
Júlíus Arnarsson íþróttakennari.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Farið
verður á Kjarvalsstaði á sýningu Eggerts Péturs-
sonar 1. nóvember. Lagt af stað kl. 13 frá Hlaðhömr-
um. Skráning og upplýsingar í síma 586-8014 kl.
13-16.
Furugerði 1, félagsstarf | Aðstoð við böðun kl. 9,
frjáls spilamennska kl. 13. kaffiveitingar kl. 15.
Hraunbær 105 | Handavinna, glerskurður, hjúkr-
unarfræðingur kl. 9, botsía kl. 10, leikfimi kl. 11, há-
degismatur kl. 12, Bónusbíllinn kl. 12.15 og kaffi kl.
15.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, myndmennt
kl, 10, leikfimi kl. 11.30, glerskurður kl. 13, mynd-
mennt kl, 13, bridds kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur kl. 9-13 hjá Sig-
rúnu, jóga kl. 9-11, Björg F. Helgistund kl. 14 í umsjón
séra Ólafs Jóhannssonar. Myndlist kl. 13.30-16.30
hjá Ágústu. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin. Ókeypis
tölvuleiðbeiningar o.fl., World Class-hópur. Æv-
intýri í Iðnó – Guðrún Ásmundsdóttir 6. nóv. kl. 14.
Námskeið í leiðis- og jólapakkaskreytingum. Vín-
arhljómleikar 5. jan. nk. kl. 17. Uppl. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13.30 verður
félagsfundur Koprúlfa á Korpúlfsstöðum.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi vísna-
klúbbur kl. 9, botsía kvennaklúbbur kl. 10.15, opið
hús, spilað á spil kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í hand-
mennt opin. Myndlistarnámskeið, þrykk og postu-
lín. Leikfimi kl. 10.
Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborgarsvæð-
inu | Hátúni 12. Bingó í kvöld í félagsheimilinu. Uno-
spil kl. 19.30.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-
16, myndmennt kl. 9-16, enska kl. 10.15, hádeg-
isverður kl. 11.45, leshópur kl. 13.30, spurt og spjall-
að /myndbandasýning kl. 13, bútasaumur kl. 13-16,
frjáls spil kl. 13-16, kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, handa-
vinnustofan opin með leiðsögn kl. 9-16.30, morg-
unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu- og
fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, upplestur kl.
12.30, félagsvist kl. 14. uppl. um starfið í síma 411-
9450.
Þórðarsveigur 3 | Hjúkrunarfræðingur fyrsta
þriðjudag í mánuði kl. 9. Bænastund kl. 10, Bón-
usbíllinn kl. 12 og bókabíll kl. 16.45.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Spjall,
fræðsla og samvera. STN (starf með 6-9 ára börn-
um) kl. 15-16. TTT (starf með 10-12 ára börnum) kl.
16-17.
Áskirkja | Opið hús kl. 10-14, föndur, spjall og tekið í
spil, bænastund í umsjá sóknarprests kl. 12. Léttur
hádegisverður eftir bænastundina. Elfa Björk
Gunnarsdóttir flytur fyrirlestur um heildræna
heilsustefnu kl. 13.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldr-
aðra kl. 11.45, léttur málsverður. Helgistund í umsjá
Sigfúsar Kristjánssonar. Samvera. KFUM&K fyrir
10-12 ára kl. 17-18.15. Æskulýðsstarf Meme fyrir 9.-
10. bekk kl. 19.30-21.30. (www.digraneskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elleikur, íhugun og bæn. Súpa og brauð í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Opið hús eldri borgara kl. 13-
16. Félagar í Kvenfélaginu Fjallkonunum segja frá
félaginu. Kaffi og meðlæti. Helgistund í kirkju.
Fríkirkjan Kefas | Sigrún Einarsdóttir verður með
fræðslu sem nefnist Sigur, líf og kraftur Heilags
anda. Kvöldið hefst kl. 19 með léttum kvöldverði og
því þarf að skrá sig í síma 564-1124 eða senda póst
á bjorg@kefas.is. Enginn aðgangseyrir.
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara, kl.
13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og spjall-
að, kaffi og veitingar. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 16-
17 í Grafarvogskirkju. TTT fyrir börn 10-12 ára kl. 17-
18 í Borgarholtsskóla.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12-12.30. Léttar
veitingar gegn vægu gjaldi kl. 12.30 í safn-
aðarheimili.
Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla
þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, súpa,
kaffi og spjall.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta í umsjón sr.
Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 9.15-10.30.
KFUM og KFUK | Enginn fundur er í AD KFUK í
kvöld. Sameiginlegur fundur verður með AD KFUM
1. nóvember í Dómkirkjunni í Reykjavík kl. 20.
Laugarneskirkja | Kvöldsöngur kl. 20. Þorvaldur
Halldórsson leiðir sönginn og sóknarprestur flytur
guðsorð og bæn. Kl. 20.30 ganga 12 spora hópar til
verka um leið og trúfræðsla sr. Bjarna hefst:
„Hvernig les ég Biblíuna?“ Öllum er frjáls þátttaka.
Njarðvíkurkirkja | Spilakvöld, húsið opnað kl.
19.30. Byrjað að spila kl. 20. Umsjón hafa konur í
Systrafélagi Njarðvíkurkirkju.
Óháði söfnuðurinn | Alfa námskeið 1 kl. 19-22.
Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús fyrir alla
hefst með kyrrðastund kl. 12, tónlist og ritning-
artextar lesnir frá kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30,
400 kr. Spilað kl. 13-16, vist, bridds o.fl. Púttgræjur
á staðnum. Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir þá sem vilja.
Uppl. í síma 895-0169.
Ytri-Njarðvíkurkirkja | Foreldramorgunn kl. 10.30,
umsjón hefur Þorbjörg Kristín Þorgrímsdóttir.
50 ára afmæli. Í dag, 30.október, er fimmtugur
Sigurður Aðalsteinsson frá
Vaðbrekku, veiðimeistari og
bóndi á Borg í Skriðdal. Sig-
urður er á fjöllum í dag.
Brúðkaup | Rafá Arap-
inowicz og Jóhanna Bjarndís
Arapinowicz voru gefin sam-
an í Breiðholtskirkju 7. júlí sl.
af séra Bryndísi Möllu Elí-
dóttur.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 30. október, 303. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jóh. 14,20.)
Einar Kárason rithöfundurkennir námskeiðið Leið-arvísir að Sturlungu semEndurmenntunarstofnun
Háskóla Íslands býður upp á 20. og 22.
nóvember.
Torsótt lesning
Námskeiðið er nú haldið í fyrsta
sinn: „Sjálfur hafði ég gert nokkrar til-
raunir til að lesa Sturlungu, en hún hef-
ur reynst mörgum torsótt lesning ef
ekki er beitt réttu aðferðunum,“ segir
Einar af kynnum sínum af verkinu:
„Flestir bókhneigðir Íslendingar hafa
lesið helstu Íslendingasögurnar, eins
og Njálu, Grettissögu og Egilssögu, en
aðeins brot af þeim hefur komist í
gegnum Sturlungu. En meðal þeirra
sem tekst það eru svo sumir sem hafa
gert að vana sínum að lesa Sturlungu
einu sinni á ári og eru í hvert sinn að
uppgötva eitthvað nýtt í verkinu.“
Einar segir ekki hafa mátt við svo
búið standa að vera ólæs á Sturl-
ungasögu og leitaði hann heimilda víða
til að gera sér verkið aðgengilegra:
„Það var töluverð fyrirhöfn en þegar
upp var staðið varð lesning Sturlungu
einhver mesta lestrarupplifun sem ég
hef átt,“ segir hann, og bætir við að
þegar hann hafi sagt vinum og kunn-
ingjum frá glímunni við verkið hafi
sumir þeirra farið að leita ráða og fá
lestrarleiðbeiningar. Kviknaði í fram-
haldinu sú hugmynd að efna til nám-
skeiðsins.
Hagnýt hollráð
Kennt verður tvö kvöld og er nám-
skeiðið aðgengilegt öllum bókmennta-
unnendum: „Til að koma fólki á bragðið
verða sagðar nokkrar sögur úr verkinu
og helstu sögupersónur skoðaðar. Má
nefna að meðal hollráða sem nemendur
á námskeiðinu fá í fararnesti er að
byrja að lesa verkið á blaðsíðu 180, í
fyrstu atrennu, en í nýjustu útgáfu
Sturlungu byrjar á þeirri blaðsíðu sú
saga sem er veigamesti þáttur bók-
arinnar.“
Finna má nánari upplýsingar um
námskeiðið Leiðarvísir að Sturlungu á
heimasíðu Endurmenntunarstofnunar
HÍ á slóðinni www.endurmenntun.is
Er vakin athygli á að mörg stétt-
arfélög og fyrirtæki veita styrki vegna
námskostnaðar.
Bókmenntir | Endurmenntun með spennandi námskeið í mánaðarlok
Leiðarvísir að Sturlungu
Einar Kárason
fæddist í Reykja-
vík 1955, lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum
við Tjörnina 1975
og lagði stund á al-
menna bókmennta-
fræði við HÍ. Á
tæplega 30 ára
ferli sem rithöf-
undur hefur hann látið frá sér fjölda
verka, sem gefin hafa verið út í 12
löndum. Einar er kvæntur Hildi Bald-
ursdóttur bókasafnsfræðingi og eiga
þau fjórar dætur.
Mannfagnaður
Húnvetningafélagið í Reykjavík | Árlegur kirkju- og kaffi-
söludagur Húnvetningafélagsins verður 4. nóv. Messa í
Kópavogskirkju kl. 14, séra Gísli Kolbeins þjónar fyrir altari,
Karl Helgason frá Blönduósi flytur stólræðu, kirkjukór
Skagastrandar flytur gospeltónlist. Frá kl. 15 er kaffihlað-
borð o.fl. í Húnabúð, Skeifunni 11.
Fyrirlestrar og fundir
Íslenska bútasaumsfélagið | Félagsfundur kl. 20 í safn-
aðarheimili Fella- og Hólakirkju. Forvörður Þjóðminjasafns-
ins fræðir félagsmenn um forvörslu á textílverkum. Búta-
saumskonur segja frá verkum sínum.
Norræna húsið | Alþjóðamálastofnun HÍ stendur fyrir opn-
um fyrirlestri kl. 12-13, um þróun frjálsrar viðskiptastefnu í
Kína. Ísland er fyrst evrópskra ríkja að gera fríversl-
unarsamninga við Kína. Fyrirlesarinn, Marc Lanteigne,
kennir alþjóðasamskipti við St. Andrews-háskóla í Skot-
landi.
HERÞOTUR sýna listir sínar yfir
Ankara, höfuðborg Tyrklands í
gær. Þjóðhátíðardagur Tyrkja var
haldinn hátíðlegur í gær, 29. októ-
ber, og voru mikil hátíðarhöld að
því tilefni um land allt.
Dansað í
háloftunum
FRÉTTIR
NÆSTU fjögur ár munu Soroptim-
istar hvetja til aðgerða og skapa
tækifæri til að breyta lífi kvenna og
stúlkna með fjölþjóðlegu samstarfi
og alþjóðlegu félaganeti. Þetta var
m.a. til umræðu á haustfundi So-
roptimistasambands Íslands sem
var haldinn að Reykjum í Hrúta-
firði. Á fundinum voru fluttar frétt-
ir frá Alþjóðaþingi Soroptimista
sem haldið var í byrjun ágústmán-
aðar sl.
Ákveðið hefur verið að verkefni
íslenskra Soroptimista næstu miss-
erin beinist einkum að því að berj-
ast gegn mansali og verður unnið
að því máli í samvinnu við Sorop-
timista á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltslöndunum. Nýtt 4 ára
alþjóðaverkefni er hafið en það er
stuðningur við einstæðar mæður og
börn sem búa ein í Sierra Leone í
Vestur-Afríku. Stuðningur ís-
lenskra Soroptimista er m.a. árlegt
fjárframlag allra félaganna.
Á fundinum var formlega opn-
aður nýr vefur samtakanna
www.soroptimist.is.
Soroptim-
istar berjast
gegn
mansali
FLUGFÉLAG Íslands skrifaði á
dögunum undir samning við Vega-
gerðina um flug milli Reykjavíkur
og Vestmannaeyja. Í framhaldi af
útboði sem haldið var sl. sumar
ákvað samgönguráðherra að fela
Vegagerðinni að semja við Flug-
félag Íslands um flug á þessari
leið.
Nýr samningur tekur gildi hinn
1. nóvember nk. og gildir til loka
ársins 2009 en möguleiki er að
framlengja samninginn um tvö ár
til viðbótar eða til loka ársins
2011, segir í fréttatilkynningu.
Flognar verða 15 ferðir í viku á
veturna, tvær ferðir alla daga
nema föstudaga, þá verða þrjár
ferðir farnar.
Yfir sumartímann verða 3 ferðir
í boði alla daga nema miðvikudaga
og laugardaga en þá verða 2 ferðir
í boði.
Flugfélag
Íslands sem-
ur um flug
til Eyja
REYKJAVÍKURBORG hefur gefið
út límmiða sem á er ritað: Ryklaus
Reykjavík.
Í fréttatilkynningu segir að lím-
miðinn sé liður í víðtækum aðgerð-
um borgarinnar til að draga úr svif-
ryksmengun. Hann er ætlaður
bifreiðum sem aka um á góðum
naglalausum vetrardekkjum.
Sex atriði vinnast við það að
draga úr notkun nagladekkja í
borginni: Minna slit á götum, minni
svifryksmengun, lægri kostnaður
við hreinsun gatna og niðurfalla,
minni eyðsla eldsneytis, minni um-
ferðarhávaði og færri innlagnir
þeirra sem eru með astma eða við-
kvæm öndunarfæri. Límmiðanum
verður m.a. dreift á dekkjaverk-
stæði og í bílaumboð. Ökumönnum
stendur til boða úrval af góðum
vetrardekkjum sem ekki eru negld,
t.d. loftbóludekkjum, harðkorna-
dekkjum, harðskeljadekkjum og
heilsársdekkjum.
Miði um
ryklausa
Reykjavík
♦♦♦
♦♦♦