Morgunblaðið - 30.10.2007, Síða 44
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Undrast ósk um frávísun
Svandís Svavarsdóttir, leiðtogi
borgarstjórnarmeirihlutans, segir
það hafa komið sér á óvart að lög-
menn Orkuveitu Reykjavíkur skyldu
krefjast þess að vísað yrði frá dómi
málshöfðun hennar vegna meints
ólögmætis eigendafundar OR 3.
október. Á fundinum var samruni
Reykjavik Energy Invest og Geysir
Green Energy samþykktur. » 2
Slakur þorskárgangur
Árgangur þorsks á þessu ári virð-
ist slakur og svipaður síðustu þrem-
ur árgöngum, samkvæmt fyrstu nið-
urstöðum um fjölda þorskseiða.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
Hafrannsóknastofnunar. » 6
Ráðuneyti svaraði
Samgönguráðuneytið segir að
Bjarni Þorvarðarson, forstjóri Hib-
ernia, hafi 24. október átt fund með
fulltrúum ráðuneytisins um lagn-
ingu sæstrengs til Íslands. Einnig
hafi hann fengið skriflegt svar frá
lögfræðingi ráðuneytisins við óform-
legri fyrirspurn 21. ágúst um leyfi til
lagningar strengs. » 12
Kirchner sigraði
Forsetafrúin í Argentínu, Cristina
Fernandez de Kirchner, sigraði í
forsetakjörinu á sunnudag og fékk
um 45% atkvæða sem dugar henni
til sigurs. Þarf því ekki að efna til
annarrar umferðar. » 14
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ráðherra á háum hesti
Forystugreinar: Rússar og nágrann-
ar | Framkvæmdagleði og fúsk
Viðhorf: Hugsað stutt
Ljósvaki: Lopinn teygður …
UMRÆÐAN»
Virk loftslagsstefna ekki geislavirk
Dulbúinn jarðlægur orkubekkur
Morgunblaðið og hatur í garð …
Gefum jól í skókassa
4 4 4 4 4
$ 4$$
4
5 ! ,6%' /
%+ ,
7
%%&%
"/ %
4
4$
4 4$
$ 4$ $4 . 8 2 ' 4 4
4 4
4 $ 4$ 9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'8%8=EA<
A:='8%8=EA<
'FA'8%8=EA<
'3>''A&%G=<A8>
H<B<A'8?%H@A
'9=
@3=<
7@A7>'3+'>?<;<
Heitast 2°C | Kaldast -3 °C
Austan 10-18 m/s og
snjókoma eða slydda
fyrir sunnan. Hlýn-
andi. Vaxandi aust-
anátt fyrir norðan. » 10
Ingveldur Geirs-
dóttir fjallar um
Safn brostinna sam-
banda – Museum of
Broken Relation-
ships í Zagreb. » 40
AF LISTUM»
Sorgin sem
safngripur
TÓNLIST»
George Michael í 25 ár
fær fjórar stjörnur. » 41
Kolbrún Rán Krist-
jánsdóttir mun sjá
um að farða stelp-
urnar í Spice Girls á
tónleikaferðalagi
þeirra. »36
FÓLK»
Kolla farðar
Spice Girls
TÓNLIST»
Land og synir fagna tíu
ára afmæli. » 36
FÓLK»
Logi Bergmann fór úr að
ofan fyrir 500.000. » 41
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Viktoría … með sama háralit …
2. Svaf af sér utanlandsferðina
3. Morgunninn … með slagsmálum
4. Ólafur Jóhannesson: „Ég ræð“
HANDKNATTLEIKSLIÐ Fram
fékk í gærkvöld góðan liðsauka þeg-
ar Halldór Jóhann Sigfússon fékk
sig lausan frá Essen í Þýskalandi og
samdi við Fram til þriggja ára. Hall-
dór, sem lék lengi með KA og varð
markakóngur Íslandsmótsins 2005,
hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir
Íslands hönd. Hann er þegar orðinn
löglegur með Fram og getur leikið
með í toppslag úrvalsdeildarinnar
gegn Val í kvöld. | Íþróttir
Halldór til
Framara
Liðsauki Halldór Jóhann Sigfússon
í búningi Fram í gærkvöld.
„MARKMIÐ fyrirtækisins er að allir
hafi aðgang að hreinum, ónotuðum
sprautum á lágmarksverði og sem
framleiddar eru við aðstæður sem
samræmast alþjóðlegum stöðlum,“
segir Jón Gunnar Gylfason, fram-
kvæmdastjóri verksmiðju Emunio
Tanzania, í Dar es Salaam, stærstu
borg Tansaníu á austurströnd Afr-
íku. Fyrirtækið var stofnað árið 2006
og er að 30% í eigu danska fyrirtæk-
isins Emunio, sem hefur aldarfjórð-
ungsreynslu af því að framleiða og
markaðssetja lyfjasprautur með
endurnotkunarvörn, og að 70% í eigu
heimamanna.
Sjö nota sömu sprautu
Að sögn Jóns Gunnars eru í verk-
smiðjunni framleiddar venjulegar
nálar, en einnig
nálar með endur-
notkunarvörn.
Önnur tegundin
sé þannig gerð að
sprautan brotnar
við fyrstu notkun,
en hin er þess eðl-
is að nálin dregst
inn í sprautuna
eftir notkun. „Síð-
arnefndu spraut-
urnar eru sérstaklega ætlaðar sjúk-
lingum með blóðsmitandi sjúkdóma
á borð við alnæmi til þess að tryggja
öryggi heilbrigðisstarfsfólks,“ segir
Jón Gunnar og bendir á, að fyrirtæk-
ið Emunio Tanzania sé það fyrsta
sinnar tegundar sunnan Sahara sem
vinni eftir nýjum, aðþjóðlegum staðli
sem nefnist ISO 13485
Verkmiðjan hefur burði til að
framleiða um 140 milljónir af spraut-
um á ári hverju og eru þær seldar
heilbrigðisstofnunum, bæði í Tan-
saníu, Úganda, Rúanda, Búrúndi og
Kongó, svo nokkur lönd séu nefnd. „Í
Austur-Afríku búa um 100 milljónir
manna og gera má ráð fyrir að árlega
sé þörf fyrir 400 milljónir af spraut-
um.“ Að sögn Jóns Gunnars eru
sprauturnar sérstaklega ætlaðar
þróunarlöndum. Jón Gunnar segir
tölur sýna að sama sprauta sé á
ákveðnum svæðum notuð á allt að sjö
einstaklinga við lyfjagjöf og bólu-
setningu, en 5% nýs alnæmissmits í
heiminum á ári hverju má rekja til
þess að sama sprautan er notuð oftar
en einu sinni. Fáar heilbrigðisstofn-
anir hafi tök á því að farga sprautum
vegna skorts á brennsluofnum og því
sé sprautum og nálum hent í ruslið.
„Það eru þekkt dæmi um að fólk
gengur um ruslahauga, tínir upp
sprautur, hreinsar þær án þess að
sótthreinsa og selur þær einhverjum
sem endurpakkar þeim og selur þær
síðan apótekum eða litlum lækna-
stofum.“
Markmiðið er hreinar og
ónotaðar sprautur fyrir alla
Íslendingur stýrir framleiðslu á einnota sprautum með endurnotkunarvörn
Sprauturnar eru framleiddar í stærstu borg Tansaníu í Austur-Afríku
Sprautur Verksmiðjan getur fram-
leitt 140 milljón sprautur á ári.
Jón Gunnar
Gylfason
TENGLAR
..............................................
emuniotz.com
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
FÓLK á öllum aldri skemmti sér hið besta á 20 ára af-
mælistónleikum sem hljómsveitin Nýdönsk hélt í Borg-
arleikhúsinu í gærkvöldi. Svo mikil var eftirspurnin
eftir miðum að sveitin hélt tvenna tónleika í gær. Meðal
þeirra sem tóku lagið með henni voru Stefán Hilm-
arsson og Daníel Ágúst Haraldsson, en hann söng með
þeim í lögum á borð við Horfðu til himins og Hólm-
fríður Júlíusdóttir.
Í tilefni afmælisins mun Nýdönsk halda til Akureyrar
og halda þar tvenna tónleika 6. nóvember.
Troðfullt á afmælistónleikum hjá Nýdanskri
Tóku flest þekktustu lögin
Morgunblaðið/Brynjar Gauti