Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 324. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
MIÐBÆJARPUNT
EDDA HEIÐRÚN OPNAR SÚKKULAÐI- OG
RÓSABÚÐ Á FIMMTUGSAFMÆLINU >> 18
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
ÁRLEGA verður að minnsta kosti hálf
milljón kvenna fórnarlömb mansals, ýmist í
eigin heimalandi eða erlendis, og er mark-
miðið m.a. hagnýting í kynferðislegum til-
gangi. Konurnar eru margar hverjar í upp-
hafi blekktar með fölskum atvinnutilboðum,
en raunveruleikanum sem þær mæta má
líkja við fangelsi án rimla. Vísbendingar eru
um að mansal sé að skjóta rótum hér á landi.
Konur sem seldar eru mansali eru stund-
um ólöglegir innflytjendur með fölsuð vega-
bréf. Slík staða gerir það m.a. að verkum að
þær sækja ekki rétt sinn.
Sérstakt refsiákvæði um mansal var sett
inn í almenn hegningarlög hér á landi árið
2003. Einnig hefur landamæraeftirlit verið
hert. Hins vegar hefur verið bent á að til-
finnanlega vanti vernd fyrir konurnar og að-
stoð fyrir þær að koma undir sig fótunum.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna, hefur endurtekið lagt fram á Al-
þingi frumvarp um fórnarlambavernd. Í
slíkri vernd felst m.a. að fórnarlamb man-
sals skuli njóta nafnleyndar, leyndar á dval-
arstað og annarra nauðsynlegra öryggisráð-
stafana gegn ógnun frá þeim aðilum sem
standa að mansalinu. Þá skal viðkomandi
gefinn kostur á tímabundnu dvalar- og at-
vinnuleyfi, gegn því að aðstoða yfirvöld við
að hafa uppi á þeim sem stunda mansal og
veita lögreglu og dómstólum upplýsingar.
Þá eigi þeir sem þiggi fórnarlambavernd
rétt á félagslegum stuðningi. Þeim skuli
standa til boða félagsleg, sálræn og lög-
fræðileg aðstoð, læknishjálp og þjónusta
túlka, sem og starfsþjálfun og aðstoð við at-
vinnuleit.
Skert ferðafrelsi einkenni mansals
„Ástandið hjá okkur er ekkert öðruvísi en
í þeim löndum sem við berum okkur saman
við,“ segir Rúna Jónsdóttir hjá Stígamótum.
Við mansal séu viðkvæmar aðstæður
kvenna nýttar, t.d. fátækt og bágar fé-
lagslegar aðstæður. Aðrir hagnist á því að
selja aðgang að líkama þeirra. Sé þessi skil-
greining notuð sé mansal að finna hér á
landi. Hingað komi t.d. konur frá fátækum
löndum til að dansa nektardans. Þá bendir
hún á að á einum nektardansstaðanna hafi
ferðafrelsi kvennanna verið heft, sem sé eitt
af einkennum mansals.
Víða í nágrannalöndum okkar hefur verið
samþykkt aðgerðaáætlun gegn mansali.
Hún felur m.a. í sér að leitað er markvisst að
fórnarlömbum mansals og þeim boðin
vernd. | 6
Í fangelsi
án rimla
Vísbendingar um að mansal
sé að skjóta rótum
Morgunblaðið/Kristinn
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170
www.boconcept.is
X
E
IN
N
IX
0
7
11
0
11
EF ÞÚ VEIST EKKI HVERNIG ÞÚ GETUR
GLATT ÁSTVINI ÞÍNA
EKKI KENNA OKKUR UM
Leikhúsin í landinu
Ekki missa
af neinu >> 37
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FÓLK sem haldið er MS-sjúkdóm-
inum hefur í meira en ár beðið eftir
því að fá lyfið Tysabri, en lyfið hef-
ur gagnast vel við sjúkdóminum og
er notað í nágrannalöndunum. „Við
sem bíðum eftir lyfinu erum öll í
afturför. Mér finnst ótrúlegt hvað
við erum látin bíða,“ segir Svana
Kjartansdóttir, en hún er með MS-
sjúkdóminn og vill nota nýja lyfið.
Hún segir að reynt hafi verið að
fá upplýsingar um stöðu málsins,
m.a. með því að ræða við heilbrigð-
isnefnd, þingmenn, ráðherra og yf-
irstjórn LSH, en engin svör fáist.
Haukur Hjaltason, taugalæknir
byrjun hausts ef það hefði verið
komið grænt ljós frá öllum aðil-
um,“ segir hann. Málið strandi á
peningaskorti spítalans.
á taugadeild Landspítala, segir að
lyfið hafi komið fram árið 2003.
Fljótlega hafi komið í ljós hættuleg
aukaverkun og hafi nokkrir sjúk-
lingar látist. Þá hafi verið hætt að
nota lyfið um tíma. Í fyrra hafi
notkun þess hafist að nýju og engin
frekari tilvik séu um hina hættu-
legu aukaverkun. Haukur segir að
sjúklingar sem áður hafa fengið
eitt kast á ári fái eitt kast á um 5
ára fresti, taki þeir hið nýja lyf.
Strandar á peningaskorti
Hann segir að á Landspítala sé
allt tilbúið til þess að hefja meðferð
með notkun Tysabri, en lyfið hafi
verið skráð í ágúst. „Það hefði ver-
ið hægt að hefja þessa meðferð í
„Erum öll í afturför“
Fólk með MS-sjúkdóminn bíður eftir nýju lyfi Læknir
segir að hægt hefði verið að byrja að gefa lyfið í haust
Í HNOTSKURN
»Björn Zoëga, framkvæmda-stjóri lækninga á Landspít-
ala, segir það kosta að lágmarki
100 milljónir kr. á ári að gefa
sjúklingum lyfið fyrsta árið.
»Gera megi ráð fyrir að um40-45 manns muni nota
Tysabri fyrst í stað en þeim sem
það nota muni svo fjölga.
Ótrúlegt | 4
UNDIRBÚNINGUR fyrir opnun Háskólatorgs Há-
skóla Íslands er nú á lokasprettinum. Torgið er um
8.500 fermetrar að stærð og samsett úr tveimur
byggingum, það er staðsett miðsvæðis á háskólalóð-
inni. Opnunin verður næstkomandi laugardag og því
betra að hafa hraðar hendur.
Morgunblaðið/Kristinn
Unnið að frágangi Háskólatorgs
Í NÝJU framhaldsskólafrumvarpi
menntamálaráðherra er lagt til að
tekin verði upp svonefnd fræðslu-
skylda til átján ára aldurs. Með því
er réttarstaða ungmenna tryggð
og ríkið skuldbundið til að sjá þeim
fyrir menntun, þ.e. engum verði
vísað frá. Frumvarpið er eitt af
fjórum sem ráðherra mun mæla
fyrir á Alþingi á næstunni og snúa
að skólakerfinu.
Kennarar hafi meistaragráðu
Það sem ber hvað hæst í frum-
vörpunum eru breytingar á kenn-
aramenntun. Lagt er til að kröfur
til kennara verði auknar og árið
2011 verður þess t.a.m. krafist að
viðkomandi hafi meistaragráðu til
að geta tekið upp titilinn kennari.
Samhliða er gert ráð fyrir að nám
kennara lengist úr þremur til fjór-
um árum í fjögur til fimm ár.
Aðrar breytingar sem gert er
ráð fyrir í frumvörpunum snúa
m.a. að einingakerfi framhalds-
skóla. Gerð er tillaga um að taka
upp ECTS-kerfið sem notað er á
háskólastigi. Þá er rík áhersla lögð
á að auka veg starfsnáms og verk-
náms og lagt til að stúdentspróf á
bóknámsbrautum og verknáms-
brautum verði jafngild.
Þriggja til fjögurra ára vinna
hefur farið í frumvörpin og fjöldinn
allur af nefndum og starfshópum
komið að þeirri vinnu. Meginþem-
að er að tryggja samfellu frá leik-
skóla til loka framhaldsskóla. | 2
Fræðslu-
skylda til
18 ára
Skóli Tryggja á samfellu í námi
allt frá leikskóla til stúdentsprófs.
Miklar breytingar
boðaðar á skólastarfi
TRYGGINGAÁLAG á skuldabréf íslensku bank-
anna lækkaði umtalsvert í gær í kjölfar tilkynn-
ingar sem Kaupþing sendi frá sér í gærmorgun.
Með henni er eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur um
stöðu bankans, sérstaklega hvað varðar fjár-
mögnun vegna kaupa á hollenska bankanum
NIBC og áhrif lánakreppunnar á bankann. Sú
óvissa er ástæða þess hversu mikið álagið á
skuldabréf bankanna hafði hækkað að undan-
förnu.
Tryggingaálag á bréf Kaupþings lækkaði eðlilega mest í gær, um 72
punkta, en álagið á bréf Glitnis lækkaði um 38 punkta og álagið á bréf
Landsbankans um 8 punkta. Þá lækkaði tryggingaálag á skuldabréf
ríkisins um 6 punkta.
Greiningardeildir Landsbanka og Glitnis sögðu í fréttabréfum sín-
um í gær að í tilkynningu Kaupþings fælust mjög jákvæð skilaboð
enda kemur þar fram að staða bankans sé mjög sterk. Úrvalsvísitala
kauphallar OMX á Íslandi hækkaði um 1,33% í gær. | Viðskipti
Álagið lækkaði