Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 11
FRÉTTIR
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„ÞAÐ er bara rugl,“ segir Helgi
Kristófersson, formaður íbúasam-
takanna Betra Breiðholts, um um-
ferðarálagið á háannatíma á gatna-
mótum Reykjanesbrautar og
Bústaðavegar. Staða málsins var
rædd á opnum fundi samtakanna á
fimmtudagskvöld.
Á síðasta ári var kynnt í borg-
arráði hugmynd um mislæg gatna-
mót á þessum stað en borgarráð
féllst ekki á þær útfærslur. Á fundi
framkvæmdaráðs borgarinnar í
október sl. var svo m.a. rætt um að
loka vinstri beygju af Bústaðavegi
norður Reykjanesbraut. Létu
fulltrúar Samfylkingar, sem þá voru
í minnihluta, bóka að þeir drægju í
efa að lokun vinstribeygju yrði til að
leysa þá umferðarteppu sem væri á
álagstíma á Reykjanesbraut. Full-
trúar Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, sem þá voru í meiri-
hluta, bókuðu hins vegar að lokun
vinstri beygjunnar myndi greiða
verulega fyrir umferð.
Helgi segist hafa fengið þau skila-
boð frá borginni að hætt væri við að
gera gatnamótin mislæg þar sem
viðunandi lausn á legu þeirra væri
ekki fundin.
„Okkur finnst sú afsökun yfir-
valda að þau hafi ekki fundið lausn á
vandanum léleg, ég veit eiginlega
ekki hvað á að kalla svona afsökun,“
segir Helgi.
Dalurinn öruggur
Gatnamótin eru nú ljósastýrð.
Langar raðir bíla safnast við þau í
allar áttir á álagstímum. Skýringin á
aukinni umferð undanfarin ár er
m.a. mikil uppbygging í Kópavogi
og öðrum nágrannasveitarfélögum
sem og Norðlingaholti í Reykjavík.
„Við viljum ljósin burt og fá mislæg
gatnamót,“ segir Helgi. Hann segir
þau mótrök að ganga þyrfti á land í
Elliðaárdal við byggingu slíkra
gatnamóta vera fyrirslátt. Hæglega
sé hægt að koma þeim fyrir á annan
hátt. Brú, svo umferð eftir Reykja-
nesbraut fengi að flæða óhindrað,
þyrfti ekki að ganga á land Elliðaár-
dalsins.
Helgi segir gatnamótin hafa verið
á fjárhagsáætlun næsta árs. „En
það er ekki staðið við það,“ segir
hann. „Það er búið að svíkja okkur.
Ég er nú þannig upp alinn að ég
treysti því sem lofað er. En ef menn
vilja vinna þannig að ekki sé hægt
að treysta þeim, þá fá þeir fallein-
kunn.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þokast hægt Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar valda íbúum Breiðholts áhyggjum.
Vilja ljósin burt og fá
mislæg gatnamót í staðinn
AFKOMENDUR hjónanna séra Sig-
urbjörns Ástvalds Gíslasonar og
Guðrúnar Lárusdóttur í Ási í
Reykjavík færðu sl. sunnudag Þing-
vallakirkju að gjöf handsmíðaðan
brúðarbekk.
Þau Sigurbjörn og Guðrún voru
gefin saman í hjónaband í Þing-
vallakirkju 27. júní 1902 og þegar
afkomendur þeirra minntust þessa
100 árum síðar færðu þeir kirkj-
unni veglega peningagjöf í minn-
ingu þeirra hjóna. Sóknarnefnd
ákvað í samráði við séra Ingólf
Guðmundsson, sem þá þjónaði
Þingvallakirkju, að láta fjárhæðina
ganga upp í gerð á brúðarbekk og
lespúlti undir Guðbrandsbiblíu.
Við sama tækifæri var Þingvalla-
kirkju gefið útsaumað sessuborð á
langsessu í brúðarbekkinn. Er það
sameiginleg gjöf Elsu E. Guð-
jónsson, sumardvalargests í Þing-
vallasveit til 60 ára, sem hannaði
útsaumsmunstrið og lagði til efni,
og dætra séra Eiríks J. Eiríkssonar,
fyrrverandi sóknarprests á Þing-
völlum um 20 ára skeið, og frú Sig-
ríðar Kristínar Jónsdóttur, konu
hans, en þær sáu um útsauminn.
Gáfu Þing-
vallakirkju
SAMGÖNGUR á landinu komust í samt lag í
undir hádegið í gær eftir töluverða röskun
vegna óveðursins á sunnudag og í gærmorgun.
Felldar voru niður fjórar ferðir Flugfélags Ís-
lands til Akureyrar á sunnudagskvöld og ein
til Egilsstaða. Er lægja tók í gærmorgun voru
fjórar vélar sendar til Akureyrar með 187 far-
þega og þá var send þota til Egilsstaða með
160 farþega.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur varð að af-
lýsa morgunferð sinni í gær til lands en fara
átti klukkan 16. Sjólag var orðið mjög gott
skömmu eftir hádegi í gær að sögn Heiðars
Halldórssonar stýrimanns. Ferjan var rúmum
þremur tímum á eftir áætlun í kvöldferðinni til
Eyja á sunnudagskvöldið enda var um 30 m/
sek. mótvindur úr suðaustri og 4 m ölduhæð.
Heiðar segir að aldan hafi verið kröpp en ekki
hafi samt verið neinn stórsjór. „Við vorum ekki
komnir heim fyrr en klukkan hálftvö í stað
22.15,“ sagði Heiðar. Hann segir þetta þó ekki
versta ferðaveðrið fyrir Herjólf. Suðvestan-
áttir séu leiðinlegustu áttirnar með tilheyrandi
hliðaröldu og veltingi.
Notalegt að sofa í bílnum
Samgöngur á láði röskuðust ekki síður og
biðu allmargir flutningabílstjórar í Borgarnesi
af sér veðrið aðfaranótt mánudags. Allir héldu
af stað vel fyrir hádegi í gær en ljóst var að
töluverð hætta var búin ökumönnum undir
Hafnarfjalli þar sem vindhraðinn fór upp í 180
km á klst. eða 52 m/sek. um klukkan 3 aðfara-
nótt mánudags. Meðalvindhraði var á bilinu
24-28 m/sek.
Sendibíll fauk út af veginum þá um nóttina
og meiddist bílstjórinn og fór á sjúkrahúsið á
Akranesi.
Stefán Valur Jónsson flutningabílstjóri var
einn þeirra sem biðu í Borgarnesi eftir skárra
veðri og sagði hann í samtali við mbl.is að hann
hefði beðið frá því kl. 19 á sunnudagskvöld.
„Ég svaf bara í bílnum og það er voðalega
notalegt. Ég er með frekar léttan bíl þannig að
ég hefði ekki þorað að fara.“ Stefán Valur
sagðist telja að bílstjórar á 10 og 12 bílum
hefðu beðið af sér óveðrið, líkt og hann sjálfur.
Gert er ráð fyrir sunnan 5-10 m/sek í dag,
þriðjudag, og suðaustanátt með töluverðri
rigningu sunnan- og vestanlands á morgun.
Hvassast verður í Vestmannaeyjum sam-
kvæmt veðurspám eða 17 m/sek. Á fimmtudag
fer að frysta með snjókomu á vestan- og norð-
vestanverðu landinu.
Enginn hreyfði sig um tíma
Kyrrir Á annan tug flutningabíla beið færis í
Borgarnesi í gærmorgun þegar fór að lægja.
Flugvélar, flutningabílar og Herjólfur biðu uns versta veðrið gekk yfir
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur sýknað karlmann af ákæru fyrir
brot á vegalögum, en hann lét verk-
taka grafa í sundur veg á landspildu í
Grímsnes- og Grafningshreppi og
reka niður þrjú járnrör í skurðinn.
Þannig lokaðist vegurinn og eigandi
annarrar landspildu gat ekki ekið
eftir honum.
Í dómnum segir að ágreinings-
laust sé að vegurinn, sem nefndur er
Rimamóavegur, sé einkavegur í
skilningi vegalaga og að viðhald veg-
arins sé á hendi sumarbústaðaeig-
enda við Rimamóaveg. Starfandi
hafi verið félag sumarbústaðaeig-
enda í Þórisstaðalandi. Landeigend-
ur hafi greitt árgjald til félagsins
sem standi straum af sameiginlegum
kostnaði, svo sem viðhaldi vegarins.
Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm-
ari dæmdi málið.
Braut ekki
vegalög
FLUTNINGABÍLSTJÓRI hefur
verið dæmdur í 175 þúsund kr. sekt
fyrir að óhlýðnast skipunum lög-
reglumanna um að færa bíl sinn eftir
vigtun við Egilsstaði í vor. Var hann
einnig með of þungan farm á bílnum
auk þess sem skerma vantaði á aft-
urhjól bílsins og skráningarnúmer
einnig.
Einum ákærulið lögreglustjórans
á Seyðisfirði varðandi ástand aftur-
ljósa var hins vegar vísað frá og þá
var maðurinn sýknaður af ákæru
fyrir að óhlýðnast starfsmönnum
Vegagerðarinnar sem mældu bíl-
þungann.
Ragnheiður Bragadóttir, dóm-
stjóri Héraðsdóms Austurlands,
dæmdi málið.
Sekt fyrir að
óhlýðnast lög-
reglumönnum
♦♦♦
♦♦♦
BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns-
son, var vígsluvottur í fyrstu bisk-
upsvígslu sem fram hefur farið í
Færeyjum þegar Jógvan Friðriks-
son var vígður nýr biskup Færeyja
við messu í Þórshöfn á sunnudaginn.
Biskup Íslands las ritningartexta
úr nýrri útgáfu íslensku Biblíunnar,
sem hann færði hinum nývígða bisk-
upi að gjöf.
Biskupar Færeyja hafa áður verið
vígðir í Danmörku. Færeyska þjóð-
kirkjan hlaut sjálfstæði síðastliðið
sumar, en var áður hluti af dönsku
kirkjunni.
Jógvan Friðriksson tekur við
embættinu 1. desember næstkom-
andi af Hans Jacob Joensen.
Nýr biskup
hlaut íslenska
Biblíu að gjöf