Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 18
daglegtlíf
Sjálf hef ég mikið dálæti áeðalsúkkulaði, lifandi blóm-um, bókum og málverkumog þess vegna langar mig til
að versla með þessa hluti í lítilli,
sætri búð hér í miðborginni. Mig
langar líka að punta upp á bæinn og
því má segja að þessi búð sé eins-
konar framlag mitt til miðborg-
arinnar með aðgengi fyrir alla, fatl-
aða jafnt sem ófatlaða. Hingað getur
fólk komið sem vill fá persónulega,
hlýlega og góða þjónustu, en nennir
ekki að þramma í gegnum risa-
markaði ef það langar að grípa með
sér lúxussúkkulaði eða lifandi blóm í
afmæli, matarboð eða partí eða ef
það vill tjá tilfinningar sínar og kær-
leika til maka eða vina með fallegri
gjöf,“ segir Edda Heiðrún Backman,
sem fagnar 50 ára afmæli sínu í dag
með fimm daga opnun nýrrar versl-
unar við Hverfisgötu í Reykjavík
sem fengið hefur nafnið Súkkulaði og
rósir.
Verslunin er alfarið hugarfóstur
og hönnun Eddu Heiðrúnar, sem
hefur með góðra manna og kvenna
hjálp látið verslunardrauminn ræt-
ast þrátt fyrir að vera nú bundin við
hjólastól vegna MND-sjúkdómsins.
Í nám með viðskiptahugmynd
„Ég veit satt best að segja ekki
hvernig hugmyndir verða til, en ein-
hverra hluta vegna urðu til margar
góðar viðskiptahugmyndir í kollinum
á mér í sumar. Hugmynd er hins-
vegar aldrei góð nema hún komist í
framkvæmd svo ég ákvað bara að
drífa í þessu. Ég hef alltaf verið
orkumikil og finnst agalegt að þurfa
að sitja og gera ekki neitt. Á meðan
ég hef það er ég bara kát og glöð og
hef ekki yfir neinu að kvarta. Ég
fékk þetta húsnæði að heita má upp í
hendurnar sem hratt mér af stað
ásamt mjög góðum viðbrögðum vina
og vandamanna og bankans míns,“
segir Edda Heiðrún.
Og ekki nóg með það því Edda
Heiðrún ákvað í haust að drífa sig í
nám til að fá handleiðslu og hjálp við
að umbreytast úr leikhúskonu í
verslunarkonu, eins og hún orðar
það. Hún skellti sér á Brautargengis-
námskeið hjá Impru með viðskipta-
hugmyndina sína og er nú sú fyrsta í
námsmannahópnum sem búin er að
stofna og opna fyrirtæki þrátt fyrir
að námskeiðinu sé enn ólokið.
Súkkulaði, blóm,
bækur og list
Edda segist ætla að versla með
svokallað Godiva-súkkulaði og kon-
fekt frá Belgíu sem sé það albesta
súkkulaði sem til er. „Godiva var
gyðja, sem uppi var fyrir mörg
hundruð árum. Hún hét á ríkisstjór-
ann manninn sinn að létta skatta-
álögum af þorpsbúum ef hún riði
nakin á hestbaki í gegnum
þorpið um nóttina. Þorpsbú-
ar sameinuðust um að hylja
glugga sína með hlerum svo
engin sæi hana á meðan hún
ynni heit sitt í þeirra þágu og
ber belgíska súkku-
laðiverksmiðjan nú heiti
hennar.
Ég hef alltaf verið súkku-
laðifíkill en gerði bara ekki
áður greinarmun á súkkulaði
og súkkulaði, en nú borða ég
ekki lengur lélegt súkkulaði því gott
súkkulaði gerir fólki með tauga-
sjúkdóma gott vegna lesitíns, sem í
því er.
Ég ætla líka að versla með lifandi
afskorin blóm í gegnum íslenska
blómabændur. Ég hef nefnilega allt-
af verið mikið fyrir blóm og garð-
rækt og hefur maðurinn minn verið
mjög duglegur við að gefa mér af-
skorin blóm, sem mér hefur fundist
mjög ánægjulegt. Svo verð ég alltaf
með „bók mánaðarins“ og „mynd
mánaðarins“ eftir íslenska rithöf-
unda og myndlistarmenn á boð-
stólum. Björg Örvar á fyrstu mynd-
ina sem hér verður til sölu og
rithöfundurinn Auður Ólafsdóttir
ætlar að ríða á vaðið með nýútkomna
bók sín, Afleggjarann. Ég hef haft
mikið yndi af því að lesa góðar bækur
og horfa á fallega myndlist í gegnum
tíðina.“
Gengur með aðra hugmynd
Starfsvettvangur Eddu Heiðrúnar
hefur mörg undanfarin ár verið við
Hverfisgötuna, í Þjóðleikhúsinu, sem
er aðeins neðar í götunni en nýja
búðin er. Og þar er nú verið að sýna
verkið Hjónabandsglæpi í leikstjórn
Eddu.
„Ég hef alls ekki sagt skilið við
leikhúsið, en óneitanlega hefur verk-
efnum á þeim vettvangi fækkað, ein-
faldlega vegna minnar hreyfihöml-
unar. Ég er hinsvegar að undirbúa
stóra afmælisdagskrá í Þjóðleikhús-
inu sem ég má ekki segja frá ennþá
og svo geng ég með aðra viðskipta-
hugmynd í maganum sem er á fullri
siglingu. Ég ætla ekkert nánar út í
það að sinni, en get þó sagt að hún er
verslunartengd á listrænum nótum
og varðar hlut, sem við notum á
hverjum einasta degi,“ segir Edda
Heiðrún íbyggin á svip.
Verslunarkonan Edda er nú búin
að ráða til sín tvær afgreiðslustúlkur
til að sinna afgreiðslu í nýju
versluninni. „Önnur er reyk-
vísk og hin frá Höfn í Horna-
firði. Þetta eru sko eðalkonur
og ég vona bara að kúnnarnir
fari ekki að narta í þær í stað
súkkulaðisins.“
Fimm daga
afmælisveisla
Edda Heiðrún ætlar að
opna nýju verslunina sína
með pomp og prakt í dag
klukkan 16.00, á fimmtugsafmæl-
isdeginum, og segist hún ætla að
vera í afmælisstuði næstu fimm
daga. „Ég er víst að verða kerling,“
segir Edda og hlær og bætir við að
fólk hafi úr fimm dögum að velja vilji
það heilsa upp á afmælisbarnið. „Mig
langar svo mikið að bjóða upp á létt-
ar veitingar af þessu tilefni því ég hef
komið svo víða við.“
„Ég er víst að verða kerling“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
„Ég vil bara versla með
það sem ég hef sjálf haft
yndi af,“ segir leikkonan
og leikstjórinn Edda
Heiðrún Backman, sem
sagðist í samtali við Jó-
hönnu Ingvarsdóttur
vera að breytast úr leik-
húskonu í verslunar-
konu nú á fimmtugs-
afmælinu, sem er í dag.
Sölu-
varan
Súkku-
laði og
rósir.
Verslunarkonan Edda Heiðrún Backman ætlar að versla með eðalsúkkulaði og blóm og býður auk þess upp á mynd og bók mánaðarins.
Morgunblaðið/Sverrir
Verslunin Súkkulaði og rósir er til
húsa á Hverfisgötu 52 og er opin
frá 11.00 til 20.00 alla daga nema
mánudaga.
|þriðjudagur|27. 11. 2007| mbl.is
91, 105 og 130 hö.
ÓDÝRIR
OG GÓÐIR
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411
WWW.RAFVORUR.IS · RAFVORUR@RAFVORUR.IS