Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eigið þið ekki líka lyftara sem lyfta upp hjá okkur að framan, Magnús minn? VEÐUR Ímótvægisaðgerðum ríkisstjórn-arinnar felst tímabundin niður- greiðsla á kostnaði við vöruflutninga til landsbyggðarinnar. Á sama tíma er gert ráð fyrir því í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar að af- nema flutnings- jöfnun á olíu og bensíni. Það á telja und- arlega ráðstöfun, því auðvitað er flutningsjöfn- unarsjóður hugs- aður fyrir hinar dreifðu byggðir, sem verða jafn- framt verst úti í niðurskurði á þorsk- kvóta. Eins og Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar, hefur bent á hefur sjóðurinn greitt bensín niður fyrir Þórshafnarbúa um 3,30 kr. Þó er verðið þar hærra en á höfuðborg- arsvæðinu. Og dísilolíuna niður um 2,20. „Var verðið á landsbyggðinni ekki nógu hátt fyrir?“ spyr hann.     Og ekki felst sparnaður í þessu íríkisútgjöldum, því flutnings- jöfnunarsjóður er útgjaldalaus fyrir ríkið. Þeir sem selja mesta olíu úti á landi fá greitt úr honum, en þeir sem selja minnsta greiða til sjóðsins. Þannig er þeim umbunað sem halda úti þjónustu og jafnframt stuðlað að því að verðið sé jafnt yfir landið. Þetta snýst ekki aðeins um verðið á dælunni heldur einnig til stór- útgerðar, smábáta og fyrirtækja á landsbyggðinni. Flutningur á olíu til landsbyggðarinnar er niðurgreiddur í gegnum þennan sjóð. Það má velta fyrir sér hver áhrifin verða ef sjóð- urinn verður lagður niður, verð- hækkun úti á landi virðist blasa við, en það gæti einnig dregið úr sam- keppni með fækkun þjónustuaðila og þjónusta sums staðar jafnvel lagst af með öllu.     Það er raunar athyglisvert að þráttfyrir að gert sé ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu að leggja niður flutningsjöfnunarsjóð hefur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lýst því yfir að það standi ekki til. Það mælist ekki vel fyrir í fjármálaráðu- neytinu. En hvaða skoðanir skyldu aðrir ráðherrar hafa á málinu? STAKSTEINAR Birkir Jón Jónsson Mótvægisaðgerðir jafnaðar út? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                !           12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (           " #  $%"%  &% &       " #   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? ' ' (& & &   &     (&     &( & & &   ' ' ' ' ' ' ' ' '( ' ' ' ' '            *$BC %%                                   ! "   #     #    *! $$ B *! )"*  + % %* %    #, <2 <! <2 <! <2 )+  %-  .%/!0  CD! -         /       !       $    %  <7  "     &      '&    (                  8   #     )*)+       &,     -         .       /          %   &     .       1 %"%22  %#"%3  !#%-  Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Birkir Jón Jónsson | 25. nóvember Langanesbyggð í sóknarhug og … Ég gat því miður ekki mætt á ráðstefnu um atvinnumál í Langa- nesbyggð síðastliðinn laugardag. Það er lofs- vert framtak hjá byggðarlögum sem glíma við mikla erfiðleika í ljósi mik- ils niðurskurðar á þorskveiðiheim- ildum að hafa frumkvæði af þessu tagi. Á fundum sem þessum koma fram hugmyndir íbúa sem vinna þarf betur að og um leið hvatning … Meira: birkir.blog.is Ásta Steingerður Geirsdóttir | 26. nóv. Áhuginn á Guðna… Guðni Ágústsson fær mikla athygli þessa dagana. Ekki er að undra eftir þær yfirlýs- ingar sem hann hefur haft og þá kynningu sem er samfara bókinni góðu, bókinni sem segir okkur sög- una eins og hún í raun gerðist. Það er nefnilega það. Sannleikann má s.s. finna þar. Það er merkilegt að menn eins og hann sem tala um heiðarleika skuli þá ekki vera sjálfum sér sam- kvæmir og tjái sig þegar … Meira: astaz.blog.is Hallur Magnússon | 26. nóvember Tek undir með talsmanni neytenda! Ég tek undir vandaða og málefnalega gagn- rýni talsmanns neyt- enda á ákvæði í frum- varpi til laga um fyrningu kröfurétt- inda. Í frumvarpinu er lagt til að lengja nýjan fyrning- arfrest í kjölfar aðfarargerðar úr 4 árum í 10 ár. Talsmaður neytenda leggst eðlilega gegn þessu ákvæði þótt hann mæli með þessu tímabæra frumvarpi að öðru leyti… Meira: hallurmagg.blog.is Sigurður Kári Kristjánsson | 25. nóv. „Gríðarleg skemmdarverk sexmenninganna“ Samstarfsmaður minn í stjórnarmeirihlut- anum á Alþingi, Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra, sér ástæðu til þess að veit- ast með harkalegum hætti að sjálfstæðismönnum í Reykjavík í pistli á heimasíðu sinni. Pistillinn ber yfirskriftina ,,Gríð- arleg skemmdarverk sexmenning- anna“, og vísar þar til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, þeirra Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, Gísla Marteins Bald- urssonar, Kjartans Magnússonar, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Þor- bjargar Helgu Vigfúsdóttur og Jór- unnar Frímannsdóttur. Í pistli sínum segir Össur m.a.: ,,Harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafa því miður nánast ónýtt vöru- merkið REI hvað útrás varðar, og stórskaðað viðskiptavild Orkuveit- unnar. Skemmdarverk þeirra má líklega meta á milljarðatugi ef miðað er við þá framvindu sem var í kort- unum.“ Og áfram skrifar iðnaðarráðherr- ann: ,,Ég hika ekki við að meta kostn- aðinn af skemmdum þeirra (það er þeirra borgarfulltrúa sem nefndir eru hér að ofan – innskot mitt) á REI á tugi milljarða. Þá er ótalinn skaðinn sem hlýst af missi lyk- ilmanna en flótti þeirra virðist brost- inn á, og láir þeim enginn.“ Og enn skrifar ráðherrann: ,,Menn skulu ekki fara neitt í graf- götur með það, að valdarán sex- menninganna í borgarstjórnarflokki íhaldsins, sem framið var til að svala særðum metnaði, hefur haft ótrúleg verðmæti af Reykvíkingum, og lask- að Orkuveituna og starfsmenn henn- ar gríðarlega.“ Í lok þessa pistils uppnefnir ráð- herrann einn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, Júlíus Vífil Ingvars- son, Júlíus Fífil, og spyr svo: ,,Er þetta lið með réttu ráði?“, og vísar til borgarfulltrúanna sem að ofan greinir. Við þessar hörðu árásir Össurar Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, á sjálfstæðismenn í Reykjavík … Meira: sigurdurkari.blog.is BLOG.IS LAURAASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.