Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LANDHELGISGÆSLAN hefur nýverið bætt við sig alls sjö nýjum þyrluflugmönnum. Ástæðan er efling þyrlusveitar Gæslunnar vegna brotthvarfs bandaríska varnarliðsins. Síðustu þrír flugmennirnir voru ráðnir nýlega og eru tveir þeirra konur, þær Brynhildur Ásta Bjartmarz og Marion Andrée Simone Herrera. Þriðji flugmaðurinn er Andri Jó- hannesson. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar eru Brynhildur og Marion fyrstu konurnar sem taka við þyrluflugmannsstarfi hjá Gæslunni, auk þess sem þær eru fyrstu konurnar sem ráðnar hafa verið á Íslandi í fullt starf sem þyrluflugmenn. Konur hafa þó áður starfað sem flugmenn hjá Gæslunni og einnig sem læknar í áhöfnum þyrlnanna. „Þetta er fyrsta starfið mitt sem þyrluflug- maður, og flugmaður yfir höfuð,“ segir Bryn- hildur Ásta, sem kláraði þyrluflugmannsnámið fyrir um ári. Hún var með einkaflugmannspróf á flugvél áður en hún hóf þyrlunámið og nýtt- ist það henni vel, en hún lauk náminu sem hún stundaði í Bandaríkjunum á rúmu ári. Andri Jóhannesson stundaði nám í sama skóla og Brynhildur Ásta. Hann hafði áður starfað sem hljóðtæknimaður, en lauk einka- flugmannsprófi áður en hann fór út í þyrlu- flugmannsnámið. Andri starfaði í fyrra sem þyrluflugmaður á Grænlandi svo hann hefur þegar nokkra reynslu. Marion er hörpuleikari og hefur einnig starfað sem hörpukennari. Hún starfaði í tvö sumur sem þotuflugmaður hjá Icelandair áður en leið hennar lá til Landhelgisgæslunnar. Í skólanum þar sem Andri og Brynhildur stunduðu nám voru konur um 5% nemenda, en augljóst var að aukning var að verða auk þess sem kvenkyns kennurum var að fjölga. Sama þróun er upp á teningnum í Noregi og Bretlandi, þar sem kvenmönnum fjölgar í hópi atvinnuþyrluflugmanna. Nú tekur við strangt þjálfunarferli hjá nýju þyrluflugmönnunum, sem taka mun allt að 6 mánuði þar til þeir verða settir á vaktir. Þeir verða þjálfaðir á tvær tegundir þyrlna, Super Puma og Dauphin, auk þess sem þjálfunin snýr að leit og björgun. Fyrstu konurnar ráðnar í fullt starf sem atvinnuþyrluflugmenn á Íslandi Morgunblaðið/Golli Þyrluflugmenn Brynhildur Ásta Bjartmarz, Andri Jóhannesson og Marion Andrée Simone Herrera taka við starfi hjá Landhelgisgæslunni á næsta ári. Í stranga þjálfun á þyrlunum Konur sækja í sig veðrið í þyrlufluginu þó karlarnir séu enn í miklum meirihluta „VIÐ erum kom- in í stöðu sem engin leið var að sjá fyrir. Olíu- verðið er komið í slíkar hæðir að mann setur hljóð- an,“ segir Magn- ús Ásgeirsson, innkaupastjóri hjá N1. Eldsneytisverð er nú það hæsta sem sést hefur um langa hríð og varð síðast heimsmark- aðshækkun í gær. Verð á bensíni hjá stóru olíufélögunum, miðað við sjálfsafgreiðslu, er um 133 kr. á lítr- ann, en á dísilolíu á milli 137 og 138 kr. Orkan bauð lægsta verðið sam- kvæmt vefsíðunni gsmbensin.is í gærkvöldi, þar sem lægsta verð hverju sinni er sýnt. En þar er bens- ínlítrinn á 131,5 kr en dísillítri á 135,7 kr. Magnús bindur nokkrar vonir við fund OPEC-ríkjanna hinn 5. desem- ber nk., en frá þeim hafi komið yf- irlýsingar um aukningu olíufram- leiðslu, sem yrði mjög mikilvæg fyrir lækkun olíuverðs. Hann segir veika stöðu dollarans grundvallaratriði í háu olíuverði og að aðrar þekktar áhrifastærðir eins og kuldar í Bandaríkjunum, eftir- spurn og framleiðsla séu áhrifalitlar nú miðað við vanalega. „Ég sé ekki breytingar í aðra hvora átt næstu tvo mánuði eða svo, á nýju kínversku ári sem er um mán- aðamótin janúar febrúar, gæti eitt- hvað breyst þar sem Asíumarkaður- inn er svo stór, hinar flóknu stærðir fjármálamarkaðanna eru sterkur áhrifavaldur núna,“ segir Magnús. Síhækkandi olíuverð Bíleigendur Þurfa að borga hátt verð. TÖLUVERÐ jarðskjálftavirkni var við norðanverðan Langjökul í gær- dag og fram á nótt. Stærsti skjálft- inn varð kl. 15.31 og mældist 4,4 á Richter-kvarða. Nokkrir minni skjálftar urðu á undan honum og eft- ir; flestir á milli 2,5 og 3 á Richter. Stærsti skjálftinn fannst greini- lega víða í Húnavatnasýslu og einnig á Akureyri. Að sögn fréttaritara Morgunblaðsins á Blönduósi var mörgum íbúum brugðið við skjálft- ann sem kom eins og mikið högg. Höfðu margir á orði að húsnæði þeirra hefði nötrað og skolfið líkt og eftir þunga ákeyrslu bifreiðar. Þórunn Skaftadóttir, jarðfræðing- ur hjá Veðurstofu Íslands, segir upp- lifun íbúa Blönduóss ekki óalgenga. „Það er misjafnt eftir því hvernig undirlagið er, hvort skjálftar komi sem bylgja eða eitt högg.“ Engar skemmdir urðu af völdum skjálftans. Þórunn segir að búast megi við skjálftum á svæðinu á næstu dögum en ekkert bendi til vaxandi eldvirkni né tengsla við skjálfta sem urðu við Selfoss í síðustu viku.                                             Allt nötraði og skalf á Blönduósi Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÖGUR ný frumvörp um leik-, grunn- og framhaldsskóla voru í gær kynnt þingflokkunum. Frumvörpin mynda eina heild og er eitt helsta markmið með þeim að draga úr mið- stýringu og auka sveigjanleika milli skólastiga. Þannig á að tryggja heild- stætt skólakerfi frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla. Frumvörpin eru afar viðamikil og liggur margra ára vinna að baki þeim. Meðal helstu nýmæla í frumvörp- unum er að lögð er til breyting á ein- ingakerfi framhaldsskóla og að tekin verði upp fræðsluskylda til átján ára aldurs. Einingakerfið sem lagt er til að tekið verði upp nefnist ECTS (e. European Credit Transfer and Acc- umulation System) sem er sama kerfi og notað er á háskólastigi. Þar er ekki miðað við fjölda kennslustunda held- ur vinnuframlag nemenda. Líkt og nafnið gefur til kynna er um evrópskt kerfi að ræða sem ætti að gera færslu á einingum milli skóla og milli landa mun einfaldari en verið hefur. Færsla umframeininga úr framhaldsskóla yfir í háskóla ætti einnig að einfald- ast. Þá er lagt til að tekin verði upp fræðsluskylda til að tryggja rétt nemenda til skólavistar og náms. Ekki er um að ræða skólaskyldu heldur frekar að ríkið skuldbindi sig til að tryggja menntun og verði þá ekki hægt að vísa neinum frá. Í framhaldsskólafrumvarpinu er einnig rík áhersla lögð á að auka veg starfsnáms og verknáms. Meðal ann- ars er lagt til að stúdentspróf á bók- námsbrautum og verknámsbrautum verði jafngild. Einnig er lagt til að kjarnagreinum verði fækkað niður í íslensku, ensku og stærðfræði og að einstaka skólum verði veitt aukið svigrúm til mótunar námsbrauta. Samræmdum prófum breytt Í grunnskólafrumvarpinu er lagt upp með að fyrirkomulagi sam- ræmdra prófa verði breytt. Þau verði tekin fyrr, eða fyrir áramót, og lokum grunnskólans verður því breytt í samræmi við það. Áfram er gert ráð fyrir að nemendur í fjórða og sjöunda bekk taki samræmd próf. Kjarnagreinum fækkað og einingakerfinu gjörbreytt Fjögur viðamikil frumvörp um menntakerfið verða lögð fram á Alþingi á næstunni Í HNOTSKURN »Verði frumvörp mennta-málaráðherra samþykkt á Alþingi mun kennaranám í nú- verandi mynd leggjast af. »Breytingar yrðu einniggerðar á samræmdum prófum í grunnskóla og þau þreytt fyrir áramót í tíunda bekk. » Í framhaldsskólum yrðibætt við nýju framhalds- skólaprófi sem hægt er að taka eftir tvö ár í námi. Skólafjör Kjarnagreinum í fram- haldsskólum gæti fækkað í þrjár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.