Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 25
MARKMIÐ félagsins var í upp-
hafi að hvetja landsmenn til að
ferðast um og kynna sér landið;
byggja upp aðstöðu fyrir ferða-
menn í óbyggðum og
standa fyrir útgáfu
og fræðslu. Markmið
félagsins í dag eru
enn þau sömu. Ferða-
og fjallmennska nýt-
ur mikilla vinsælda í
dag og gegnir FÍ þar
mikilvægu hlutverki
sem brautryðjandi og
áhugamannafélag
sem stendur öllum
opið; byggir upp að-
stöðu og veitir þjón-
ustu sem allir ferða-
menn hafa aðgang að.
Með starfi sínu og markmiði sinnir
FÍ umhverfismálum og nátt-
úruvernd á margvíslegan hátt. Fé-
lagið hefur sinnt gróðurrækt og
landgræðslu meðal annars í Þórs-
mörk og Heiðmörk og á fleiri stöð-
um þar sem félagið rekur skála.
Árbækur FÍ um afmörkuð svæði
á landinu hafa komið út í óslitinni
röð í 80 ár og eru ein vandaðasta
Íslandslýsing sem völ er á. Auk
þess stendur FÍ fyrir útgáfu á
fræðsluritum og landakortum.
Fjölmargir félagsmenn starfa fyrir
félagið í ritnefnd og útgáfunefnd.
Ferðaáætlun FÍ kemur út í árs-
byrjun hvert ár og er boðið upp á
fjölda sumarleyfisferða, helg-
arferða, dagsferða, jeppaferða og
skíðaferða. Frá upphafi hefur fé-
lagið staðið fyrir yfir 2000 ferðum
með þátttöku yfir 200 þúsund
manns. Innan félagsins eru starf-
andi um 30 fararstjórar sem starfa
sem áhugamenn í sjálfboðavinnu. Í
ferðanefnd félagsins eru fé-
lagsmenn sem skipuleggja ferðir
hvers árs.
Innan FÍ eru 10 deildir sem
starfa í anda félagsins, bjóða upp á
ferðir, byggja upp skála og göngu-
leiðir og sinna útgáfustarfi.
FÍ og deildir þess reka 40 skála
í óbyggðum landsins, bæði stóra
fjallaskála sem og minni göngu-
skála, og má þar nefna Land-
mannalaugar, Þórsmörk, Nýjadal,
Norðurfjörð, Dreka í Drekagili,
Sigurðarskála í Kverkfjöllum,
Brúnavík og Breiðavík, Karlsstaði
í Vöðlavík, Múlaskála í Lóns-
öræfum sem og Hvítárnesskála,
elsta fjallaskála landsins. Fjöl-
margir félagsmenn
koma að rekstri skál-
anna með sjálfboða-
vinnu í vinnuferðum.
Hver skáli hefur sinn
fóstra sem hefur um-
sjón með sínum skála.
Í Ferðafélagi Ís-
lands eru nú tæplega
8000 þúsund manns. Á
undanförnum tveimur
árum hafa um 2000
nýir félagsmenn geng-
ið í félagið, flestir á
aldrinum 20-40 ára.
Markmiðið er að
fjölga félagsmönnum verulega á
næstu misserum.
Í tilefni afmælisins mun stjórn
félagsins samþykkja sérstaka há-
tíðarsamþykkt þar sem ungt fólk
er sérstaklega boðið velkomið í fé-
lagið og að auki mun FÍ nú bjóða
grunnskólum landsins upp á sam-
starf um fræðslu vegna fjalla-
mennsku. Í framhaldi af þessari
hátíðarsamþykkt munu 45 nem-
endur í 10. bekk Smáraskóla
ganga í Ferðafélagið. Vegna þessa
samstarfs FÍ og Smáraskóla fá all-
ir þessir nemendur flíspeysu frá
FÍ, gps-tæki og talstöð, auk fjalla-
námskeiðs og hjólaferðar að
Fjallabaki í sumar.
Gönguferðir, fjallamennska og
útivera er allt í senn skemmtileg,
heilbrigð hreyfing og endurnær-
andi bæði fyrir líkama og sál. Í
Ferðafélagi Íslands er hópur fólks
sem hefur mikla reynslu af fjalla-
mennsku og er tilbúið að miðla af
reynslu sinni til nýrra félaga. Það
eru allir velkomnir í FÍ og hægt er
að ganga í félagið á heimasíðunni
www.fi.is.
Ferðafélag Íslands 80 ára
Páll Guðmundsson skrifar
í tilefni 80 ára afmælis
Ferðafélags Íslands
Páll Guðmundsson
» Gönguferðir, fjalla-mennska og útivera
er allt í senn skemmti-
leg, heilbrigð hreyfing
og endurnærandi bæði
fyrir líkama og sál.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Ferðafélags Íslands.
Ekki er furða þótt ýmsar stað-
reyndir REI-málsins séu óljósar í
hugum fólks. Í gær birtist til
dæmis frétt í Fréttablaðinu þar
sem í fyrirsögn kemur fram að ég
hefði ekki viljað útrás í október
en í fréttinni sjálfri er þeirri full-
yrðingu síðan ekki fundinn stað-
ur.
Á sunnudaginn var umfjöllun á
Stöð tvö þar sem endurspilað var
myndbrot úr fréttum frá 5. októ-
ber sl. og því haldið fram að í orð-
um mínum gæti misræmis í mál-
efnum REI. Tilefni „fréttarinnar“
eru eftirfarandi orð mín: „Ég er
ekki hlynntur því almennt að
Orkuveitan sé að standa í sam-
keppnisrekstri. Það er ekki við
hæfi. Þetta er opinbert fyrirtæki í
eigu sveitarfélaga.“ Þar lýkur til-
vitnuninni í fréttatímanum sl.
sunnudag. Hins vegar hélt fréttin
5. október þannig áfram með orð-
um fréttamanns: „Í tilviki
Reykjavik Energy Invest segir
Júlíus að mikil þekking sé innan
Orkuveitunnar.“ Orðrétt sagði ég
síðan: „Það má færa fyrir því rök
að það sé til hagsbóta fyrir Orku-
veituna og þá Reykvíkinga alla að
færa þau verðmæti í verð.“ Hvers
vegna kýs fréttamaður að sleppa
því sem skýrir orð mín og sýnir
samhengið? REI var einfaldlega
stofnað sem hlutafélag með tak-
markaðri ábyrgð til þess að ann-
ast verkefni á erlendri grundu og
þar með að tryggja að Orkuveitan
geti einbeitt sér að kjarnastarf-
semi í þágu almennings. Í þessum
orðum felst því ekkert ósamræmi.
Fréttastofu Stöðvar tvö er
stýrt af fyrrverandi upplýsinga-
fulltrúa formanns Framsóknar-
flokksins. Honum ætti að vera í
mun að standa vörð um sjálfstæði
stöðvarinnar og styrkja trúverð-
ugleika hennar.
Júlíus Vífill Ingvarsson
Fréttir eða spuni
Höfundur er borgarfulltrúi.
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið
Kolaskipið kemur til
Djúpavíkur
"Þegar leið á sumarið kom
m/s Oddur VE 353 úr Vest-
mannaeyjum með kolafarm
frá Portúgal. Oddur sem
12. maí 1949 hafði verið
skráður eign Örvarodds á
Flateyri var þarna kominn í
eigu Helga Benediktssonar
og Guðmundar Oddssonar.
Skipið var furubyggt flutn-
ingaskip, 245 tonn að
stærð og þar með stærsta
timburskip Íslendinga.
Gufukatlar Djúpavíkurverk-
smiðjunnar voru kolakyntir
og þurftu sinn skammt
þegar mikið var brætt.
Allt verksmiðjuliðið var því sett í uppskipunina og ugglaust nokkrir
Árnesingar að auki.
Þegar á löndun leið fór að bera á miklum gleðibrag á mönnum við
verkið. Við nánari skoðun kom í ljós, að svo virtist sem kolin væru blaut af
púrtvíni. Hafði þetta þau áhrif á mannskapinn að hann varð glaðari í
bragði en vænta mátti við þessi óhreinlegu störf. Karlarnir í lestinni hlógu
og höfðu uppi grín og glens og þeir sem á spilunum voru léku við hvurn
sinn fingur."
Verð: 3,980,-kr.
Fæst í bókaverslunum um land allt
Loksins á
íslensku!
Sjónvarpsmyndin
Skólasöngleikurinn -
High School Musical -
hefur slegið í gegn um
allan heim og nú geta
íslenskir aðdáendur loks
lesið um ævintýri Troys,
Gabriellu og hinna
krakkanna í East High
skólanum.
Galdrastelpur
í vanda
Grænir töfrar er fjórða
bókin í bókaflokknum
eftir Lene Kaaberbøl um
Galdrastelpurnar. Þessi
bók fjallar um Cornelíu
og dularfullar aðstæður
sem hún lendir í.
Er hún búin að missa
tökin á sambandi sínu
við jörðina? Hvaða
hræðslulega rödd berg-
málar í höfði hennar?
Þrettán nýjar
jólasögur!
Spennandi
textabók um
galdrastelpur!
Jack Sparrow
og félagar enn
á ferð!
Byggð á sjón-
varpsmyndinni
vinsælu!
Syrpa í
innbundinni
hátíðarútgáfu!
Nýjar, spennandi og
bráðfyndnar myndasögur
sem koma öllum í gott
jólaskap. Vinir okkar í
Andabæ undirbúa jólin af
kappi og lenda í ýmsum
óvæntum og skemmti-
legum ævintýrum.
Ævintýrið
heldur áfram
Á hjara veraldar segir frá
nýjustu ævintýrum
sjóræningja
Karíbahafsins.
Óborganleg saga þar sem
sjóræningjar, skrímsli,
hetjur og óþokkar leika
lausum hala og spenna,
grín og gaman skapar
kostulega atburðarás!