Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals- vísitalan hækkaði um 1,33% og var 6.841 stig við lokun markaða. Bréf Føroya Banka hækkuðu um 4,50%, Icelandair um 3,46% og Eimskip um 2,79%. Bréf 365 lækkuðu um 1,63% og FL Group um 0,95%. Íslenska krónan styrktist um 0,37% í gær, en velta á milli- bankamarkaði nam 33,1 milljarði króna. Gengi Bandaríkjadollars var 62,93 krónur við lokun markaða, evru 93,52 krónur og gengi breska pundsins 130,20 krónur. Hlutabréf hækka á ný ● EVRÓPSKI flugvélaframleiðandinn Airbus hefur skrifað undir samning um sölu á 160 farþegaþotum til Kína og er samningurinn metinn á 14,8 milljarða dala, 931 milljarð króna. Um er að ræða 110 A320-þotur og 50 A330-þotur, samkvæmt upplýs- ingum frá yfirmönnum Airbus sem eru staddir í Peking, höfuðborg Kína, ásamt forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy. Forsetinn er í opinberri heimsókn þar í landi, m.a. í því skyni að koma á nýjum viðskipta- samböndum milli landanna. Bæði Airbus og samkeppnisfyr- irtæki þess, Boeing, segja að Kína verði annar stærsti flugmarkaður heims á eftir Bandaríkjunum, en tal- ið er að kínversk flugfélög eigi eftir að kaupa 1.900-2.600 þotur á næstu tveimur áratugum. Sarkozy selur Kínverjum flugvélar FLUGLEIÐIN milli Íslands og Bretlands hefur ekki reynst ábata- söm hjá British Airways (BA) og því hefur félagið tilkynnt að það muni hætta áætlunarflugi hingað til lands í lok mars á næsta ári. Miðað er við 28. mars en þann dag lýkur flugi sam- kvæmt vetraráætlun félagsins milli Lundúna og Keflavíkur. Í tilkynningu er haft eftir Peter Rasmussen, viðskiptastjóra flug- félagsins fyrir Skandinavíu og Ísland, að þetta hafi verið erfið ákvörðun. British Airways hófu þetta flug til Ís- lands í lok mars árið 2006. Peter segir að því miður hafi flugleiðin ekki reynst nægilega ábatasöm. Félagið starfi í afar hörðum en viðkvæmum samkeppnisheimi og verði að tryggja að allar flugleiðir standi undir sér. Samkeppnisaðilar hér heima voru fljótir að bregðast við. Iceland Ex- press mun í febrúar nk. fjölga ferðum til Lundúna um tvær á viku og verða ferðirnar þá ellefu vikulega og í sam- tali við Morgunblaðið sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, fyrirtækið gera ráð fyrir að auka framboð á flugi til og frá London í kjölfar þessara tíðinda. BA hætta Íslandsflugi Búið British Airways hætta að fljúga til Íslands í mars.  Hefur ekki reynst ábatasamt  Iceland Express tilkynnir fjölgun ferða og Icelandair gerir ráð fyrir auknu framboði ekki með neina skuldbindingar í gegnum lánalínur vegna eigna sinna á sérvörðum skuldbréfum. Tekið er fram í tilkynningu Kaup- þings að bankinn eigi engin ótrygg veðlán í Bandaríkjunum né skulda- bréfavafninga sem innihalda slík lán en eins og fram hefur komið veitti hann við kaupin á NIBC lán til J.C. Flowers vegna eignar hollenska bankans á slíkum lánum sem selj- andinn tók yfir. Það lán hefur verið minnkað um 100 milljónir Banda- ríkjadala en nafnvirði undirliggjandi eigna, þ.e. trygginga fyrir láninu, er óbreytt. Í kjölfar ofangreindra breytinga og óhagstæðrar þróunar á lánamörk- uðum heimsins að undanförnu er samkvæmt tilkynningu Kaupþings gert ráð fyrir 85 milljóna evra, jafn- gildi um 7,9 milljarða króna, gjald- færslu á fjórða ársfjórðungi. Um er að ræða einsskiptiskostnað sem ekki mun hafa áhrif á afkomu félagsins á næstu fjórðungum á eftir. Lausafjárstaðan góð Vegna óvissunnar um hvernig fjármögnunin á kaupunum á NIBC stæði hafa eflaust einhverjir haft áhyggjur af lausafjárstöðu Kaup- þings en samkvæmt tilkynningu bankans er hún afar góð. Miðað við núverandi skuldbindingar hefur bankinn handbært fé til að halda úti rekstrinum í 420 daga og er þá tekið tillit til áðurnefndrar peninga- greiðslu til NIBC. Þegar lausafé Kaupþings og NIBC er lagt saman nægir það til að halda rekstri bank- anna úti í 600 daga. Kaupþing sendir jákvæð skilaboð Óvissu um kaupin á NIBC og lánakreppuna eytt Morgunblaðið/Sverrir Jákvætt Kaupþing kætti í gær íslenska hlutabréfamarkaðinn með tilkynn- ingu sem eyðir þeirri óvissu sem ríkt hefur um stöðu bankans. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MARKAÐURINN tók einkar vel í þau skilaboð sem bárust frá Kaup- þingi í gær þess efnis að fjármögnun á kaupunum á hollenska bankanum NIBC væri frágengin. Gengi hluta- bréfa Kaupþings hækkaði um 2,44% í kauphöll OMX á Íslandi og um 3,06% í kauphöll OMX í Stokkhólmi auk þess sem tryggingaálag á skuldabréf bankans lækkaði um 72 punkta í 285 punkta eftir að hafa náð hæstu hæðum undir lok síðustu viku. Jafnframt hafði tilkynning Kaup- þings almennt afar jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn hér á landi í gær (sjá kauphallarfrétt hér á síð- unni) og bankinn er fráleitt sá eini sem í kjölfar tilkynningarinnar nýtur betri kjara á lánsfjármörkuðum. Þannig lækkaði skuldatryggingaálag Landsbankans um 8 punkta og Glitn- is um 38 punkta. Ennfremur lækkaði álag á skuldabréf ríkisins um 6 punkta. Af þessari þróun er ljóst að mark- aðurinn, sem nánast hrundi í síðustu viku, hefur fengið þær jákvæðu frétt- ir sem hann þyrsti í. Jafnframt hefur þróunin á alþjóðamörkuðum verið já- kvæð síðustu daga sem eflaust hefur smitað inn á íslenska markaðinn. Óvissunni eytt Miklar vangaveltur hafa verið uppi á undanförnum vikum um stöðu Kaupþings og hefur tvennt þá verið efst á baugi, annars vegar hvort bankanum tækist að fjármagna kaup sín á NIBC og hins vegar hver áhrif- in af hrollinum á lánsfjármörkuðum heimsins yrðu af afkomu Kaupþings. Þessir óvissuþættir leiddu til þess að gengi hlutabréfa bankans hefur lækkað mikið að undanförnu og skuldatryggingaálagið færst með ógnarhraða upp á við en nú er óviss- unni eytt sem verður að teljast afar jákvætt. Greint var frá því í Morgunblaðinu sl. miðvikudag að gengið hefði verið frá sölutryggingu á nýju hlutafé í Kaupþingi og samkvæmt tilkynn- ingu bankans frá því í gær eru það J.C. Flowers og Exista sem sölu- tryggja allt að 210 milljón nýja hluti; sölutrygging felur í raun í sér að ná- ist ekki að selja hlutina skuldbindi sölutryggjendur sig til þess að kaupa þá. Þar af renna 140 milljónir beint til J.C. Flowers, sem er seljandi NIBC, og verður afgangurinn seldur í forgangsréttarútboði þegar gengið hefur verið frá kaupunum á hol- lenska bankanum sem búist er við að verði í janúar nk. Enn er beðið eftir samþykki íslenskra og hollenskra fjármálayfirvalda enda eru kaupin gerð með fyrirvara um þau sam- þykki. Endurskipulagning Annað atriði sem valdið hefur markaðnum óvissu er spurningin um hversu berskjaldað Kaupþing er gagnvart kreppunni á lánsfjármörk- uðum heimsins. Í tilkynningu bank- ans kemur fram að gerðar hafi verið ráðstafanir til þess að minnka stöðu hans í eignatryggðum skuldabréfum um 1,15 milljarða evra – jafngildi um 107 milljarða króna – og er reiknað með að því verði lokið um miðjan des- ember. Þá áformar bankinn að loka 1,3 milljarða lausafjárláni sem veitt hef- ur verið til fjárfestinga í sérvörðum skuldabréfum og verður í kjölfarið Í HNOTSKURN » Að kaupunum á NIBCloknum verður J.C. Flow- ers næststærsti hluthafi Kaup- þings með 15,9% hlut. » Samkvæmt VegvísiLandsbankans fær J.C. Flowers 30 milljón hluti í Kaupþingi á genginu 70,085 sænskar krónur á hlut. » Gengi Kaupþings í kaup-höllinni í Stokkhólmi í gær var 92,5 krónur á hlut. GREINING Glitnis spáir því að vísi- tala neysluverðs hækki um 0,4% í næstu mælingu Hagstofunnar í des- ember. Gangi sú spá eftir fer árs- verðbólgan úr 5,2% í 5,6%, sem er ríflega þremur prósentustigum yfir markmiði Seðlabankans. Glitnis- menn segja hækkanir á eldsneyti, húsnæði og matvöru helst hafa áhrif á þessa verðþróun. Verðbólguhorfur til skamms tíma hafi versnað. Þó er gert ráð fyrir að fljótlega fari brodd- urinn úr hækkunum á húsnæðis- markaði og að framundan sé tímabil sem muni einkennast af hófsamari verðhækkun á húsnæði. Glitnir spáir 0,4% hækkun VAXANDI ótti fjárfesta um að nið- ursveifla sé framundan í banda- rísku efnahagslífi endurspeglast meðal annars í fallandi hlutabréfa- og skuldabréfaverði vestanhafs. Seðlabanki landsins og hagfræð- ingar láta hins vegar engan bilbug á sér finna og fullyrða að hægt sé að sigla hagkerfinu milli skers og báru og koma því síðan á rétta leið á ný. Ekki hefur þeim þó tekist að sannfæra fjárfesta um þetta, og enn síður fjölmiðla. Rétt fyrir lokun markaða vestanhafs í gærkvöldi tóku helstu hlutabréfavísitölurnar, Dow Jones-iðnaðarvísitalan og Nas- daq, bratta dýfu þegar mikill sölu- þrýstingur á hlutabréf myndaðist. Ástæðuna má sem svo oft áður á undanförnum vikum rekja til áhyggna fjárfesta af heilbrigði fjár- málageirans vestanhafs en í gær bárust meðal annars fréttir af því að Citigroup, stærsti banki heims, hygðist segja upp meira 45 þúsund starfsmönnum. Þá bárust einnig fréttir af því að HSBC, stærsti banki Evrópu, hefði ákveðið að færa tvo fjárfestingarsjóði sem bankinn rekur, í eigin bækur til þess að afstýra því að eignir þeirra yrðu seldar á útsölu en samanlagt verðmæti sjóðanna er um 35 millj- arðar dala. Söluþrýst- ingur felldi markaði Reuters            ! ""#                                                                                         !"#$ ! %%!!"$ ##%  #!!% ! %"$" %% ! % $ "%!$  "!$!% %  "%$ $%#  %$  %%##! "#!%#% !%!   ! " # &% &% %&# &# %&% "&# &! ! !& "#&  &% &! !#&$ &% & $!& !& &! & &% !& "& &!$ " & &" #& %&! &$ %& "#& #&  !& "#& & &"% !$&% &%" &" ! %& !!& &   & & !#& "&# & %#& "& & '()    !    !  ## !  $ % # "   %  $ *        #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  #  # ! #  #  # $#  #  #  #        +  , -. /  ), -. 01 -. '2, -. ,   -. .03 .45  67 , -. 8   -. 2   5   -. 3 / 9 '(9. -. :3-. ; -.    !   "-. +. 7-. + 7< 3<=' 0 /  ', -. '> :/ 67 7, -. ?-. @A-(-. <BC@ : 3 )  -. D  )  -.  "# $ % & E :+3 3E  /, -. 3 ( -. C?F' C?F(    G G C?F) */F     G G * HI @        G G ' 0 *+F     G G C?F+  C?F"%       G G ♦♦♦ ● STJÓRN breska íbúðalánabank- ans Northern Rock tilkynnti í gær að hún mælti með tilboði auðkýfingsins Richard Branson í bankann. North- ern Rock lenti í miklum hremmingum í sumar þegar viðskiptavinir hans fylltust úttektarfári svo heimsathygli vakti. Breska ríkið ábyrgðist öll innlán bankans en gengi hlutabréfa hans hríðféll og nokkrir aðilar gerðu í hann tilboð í kjölfarið. Meðal þeirra er J.C. Flowers sem seldi Kaupþingi hol- lenska bankann NIBC. Stjórnin mælir með tilboði Branson ● STJÓRN námarisans Rio Tinto býst nú til varnar gegn yfirtökutilboði keppinautarins BHP Billiton. Sam- kvæmt Financial Times hefur stjórn- in lofað fjárfestum að fleiri eignir verði seldar og arðgreiðslur auknar. Tom Albanese, forstjóri Rio Tinto, hefur að sögn FT sagt fjárfestum að í kjölfar yfirtöku félagsins á Alcan sé möguleiki á að selja eignir fyrir á bilinu 15-30 milljarða dala en áður var talið að hægt væri að selja um 10 milljarða dala virði af eignum. Í kjölfarið myndi arður ársins 2007 aukast um 30%. Búist til varnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.