Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Villiers-Le Bel. AP, AFP. | Ungmenni fleygðu grjóti í lögreglumenn og kveiktu í bílum með Molotov-kokkt- eilum í einu af úthverfum Parísar, Villiers-Le-Bel, í gær, annan daginn í röð. Ráðist var með bensínsprengj- um á lögreglustöð og hamborgara- staður brenndur, einnig meira en tugur bifreiða en lögreglan svaraði með því að skjóta gúmmíkúlum. Minnst átta lögreglumenn særðust í gær og enn fleiri á sunnudag. Orsök óeirðanna var að tveir ung- lingar á mótorhjóli létu lífið á sunnu- dag er þeir lentu í árekstri við lög- reglubíl. Fullyrt var að lögreglu- mennirnir hefðu yfirgefið slys- staðinn án þess að sinna tvímenn- ingunum og hófust mótmæli í kjölfarið. Lögreglan segir að öku- maður hjólsins hafi hundsað umferð- arreglur og hjólið hafi verið óskráð. Átta manns voru handteknir á sunnudag. Unglingarnir tveir, 15 og 16 ára, voru ekki með öryggishjálma og talsmaður skrifstofu saksóknara sagði að hjólið hefði verið á allt of miklum hraða. Sagði talsmaðurinn að umræddir lögreglumenn hefðu strax eftir slysið kallað á sjúkrabíl. Átökin minna mjög á óeirðir sem urðu fyrir tveim árum í innflytjenda- hverfum Parísar og stóðu í nokkrar vikur. Í Villiers-Le-Bel býr mikið af fólki af arabískum ættum og blökku- mönnum. Nýleg könnun bendir til þess að lítið gagn hafi verið að því að verja miklu opinberu fé til að bæta ástand- ið í hverfunum. Þar er mikið atvinnu- leysi og mörgum íbúum finnst þeir ekki vera hluti af frönsku samfélagi. Reuters Bræði Unglingar með kylfur við brennandi bíl í París í gær. Óeirðir í París Sankti Pétursborg. AFP. | Vladímír Pútín Rússlandsforseti sakaði í gær Bandaríkjamenn um að reyna að „grafa undan “ þingkosningum sem fram fara í Rússlandi á sunnudaginn kemur með því beita sér fyrir því að Öryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) hætti við eftirlit með kosningunum. Stjórnvöld í Banda- ríkjunum og talsmenn ÖSE neituðu þessari ásökun. „Markmið þeirra er að grafa und- an kosningunum en þeim mun ekki takast það,“ sagði Pútín á fundi með stuðningsmönnum sínum í Sankti Pétursborg. „Kosningarnar munu fara fram í samræmi við reglur rétt- arríkisins.“ Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, neitaði því að bandaríska stjórnin hefði beitt sér fyrir því að hætt yrði við kosningaeftirlitið. Hann sagði að Nicholas Burns, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hefði rætt við embættismenn ÖSE en „þeir einir“ hefðu tekið ákvörðunina. „Ég tel að Pútín hafi fengið rang- ar upplýsingar,“ hafði fréttastofan AFP eftir Urði Gunnarsdóttur, tals- manni ODIHR, undirstofnunar ÖSE sem séð hefur um kosningaeftirlit. „Sú ákvörðun okkar að hætta við kosningaeftirlitið byggðist á þeirri staðreynd að við fengum ekki vega- bréfsáritanir þrátt fyrir að við hefð- um verið fullvissuð um að við fengj- um þær. Ákvörðunin var ekki tekin að ráði eins ríkis. ODIHR fer ekki að fyrirmælum einstakra ríkja.“ Áður höfðu rússnesk yfirvöld ver- ið gagnrýnd fyrir að handtaka um 200 stjórnarandstæðinga sem efndu til mótmæla í Moskvu og Sankti Pét- ursborg um helgina. Á meðal þeirra var Garrí Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák og frambjóð- andi í forsetakosningum sem fram eiga að fara 2. mars á næsta ári. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, gagnrýndi „harkaleg“ við- brögð yfirvalda við mótmælunum og Bandaríkjastjórn kvaðst hafa áhyggjur af „harðneskjulegum að- ferðum“ lögreglunnar. Kasparov áfram í fangelsi Dómari í Moskvu úrskurðaði í gær að Kasparov skyldi afplána að fullu fimm daga fangelsisdóm fyrir að hafa tekið þátt í mótmælafundi á laugardag sem yfirvöld segja hafa verið ólöglegan. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, bendir til þess að flokkur Pút- íns, Sameinað Rússland, fái a.m.k. 62% atkvæða í þingkosningunum. Þremur öðrum flokkum er spáð þingsætum: kommúnistaflokknum, Frjálslynda lýðræðisflokknum og vinstriflokknum Réttlátt Rússland. Stjórn Bush sökuð um íhlutun Vladímír Pútín segir stjórn Bandaríkjanna hafa grafið undan þingkosningum með því að beita sér fyrir því að ÖSE hætti við kosningaeftirlit í Rússlandi AP Á atkvæðaveiðum Pútín á kosn- ingafundi í Sankti Pétursborg. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TIL stóð að Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, ætti fund í gærkvöld með fulltrúum Ísr- aela og Palestínumanna í Washington í gær til að reyna að hnýta síðustu endana í samkomulagi um yfirlýsingu er gæti orðið grundvöllur nýrra frið- arviðræðna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta hús- inu í gær. Sagðist Abbas vera vongóð- ur um að ráðstefna í boði Bandaríkja- manna sem hefst í dag í Annapolis, rétt fyrir utan Washington, um frið í Mið-Austurlöndum yrði árangursrík. Bush þykir hafa unnið nokkurn sig- ur með því að fá bæði Sádi-Araba og ekki síst Sýrlendinga auk 13 annarra arabaþjóða til að taka þar þátt í bein- um viðræðum við Ísraela. Sýrlending- um er í mun að fá umræður um Gól- anhæðir sem þeir vilja fá aftur en Ísraelar hertóku þær í sex daga stríð- inu 1967. Þátttaka Sýrlendinga merk- ir að Íranar einangrast enn meira en ella í heimi múslímaríkja í Mið-Aust- urlöndum. Eitt af markmiðum Bush er einmitt að efla einingu arabaþjóða sem óttast vaxandi áhrif Írana á svæðinu. Bush hitti einnig að máli Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, en til þess var tekið að Olmert virtist ekki taka fyllilega undir bjartsýnisorð forsetans þótt vel færi með á þeim. Staða Olmerts heima fyrir er veik, hann er afar óvinsæll meðal ísr- aelskra kjósenda og því erfitt að sjá að hann sé í stöðu til að taka mik- ilvægar ákvarðanir. Ráðherrann sagði í gær að skilyrði þess að hægt yrði að hefja aftur frið- arviðræður væri að bundinn yrði endi á flugskeytaárásir Palestínumanna á Ísrael frá Gaza. Vandinn er að Abbas ræður aðeins yfir Vesturbakkanum, Hamas-samtök bókstafstrúarmanna ráða yfir Gaza. Hamas njóta aðstoðar Írana og var ekki boðið til Washington enda samtökin þar á bæ talin vera hryðjuverkasamtök og reyndar einn- ig skilgreind þannig í Evrópusam- bandinu. Abbas bjartsýnn á árangur í Annapolis Olmert segir að stöðva verði flugskeytaárásir frá Gaza EVO Morales, forseta Bólivíu, er ákaft fagnað af þátt- takendum í göngu í höfuðborginni La Paz í gær þar sem þess var krafist að þingið heimilaði greiðslu sér- stakra eftirlauna aldraðra, Renta Dignidad. Fólkið var tíu daga á leiðinni til borgarinnar en það er flest úr röðum indíána. Vinstrisinninn Morales fór síðan fyrir göngumönnum sem einnig lýstu stuðningi við umdeild- ar tillögur hans um breytingar á stjórnarskránni en þær voru samþykktar sl. laugardag. Kom þá til heift- arlegra átaka á götum úti og þrír létu lífið. Reuters Morales meðal vina í La Paz PERVEZ Mush- arraf, forseti Pak- istans, mun hætta sem yfirmaður hersins næstkom- andi miðvikudag og sverja emb- ættiseið að nýju sem forseti á fimmtudag, að sögn talsmanns forsetans. Neyðarlög hafa ríkt í landinu frá þriðja október og hefur Musharraf verið harðlega gagnrýnd- ur fyrir þau, jafnt meðal stjórnar- andstæðinga sem vestrænna ráða- manna, og fyrir að gegna samtímis embætti forseta og yfirmanns hers- ins. Musharraf rændi völdum í Pak- istan árið 1999 og hefur síðan verið forseti. Hættir í hernum Pervez Musharraf BÚIST er við skorti á normannsþin fyrir jólin í Danmörku, að sögn tals- manns jólatrjáaræktenda í gær. Of- framboð fyrir nokkrum árum og verðhrun í kjölfarið varð til þess að margir hættu ræktun og því ríkir nú skortur. Danir flytja úr meira af jólatrjám en nokkur önnur þjóð. Vantar jólatré BÁÐIR stærstu flokkarnir í Króat- íu eru byrjaðir að þreifa fyrir sér um stjórnarmyndun eftir þingkosn- ingarnar á sunnudag en hvorugur náði meirihluta á þingi. Talið er að hægrimenn Ivo Sanaders forsætis- ráðherra hafi meiri möguleika en sósíalistar á að mynda stjórn. Þreifingar ALLT bendir til þess að færri morð verði nú framin í New York á þessu ári en verið hefur í fjóra áratugi, þau verði innan við 500. Talið er að ástæðan fyrir þessari þróun sé vel- megun en einnig ákveðnari tök á afbrotum af hálfu lögreglunnar. Færri morð DÓMSMÁLARÁÐUNEYTI Sádi- Arabíu sagði í gær að nítján ára kona, sem var dæmd í fangelsi og til húðstrýkingar eftir að sjö menn nauðguðu henni, hefði játað að hafa drýgt hór. Dómurinn hefur verið gagn- rýndur á Vesturlöndum en í yfirlýs- ingu frá dómsmálaráðuneytinu sagði að það hafnaði hvers konar „erlendri íhlutun“ í innanríkismál Sádi-Arabíu. Dómurinn væri í sam- ræmi við lög landsins og konan hefði játað að hafa „gert það sem Guð hefur bannað“. „Hún er gift kona og játaði að hafa drýgt hór með manni sem hún náðist með.“ Yfirlýsing ráðuneytisins er ekki í samræmi við frásögn ungu kon- unnar. Sögð hafa drýgt hór Dalvegi 10-14 • Sími 577 1170 Innrettingar Þi´n vero¨ldXEINN IX 07 06 00 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.