Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ið hjónin vorum full eft- irvæntingar í flugvél British Airways á leið til Tókýó. Snorri litli, tæplega þriggja ára, hafði á hinn bóginn meiri áhuga á Bubba byggi á litla skjánum fyrir framan sig og því furðulega hátta- lagi fólks í kringum okkur í flugvél- inni að fara að sofa um hábjartan dag. Við komumst að því þegar við lentum á Narita-flugvellinum að kannski hefði verið ágætt að leggja sig svolítið. Þá var mið nótt að okkar íslenska tíma og við áttum eftir tölu- vert ferðalag inn í hjarta Tókýó í 30 gráða hádegishitanum. Í okkar fyrsta stoppi í þessari lestarferð kynntumst við þó því sem átti eftir að gera þessa ferð mun auðveldari en ella; hinni miklu hjálpsemi Jap- ana. Við stóðum á einhverjum braut- arpallinum og vissum varla hvað sneri upp og hvað niður, með tíu töskur og pinkla, Snorra sem var loks farinn að ókyrrast af þreytu (en neitaði samt að fara að sofa) og í áfalli yfir mannfjöldanum sem fyllti rýmið að okkur fannst. Þá kom upp að okkur maður sem sagðist sjá að við værum ekki kunnug staðháttum og bauðst til að hjálpa okkur, sem hann svo gerði af miklum myndug- leik. Loks fengum við greitt úr flækjum neðanjarðarlestakerfisins en þar áttum við eftir að eyða ófáum klukkutímum næstu þrjár vikur. Er við loks komumst í íbúðina okkar lögðumst við öll til svefns, sem er náttúrlega ekki til fyrirmyndar vilji maður losna fljótt við áhrif tíma- mismunarins. En við vorum bara svo fegin að vera loksins komin að við létum allar slíkar viðvaranir sem vind um eyru þjóta. Tókýó opnaði faðminn næstu daga á meðan við vorum að jafna okkur á fluginu. Mestur tíminn fór í að ganga um götur hinna ýmsu hverfa og reyna að kynnast þeirri marg- brotnu menningu sem fyrir augu bar. Við hjónin höfðum orðið þeirrar lukku aðnjótandi að hljóta styrk úr sjóði sem vinnur að auknum við- skipta- og menningartengslum milli Japans og Skandinavíulandanna, og gerði það okkur kleift að láta þennan gamla draum rætast. Signý ætlaði að skoða japanska popphönnun og hafði fengið nöfn góðra tengiliða til að hitta í ferðinni, en ég vildi nördast í japönskum myndasögum. Snorri kom svo með sem fyrirtaksferða- félagi. NeoTokyo Fyrir skammtímatúrista eins og okkur var mjög þægilegt að fylgja hinum góðu ábendingum í ferða- handbókunum okkar. Þar er Tókýó skipt upp í áhugaverð hverfi sem við skoðuðum mörg hver. Sjálf bjuggum við í hverfinu Roppongi, sem er að sögn gamalt og frekar lúið skemmt- anahverfi en er nú að rétta úr kútn- um, meðal annars með tilkomu verslunar- og viðskiptamiðstöðvar- innar Roppongi Hills. Þar nálægt er keisarahallarsvæðið og vilji maður fá almennilegt útsýni í Tókýó þá mæli ég með að ganga eða hlaupa í kringum hallargarðinn að kvöldlagi. Tókýó er eins og flestar stórborgir svo þéttbyggð að oft er útsýni af göt- unni af mjög skornum skammti en við hallargarðinn var hægt að virða fyrir sér hinar neonklæddu við- skiptahallir úr fjarlægð, og var það mögnuð sýn. Þeir sem séð hafa hina ágætu mynd Lost in Translation kannast við yfirgengilegt áreiti verslunar- hverfisins Shibuya. Ætli við höfum ekki eytt hvað mestum tíma þar, enda bjóðast þar takmarkalaus tækifæri til að skoða unglingatísku og götumenningu. Svo voru versl- anirnar ekki af verra taginu, en það kom þó snemma í ljós að ég þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af því að missa mig í fatainnkaupum, enda eru japanskar fatastærðir í smærra lagi. Ég lenti í því við fyrirhuguð buxnakaup í einni búðinni að af- greiðslumennirnir fóru að hlæja þegar þeir höfðu mælt mittismálið og sögðu að jafnvel stærstu fötin í búðinni væru alltof lítil. Ég kýs að túlka þetta sem svo að Japanir séu almennt mjög nettir í vaxtarlagi. Harajuku og Omote-sando eru einnig frábærir staðir til að eyða tíma og peningum á. Síðarnefnda verslunargatan er þó í dýrari kant- inum. Signý kom auga á þrumandi flott leðurstígvél í mjög „trendí“ verslun og aumingjans verslunar- fólkið var svo kurteist að það lét eft- ir henni að prófa, þótt það hafi nú getað gert sér í hugarlund að við værum ekki kjörkúnnar miðað við útganginn á okkur. Þau gáfu sig að Snorra af mikilli natni meðan við foreldrarnir skoðuðum fötin en þeg- ar kom að verðmiðanum hrökkluð- umst við út afsakandi okkur í bak og fyrir eins og við værum hrædd um að við yrðum rukkuð fyrir veru okk- ar í búðinni. Harajuku var á hin bóg- inn mun eðlilegri í verðlagi og óborganlegt var að fylgjast með tískumeðvituðu fólkinu sem fyllti göturnar, strákarnir í síðpönks- klæðnaði eins og Billy Idol á mektarárum sínum og stúlkurnar eins og samsuða af Victoriu Beck- ham og manga-fígúrum. Þrátt fyrir mjög töffaralegan „front“ voru Jap- anir hér eins og annars staðar með endemum hjálplegir, eins og sann- aðist best þegar tveir ungir töffarar með gel í hárinu og nælur í eyrunum hlupu á eftir okkur 50 metra í gegn- um mannþröngina til að láta okkur fá snuð sem Snorri hafði misst fyrir framan þá. Þeir beygðu sig og bugt- uðu og réttu okkur snuðið í kúptri hendi og við vorum svo undrandi að við rétt náðum að þakka fyrir okkur; arigato. Verslunar- og viðskipta- hverfið Ginza fannst okkur á hinn bóginn ekki mjög áhugavert en þar ráða stórar verslunarmiðstöðvar ríkjum með frekar óspennandi há- tískufatnað í tonnatali. Framan af ferðinni kom það okk- ur mikið á óvart hversu snyrtileg borg Tókýó er, en þegar við fórum að færa okkur fjær fínni verslunar- kjörnunum sáum við hversdagslegri hliðar stórborgarinnar. Í Ueno- garðinum urðum við áþreifanlega vör við að ekki allir geta keypt sér skó fyrir 200.000 kr. Margir búa þar í tjöldum og róta í ruslakörfum sér til lífsviðurværis. Þar nálægt var Ameyoko-verslunargatan þar sem verslunareigendur virðast sérhæfa sig í ódýrum eftirlíkingum af þekkt- um vörumerkjum, glingri og ódýrri matvöru. Þessi gata var fullkomið mótefni við snobbinu í hinum versl- unarhverfunum. Það var ekki laust við að maður fyndi til sektarkenndar yfir því að eyða jafnmiklum tíma og raun bar vitni í dýrari hverfum borgarinnar. Umhverfis versl- unarkjarnann Nakano Broadway var að finna endalaust úrval mis- kræsilegra matsölustaða í litlum, þröngum götum sem minntu tölu- vert á götumyndina í Blade Runner, nema hvað viðmótið var almennt bjartara. Manga, manga Þegar ég kom til Tókýó bjóst ég við að sjá manga úti um allt. Svo var þó ekki. Í mesta lagi 1-2 farþegar í þéttsetnum lestarvögnum lásu manga. Flestir aðrir fiktuðu í sím- unum sínum eða sváfu, oft í mjög út- Arigato, Tókýó Heimsókn til Tókýó er mikil upplifun eins og Heimir Snorrason og fjölskylda fengu að kynnast Feðgar á faraldsfæti Heimir Snorrason og Snorri Heimisson á gangi um götur Tókýó-borgar. » Áreitið er fullkomið.Hávaðinn, litirnir og lyktin blandast saman í kokteil sem erfitt er að lýsa. / ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 B.i.16.ára DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 LÚXUS VIP JESSE JAMES kl. 8 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 - 10:30 B.i.7.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝN. kl. 6 LEYFÐ „BEOWULF ER EINFALD LEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HVAR MYNDIR ÞÚ FELA ÞIG Í 30 DAGA... !? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.