Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÞEGAR manneskja lendir í vatni skiptir hver
einasta sekúnda máli. Þannig að þegar maður
lendir í vatni þarf að kalla alla út um leið,“ segir
Bryndís F. Harðardóttir, formaður svæðis-
stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á
svæði 16. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins barst upphaflega tilkynningin um bifreið
sem hafnaði í Höfðabrekkutjörnum til Neyð-
arlínunnar kl. 9.28 að morgni sunnudags, en
björgunarsveitin Víkverji í Vík fékk ekki boð
um útkall fyrr en kl. 10.18.
Þá þegar voru björgunaraðgerðir hins vegar
komnar vel á veg, því þannig vildi til að vegfar-
andinn sem upphaflega kom að og tilkynnti um
bílinn, Andrés Pálmason, er sjálfur í björg-
unarsveitinni og hann hafði í beinu framhaldi af
símtalinu til Neyðarlínunnar samband við fé-
laga sinn í björgunarsveitinni sem svo aftur
hafði samband við formann sveitarinnar sem fór
strax í það að útvega bát sem nota mætti við
björgunaraðgerðirnar. Aðeins nokkrum mínút-
um eftir að útkallið frá Neyðarlínunni barst,
þ.e. kl. 10.26, var maðurinn því kominn í sjúkra-
bíl sem kallaður hafði verið á svæðið.
Skoða þarf verkferla
Eftir því sem blaðamaður kemst næst komst
maðurinn ekki undir læknishendur fyrr en um
25 mínútum síðar, en formaður björgunarsveit-
arinnar er vanur sjúkraflutningamaður og var
um borð í sjúkrabílnum. Þegar maðurinn var
kominn í sjúkrabíl var læknir sem kallaður
hafði verið út frá Kirkjubæjarklaustri ekki
lagður af stað en hann er um 40 mínútur að
keyra frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur. Var þá
ákveðið að keyra til móts við lækni sem kom frá
Hvolsvelli. Læknir og sjúkrabíll hittust á móts
við Heimaland, rétt hjá Markarfljóti undir
Eyjafjöllum, skömmu fyrir kl. 11. Sjúkrabíllinn
hélt áfram áleiðis til Hvolsvallar þar sem mað-
urinn fór í sjúkraflug með TF-Líf, sem lenti
með manninn á Borgarspítala rétt rúmlega tólf.
„Í raun er það kraftaverk að maðurinn skuli
vera á lífi,“ segir Bryndís og tekur fram að í
sínum huga séu það mikil vonbrigði að komast
að því að liðið geti klukkustund frá því tilkynn-
ing berst um mann í vatni þar til björgunarsveit
á svæðinu hafi verið kölluð út, enda sé það, að
hennar sögn, forgangsverkefni að fara í bílinn
og leita af sér allan grun. Segir hún nauðsyn-
legt fyrir þá sem komu að ferlinu að fara yfir
alla verkferla til þess að skoða hvort eitthvað
hefði mátt betur fara.
Ekki ljóst hvort einhver væri í bílnum
Leitað var upplýsinga hjá bæði Neyðarlín-
unni og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar, en á
báðum stöðum var blaðamanni bent á að hafa
beint samband við yfirlögregluþjón hjá lögregl-
unni á Hvolsvelli. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn
lögreglunnar á Hvolsvelli, að upphaflega til-
kynningin hefði borist til Neyðarlínunnar sem
hefði í framhaldinu gefið símtalið áfram til
Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem hafði
samband við varðstjóra lögreglunar á Hvolsvelli
sem í framhaldinu ræsti út lögreglumann í Vík
til að skoða aðstæður.
Að sögn Sveins lá á þeim tímapunkti aðeins
fyrir að sést hefði til bíls í Höfðabrekkutjörn-
um, en ekki hefði komið fram hvenær bíllinn
hefði farið út í vatnið né heldur hvort fólk væri í
bílnum. Sagði hann að upphaflega hefði verið
talið að bíllinn tengdist öðru máli, en ákveðið
hefði verið ræsa út bakvaktarmaður í Vík til að
kanna málið. „Lögreglumaður skoðar aðstæður
á staðnum og um leið og hann verður var við að
manneskja sé í bílnum ræsir hann út björg-
unarsveitina,“ segir Sveinn. Aðspurður segir
hann Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar síðan
hafa séð um að kalla út björgunarsveitina í
gegnum Neyðarlínuna, sjúkrabílinn, lækni og
þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Spurður hvort ekki hefði þótt ástæða til þess
að ræsa björgunarsveitina út fyrr segir Sveinn
að auðvitað sé alltaf hægt að vera vitur eftir á.
„Það var, að mér skilst, enginn grunur strax um
að manneskja væri í bílnum og útkallið afgreitt
í samræmi við það,“ segir Sveinn. Tekur hann
fram að hann hafi ekki heyrt upphaflega sam-
talið þar sem tilkynnt var um bílinn. „Ég sé
hins vegar ekkert óeðlilegt í ferlinu miðað við
þær upplýsingar sem lágu fyrir á hverjum
tíma. En það má auðvitað alltaf gagnrýna, læra
af reynslunni og gera betur næst ef við getum.“
Þýðir ekkert að bíða
Í samtali við Morgunblaðið segist Andrés
Pálmason, sem býr í Kerlingardal sem er
skammt frá slysstað, ekki hafa séð hvort mann-
eskja væri inni í bílnum sem maraði í hálfu kafi
þegar hann kom að slysstað enda hefðu verið
kringum 25-30 metrar frá bakkanum og út að
bílnum. Hann hefði hins vegar talið mun meiri
líkur heldur en minni á því að ökumanni hefði
ekki tekist að koma sér út úr bílnum, enda mar-
aði bíllinn í hálfu kafi og ljóst að vatnið væri af-
ar kalt. „Þegar maður sér svona þá gerir maður
alltaf ráð fyrir því að ökumaður sé enn í bíln-
um,“ segir Andrés og tekur fram að viðmæl-
endur hans hafi haft orð á því að bíllinn í vatn-
inu gæti verið bíll sem dreginn hefði verið upp
daginn áður. „En það gat náttúrlega ekkert
verið. Þeir hefðu vitað það ef þeir hefðu hlustað
á mig.“
Andrés fór strax að símtali loknu í björg-
unaraðgerðir ásamt nágranna sínum og for-
manni björgunarsveitarinnar í Vík og voru
björgunaraðgerðir langt komnar þegar útkallið
loks kom. „Í þessu tilviki þýðir hins vegar ekk-
ert að bíða. Það er annaðhvort strax eða ekki,
því það munar um hverja mínútuna,“ segir
Andrés.
Hátt í klukkustund leið
frá tilkynningu að útkalli
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Björgun Björgunarmenn komu manninum sem var í sjálfheldu í bíl sínum til lands á gúmmíbáti.
„Það er annaðhvort strax
eða ekki, því það munar
um hverja mínútuna“
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
„VIÐ verðum að átta okkur á því að hér er ekki
um neina venjulega söluvöru að ræða, heldur
lifandi manneskjur í mjög mikilli neyð sem
nauðugar viljugar eru fluttar á milli landa og
seldur aðgangur að líkama þeirra,“ segir Kol-
brún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna, sem hefur endurtekið lagt fram á Al-
þingi frumvarp um fórnarlambavernd.
„Glæpamennirnir eru útsmognir og beita ótrú-
legustu aðferðum við að hremma fórnarlömbin
í gildrur sínar. Klám- og vændisiðnaðurinn er
orðinn svo gríðarlega umfangsmikill að hann
veltir jafnmiklu í krónum talið og fíkniefnasala
og vopnasala.“
Það eru nær þrír áratugir síðan Sameinuðu
þjóðirnar vöktu fyrst máls á mansali til kynlífs-
þrælkunar. Í desember árið 2000 var Palermo-
samningurinn gerður en í honum felst m.a. að
ríki heims grípi ekki eingöngu til úrræða
tengdra landamæraeftirliti og ákvæða í hegn-
ingarlögum, heldur beini sjónum sínum að
fórnarlömbunum. „Íslensk stjórnvöld hafa
ekkert aðhafst í þessum efnum hingað til, jafn-
vel þó við höfum undirritað Palermo-samning-
inn um leið og hann var gerður,“ segir Kolbrún.
„Allar götur síðan hefur
ríkisstjórnin dregið lapp-
irnar í málinu og ekki sýnt
vilja til að takast á við hið
raunverulega verkefni. Við
stoppum ekki þessa nútíma-
þrælasölu á landamærun-
um eða með því að refsa
glæpamönnunum, við
stoppum hana eingöngu
með því að opna augun fyrir
því að við erum ábyrg fyrir
þeim konum sem finnast ólöglegar í landinu og
verið er að gera út. Þær koma hingað sem
ferðamenn, svo það er engin ástæða til að
stoppa þær á landamærunum. Þær geta dvalið
hér sem slíkar allt upp í þrjá mánuði og svo eru
þær sendar eitthvað annað.“
Spurð hvort þetta tíðkist hér á landi svarar
Kolbrún: „Það bendir allt til þess. Við höfum
oftar en einu sinni fengið fregnir af konum sem
ástæða hefur verið til að kanna nánar hvort
svona er ástatt um.“
Kolbrún segir að upplýsingar um konurnar
skili sér helst til Kvennaathvarfs, Stígamóta og
neyðarmóttöku vegna nauðgana en síður til
lögreglunnar. „Þær eru hræddar við lögregl-
una því lögreglan í heimalöndum þeirra kann
að hafa brugðist þeim. Yfir þeim vofa líka hót-
anir glæpamanna ef þær leita til lögreglu. Úr-
ræði lögreglunnar hafa fyrst og fremst verið
þau að senda þær aftur til landsins sem þær
komu frá, en það er ávísun á að þær lendi aftur í
höndum glæpahringsins. Til að rjúfa tengsl
fórnarlambanna við glæpahringinn þarf að
hjálpa þeim að komast aftur á fætur og eignast
nýtt líf. Það gerum við eingöngu með því að
koma til móts við grunnþarfir kvennanna, út-
vega þeim öruggan dvalarstað og þá aðstoð
sem nauðsynleg er.“
Kolbrún segir nauðsynlegt að veita konun-
um undanþágu frá reglum er gilda um dval-
arleyfi, veita þeim félagslega aðstoð, húsaskjól,
lögfræðiaðstoð og jafnvel atvinnu eða mennt-
un. „Það er mjög mikil ábyrgð sem á okkur
hvílir. En ríkisstjórn Íslands hefur skotist und-
an þeirri ábyrgð og neitað að gera nauðsyn-
legar lagabreytingar.“
Verkin látin tala í stað áætlanagerðar
Þá hafa allar Norðurlandaþjóðirnar, að Ís-
landi undanskildu, gert aðgerðaáætlanir til að
vinna gegn mansali. Í svari Björns Bjarnason-
ar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kolbrún-
ar um þetta mál í janúar sl. sagði m.a.: „Það
hefur ekki verið sest niður til að semja áætl-
anir, heldur hafa verkin verið látin tala, m.a.
með breytingum á lögum og með flutningi
frumvarpa, m.a. um breytingar á lögreglulög-
unum, upptöku greiningardeilda og annarra
slíkra þátta.“
Dómsmálaráðherra hefur nú lagt fram á Al-
þingi frumvarp til laga um breytingar á al-
mennum hegningarlögum sem m.a. byggja á
ákvæðum Evrópuráðssamnings um aðgerðir
gegn mansali.
Kolbrúnu finnst hins vegar enn vanta að
hagsmuna fórnarlamba mansals sé gætt í lög-
um og mun leggja frumvarp sitt um fórnar-
lambavernd enn og aftur fyrir þingið.
Hagsmuna fórnarlamba verði gætt
Fórnarlambavernd er mikilvægur þáttur í baráttunni gegn mansali hér á landi að mati Kolbrúnar
Halldórsdóttur þingmanns VG Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi er hafið í sautjánda sinn
Í HNOTSKURN
»Í fórnarlambavernd, felst m.a. aðfórnarlamb mansals skuli njóta
nafnleyndar, leyndar á dvalarstað og
annarra nauðsynlegra öryggisráðstaf-
ana.
»Þá skal viðkomandi gefinn kostur átímabundnu dvalar- og atvinnuleyfi
og rétt á félagslegum stuðningi. s.s. sál-
rænni og lögfræðilegri aðstoð, læknis-
hjálp og þjónusta túlka.
Kolbrún
Halldórsdóttir
kl. 09.28 Andrés Pálmason hringir í
Neyðalínuna til að tilkynna að bíll
hafi farið út í Höfðabrekkutjarnir,
austan við Vík. Hann segist ekki
geta útilokað að manneskja sé í bíln-
um. Andrés hefur í framhaldinu
samband við ábúanda á næsta bæ.
kl. 09.40 Lögreglumaður í Vík er
ræstur út.
kl. 09.48 Félagi Andrésar hringir í
formann björgunarsveitarinnar Vík-
verja í Vík og biður um aðstoð og bát
til að skoða bíl sem sé í lóni við
Höfðabrekku. Ekki var á þeim tíma-
punkti vitað hvort bíllinn væri mann-
laus. Formaðurinn bregst strax við.
kl. 09.55 Lögreglumaðurinn kemur
á slysstað.
kl. 10.04 Sjúkrabíll kallaður út og
læknir á Kirkjubæjarklaustri ræst-
ur út.
kl. 10.18 Björgunarsveitarmenn
Víkverja fá útkall frá Neyðarlínunni.
kl. 10.22 Lögreglan á Hvolsvelli
óskar eftir þyrlu Landhelgisgæslu
Íslands vegna sjúkraflugs.
kl. 10.24 Björgunarsveitarmönnum
hefur tekist að koma ökumanni bif-
reiðarinnar yfir í björgunarbát og
eru á leið í land.
kl. 10.26 Maðurinn er kominn í
sjúkrabíl.
kl. 10.33 Læknir á Hvolsvelli er
kallaður út. Rétt fyrir kl. 11 mætir
læknirinn á Hvolsvelli sjúkrabílnum
á móts við Heimaland undir Eyja-
fjöllum.
kl. 11.25 TF-Líf þyrla Landhelg-
isgæslunnar lendir á Hvolsvelli og
maðurinn er fluttur um borð.
kl. 12.05 Þyrla Gæslunnar lendir
með manninn við Borgarspítalann.
Atburðarásin
MAÐURINN sem bjargaðist út úr
bíl sínum sem hafði steypst út í
Höfðabrekkutjarnir á sunnudag er
á batavegi á gjörgæsludeild Land-
spítalans. Hann var hafður í önd-
unarvél þangað til í gær og telur
vakthafandi læknir að hann muni
ná sér af ofkælingunni.
Björgunarsveitarmenn fóru út á
tjörnina á gúmbát og björguðu
manninum með því að brjóta hlið-
arrúðu bílsins með ár, en maðurinn
var þá orðinn mjög kaldur. Telur
lögreglan að það hafi orðið honum
til happs að hann komst í aftursæti
bílsins, en þá var bíllinn nánast
kominn á kaf í ísköldu vatninu.
Hlaut maðurinn ennfremur mikið
högg við útafkeyrsluna.
Honum var ekið til Hvolsvallar
þar sem þyrla Landhelgisgæsl-
unnar náði í hann og flutti hann til
Reykjavíkur.
Á batavegi