Morgunblaðið - 27.11.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SJÓNVARPSFRÉTTIR Á MBL.IS
Í gær hófst útsending sjónvarps-frétta á mbl.is, netútgáfu Morg-unblaðsins. Þar með er hafinn
rekstur vísis að fjórða fjölmiðlinum á
vegum Árvakurs hf., sem staðið hefur
að útgáfu Morgunblaðsins mestan
hluta af útgáfutíma blaðsins, sem nú
er orðinn 94 ár. Auk Morgunblaðsins
gefur Árvakur hf. nú út fríblaðið 24
stundir, sem sækir hart að hinu frí-
blaðinu á markaðnum í lestri. Jafn-
framt rekur Árvakur hf. öflugasta
netmiðil þjóðarinnar, mbl.is, og á
grundvelli hans eru nú hafnar út-
sendingar á sjónvarpsfréttum á net-
inu. Líklegt má telja, að þegar stund-
ir líða fram muni þessum útsend-
ingum vaxa fiskur um hrygg og verða
að sjálfstæðri starfsemi í upplýsinga-
húsi Árvakurs hf.
Útsendingar sjónvarpsfréttanna
byggjast fyrst og fremst á þeirri
fréttaöflun, sem fram fer á mbl.is, en
einnig á sjálfstæðri fréttaöflun mbl.
sjónvarps. Ritstjórnir Morgunblaðs-
ins og mbl.is voru sameinaðar sl.
haust og eru sjónvarpsfréttir mbl.is
því afrakstur af þeirri sameiginlegu
fréttaöflun, sem fram fer á ritstjórn
Morgunblaðsins og mbl.is. Eftir að
ritstjórn 24 stunda varð hluti af þeirri
upplýsingaöflun, sem dag hvern fer
fram á vegum Árvakurs hf., leggur
hún einnig töluvert efni af mörkum á
netútgáfu Morgunblaðsins, mbl.is, og
sækir einnig nokkurt efni til netút-
gáfunnar.
Óhætt er að fullyrða, að sú upplýs-
ingaöflun, sem nú fer fram á vegum
Árvakurs hf., er sú öflugasta á land-
inu og er notuð af fleiri Íslendingum
en upplýsingastarfsemi nokkurs ann-
ars fyrirtækis hérlendis.
Í húsakynnum Árvakurs hf. við Há-
degismóa hefur verið byggð upp
mjög fullkomin aðstaða til vinnslu og
útsendingar á sjónvarpsfréttum og
raunar til fjölbreyttari sjónvarps-
starfsemi á mbl.is. Fyrst um sinn
verða sjónvarpsfréttirnar sendar út
skömmu fyrir hádegi en þær er að
sjálfsögðu hægt að skoða hvenær sem
er sólarhringsins. Þær verða jafn-
framt uppfærðar reglulega eftir því
sem tilefni er til.
Með útsendingu sjónvarpsfrétta er
fjölmiðlastarfsemi Árvakurs hf. að
breikka og verða víðtækari. Nú er
hægt að bregðast við atburðum líð-
andi stundar með fjölbreyttari hætti
en áður og veita þar með lesendum og
notendum betri þjónustu en ella.
Fjölmiðlastarfsemi nútímans verð-
ur stöðugt umfangsmeiri og segja
má, að fjölmiðlun sé orðin lykilþáttur
í öllum lýðræðisþjóðfélögum samtím-
ans, með sama hætti og það er orðið
eitt helzta verkefni einræðisþjóð-
félaga að þagga niður í fjölmiðlum.
Þeir hafa aldrei verið mikilvægari en
nú.
Að frjálsri fjölmiðlun steðja hins
vegar ýmsar hættur á okkar tímum.
Þess vegna er mikilvægt að standa
vörð um frelsi fjölmiðla. Þrýstingur á
þá kemur úr mörgum áttum.
Starfsfólk Árvakurs hf. fagnar nýj-
um þætti í fjölmiðlastarfi félagsins.
HVERJIR BÚA TIL FÖTIN OKKAR?
Fyrir rétt rúmu ári birtist í blaðinuSunday Times frásögn af aðstæð-
um vinnandi barna í Indlandi. Þar var
sagt frá tveimur drengjum frá Bihar,
einu fátækasta héraði Indlands, sem
voru teknir úr skóla af fjölskyldum
sínum og sendir til Delí. Þar sátu þeir
á grófri mottu á gólfi verkstæðis í fá-
tækrahverfi, þar sem dauninn steig
upp úr opnum ræsunum fyrir utan.
Saumuðu glitrandi perlur á klæði í 12
tíma á sólarhring. Þeim, ásamt hinum
ellefu börnunum á verkstæðinu, var
leyft að rétta úr sér í klukkustundar-
löngu hádegishléi dag hvern og einn
frídag fengu þeir í viku. Sá yngri,
Fayaz, sem að sögn blaðamanns
Sunday Times leit ekki út fyrir að vera
nema átta ára í mesta lagi, var „ótta-
sleginn á svip og fylgdist með því
hvort yfirmaðurinn væri að hlusta áð-
ur en hann játaði að hann vissi ekki
hvað hann væri gamall. „Ég þéna 300
rúpíur [um 450 kr.] á viku. Ég sakna
vina minna,“ sagði hann. „Ég gekk í
skóla og ég sakna verunnar þar“.“
Þessar aðstæður eru, eins og Sunday
Times bendir á, hið skelfilega leynd-
armál tískuiðnaðarins, þ.e.a.s. öll
börnin sem vinna fyrir 4-5 krónur á
klukkustund, til að þjóna verslunar-
þörf Vesturlandabúa með sem ódýr-
ustum hætti.
Talið er að í Indlandi vinni tólf og
hálf milljón barna við aðstæður sem
hér væri einungis hægt að skilgreina
sem þrældóm. En aðstæðurnar þar
eru ekkert einsdæmi. Vitað er að í
Asíu vinna börn víða við ömurlegar að-
stæður, og nú síðast berast fregnir af
tæplega hálfri milljón barna í Úsbek-
istan sem smalað er út úr skólunum og
upp í rútur með lögreglufylgd til að
tína bómull í tískufatnað Vesturlanda-
búa.
Hvernig stendur á þessu? Skýring-
ar þekktra fyrirtækja á borð við Gap,
Top Shop, Asda og nú síðast H&M eru
áþekkar. Öll vilja þessi fyrirtæki
standa fyrir háleit gildi og siðferðis-
vitund í viðskiptum, en kenna undir-
verktökum um. Í því gríðarlega magni
fatnaðar sem selst í ríkum löndum
heims, segja talsmenn þeirra, er erfitt
að fylgja því eftir að allir undirverk-
takar og birgjar standi undir siðferð-
islegum kröfum neytenda á Vestur-
löndum. Þetta er auðvitað fyrirsláttur,
því vitaskuld er hægt að votta uppruna
allrar vöru frá upphafi til enda, en það
kostar peninga. Peninga sem leggjast
ofan á vöruverðið og annaðhvort
minnka hagnaðinn af vörunni eða
hægja á veltunni er verðið hækkar.
Neysla okkar á Vesturlöndum er
gríðarleg, Ísland er þar engin undan-
tekning. Þessi skefjalausa Neysla er
um margt siðlaus. Fólk kaupir um-
hugsunarlaust vöru sem er svo ódýr að
það er nánast óhugsandi annað en að
einhver hafi þurft að þjást til að fram-
leiða hana. Er ekki kominn tími til að
neytendur spyrji hver hafi búið til föt-
in á slánum, áður en þeir kaupa þau?
Og neiti sér um kaupin séu svörin ekki
fullnægjandi?
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ídag, 27. nóvember, eru 80 árfrá því Ferðafélag Íslandsvar stofnað. Það var fyriráeggjan Sveins Björnssonar,
þá sendiherra í Danmörku, að fáein-
ir menn tóku sig til í Reykjavík
haustið 1927 og stofnuðu félagið.
Forgöngumaður þar var Björn
Ólafsson stórkaupmaður en fyrsti
forseti félagsins var Jón Þorláksson.
Í tilefni afmælisins stendur Ferða-
félagið fyrir ýmiss konar samkom-
um. Ólafur Örn Haraldsson, forseti
félagsins, segir að þótt sitt hvað í
grundvallarstarfi félagsins haldist
ávallt óbreytt sé félagið framsýnt og
hyggi á ýmsa nýbreytni á þessum
tímamótum. Það er til marks um líf-
ið í félaginu að um 2 þúsund manns
hafa gengið í það á síðustu tveimur
árum og eru félagsmenn nú vel á
áttunda þúsund.
Ferðabylgja frá Evrópu
Á fyrstu árum Ferðafélagsins voru
vegir á Íslandi harla ófullkomnir. Til
að mynda var illfært upp í Borgar-
fjörð nema ríðandi mönnum og
gangandi. Þegar fyrsta sæluhús fé-
lagsins var reist, í Hvítárnesi árið
1930, var efni til þess reitt á klyfja-
hestum. En síðan olli vegaleysið því
að fyrsta ferð félagsins var ekki far-
in í húsið fyrr en fjórum árum síðar.
„Stofnun Ferðafélagsins verður
ekki til upp úr þurru heldur er áhrif
af bylgju heilsuræktar og náttúru-
dýrkunar sem barst frá Evrópu,“
segir Ólafur Örn. „Löng hefð var
fyrir fjallaferðum og skíðaíþróttum
á Norðurlöndum. Þjóðverjar og
Englendingar voru einnig ötulir og
ferðir suður í Alpa urðu vinsælar hjá
vissum þjóðfélagshópum sem höfðu
fé og frístundir. Síðan fylgdi þessu
pólferðir, afreks- og landkönnunar-
ferðir í lok 19. aldar og byrjun þeirr-
ar 20. Allt þetta blés mönnum metn-
aði í brjóst. Þarna er líka að baki
landvinningastefna og stórvelda-
metnaður þjóða. Á þessum tíma var
viðhorf fólks til brauðstrits og frí-
stunda allt annað en nú er. En um
þetta leyti var að vakna hér áhugi á
frístundum og áræði til að skoða
óbyggðirnar.
Menn fóru að treysta sér inn á
fjöll og höfðu nú til þess tól og tæki,
bílarnir voru líka komnir til sögunn-
ar og fólk fór í sporttúra kringum
bæinn. Við sjáum þetta líka á skáld-
unum okkar og málurum, menn eins
og Laxness og fleiri fara austur að
Laugarvatni eftir 1930 og dvelja
þar. Skyndilega var komið svo
margt sem opnaði fólki sýn á að
fleira væri til en brauðstritið eitt.“
En þátttaka í starfi félagsins var
væntanlega síður stéttbundin hér en
sunnar í álfunni? „Já, hún var það.
Þótt þessir framámenn hafi stofnað
félagið þá var það strax svo að þeir
sem komu í ferðir félagsins voru
bara hver sem var, þar var enginn
mannamunur.
Þannig hefur það líka alltaf verið.
Enda er svo að þegar fólk er komið í
svona ferð þá eru allir jafnir. Það er
fyrst og fremst ferðafélagar og njóta
þess sem ferðin býður. Félagið opn-
ar í raun öllu fólki tækifæri til að
komast það sem það komst ekki af
sjálfsdáðum. Menn áttu ekki bíl og í
Reykjavík átti fólk heldur ekki allt
hesta til að ferðast. En nú var hægt
svæði, oft með sögulegum s
unum. Hversu mikilvægt fi
Ólafi Erni það vera á ferðum
landið að hafa söguna í fart
„Félagið hefur alltaf lagt gr
áherslu á að vera með úrval
arstjóra í ferðum sínum, fró
landið og söguna. En ég hef
áherslu á að félagið einskor
ekki við þetta, að ferðir þes
ekki um of þrungnar fræðsl
þekkingu. Ég legg líka mik
áherslu á gleðina, að það sé
maður sé manns gaman. Ei
bestu kynni sem fólk á er í f
um. Við að takast á við þess
veru, þetta sameiginlega vi
efni, dregur fólk fram svo
skemmtilegar hliðar á sjálfu
öðrum. Ég legg því alltaf áh
fegurðina og gleðina. Síðan
ferðir gjarnan með veglegu
kvöldi að íslenskum hætti, g
skemmtun, leikjum og fjöri
Þetta inntak í starfi félag
ur ekkert breyst öll þessi ár
blæbrigðin hafi breyst.
Annað sem ég vil leggja á
er þessi samfélagslega ábyr
verkefni sem Ferðafélagið h
tekið að sér. Það hefur ráði
sem í mörgum löndum eru æ
sveitarfélögum, ríkisvaldi, j
einkafyrirtækjum. Dæmi u
er smíði á brúm yfir ár, mer
leiða og umsjón með öryggi
að slá sér saman, fara á skipi í Borg-
arnes eða keyra á stærri bílum aust-
ur fyrir fjall.“
Ólafur vandist sjálfur ferðum í
náttúrunni frá blautu barnsbeini.
Faðir hans, Haraldur Matthíasson,
skrifaði margar árbækur fyrir
Ferðafélagið og móðir hans, Kristín
S. Ólafsdóttir, var mikil íþrótta- og
útivistarmanneskja. Einnig er Har-
aldur Örn sonur hans landskunnur
fjallagarpur og heimskautafari.
„Foreldrar mínir voru mikið
ferðafólk. Þau fóru í ferðir með bak-
og svefnpoka dögum saman og fóru
oft á slóðir sem ekki hafði verið farið
á öldum saman og sumar kannski
aldrei fyrr. Þetta þótti sérkennilegt
á þeirri tíð. Þá var vaknaður með
þjóðinni mikill áhugi á bílum og því
að brjótast á þeim allar mögulegar
leiðir. Ég man eftir ferðum með
þeim sem strákur, t.d. í Þjórsárver,
sem höfðu gríðarmikil áhrif á mig
svo ég var í raun ekki samur maður
eftir.“
Fræðslan má ekki sliga gleðina
Fræðslustarf og útgáfustarfsemi
hefur verið samofin starfi Ferðafé-
lagsins frá fyrstu tíð. Þar ber hæst
Árbækurnar, sem Ólafur Örn kallar
„flaggskip félagsins“ enda orðnar
einstæð heimild um land, sögu og
þjóðmenningu. Einnig hefur félagið
gefið út einstök rit um tiltekin
Athvarf Skálar Ferðafélags Íslands skipta miklu máli í starfsemi
Morgunblað
Ferðalangur Ólafur Örn Haraldsson, forseti félagsins, á góðri st
Ævintýri sem ek
Ferðafélag Íslands
fagnar stórafmæli um
þessar mundir. Hall-
grímur Helgi Helga-
son hitti af þessu til-
efni Ólaf Örn Haralds-
son, forseta félagsins,
og komst að því að öld-
ungurinn er í fullu fjöri
og félögum fjölgar
jafnt og þétt.