Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 2
2 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Keyrði á barn og flúði
Fjögurra ára drengur alvarlega slasaður eftir bílslys í Reykjanesbæ í gær
Lögregla leitar ökumannsins og kallar eftir upplýsingum frá almenningi
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
EKIÐ var á fjögurra ára dreng á
mótum Vesturgötu og Birkiteigs í
Reykjanesbæ rétt eftir klukkan fimm
í gærdag. Ökumaðurinn flúði af vett-
vangi, en vegfarendur komu drengn-
um til hjálpar og lögreglu og neyð-
arflutningamenn bar síðan skjótt að.
Drengurinn mun eiga heima í næsta
nágrenni við slysstaðinn.
Samkvæmt upplýsingum frá yfir-
lækni á Landspítala í gærkvöld var
drengurinn mikið slasaður og í önd-
unarvél. Að sögn lögreglunnar á Suð-
urnesjum var hann meðvitundarlaus
þegar vegfarendur bar að og talsvert
slasaður á höfði.
Tveir aðrir ökumenn voru á ferð í
grenndinni og sáu úr fjarlægð þegar
ekið var á barnið. Þeir höfðu sam-
stundis samband við lögreglu og örfá-
um mínútum síðar var drengurinn
kominn um borð í sjúkrabíl á leið til
Reykjavíkur. Lögreglubifreið frá
Suðurnesjum fór á undan og lögregl-
an á höfuðborgarsvæðinu lokaði
gatnamótum á leiðinni til þess að
greiða för sjúkrabílsins.
Annar ökumannanna lýsti bifreið-
inni sem dökkum eða bláum skutbíl.
Hugsanlegt er að hann sé dældaður
að framan. Ekki fengust upplýsingar
um hraða eða aksturslag bílsins í
gærkvöld.
Lögreglunni á Suðurnesjum hafði í
gær borist nokkur fjöldi ábendinga
og allir starfskraftar embættisins
beinast nú að því að upplýsa málið.
Allir sem telja sig hafa einhverjar
upplýsingar um atburðinn eru ein-
dregið hvattir til að hringja í síma
112.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Slysstaður Lögreglumenn unnu á vettvangi slyssins í Keflavík í gær.
FULLTRÚAR Háskóla Íslands,
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Landsbankans undirrituðu í gær yf-
irlýsingu um samstarf og stuðning
við þróunar- og rannsóknarverkefni
Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála um íbúalýðræði, fé-
lagsauð, þátttöku og lýðræðiskerfi
íslenskra sveitarfélaga árin 2007-
2010.
Markmið verkefnisins er að
leggja grunn að aukinni lýðræð-
islegri þátttöku með vandaðri að-
ferðafræði sem byggist á yfirgrips-
mikilli rannsókn og umræðu, segir í
tilkynningu.
Í rannsókninni, sem mun ná til 22
stærstu sveitarfélaga landsins þar
sem 89% landsmanna búa, verður í
fyrsta skipti tekin saman reynsla ís-
lenskra sveitarfélaga af íbúalýðræði,
einkum á sviði umhverfis- og skipu-
lagsmála. Lærdómar verða dregnir
af reynslunni sem geta stuðlað að
markvissari aðferðafræði sveitarfé-
laganna við samráð við íbúana í
framtíðinni.
Verkefninu er hrint af stað í tilefni
af fimm ára starfsafmæli Stofnunar
stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Stjórnandi rannsóknarinnar er
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Rannsaka íbúalýðræði í þrjú ár
Morgunblaðið/Kristinn
Standa saman Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Háskóla Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða: Ólafur Þ.
Harðarson, varaforseti háskólaráðs, Gunnar Helgi Kristinsson, form. stj. Stofnunar stjórnsýslufræða, og Helga
Jónsdóttir stjórnarmaður og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður. F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga: Hall-
dór Halldórsson formaður, Þórður Skúlason frkvstj. og Anna G. Björnsdóttir, forstm. þróunarsviðs. F.h. Lands-
bankans: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, og Hermann Jónasson, frkvstj. sölu- og markaðssviðs.
„Í STJÓRNARSÁTTMÁLANUM
er gert ráð fyrir því að skattalækk-
anir á kjörtímabilinu komi til
greina, en þær hafa ekki verið
tímasettar. Þannig að það er ekki
verið að fresta neinu sem þegar
var búið að ákveða,“ segir Geir H.
Haarde forsætisráðherra í samtali
við Morgunblaðið, í tilefni af frétt
sem birtist á vef Bloomberg í gær.
Þar skrifaði blaðamaður Bloom-
berg að forsætisráðherra Íslands
hefði gefið til kynna að hann hygð-
ist fresta fyrirhuguðum skatta-
lækkunum þar til hægt hefði að-
eins á þenslunni í efnahagslífinu.
Segir Geir túlkun blaðamannsins á
ummælum sínum ekki standast,
enda hafi aldrei verið búið að tíma-
setja hugsanlegar skattalækkanir.
„Þess vegna er það einhver mis-
skilningur að
einhverju hafi
verið frestað,“
segir Geir og
minnir á að enn
séu þrjú og hálft
ár eftir af núver-
andi kjörtímabili
og því nægur
tími til stefnu.
Geir segist í
viðtalinu við
blaðamann Bloomberg hafa látið
þess getið að íslensk stjórnvöld
væru nýkomin út úr fjögurra ára
skattalækkunaráætlun sem endað
hefði 1. mars sl. með lækkun virð-
isaukaskatts af matvælum um
helming. „Það er því ekkert skrýt-
ið þó menn kasti aðeins mæðinni í
þessum efnum.“
Ekki verið að
fresta neinu
Geir H. Haarde
Forsætisráðherra segir hugsanlegar
skattalækkanir ekki hafa verið tímasettar
SAMBAND sveit-
arfélaga telur að
kostnaðarauki
þeirra vegna
lengingar kenn-
aranámsins, sem
boðuð er í frum-
varpi um mennt-
un og ráðningu
kennara, geti
orðið um 1,5
milljarðar á ári.
Þetta kom fram í ræðu Halldórs
Halldórssonar, formanns Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, við
setningu Skólaþings sveitarfélaga á
Hilton Reykjavík Nordica í gær.
Halldór vék m.a. að frumvörpum
um leik- og grunnskóla og sagði að
samkvæmt kostnaðarumsögn um
frumvarp um menntun og ráðningu
kennara verði árlegur kostnaðar-
auki um 800 milljónir kr. árið 2018.
Hann taldi það varlega áætlað því
þá verði kostnaðaráhrifin ekki að
fullu komin til framkvæmda. Sam-
bandið áætli að þegar þau verða að
fullu komin fram muni þau nema
um 1,5 milljörðum á ári. „Áformað
er að koma á samstarfi ráðuneyt-
isins og sambandsins til að fylgjast
með kostnaðaráhrifum nýrra laga
og sambandið mun að sjálfsögðu
gera kröfu til þess að kostnaðar-
auki sveitarfélaganna verði þeim
bættur, þegar hann verður leiddur í
ljós,“ sagði Halldór. | Miðopna
Eykur
kostnað
um 1,5
milljarða
Halldór
Halldórsson
ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og
útvegsmanna ákvað í gær að
hækka verð á þorski sem ráðstafað
er til eigin vinnslu eða seldur er til
skyldra aðila um 10% og ýsu um 5%.
Þessi hækkun skýrist af hækkun á
afurðum á erlendum mörkuðum.
Verð á þorski hefur hækkað fjórum
sinnum á árinu um samtals 33%.
33% hækkun
á þorskverði
SEX sprautufíkl-
ar hafa greinst
HIV-smitaðir á
þessu ári og hafa
þeir aldrei verið
fleiri. Samtals
hafa tólf greinst
HIV-jákvæðir
það sem af er
þessu ári, sem er
nokkur aukning miðað við und-
anfarin ár. Helmingur þeirra sem
greinst hafa í ár er konur. Þriðj-
ungur smitaðra er útlendingar. Al-
þjóðlegur baráttudagur gegn al-
næmi er í dag. Talið er að nú séu
33,2 milljónir smitaðar af alnæmi í
heiminum.
Tólf greindust
með HIV í ár
ÓDÝRASTA bensínið sem hægt er
að fá á Íslandi fæst núna á Selfossi,
en þar fæst bensínlítrinn á um 127
krónur. Algengt verð er 131 til 133
krónur á höfuðborgarsvæðinu.
Samkeppni í bensínsölu á Selfossi
er að aukast þessa dagana en Atl-
antsolía er að opna þar bensínstöð.
A.m.k. sumir samkeppnisaðilar
hafa brugðist við með því að lækka
verð og Atlantsolía hefur líka lækk-
að verð.
Ódýrt bensín
á Selfossi
F
Y
R
IR
F
Ó
L
K
S
E
M
G
E
R
IR
K
R
Ö
F
U
R
NÝJAR VÖRUR KOMNAR
KRINGLUNNI / SMÁRALIND