Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Jú, jú, þú mátt borða eins mikið af eplum og þú vilt Evan mín, það er enginn höggormur í
okkar Paradís.
Mætur skógræktarbóndi í frí-stundum, sem hefur það að að-
alstarfi að selja plasthráefni, Árni
Árnason, skrifar grein í Morg-
unblaðið í gær, þar sem hann gerir
athugasemdir við það sameiginlega
baráttumál Morgunblaðsins og
Gordons Browns,
forsætisráðherra
Breta, að plast-
pokar verði gerð-
ir útlægir úr
verzlunum.
Helzta vörnÁrna fyrir
plastpokana er
sú, að ekki tæki betra við ef plast-
pokum yrði útrýmt. Þá mundu
pappírspokar verða teknir í notkun
og um það segir Árni:
„… að tré verði höggvin til þess að
framleiða pappírsburðarpoka fyrir
verzlanir í stað plastpoka.“
Jafnframt segir Árni til varnarplastpokunum:
„Verzlanir hafa valið plastpok-
ana út frá umhverfisástæðum.
Ástæðan er sú, að framleiðsla á
plastpokum notar minni orku og or-
sakar minni loft- og jarðvegs-
mengun. Förgun plastpoka tekur
líka minna pláss á sorphaugum og
þeir taka minna rúm í flutningi.“
Og enn segir Árni plastpokunumtil varnar: „T.d. endurnýta 80%
af brezkum heimilum plastpokana.
Þeir eru notaðir undir sorp og
garðúrgang, sem pappírspokar
nýtast ekki til, undir gömul dagblöð
o.s.frv. og iðulega aftur og aftur.“
En gömlu, góðu innkaupanetin,Árni!
Hví gleymir þú þeim?
Hvers eiga þau að gjalda í skrif-um þínum?
STAKSTEINAR
Árni Árnason
En innkaupanetin Árni!
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!! "!
"
#$ $#
$
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
'
$
$
$
$
#$ $#
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
'" (
(
"'
" " &" "
'" "
'"'&
'" '" '" '" (
('
(
(
(
(&
('
(
(
(
('
(
(
*$BCD !!
" #
$ %
*!
$$
B *!
)* + ! !* ! ,
<2
<! <2
<! <2
)+ $#!- $%.!/#$0
C -
6
2
& ' !((
) *
B
'
)
(
+
,
( - ()
(
*
.$
/
(
0
) !((
,
(
( ' /*
-
(*
12##!!33 $#!!4 !- $%
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Eyþór Arnalds | 30. nóvember
Er Jesú hættulegur
börnunum?
Pólitískur rétttrúnaður
er í tísku um þessar
mundir enda er eitt
heitasta málið á Al-
þingi fyrirspurn Kol-
brúnar Halldórsdóttur
um lit á fötum ný-
fæddra barna. Nú er svo komið að
kristilegur boðskapur er talinn
„óheppilegur“ fyrir börn!
Til að gæta jafnræðis í anda póli-
tísks réttrúnaðar má ekki mismuna
trúarbrögðum og í skjóli þess …
Meira: ea.blog.is
Laufey Ólafsdóttir | 30. nóvember
Leiguverð …
Ég fékk í hendur nýj-
asta leigulistann og
ákvað að gera snögga
úttekt á leiguverði. Ég
hef heyrt því fleygt að
hátt leiguverð sé goð-
sögn og vildi nú blása á
þær sögusagnir. Ég kíkti aðeins á
aðrar minni leigumiðlanir og í blöð
og sá að þar var verð alveg í takt við
það sem gerist og gengur á leigulist-
anum svo ég lét hann nægja til að
reikna út meðaltal. Ég tek fram að
ég sleppti öllum eignum sem …
Meira: lauola.blog.is
Gestur Guðjónsson | 30. nóvember
Þjóðhagsstofnun
Davíð Oddsson lagði
niður Þjóðhagsstofnun
þegar hún hafði ítrek-
að sagt hluti sem hon-
um voru ekki að skapi,
enda Þjóðhagsstofnun
sjálfstæð stofnun. Í
framhaldinu var spárhluti hennar
settur inn í fjármálaráðuneytið,
þannig að sú þjóðhagsspá sem fjár-
lagafrumvarpið byggir á er gerð af
framkvæmdavaldinu sjálfu. Nú
kveður svo við að Ármann Kr. Ólafs-
son fjárlaganefndarmaður …
Meira: gesturgudjonsson.blog.is
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 30. nóv.
Sjónvarpið er dautt!
Sjónvarpið er dautt af-
þreyingarform. Bækur,
DVD, innlend dagskrá
og fréttir á netinu hafa
tekið við. Auk þess sem
vefir stútfullir af heim-
ildamyndum sem Rík-
issjónvarpið ætti að vera að sýna eru
í boði fyrir alla sem hafa áhuga á, á
síðum eins og þessari: www.free-
documentaries.org/ (meira um þær
heimildamyndir síðar).
Þetta er að vísu mín persónulega
upplifun á sjónvarpinu sem einhvern
tíma var stjórntæki í mínu lífi og ég
skottaðist eftir dagskránni eins og ég
ætti lífið að leysa. Það hefur hins veg-
ar ekki verið upp á teningnum í nokk-
ur ár. Fréttir horfi ég á, á netinu á
kvöldin eða morgnana – ekki á kvöld-
matartíma þegar sá stutti er á síð-
ustu batteríum dagsins.
Ef mig langar að sjá þátt sem
sýndur er í sjónvarpi kaupi ég mér
einfaldlega seríuna. Þannig á ég
t.a.m. alla West Wing-þættina, Peop-
les Century o.s.frv. og er laus við að
muna að kveikja á imbanum og færa
„social calendar-ið“ mitt eftir sjón-
varpsdagskránni. (Nota bene ég veit
ekkert jafn móðgandi og þegar ein-
hver getur ekki tekið þátt í einhverju
af því þá missi hann af þætti í sjón-
varpinu!)
Bækur áttu víst að deyja út með
tilkomu netsins en það rættist nú
ekki. Ég get hreinlega get ekki verið
án góðra bóka og bókin bíður alltaf
eftir mér ólíkt sjónvarpsdagskránni.
Nú innlenda dagskrárgerð á RÚV
er hægt að horfa á, á netinu, mér til-
Meira: bryndisisfold.blog.is
BLOG.IS
Ragnar Freyr Ingvarsson | 29. nóv.
Heimagert ravioli …
… Ljómandi gott
heimagert ravioli með
sætkartöflu og camem-
bert fyllingu. Það er
auðvelt að búa til pasta-
deig en það krefst tals-
verðar handavinnu. 500
gr. af hveiti eru sett í matvinnsluvél
og fimm stórum eggjum er bætt sam-
an við. Hrært saman með krafti.
Þetta verður að grófri mylsnu sem er
svo hellt á hreint borð og hnoðað
saman í eina kúlu í nokkrar mínútur.
Vafið í plastfilmu …
Meira: ragnarfreyr.blog.is
Tónlist í símann
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Milljón íslensk og erlend lög sem
þú getur eignast