Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkju-
málaráðherra og Knut Storberget,
dómsmálaráðherra Noregs, skrif-
uðu í gær undir samkomulag um
samstarf Íslands og Noregs um
kaup og rekstur nýrra langdrægra
björgunarþyrla í Þjóðmenning-
arhúsinu.
Miðað er við að Ísland kaupi
þrjár nýjar björgunarþyrlur og
Noregur tíu til tólf þyrlur. Stefnt er
að því að þær verði afhentar á ár-
unum 2011-2014.
Samvinnu ríkjanna er ætlað að
leiða til fjárhagslegs ávinnings og
ýmiss konar hagræðis, bæði við inn-
kaup og rekstur þyrlanna. Skiptir
þar mestu viðhaldsþjónusta og
þjálfun flugmanna og flugvirkja.
Fjórar björgunarþyrlur
Ríkisstjórn Íslands veitti dóms-
málaráðherra umboð til að rita und-
ir samkomulagið við Norðmenn á
fundi sínum 16. nóvember síðastlið-
inn. Er það í samræmi við áður
samþykktar tillögur dóms- og
kirkjumálaráðherra um eflingu
þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar
sem gera ráð fyrir því að í sveitinni
verði fjórar björgunarþyrlur, það er
þrjár stórar björgunarþyrlur auk
einnar minni þyrlu.
Með þessu á björgunargeta að
lágmarki að vera sú að unnt verði að
sinna leit og björgun með þyrlu á
landi og innan 200 sjómílna efna-
hagslögsögu Íslands við erfiðar veð-
uraðstæður og bjarga mönnum um
borð í þyrlu á þeim ystu mörkum.
Jafnframt er stefnt að því að öryggi
þyrluáhafna verði eins vel tryggt og
kostur er og að ávallt verði þyrla í
viðbragðsstöðu þegar önnur fer í
lengri ferðir frá ströndu.
Endanlegt kaupverð nýrra og
fullkominna björgunarþyrla ræðst
bæði af kröfum sem til þeirra verða
gerðar og samkeppni milli framleið-
enda. Gera má ráð fyrir að kaup-
verð hverrar björgunarþyrlu er full-
nægir framangreindum skilyrðum
geti verið um 2 milljarðar íslenskra
króna. Þá má gera ráð fyrir var-
anlegri hækkun rekstrarkostnaðar
Landhelgisgæslunnar vegna aukins
mannafla.
Við framkvæmd samkomulags
ríkjanna tveggja verður gætt gild-
andi reglna um opinber innkaup hér
á landi og á Evrópska efnahags-
svæðinu. Samráð hefur verið haft
við Ríkiskaup, fjármálaráðuneytið
og Landhelgisgæslu Íslands. Í sam-
vinnu við þá aðila verður beitt að-
ferðum verkefnastjórnunar við und-
irbúning, skipulagningu og stjórnun
þyrluverkefnisins af hálfu íslenskra
stjórnvalda.
Þar til nýju þyrlurnar verða af-
hentar Íslendingum leigir Land-
helgisgæsla Íslands Eurocopter Su-
per Puma- og/eða Dauphin-þyrlur
til leitar- og björgunarflugs, svip-
aðar þeim sem Landhelgisgæslan
hefur rekið undanfarna rúma tvo
áratugi.
Þrjár nýjar björgunarþyrlur
eru væntanlegar til Íslands
Ísland og Noregur hafa
samið um kaup og
rekstur á nýjum lang-
drægum björgunar-
þyrlum og verða þyrl-
urnar afhentar á
árunum 2011-2014.
Morgunblaðið/Sverrir
Samvinna Björn Bjarnason og Knut Storberget dómsmálaráðherrar við undirritun samkomulagsins í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær. Norðmenn kaupa tíu til tólf björgunarþyrlur samkvæmt því og Íslendingar þrjár.
JÓN Gunnar Ott-
ósson, forstjóri
Náttúrufræði-
stofnunar Ís-
lands, var í vik-
unni kosinn
forseti Bernar-
samningsins á að-
ildarríkjafundi
samningsins í
Strassborg í
Frakklandi.
Bernarsamningurinn fjallar um
verndun villtra plantna, dýra og lífs-
væða í Evrópu og er einn af grund-
vallarsamningum Evrópu á sviði um-
hverfisverndar. Tæplega fimmtíu
ríki Evrópu og Norður-Afríku eru
aðilar að samningnum. Forseti
Bernarsamningsins stýrir starfsemi
hans og aðildarríkjafundum. Jón
Gunnar var varaforseti samningsins
í þrjú ár en er nú fyrsti Íslending-
urinn sem kosinn er forseti hans.
Markmið Bernarsamningsins er
að stuðla að fjölþjóðlegri samvinnu
til að vernda evrópskar tegundir
villtra plantna og dýra og lífsvæði
þeirra, einkum þær tegundir og lífs-
væði sem fjölþjóðlega samvinnu þarf
til að vernda.
Jón kjörinn
í forsæti
Jón Gunnar
Ottósson
Stýrir starfsemi
Bernarsamningsins
RÁÐGERT er að Vestmannaeyja-
ferjan Herjólfur fari í slipp í tvo sóla-
hringa í næstu viku vegna bilaðrar
pakkningar við skrúfuás.
Eftir komu Herjólfs til Þorláks-
hafnar á hádegi næsta þriðjudag
heldur hann áfram til Hafnarfjarðar
þar sem hann verður tekinn í slipp.
Að öllu óbreyttu verður Herjólfur
farinn að sigla eftir áætlun frá Þor-
lákshöfn á hádegi á föstudag. Hægt
verður að koma vöru frá Reykjavík
til Vestmannaeyjum með M/S Sel-
fossi. Varan þarf að vera komin á af-
greiðslu Eimskips fyrir klukkan 16
miðvikudaginn 5. desember.
Herjólfur í slipp
í næstu viku
♦♦♦
AÐ MATI Björns Bjarnasonar er gildi samningsins við Norðmenn marg-
þætt. „Í fyrsta lagi er samningsbundið milli dómsmálaráðuneytanna að
vinna saman að kaupum á þyrlum – þær verða 13 til 15 í stað þriggja fyrir
okkur, sem ætti að stuðla að betra verði. Í öðru lagi tryggir samkomulagið
náið samráð og samstarf um gerð útboðs, yfirferð á tilboðum og gerð
samninga og styttir allt undirbúningsferli hér á landi, þar sem Norðmenn
hafa um nokkurt skeið unnið að undirbúningi þyrlukaupa en það var ekki
fyrr en á síðasta ári, sem ríkisstjórn Íslands stóð frammi fyrir nýjum kröf-
um í þessu efni. Í þriðja lagi leggur samningurinn grunn að samstarfi um
þjálfun áhafna, viðhald og varahlutaeign. Í fjórða lagi tryggir samning-
urinn betur en nokkru sinni fyrr, að báðar þjóðir geti brugðist við vegna
leitar og björgunar með samhæfðum og samræmdum hætti.“
Tryggir náið samráð
SKIPTIFARÞEGAR á Keflavíkur-
flugvelli fá tækifæri til að upplifa
landið á eftirminnilegan hátt, þótt
þeir fari aldrei út úr flugstöðinni,
með því að fylgjast með kynningu á
nýju landkynningarsvæði í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar (FLE). Kristján
L. Möller samgönguráðherra og Jón
Gunnarsson, formaður stjórnar
FLE, opnuðu svæðið við athöfn í
fyrrakvöld.
Landkynningarsvæðið er við bið-
salinn í suðurbyggingu flugstöðvar-
innar, í Gjánni svonefndu. Höskuld-
ur Ásgeirsson, fráfarandi forstjóri
FLE, sagði að vonast væri til að
kynningin myndi kveikja áhuga far-
þeganna á landinu þannig að þeir
kæmu aftur til að líta landið eigin
augum.
Verkefnið er unnið í samvinnu við
landkynningarverkefnið Iceland
Naturally. Kynningarmyndbandið
er sýnt á 6,6 metra breiðum glerskjá,
einum af stærstu skjám landsins.
Það er um sjö mínútna langt.
Sjálfstæð tilvist
Dagurinn í gær var síðasti dagur
Höskuldar í starfi forstjóra FLE.
Hann er að taka við störfum sem for-
stjóri Nýsis hf. Elín Árnadóttir tek-
ur við starfi forstjóra FLE ohf.
„Það stendur upp úr að hafa
tryggt þessu félagi sjálfstæða tilvist
en það var áður nánast í gjörgæslu
vegna rekstrarvandamála,“ sagði
Höskuldur. „Það tókst að snúa við
rekstrinum og það er grundvöllur
þeirra miklu framkvæmda við
stækkun flugstöðvarinnar sem ráð-
ist var í.“
Í síðustu viku var tekinn í notkun
glerskáli við norðurhlið flugstöðvar-
innar, 2.300 fermetra svæði á tveim-
ur hæðum. Meðal þjónustu sem er að
finna er söluskrifstofa Icelandair,
nýtt kaffihús Kaffitárs og af-
greiðslur bílaleigna. Nýtt rými í
kjallara norðurskála hefur verið inn-
réttað að hluta til sem aðstaða fyrir
starfsfólk en þar er einnig að finna
salernisaðstöðu fyrir farþega. Fram-
kvæmdunum lýkur í mars með
lokafrágangi á bættri aðstöðu fyrir
komufarþega, meðal annars tösku-
sal, nýjum salernum og fríhöfn.
Skiptifarþegar geta upp-
lifað landið í flugstöðinni
Sérstakt landkynningarmyndband sýnt á risastórum skjá
Ljósmynd/Víkurfréttir
Opnun Jón Gunnarsson aðstoðar Kristján L. Möller við formlega opnun.
Grímsey | Friðfinnur K. Daníels-
son, bormaður frá Akureyri, tók að
sér fyrir Grímseyjarhrepp það
spennandi verk að bora eftir heitu
vatni í landi Efri-Sandvíkur. Þetta
er fyrst og fremst rannsóknarhola
sagði Friðfinnur sem hefur unnið
við boranir frá árinu 1976, víðs
vegar um Ísland og líka erlendis.
Friðfinnur á og rekur fyrirtækin
Alvar ehf. sem sér um boranir og
Varmavélar sem vinna að orkuúr-
lausnum. Borinn sem Friðfinnur
flutti með sér hingað kallar hann
því skemmtilega nafni „Máni“.
Nafnið varð til eitt ískalt vetrar-
kvöld þegar verið var að bora inni í
Eyjafirði, tunglið var fullt og lýsti
upp landið. Friðfinnur trúir því að
finna megi heitt vatn hér – hugs-
anlega sjóblandað. Ef ekki er gerð
tilraunaborun sagði Friðfinnur,
eru Grímseyingar áfram háðir
dýrri olíu og rafmagni. Því „svelt-
ur sitjandi kráka en fljúgandi
fær“, sagði hinn hressi bormaður
Friðfinnur K. Daníelsson að lok-
um.
Morgunblaðið/Helga Mattína
Bormenn Bjarni Magnússon, hreppstjóri í Grímsey, og Friðfinnur K. Daní-
elsson bormaður kampakátir við borinn Mána í landi Efri-Sandvíkur.
Byrjað að bora eftir
heitu vatni í Grímsey