Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LEIKRITIÐ
Tröllapera er
fimmta leikverkið
sem leikfélagið Peð-
ið setur upp eftir
Jón Benjamín.
Leikstjóri er Guð-
jón Sigvaldason.
Tröllapera gerist á heimili Grýlu og Leppa-
lúða. Allir eru í hátíðarskapi, enda jólin í nánd
og fyrsti jólasveinninn á leið til byggða þá um
nóttina. Þó að persónur séu tröllakyns hrjá
þær sömu vandamál og okkur hin. Leppalúði
laumast til að hringja í sálfræðinginn sinn,
Grýla á erfitt með kenjótta krakka, þegar Gili-
trutt og Skrápur koma í kvöldmat. Frumsýn-
ing verður á Grand Rokki í dag kl. 16.
Gilitrutt og Skráp-
ur í boði hjá Grýlu
Leiklist
Leikfélagið Peðið
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SELLÓLEIKARINN Mstislav
Rostropovitsj lést í apríl í vor. Hann
var einn mesti listamaður síns tíma
og hvarvetna dáður fyrir leik sinn.
Hann var einnig frábær hljómsveit-
arstjóri og góður píanóleikari. Tríó
Reykjavíkur helgar tónleika sína í
Hafnarborg á sunnudagskvöld kl. 20
minningu hans.
„Andlát hans hafði mjög mikil áhrif
á mig, þótt ég þekkti hann ekki per-
sónulega,“ segir Gunnar Kvaran,
sellóleikari Tríós Reykjavíkur. „Mér
fannst það mikil vegamót fyrir tónlist
heimsins, þegar hann var allt í einu
horfinn af sjónarsviðinu. Ég bauð
mjög góðum og yndislegum finnskum
sellóleikara út að borða þetta kvöld,
hér í Reykjavík. Hann var kominn
hingað til að kenna í Listaháskól-
anum. Við töluðum um alla heima og
geima. Ég spurði hann: „Erkki, er
þér kunnugt um að Rostropovitsj er
veikur og liggur á sjúkrahúsi í
Moskvu?“ Hann hafði ekki hugmynd
um þetta, en við fórum að tala um
hann, og töluðum lengi. Þá sagði ég
við Erkki: „Það hlýtur oft að vera erf-
itt að vera svona óstjórnlega frægur
maður. Það eina sem ég vona honum
til handa er það, að þegar hann fer
héðan fari hann sáttur við sjálfan sig,
Guð og menn.“ Á þessari stundu var
Rostropivitsj að deyja. Ég vissi að
hann væri veikur, en vissi ekki
hversu veikur. Mér fannst það sér-
stakt að hann skyldi deyja á þeim
augnablikum þegar við vorum að tala
um hann,“ segir Gunnar.
Kom hingað fyrst kornungur
„Rostropovitsj var yfirþyrmandi
sterkur persónuleiki og setti sitt
mark á tónlistarlíf Vesturlanda.
Hann kom hingað fyrst kornungur
maður og alveg óþekktur, og hélt tón-
leika með Sinfóníuhljómsveitinni og
svo með Páli Ísólfssyni í Dómkirkj-
unni. Ég held að þetta hafi verið 1957
eða 8. Hann vakti mikla athygli, því
hann var alveg ótrúlegur. Sem ung-
lingur eignaðist ég margar plötur
með honum. Ég fór til London 1965
og heyrði hann þá spila. Það var alveg
einstakt. Hann frumflutti fyrstu svít-
una eftir Britten sem samin var fyrir
hann, en lék líka verk eftir Dvorák og
Prokofijev. Ég held að fólk hafi
klappað í korter eftir tónleikana, og
það er langur tími. Britten sagði:
„Áður en ég heyrði Rostropovitsj
spila hafði ég engan áhuga á að semja
fyrir sellóið.“ Eftir að Britten heyrði í
honum samdi hann þrjú einleiksverk,
sellósinfóníuna og sónöturnar fyrir,
öll á mjög stuttum tíma.“
Gunnar minnist einnig mannrétt-
indabaráttu Rostropovitsj, en hann
var gerður útlægur úr Sovétríkj-
unum fyrir vináttu sína og stuðning
við rithöfundinn Solzhenitsyn. „Mér
finnst heimurinn standa í þakkar-
skuld við Rostropovitsj, því hann gaf
svo mikið af sér; hafði bæði undra-
verða hæfileika og ótrúlega ástríðu til
að miðla af gáfu sinni, og hann spar-
aði hana aldrei.“ Á efnisskrá tón-
leikanna eru verk sem Rostropovitsj
spilaði oft; eftir Brahms, Rakhman-
inov og Sjostakovitsj.
Undraverðir
hæfileikar
Tríó Reykjavíkur minnist Rostropovitsj
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Listamaður Rostropovitsj við kom-
una til Keflavíkur 6. júní 1978.
STEINUNN Helga
Sigurðardóttir opnar
sýninguna „að snert-
ast í augnablikinu“, á
Café Karólínu í dag kl.
14.
Listakonan spyr:
„Hvað er raunveru-
legt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raun-
verulegt en lífið í hinum innra heimi? Hvort er
meira abstrakt, að sitja meðvituð og skrifa
þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í
bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við
tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu
á mér.“ Steinunn Helga Sigurðardóttir er
menntuð í myndlist og hefur búið í Danmörku
frá árinu 1993.
Myndlist
Að snertast í
augnablikinu
Verk eftir Steinunni
Í DAG verður opnuð
sýning í Hallgríms-
kirkju á verkum Arn-
gunnar Ýrar Gylfadótt-
ur. Hún segir: „Í
verkunum reyni ég að
fást við kjarnann í
snertingu okkar við
náttúruna. Málverkin mín eiga að tjá blöndu af
missi og eftirsjá. Þau eiga að sýna togstreitu
milli raunveruleika og tilbúnings, þörfina fyrir
eitthvað meira en sjónræna upplifun, einhvers
konar galdra. Ég hugsa mér áhorfandann ein-
hvers staðar þar sem staðsetning hans og sjón-
arhorn orkar tvímælis. Við erum vitni að brot-
hættu umhverfi sem heldur okkur samt
föngnum.“
Myndlist
Land ég sá, verk
Arngunnar Ýrar
Verk eftir Arngunni Ýr
KVENNAKÓR Garða-
bæjar heldur árlega að-
ventutónleika sína í Digra-
neskirkju á mánudags-
kvöld, 3. desember, kl. 20,
en ekki í kvöld eins og sagt
var í tónleikadagbók Jóla-
blaðsins sem kom út í gær.
Stjórnandi kórsins er Ingi-
björg Guðjónsdóttir og
píanóleikari er Sólveig
Anna Jónsdóttir. Gestir
Kvennakórsins verða Kristjana Stefánsdóttir
djasssöngkona og Ragnar Örn Emilsson gítar-
leikari. Efnisskráin verður fjölbreytt með létt-
um jólalögum í bland við þau hátíðlegu.
Sjá nánar á vefnum: www.kvennakor.is.
Tónlist
Kvennakór Garða-
bæjar ekki í kvöld
Ingibjörg
Guðjónsdóttir
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
MÁLÞING verður í Ketilhúsinu á
Akureyri í dag í tilefni af fullveldis-
deginum. Það eru Háskólinn á
Akureyri, Akureyrarbær og Nonna-
hús sem standa að dagskránni í
sameiningu og er hún tileinkuð Jóni
Sveinssyni. Hún kallast „Fullveldi
andans - Barnabókahöfundurinn
Nonni“ og hefst kl. 11.
Flutt verða erindi um Nonna og
kl. 13.15 verður sýnd hreyfimynd af
honum sem nýlega fannst í Hollandi
og er eina kvikmyndin sem til er af
þessum kunna rithöfundi og jesúíta-
presti, svo vitað sé. Hreyfimynd
þessi var sýnd á málþingi um Nonna
í Köln í Þýskalandi um síðustu helgi
en hefur ekki áður verið sýnd á Ís-
landi.
Á málþinginu flytur Jón Hjalta-
son sagnfræðingur erindi sem hann
kallar Börn á Akureyri á 19. öld. Í
kjölfarið fylgir Gunnar F. Guð-
mundsson sagnfræðingur sem
fjallar um „sannindi“ í Nonnabók-
unum, en Gunnar vinnur um þessar
mundir að ritun ævisögu Nonna.
Strax að loknum hádegisverði
verður hin nýfundna hreyfimynd
eða myndband sýnt, tæplega 10
mínútna langt. Dagný Kristjáns-
dóttir fjallar eftir það um Nonna
sem barnabókahöfund og Arnar
Tryggvason leikur á harmonikku, en
á myndbandinu sést m.a. þegar
Nonni leikur á harmonikku fyrir
börn.
Ómetanleg heimild
Erindi Einars Kárasonar rithöf-
undar ber heitið Nonni í augum les-
anda, og við málþingslok, um kl. 15,
verður ekið að Íslandsklukkunni á
lóð Háskólans á Akureyri. Klukk-
unni er jafnan hringt á fullveld-
isdaginn. Að þessu sinni hringir Ís-
landsklukkunni Haraldur Bessason,
fyrrverandi rektor Háskólans á
Akureyri. Að því loknu syngja börn
undir stjórn Björns Þórarinssonar
og síðan verður boðið upp á veit-
ingar. Vert er að geta þess að bæði
dagskráin í Ketilhúsinu og athöfnin
við Íslandsklukkuna eru öllum opin
og fólk hvatt til þess að mæta.
Hreyfimyndin, sem áður er getið
og Morgunblaðið sagði fyrst frá fyr-
ir rúmri viku, fannst fyrir um það bil
þremur vikum. Myndin er svarthvít
og hljóðlaus. Brynhildur Péturs-
dóttir, Zontakona á Akureyri og
safnstjóri Nonnasafnsins, sá upp-
tökuna í Köln um síðustu helgi. „Það
var ótrúlega gaman að sjá þetta. Ég
hef kynnt mér Nonna mjög vel en
þarna opnaðist alveg ný vídd. Mynd-
in er ómetanleg heimild fyrir ís-
lensku þjóðina,“ sagði Brynhildur
við Morgunblaðið eftir málþingið í
Köln. Það var gömul, hollensk kona
sem fann kvikmyndina á heimili sínu
en myndin var tekin þegar hún var
ung stúlka. Móðir hennar tók mynd-
ina á heimili þeirra árið 1942, þegar
Nonni var að verða 85 ára og átti tvö
ár eftir ólifuð.
Í kvikmyndinni sést Nonni ganga
út úr klaustrinu í Valkenburg í Hol-
landi, þar sem hann bjó á þessum
tíma, og síðan er sýnt frá heimsókn
hans til fjölskyldunnar. „Hann
gengur niður tröppur, með tvo stafi,
en grípur síðar harmonikku og leik-
ur fyrir börnin,“ sagði Brynhildur.
Nonni „lifnar við“
Hreyfimynd af Nonna sýnd á málþingi um hann á Akureyri
Við leik og störf Úr hreyfimyndinni sem tekin var 1942. Nonni leikur á harmonikku fyrir börn og situr við skriftir.
RITHÖFUNDARNIR Bragi Ólafsson og Kristín
Steinsdóttir eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norð-
urlandaráðs af Íslands hálfu, Bragi fyrir skáldsögu sína
Sendiherrann og Kristín fyrir skáldsöguna Á eigin veg-
um. Tilnefningarnar voru birtar í hádeginu í gær.
Fulltrúar landanna í dómnefndinni hafa tilnefnt 12 verk
eftir norræna höfunda.
Í ár eru tilnefnd verk frá Færeyjum og samíska mál-
svæðinu en engin tilnefning barst frá Grænlandi. Verð-
launin eru 350.000 danskar krónur (um 4,2 milljónir ís-
lenskra króna).
Verðlaunahafinn 2008 verður valinn á fundi dóm-
nefndarinnar á 60. þingi Norðurlandaráðs sem haldið
verður í Stokkhólmi 29. febrúar.
Bragi og Kristín tilnefnd
Morgunblaðið/Ómar
Skáldin Bragi Ólafsson og Kristín Steinsdóttir hlutu
tilnefninguna í gær í Gunnarshúsi við Dyngjuveg.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs afhent í febrúar
Sjá lista yfir tilnefningar á www.norden.org.
Jólakaffi Hringsins
Árlegt jólakaffi og happdrætti Hringsins verður
haldið á Broadway sunnudaginn
2. desember kl. 13:30. Miðasala hefst kl. 13.00.
Hringskonur
Girnilegt kaffihlaðborð – Glæsilegt happdrætti
Að vanda er boðið upp á girnilegt kaffihlaðborð með
heimabökuðum brauðum að hætti Hringskvenna.
Happdrætti með glæsilegum vinningum og síðast en ekki
síst, frábær skemmtiatriði úr ýmsum áttum.
Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins
sem styrkir veik börn á Íslandi.