Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 31
AKUREYRI
Selfoss | Þórarinn Ingólfsson að-
stoðarskólameistari og Örlygur
Karlsson, alþjóðafulltrúi Fjölbrauta-
skóla Suðurlands (FSu) á Selfossi,
eru nýkomnir heim úr ferð til Beij-
ing í Kína. Þar var undirritaður
samningur milli framhaldsskóla í
Beijing og FSu um gagnkvæm nem-
endaskipti á haustönn 2008.
Gert er ráð fyrir að 15 nemendur
og tveir kennarar frá Kína komi í
vikuheimsókn í FSu í byrjun október
og samsvarandi hópur frá FSu fari
utan um miðjan október. Að sögn
Örlygs voru móttökurnar í Beijing
einstaklega góðar og ljóst að sam-
starfsskólinn leggur mikinn metnað í
þessi samskipti. Myndin var tekin
þegar Örlygur skrifaði undir, Þór-
arinn fylgist með. Á móti þeim sitja
Long JunLi aðstoðarskólameistari,
Li Chia Ling alþjóðafulltrúi, Shi
Baihe skólameistari.
FSu í sam-
starf í Kína
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Selfoss | Jóhanna Haraldsdóttir
frá Haga í Gnúpverjahreppi er
listakona af Guðs náð. Síðustu tvo
áratugina hefur hún unnið við
smíðar á ýmsum leikföngum og
húsdýrum sem vakið hafa athygli.
Eftir að hún flutti á Selfoss árið
2001 kom hún sér upp vinnuaðstöðu
í bílskúrnum við íbúðarhús sitt þar
sem hún býr til leikföngin. Inni í
íbúðinni er síðan sérstakt herbergi
þar sem afraksturinn úr bíl-
skúrnum er til sýnis og sölu.
Jóhanna hefur sjaldan eða aldrei
haft eins mikið að gera og núna
enda styttist í jólin og margir
kaupa jólagjafirnar hjá henni.
Meðal vinsælustu leikfanganna
eru traktorar og dúkkurúm.
Dúkkurúmin merkir hún ef fólk vill
og saumar innan í þau. Hún hefur
ekki tölu á fjölda þeirra leikfanga
sem hún hefur smíðað.
Auk þess að vinna öll leikföngin í
höndunum rennir hún penna og
ýmsa aðra nytjahluti úr tré.
Sækist eftir sjaldgæfum viði
Jóhanna segir að fólk sé duglegt
að láta sig vita þegar það fellir
sjaldgæf tré í garðinum hjá sér eins
og gullregn og reynivið og hvetur
hún fólk til að halda áfram að láta
sig vita séu garðeigendur að grisja
í görðunum hjá sér.
Hlutir Jóhönnu eru seldir í Ull-
arselinu á Hvanneyri í Borgarfirði,
gömlu Þingborg í Flóahreppi og á
heimili hennar í Grashaga 1a á Sel-
fossi.
Smíðar vöggur og
traktora í bílskúrnum
Völundur Dúkkuvöggurnar eru svo vinsælar að Jóhanna hefur ekki tölu á
fjöldanum. Hún merkir vöggurnar og saumar inn í þær sé þess óskað.
Mikið að gera
hjá listakonunni
Selfoss | Konur í
Kvenfélagi Sel-
fosskirkju komu
saman á dög-
unum eins og
þær gera alltaf
fyrir jólin og bök-
uðu 700 laufa-
brauðskökur. Laufabrauðið verður
selt í fjáröflunarskyni eftir aðventu-
tónleika í kirkjunni 9. desember.
Laufabrauðskökunum verður
pakkað í tvær misstórar pakkningar
og seldar þannig. Kvenfélag kirkj-
unnar hefur verið starfrækt frá 1966
og í dag eru félagsmenn 24. Mæðg-
urnar Guðbjörg Ólafsdóttir og Sigríð-
ur Björnsdóttir taka þátt í laufa-
brauðsbakstrinum á hverju ári. Þær
sjást að störfum í eldhúsi Selfoss-
kirkju.
Steikja
laufabrauð
BÆJARRÁÐ Árborgar og Hvera-
gerðis hafa samþykkt niðurstöðu
starfshóps sem unnið hefur að mál-
efnum Suðurlandsvegar. Gert er ráð
fyrir að tvöfaldur Suðurlandsvegur,
milli Kamba og Selfoss, verði sem
næst núverandi vegstæði.
Starfshópur fulltrúa bæjarstjórna
Ölfuss, Hveragerðis, Árborgar og
Vegagerðarinnar hefur unnið að
málefnum Suðurlandsvegar. Fund-
argerð með niðurstöðunni hefur ver-
ið lögð fyrir bæjarfélögin og sam-
þykkt í bæjarráðum Hveragerðis og
Árborgar, að því er fram kemur á
heimasíðum sveitarfélaganna.
Í samþykkt bæjarráðs Hvera-
gerðis er þessum áfanga fagnað og
stjórnvöld hvött til að hraða undir-
búningi svo hefja megi framkvæmd-
ir hið fyrsta.
Samþykkja
sama vegstæði
♦♦♦
Margir eru komnir með vatn í munn-
inn af tilhlökkun vegna rjúpunnar á
aðfangadagskvöld. Sumir sjá fyrir
sér þunnt veski. Einn félagi minn
skýtur sjálfur ofan í fjölskylduna en
hefur lítið veitt; sá eina í síðustu
gönguferð, hún birtist skyndilega
mjög nálægt en hann náði skoti, og
eftir lá hálfur vængur! Bringan í
tætlum. Kannski verður bara
rjúpnapaté hjá honum …
Þegar upphæðir til skálda- eða rit-
höfundasetra í fjárlagafrumvarpinu
eru skoðaðar kemur í ljós að í pen-
ingum talið eru höfundar misjafnt
metnir. Sérstaklega er hlutur norð-
lensku stórskáldanna rýr. Í millj-
ónum króna talið er listinn svona:
Halldór Laxness 31,7; Snorri Sturlu-
son 16,1; Þórbergur Þórðarson 15,5;
Gunnar Gunnarsson 14,7; Jónas
Hallgrímsson 4,5 og Jón Sveinsson
1,8.
Líf og fjör verður væntanlega við
Ráðhústorgið í dag; í fyrsta lagi
verður opnuð þar ný kirkjumiðstöð,
Kirkjubær, kl. 16, með stuttri bless-
unarathöfn. Ljósmyndasýningin
„Hjálparstarf í Darfúr skilar ár-
angri“ verður opnuð en Paul Jeffrey
tók myndirnar. Athöfnin er til kl. 19.
Kveikt verður á jólatrénu sem vina-
bærinn Randers í Danmörku færir
Akureyringum að gjöf kl. 17.40. At-
höfnin hefst kl. 17. Lúðrasveit Ak-
ureyrar leikur létt lög og Stúlknakór
Akureyrarkirkju syngur undir
stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.
Sendiherra Dana á Íslandi, Leif
Mogens Reiman, og Sigrún Björk
Jakobsdóttir bæjarstjóri flytja
ávörp.
Opið hús verður hjá Landsbankan-
um við Ráðhústorgið kl. 16-17 fyrir
athöfnina við jólatréð; skemmtiatriði
og veitingar í boði.
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag
og af því tilefni verður gengið með
kyndla og fána frá Ráðhústorgi kl.
18 og að Akureyrarkirkju, þar sem
verður stutt athöfn.
Eyþór Ingi Jónsson verður aftur á
ferðinni í kvöld; leikur þá á orgel og
stjórnar sönghópnum Hymnodiu á
tónleikjum í Akureyrarkirkju kl. 20.
Þar koma og fram fiðluleikararnir
Lára Sóley Jóhannsdóttir og Marcin
Lazarz, og Ásdís Arnardóttir sem
leikur á selló.
Haraldur Bessason, fyrrverandi
rektor Háskólans á Akureyri, hring-
ir Íslandsklukkunni á lóð HA í dag
kl. 15.30. Henni er jafnan hringt á
fullveldisdaginn. Haraldur er bú-
settur í Kanada, en er á Akureyri
m.a. til að kynna nýja bók sína, Dag-
stund á Fort Garry, sem hann les
einmitt úr á Amtsbókasafninu kl.
17.15 á mánudaginn.
Heimspekikaffihús á Bláu könnunni
á sunnudögum hefur verið geysilega
vel sótt. Félag áhugafólks um heim-
speki á Akureyri hefur staðið fyrir
uppákomunum í samstarfi við fé-
lagsvísinda- og lagadeild HA. Á
morgun kl. 11-12 verður síðasta slíka
samkoman og er Sólveig Anna Bóas-
dóttir gestur að þessu sinni.
Hundrað ára gamalt, friðað og sögu-
frægt hús við Hafnarstræti 19 fær
nýtt hlutverk í dag. Þar hefur verið
sláturhús, heildsala og birgða-
geymsla, auk þess sem herinn notaði
það undir geymslu í heimsstyrjöld-
inni. Nú opna nokkrar ungar konur
snyrtistofu í húsinu.
Sýning útskriftarnema við listnáms-
braut VMA verður í Deiglunni í dag
og á morgun kl. 14-18.
Akureyrarbær hefur náð sam-
komulagi við eigendur Svefns og
heilsu um útgáfu byggingarleyfis
vegna framkvæmda við stækkun
verslunarmiðstöðvarinnar Gler-
ártorgs og vinnan því hafin á ný.
Leyfið var fellt úr gildi í vikunni og
vinna stöðvuð vegna deilna um eign-
arréttindi á hluta lóðarinnar.
Alþjóðadagur fatlaðra er á mánu-
daginn og af því tilefni verður
Ljósahátíð á Ráðhústorgi þann dag
kl. 17-19. Kveikt verður á kertum,
sungin jólalög og boðið upp á kakó
og piparkökur.
Myndlistarkonur láta ekki sitt eftir
liggja; í dag og á morgun verður opið
á loftinu í Gránufélagsgötu 48, þar
sem Margrét Jónsdóttir er með leir-
kverkstæði sitt. Nokkrar listakonur
verða þar með ýmsa muni til sölu kl.
13-18 og reyndar allar helgar fram
að jólum. Þá verður jólamarkaður
með norðlenskri hönnun opinn í
GalleriBOX í Listagilinu kl. 12-18 og
Sigurveig Sigurðardóttir býður upp
á kaffi og vöfflur í Laufásgötu 3 frá
kl. 13 til 18 þar sem hún verður með
vinnustofusýningu.
Tónleikar verða í Glerárkirkju í dag
kl. 15 til styrktar mæðrastyrks-
nefnd, þar sem fram kemur Kvenna-
kór Akureyrar, undir stjórn Arnórs
Vilbergssonar, ásamt Gospelkór Ak-
ureyrar. Stjórnandi hans er Rannvá
Olsen. Einnig syngja börn úr
Brekkuskóla undir stjórn Arnórs.
Hópur nemenda í 6. til 10. bekk
Brekkuskóla frumsýnir á morgun
jólasöngleikinn Kraftaverk á Betle-
hemsstræti. Leikstjóri er Guðjón
Davíð Karlsson, ein helsta skraut-
fjöður Leikfélags Akureyrar, og tón-
listarstjóri er Arnór B. Vilbergsson.
Vert er að geta þess að hér er ekki
um að ræða hefðbundna skólasýn-
ingu, því hún er öllum opin og sýnt
verður daglega út næstu viku.
Mikill áhugi er á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands með
stórsöngvaranum Garðari Thór
Cortes í íþróttahöllinni um næstu
helgi. Eftir því sem næst verður
komist er nærri því orðið uppselt.
Sýningin Þú ert nú meiri jólasveinn-
inn verður frumsýnd í Rýminu á
morgun kl. 14.30. Um er að ræða
uppsetningu Smilbliks með aðstoð
og í samstarfi við LA. Að sögn birtist
þar leikarinn, tenórinn, trúðurinn,
heimsmaðurinn og eineltisbarnið
Stúfur eins og við höfum aldrei séð
hann áður.
Af rjúpu, skáldum og jóla- hinu og þessu
Haraldur
Bessason
Nonni – Jón
Stefán Sveinsson
Sólveig Anna
Bóasdóttir
Stúfur Grýlu- og
Leppalúðason
Guðjón Davíð
Karlsson
Eyþór Ingi
Jónsson
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Margrét
Jónsdóttir
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Hveragerði | Hveragerðisbær hefur
ákveðið að kaupa Ullarþvottastöðina
í Dynskógum 17. Var það samþykkt
samhljóða í bæjarráði.
Fram kemur á vef bæjarins að
þetta eru mestu kaup sem bærinn
hefur ráðist í. Kaupverð er 95,5 millj-
ónir kr. Ístex rak í húsinu ullar-
þvottastöð en undanfarin ár hefur
verið þar geymsluhótel.
Húsnæði ullar-
þvottastöðvar keypt
♦♦♦