Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 40
40 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á ÁRINU 2007 fagnar Barna-
spítali Hringsins 50 ára afmæli.
Í tilefni afmælisins var í sumar
haldin vegleg veisla fyrir börn
og ágætt málþing í haust um
starfsemi Barnaspítalans, árang-
ur og verkefni framtíðarinnar.
Augljóst er að á þeim 50 árum,
sem liðin eru frá stofnun Barna-
spítala Hringsins, hafa lækn-
ingar og umönnun veikra barna
tekið miklum framförum.
Þegar barnadeild tók fyrst til
starfa árið 1957 var það meðal
annars með öflugum stuðningi
Kvenfélagsins Hringsins. Við
flutning spítalans í nýrra hús-
næði árið 1965 voru Hring-
skonur einnig öflugur bakhjarl
spítalans. Spítalinn ber því nafn-
ið Barnaspítali Hringsins í þakk-
lætis- og virðingarskyni við
Hringinn, kvenfélag.
Árið 2003 fluttist Barnaspítali
Hringsins í núverandi húsnæði.
Enn veittu Hringskonur öflugan
stuðnings til verksins. Kven-
félagið Hringurinn lagði fram
verulegar fjárhæðir til bygging-
arinnar, auk þess sem þær
styrktu Barnaspítalann til um-
talsverðra tækjakaupa þegar
flutt var í hið nýja hús. Enn
voru Hringskonur í broddi fylk-
ingar breiðs hóps stuðningsaðila
Barnaspítala Hringsins. Þessir
stuðningsaðilar eiga allir þátt í
árangri Barnaspítalans.
Í tilefni af 50 ára afmæli spít-
alans afhenti Hringurinn einnig
á þessu ári 50 mkr. framlag til
aukinna tækjakaupa. Þessu fé
hefur nú verið varið til að bæta
enn frekar búnað spítalans.
Augljóst má vera að Hring-
skonur hafa með ótrúlegum
dugnaði, kjarki, bjartsýni, fórn-
fýsi og velvild unnið að aukinni
velferð íslenskra barna frá
stofnun kvenfélagsins fyrir rúm-
um 100 árum. Þjóðin stendur í
þakkarskuld við þessar konur.
Á morgun, sunnudaginn 2.
desember, er hið árlega Hrings-
kaffi haldið í Broadway og hefst
það kl. 13.30. Þar munu borð
svigna undan dýrindis veitingum
Hringskvenna og kökur og
kræsingar fram bornar. Sam-
hliða veitingum er veglegt happ-
drætti með miklum fjölda vinn-
inga. Auk þess verða
skemmtiatriði.
Það er von okkar á Barnaspít-
ala Hringsins að landsmenn
styðji af krafti við starf Hring-
skvenna og mæti á ágætt
Hringskaffið.
Ásgeir Haraldsson
Hringskaffi
Höfundur er prófessor í barna-
lækningum, forstöðumaður fræða-
sviðs Barnaspítala Hringsins.
Í NORÐUR-Úganda hefur ríkt
stríðsástand í 20 ár og margar fjöl-
skyldur hafa mátt þola óbærilega
erfiðleika. Um 1,5 milljónir manna
búa nú í flótta-
mannabúðum sem eru
settar upp til verndar
þeim sem þar dvelja
fyrir árásum skæru-
liða. Aðstæður í búð-
unum eru gífurlega
erfiðar, þær eru sóða-
legar, yfirfullar og
hreinlætisaðstaða af
skornum skammti.
Þær hafa líka valdið
því að hefðbundin fjöl-
skyldubönd rofna.
Börn, og þá sér-
staklega ungar stúlk-
ur, eru þar auðveld
bráð fyrir þá sem vilja
misnota þær kynferð-
islega. Hér er sögð
saga einnar þessara
stúlkna, Mary. Sagan
hefst þegar Mary var
13 ára. Þá var henni
nauðgað mörgum
sinnum af nokkrum
ungmennum þegar
hún eitt kvöldið fór út
fyrir búðirnar til þess
að baða sig í vatni í
nágrenninu. Í kjölfar-
ið fylltist Mary ör-
væntingu og þung-
lyndi en þorði ekki að segja
neinum frá af ótta við hefndir.
Þegar upp komst að Mary átti von
á barni var henni kennt um að hún
væri ófrísk og hún barin. Vegna fá-
tæktar móður hennar naut hún
ekki umönnunar hjúkrunarfólks
meðan á meðgöngunni stóð. Við
fæðingu barnsins kvaldist Mary í
þrjá daga áður en eldri kona var
kölluð til hjálpar án þess að hafa til
þess kunnáttu. Í fæðingunni sköð-
uðust æxlunarfæri hennar og
blaðra. Hún getur ekki lengur haft
stjórn á þvagláti og er höfð að að-
hlátri vegna þess að „hún lyktar“.
Mary býr í dag í litlum kofa í
flóttamannabúðunum ein með
barni sínu sem hún á í miklum erf-
iðleikum með að
hugsa um og fram-
fleyta. Framtíð henn-
ar, ef einhver, er óljós
og hjálp ekki að finna.
Til þess að hjálpa
stúlkum eins og Mary
hafa Félagið alnæm-
isbörn og ABC-
barnahjálp tekið hönd-
um saman við ABC-
barnahjálp í Uganda
til aðstoðar barn-
ungum stúlkum á
aldrinum 12 til 16 ára,
sem eru þungaðar eða
eru með smábörn.
Safnað verður fjár-
munum til þess að
byggja miðstöð í
flóttamannabúðunum í
Rackoko, þorpi í Pa-
der-héraðinu í Norð-
ur-Úganda þar sem
stúlkurnar fá húsnæði,
fæði, læknisaðstoð og
fræðslu um umönnun
ungbarna. Einnig
verða þær aðstoðaðar
við að afla sér mennt-
unar. Lögð verður
áhersla á að styrkja
samband þeirra við fjölskyldur sín-
ar. Dagheimili verður á staðnum
og mun Félag alnæmisbarna safna
sérstaklega fyrir því. Áætlaður
heildarkostnaður við verkefnið er
um 14 milljónir íslenskar krónur
og kostnaður við dagheimilið um
2,8 milljónir íslenskra króna. Þeir
sem vilja leggja fé til verkefnisins
eru beðnir um að hafa samband við
Maríu J. Gunnarsdóttur, formann
Félags alnæmisbarna, á netfang-
inu: mariaj@samorka.is. Vefsíða
félagsins er www.hiv-born.is . Fé
sem safnast mun renna óskipt til
aðstoðarinnar.
Saga Mary
María J. Gunnarsdóttir og
Ingibjörg Guðlaugsdóttir
skrifa í tilefni af 16 daga
átaki gegn kynbundnu ofbeldi
» Börn og þá sér-staklega ungar
stúlkur eru þar auðveld
bráð fyrir þá sem vilja
misnota þær kynferð-
islega.
María J.
Gunnarsdóttir
Höfundar starfa fyrir Félagið
alnæmisbörn.
Ingibjörg
Guðlaugsdóttir
ÞAÐ er staðreynd, að trygginga-
félögin krefjast þess nú í auknum
mæli, að fórnarlömb umferðarslysa
og aðrir tjónþolar beini þeim bóta-
kröfum til Tryggingastofnunar rík-
isins, sem tryggingafélögin hafa tek-
ið að sér að greiða, vegna
líkamstjóna, sem þessir aðilar hafi
beðið. Þannig velta tryggingafélögin
því yfir á allan almenning að greiða
þær bætur, sem iðgjöld trygginga-
félaganna eiga að greiða.
Undirritaður lögmaður vísar hér
til þriggja mála, sem hann hefur
komið að. Í fyrsta málinu gerði fórn-
arlamb umferðarslyss (tjónþoli), sem
hafi verið metið til 60% varanlegrar
örorku, vegna skerðingar á aflahæfi,
19.096.007 króna kröfu á hendur
tryggingafélaginu. Tryggingafélagið
greiddi fórnarlambinu kröfuna með
1.576.007 krónum (8,3% af kröfunni)
og beindi því til fórnarlambsins að
krefja Tryggingastofnun ríkisins um
eftirstöðvarnar, eða 17.520.000 krón-
ur. Í öðru málinu var fórnarlambið
metið til 50% varanlegrar örorku og
krafði tryggingafélagið um bætur að
fjárhæð 15.562.861 krónu. Trygg-
ingafélagið greiddi fórnarlambinu í
bætur 1.146.322 krónur (7,4% af
kröfunni) og beindi því til þess, að
krefja Tryggingastofnun ríkisins um
14.416.539 krónur vegna tjónsins. Í
þessum tveimur tilvikum höfðu fórn-
arlömbin (tjónþolarnir) verið metin
til 75% örorku hjá Tryggingastofnun
ríkisins vegna þeirra slysa sem málin
eru sprottin af.
Í þriðja málinu var umbjóðanda
mínum, fórnarlambi umferðarslyss,
metin 35% varanleg örorka og kref-
ur félagið um 15.129.164 krónur í
bætur, vegna tjónsins. Trygginga-
félagið hefur greitt fórnarlambinu
2.628.965 krónur (17,4% af kröfunni)
og beinir því til fórn-
arlambsins að krefja
Tryggingastofnun rík-
isins um eftirstöðv-
arnar, 12.500.199 krón-
ur. Í þessu tilviki hefur
þessi umbjóðandi minn
ekki verið metinn af
Tryggingastofnun rík-
isins. Hefur ekki sótt
um bætur þangað og er
byrjaður að vinna í
hlutastarfi, staðráðinn í
því að auka vinnugetu
sína og afla sér tekna,
án þess að vera bóta-
þegi úr sjóðum almenn-
ings. Tryggingafélagið
byggir hins vegar á, að
umbjóðandi minn fengi
þessar bætur hjá
Tryggingastofnun rík-
isins, ef hann krefði um
bæturnar þar á bæ og
þar við situr. Þannig
stuðlar þetta trygg-
ingafélag kinn-
roðalaust að fjölgun
bótaþega almanna-
trygginga sér til hag-
ræðis og öllum almenn-
ingi til tjóns.
Í þessum tilvikum byggja trygg-
ingafélögin afstöðu sína á 1. ml. 4.
mgr. 5. greinar skaðabótalaga er
hljóðar svo: „Frá skaðabótakröfu
vegna líkamstjóns dragast greiðslur
sem tjónþoli fær frá almannatrygg-
ingum.“ Hæstiréttur Íslands hefur
þegar dæmt í nokkrum slíkum mál-
um, þar sem tjónþolar hafa fengið
viðurkenndan rétt til bóta, vegna lík-
amstjóns frá Tryggingastofnun rík-
isins, vegna þess máls sem til úr-
lausnar var, og þá fallist á sjónarmið
tryggingafélaganna. Í þeim málum
hafa atvik hins vegar verið á þann
veg, að einungis er
dreginn frá umkröfðum
bótum á hendur félög-
unum um 1/3 hluti kröf-
unnar, en ekki um 9/10
hlutar hennar, einsog í
ofangreindum tilvikum.
Í einu hæstaréttarmáli
nr. 471/2005 féllst
Hæstiréttur þó ekki á
sjónarmið trygginga-
félagsins, með þeim
rökum, að bætur frá
Tryggingastofnun
væru ekki aðeins vegna
þess tjóns, er tjónþol-
inn geri kröfur um og
til úrlausnar var.
Þannig eru mál þessi
atvikabundin og ekki
ástæða til að gefast upp
og bíða þolinmóður eft-
ir lagabreytingu, eins
og nokkrir lögmenn,
sem starfa á þess sviði,
hafa lýst yfir, að þeir
geri. Hér þarf að halda
uppi baráttunni og
sýna fram á, að ofan-
greind framkvæmd fái
ekki staðist, verði þess-
um ólögum ekki breytt í bráð.
Það getur heldur ekki verið eðli-
legt, að Tryggingastofnun ríkisins
láti þetta viðgangast og hið háa Al-
þingi, að Tryggingastofnun greiði í
síauknum mæli þær bætur, sem
tryggingafélög eigi að greiða, sam-
kvæmt starfsleyfum sínum og inn-
heimtu iðgjalda, en kappkosti þess í
stað að skera við nögl þær bætur,
sem öldruðum og öryrkjum ber.
Hér þarf tafarlaust að bregðast
við og er tími til þess kominn, að
grátkonur Alþingis, Jóhanna Sig.,
Steingrímur Jóhann(a) og aðrir þar á
bæ, sem segjast bera hag hinna
minnimáttar fyrir brjósti, bretti upp
ermar og vinni sín húsverk og leið-
rétti þessi mál. Hér er um slíkt rétt-
lætismál að ræða, að allur þing-
heimur hlýtur að bregðast við með
jákvæðum hætti.
Það gengur vitaskuld ekki að
tryggingafélögin í landinu séu
stærstu bótaþegar almannatrygg-
inga.
Tryggingafélögin
eru á örorkubótum
Tryggingastofnun greiðir í sí-
auknum mæli þær bætur, sem
tryggingafélög eiga að greiða
segir Steingrímur Þormóðsson
» Þannig veltatrygginga-
félögin því yfir á
allan almenning
að greiða þær
bætur, sem ið-
gjöld trygginga-
félaganna eiga
að greiða.
Steingrímur
Þormóðsson
Höfundur er hrl.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Bókaðu strax og tryggðu
þér lægsta verðið!
www.heimsferdir.is
Frá kr.18.990
Til Alicante á frábærum kjörum árið 2008
*) Flugsæti báðar leiðir með sköttum, fargjald A (27. ágúst eða 10. september).
Takmarkað sætaframboð á þessu verði. Verð getur breyst án fyrirvara.
báðar leiðir með sköttum*
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
0
97
2
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is