Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 45
✝ Einar ValdimarÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 2.10.
1927. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness hinn 19. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Valdís Sólveig
Einarsdóttir, hús-
freyja, fædd á Vest-
ur-Súlunesi í Mela-
sveit 23.4. 1908, d.
2.10. 1931 og Jón
Ólafur Jónsson,
þjónn, fæddur í
Reykjavík 8.1. 1890, d. 23.6. 1934.
Alsystir Einars var Björg, f. 4.8.
1926, d. 10.9. 1987. Valdís og Jón
Ólafur bjuggu í Reykjavík. Við
andlát Valdísar fluttust Björg og
Einar með föður sínum norður í
Eyjafjörð.
Samfeðra eru Jón Ólafur, f.
4.11. 1932, d. 22.12. 2003 og Ólafur
Hrafn, f. 17.4. 1933, d. 28.8. 2002.
Þegar faðir þeirra deyr flytja
Björg og Einar aftur til Reykjavík-
ur til móðursystur sinnar, Jónínu
Sigríðar Einarsdóttur, f. 1.8. 1897,
d. 29.3. 1975 og eiginmanns henn-
ar, Valdimars Halldórssonar sjó-
manns, f. 9.8. 1897, d. 24.1. 1991
og ólust þau upp í Vesturbænum
hjá þeim. Uppeldissystir Einars er
hefja þar búskap.
Börn þeirra eru: 1) Daði, f. 26.5.
1953, búsettur á Lambeyrum. Son-
ur hans Ásmundur Einar, maki
Sunna Birna Helgadóttir og barn
þeirra Aðalheiður Ella. 2) Jónína,
f. 11.9. 1954, búsett í Reykjavík.
Maki Geir Gunnlaugsson, þeirra
synir, Gunnlaugur, Einar og Ólaf-
ur Páll. 3) Skúli, f. 29.2. 1956, bú-
settur á Álftanesi. Maki Dagný
Jónsdóttir, þeirra börn, Ása, Sig-
ríður Lilja, Sólrún Svava og Jón
Daði. 4) Jóhanna Lilja, f. 7.4. 1957,
búsett í Reykjavík. Maki Sævar
Þorbjörnsson, börn Þorbjörg og
Freyr. 5) Valdimar, f. 30.5. 1962,
búsettur á Nýja Sjálandi. Maki
Elizabeth Morris, látin, þeirra syn-
ir Jóhannes Wiremu, Stefán Wi-
rihana, og Valdimar Makaira. 6)
Valdís, f. 18.5. 1964, búsett í
Reykjavík. 7) Ólöf Björg, f. 17.1.
1967, búsett á Heiðarbæ I í Þing-
vallasveit. Maki Jóhannes Svein-
björnsson, þeirra börn Svanborg
Signý og Sveinbjörn. 8) Svanborg
Þuríður, f. 28.12. 1968, búsett á
Gillastöðum II í Laxárdal. Maki
Jón Ægisson, Valdís Hrönn dóttir
Jóns og Sigríður Ósk dóttir þeirra.
Útför Einars Valdimars verður
frá Hjarðarholtskirkju laugardag-
inn 1. desember og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigurborg J. Valdi-
marsdóttur Aasmo, f.
11.8. 1921, búsett í
Reykjavík.
Skólaganga Einars
hófst í Miðbæjarskól-
anum við Tjörnina,
síðan fór hann í
Reykjaskóla í Hrúta-
firði. Eftir það lá
leiðin í Stýrimanna-
skólann í Reykjavík
og útskrifast hann
þaðan með skip-
stjórnarréttindi.
Einar fór snemma
til sjós, einungis 11 ára að aldri og
þá sem léttadrengur með fóstra
sínum á síld. Hann stundaði sjóinn
í mörg ár á skipum frá Reykjavík,
Akranesi og Akureyri.
Eiginkona Einars var Sigríður
Skúladóttur frá Dönustöðum í
Laxárdal, f. 27.7. 1930, d. 16.7.
1999. Hún var dóttir Skúla Jó-
hannessonar, bónda, f. 5.3. 1900, d.
7.1. 1968 úr Laxárdal og Jóhönnu
Lilju Kristjánsdóttur, f. 9.4. 1907,
d. 29.5. 1993, sem ættuð var frá
Hellissandi.
Einar og Sigríður hófu búskap í
Reykjavík, en fluttu síðan á Akra-
nes. Í ársbyrjun 1958 flytja þau
vestur í Dali og stofna nýbýlið
Lambeyrar í landi Dönustaða og
Pabbi og mamma, hjartans þökk
fyrir ómetanlegan stuðning. Mér leið
vel í sveitinni, lærði gang náttúrunn-
ar, vinnusemi og nægjusemi. Ég
biðst afsökunar á að hafa verið
óþekkust af 8, ég fékk bara svo
margar hugmyndir. Frístundir ykk-
ar voru fáar, enda mikið starf að
koma 8 börnum til manns og mennta.
Jákvæðni ykkar gagnvart námi var
dýrmætt veganesti enda komuð þið
öllum börnunum í langskólanám.
Mamma, ég sakna þín enn svo sárt,
þú kenndir mér ótalmargt. Ég tróð
ísköldum tám undir sæng þína á
hverju kvöldi. Þú hafðir mikið verks-
vit og varst snögg að gera hlutina, þú
varst sú duglegasta manneskja sem
ég hef kynnst. Það getur verið erfitt
að bera sig saman við konu eins og
þig. Þú barst hag annarra fyrir
brjósti og gladdist ef vel gekk hjá
einhverjum. Þú varst feimin og lítið
fyrir að láta á þér bera, en kát innan
um þitt fólk. Ég vona að þú fyrirgefir
mér þessar fáeinu línur. Ég hefði
viljað óska þess að börnin mín hefðu
fengið að kynnast þér betur. Þau
hafa gaman af sögunum, ferðinni upp
með bæjarlæknum á 50 ára afmæl-
inu þínu, með trússhesta og tjald,
einnig ferðin á Ísafjörð, allt vesenið í
kringum tjaldið og sögurnar um
kvöldið. Þetta eru afar dýrmætar
minningar. Ég sakna þess að geta
ekki sest til fóta í rúminu þínu á
kvöldin meðan þú last bók, spjallað
eða bara setið þar, þú hafðir svo góða
nærveru. Pabbi, nú ert þú líka far-
inn. Það er erfitt að vera nú allt í einu
foreldralaus, en þú misstir þína bráð-
ungur svo ég ætla ekki að kvarta.
Góðir fósturforeldrar þínir bættu þó
mikið. Ég sakna þess að hafa ekki
kynnst ættingjum mínum í föðurætt
meira, en það er kannski ekki of
seint. Uppvöxtur þinn í Reykjavík á
umrótstímum mótaði þig, bág kjör
verkalýðs, kreppa og stríðstímar. Að
koma til Hamborgar rétt eftir að sú
borg var lögð í rúst í lok stríðs sat í
þér alla tíð og því ekki að undra aðild
þína að Samtökum herstöðvaand-
stæðinga.
Sjómennskan var stór hluti af lífi
þínu áður en þú gerðist bóndi, mér
þótti það spennandi heimur. Áhugi
þinn á pólitík og málefnum jafnt inn-
anlands sem í heiminum öllum vakti
mann til umhugsunar um margt. Þú
varst virkur í Sósíalistaflokknum, Al-
þýðubandalaginu og Vinstri græn-
um. Sveitarstjórnarmál, landbúnað-
armál og flest málefni er snertu
velferð fólks vöktu áhuga þinn.
Þú hafðir margar hugsjónir og
barðist fyrir þeim. Þú kynntir þér
málefnin í þaula og nær ómögulegt
að reka þig á gat, lög, reglugerðir
o.s.frv. hafðir þú á takteinum. Þú
varst rökfastur, leiddist innantómt
orðagjálfur og komst þér að kjarna
málsins. Margir sóttust í að ræða við
þig og oft erfitt að komast heim úr
Búðardalsferðunum.
Pabbi, þú kenndir mér að hlusta á
djass og blús, sérstaklega þá gömlu
góðu. Þið mamma lásuð mikið, höfð-
uð bæði dálæti á Þórbergi, Jóhannesi
úr Kötlum, Nóbelsskáldinu o.fl. Upp-
lestur Íslendingasagna voru notaleg-
ar stundir. Pælingar um staðhætti
Laxdælu voru áhugamál þitt, pabbi.
Þið voruð stolt af öllum ykkar afkom-
endum en gerðuð lítið af að hreykja
ykkur. Minning ykkar lifir, hafið
þökk fyrir allt.
Ykkar
Björg.
Andlát tengdaföður míns var ekki
óvænt, við höfðum búist við því í
nokkra daga. Samt var aðdragand-
inn óþægilega stuttur. Mér segir svo
hugur að ekkert okkar sem var með
honum á Dönustöðum á 100 ára fæð-
ingarafmæli tengdamóður hans á
björtum degi í júlí sl. hafi grunað að
Einar myndi ekki vera með okkur
um næstu jól. Hann var þarna meðal
fjölskyldu og vina og lék á als oddi
langt inn í júlínóttina, eins og hans
var von og vísa.
Að flytjast í sveit og að verða
bóndi var sennilegast ekki það sem
Einar hafði í huga þegar hann stóð
fyrir utan Alþingi 30. mars 1949 til að
mótmæla hervæðingu Íslands. En á
Dönustaðalandi stóð hann í ársbyrj-
un 1958, innfluttur verkamaður og
sjómaður sem stigið hafði marga öld-
una, nú bóndi og verðandi Laxdæl-
ingur – eða verður nokkur Laxdæl-
ingur sem ekki er fæddur þar?
Það er athyglisvert til þess að
hugsa að frá basli og erfiðleikum
fyrstu búskaparáranna varð Lamb-
eyrarbúið smám saman eitt stærsta
sauðfjárbú á landinu. Einn sveitunga
Einars sagði mér eitt sinn að komm-
únistinn Einar væri mesti kapítalisti
sveitarinnar. Þrátt fyrir skipulegar
aðgerðir stjórnvalda til að draga úr
framleiðslu lambakjöts var farið í þá
vinnu að auka við sauðfjárstofninn á
Lambeyrum, andstætt hefðbundn-
um viðbrögðum. Það var byggt af
eldmóði og stór og tæknivædd fjár-
hús litu dagsins ljós. Nú sækja
bændur þangað til að kynna sér nýj-
ungar við sauðfjárbúskap.
Það er aldrei þögn á Lambeyrum
enda stöðugar eldhúsdagsumræður.
Allt sem snerti stjórnmál vakti
áhuga Einars. Hann var ótrúlega vel
að sér um samtímasögu og vorkunn
þeim sem var ekki lesinn þegar út í
rökræður var komið. Hann var eld-
klár að lesa stöðuna og ávallt tilbúinn
að varpa nýju og óvæntu ljósi á at-
burðarás dagsins. Einar var rökfast-
ur og þurfti sjaldan að gefa sitt eftir,
enda hafði hann oftast rökin sín meg-
in. Það var nánast sama hvað var til
umræðu: afurðaverð, kaupfélögin,
stríðsárin, íslensk flokkapólitík,
heimsmálin – hvergi var komið að
tómum kofunum. Hann var víðlesinn
í samtímasögu enda leiddust honum
flestar skáldsögur. Íslendingasög-
urnar voru kvöldlesning barnanna.
Einar lét félagsmál í nánasta um-
hverfi sínu sig varða og tók virkan
þátt í stjórnmálabaráttunni á lands-
vísu og í sínu sveitarfélagi. Hann var
á framboðslistum þeirra flokka sem
voru lengst til vinstri hverju sinni –
og var stoltur af því. Fátt gladdi
hann meira en niðurstöður síðustu
sveitarstjórnarkosninga í Dala-
byggð. Ungt fólk með sonarsoninn í
forustusveit og hann í baksætinu
hafði tekið upp gunnfána Vinstri
grænna og lagt Sjálfstæðisflokkinn
að velli með einu atkvæði. Sigurinn
var sætur og bar með sér vonir um
breytta og betri tíma.
Ég náði tali af Einari síðustu vik-
una sem hann lifði. Við ræddum
stjórnmál og það helsta sem var í
fréttum. Hann var sem fyrr æðru-
laus, hreinn og beinn og lét ekkert á
sig fá. Rökfastur að venju sagði hann
að allir hefðu sinn tíma – hann vissi
að stundin var að renna upp. Hann
kvaddi okkur jafn æðrulaus og stað-
fastur og ég hafði ávallt þekkt hann.
Þannig mun ég minnast hans.
Geir Gunnlaugsson.
Ég veit um þrennt sem ég og afi
minn eigum sameiginlegt; sama af-
mælisdag, sama augnlit og sömu fjöl-
skylduna. Hann afi hefur alltaf verið
svo sniðugur og mikill brandarakarl.
Mér hefur alltaf fundist svo fyndið
þegar afi var að hnykla vöðvana fyrir
okkur. Mamma sagði oft að afi væri
einn síðasti kommúnistinn á Íslandi,
en ég veit samt ekki alveg hvað það
þýðir.
Barnabörnin hans afa hafa örugg-
lega alltaf haldið með KR og það var
út af afa og hans veru í liðinu. Ekki
svo löngu áður en afi dó áttum við
óskaplega notalega stund saman en
ég var að koma með rútunni vestur
til afa og hann kom að sækja mig á
Brú. Þegar við vorum á leiðinni heim
að Lambeyrum var hann alltaf að
segja mér frá ýmsum stöðum, fólki
og minningum sem hann átti í Döl-
unum. Nú er hann eflaust hjá ömmu
Siggu, foreldrum sínum og Guði. En
það fyrsta sem mér dettur í hug er ég
hugsa um afa er sjórinn.
Svanborg Signý Jóhannesdóttir.
Er ég hugsa um afa minn dettur
mér helst í hug bumban hans, vatns-
greiðslan fína og afi að greiða sér, við
að elda pylsur og franskar fyrir
Daða, Sigga litla, kókopuffs, sleikjó
og strumpaspólan. Það var notalegt
að vera hjá afa, mér leið vel þar.
Hann var skemmtilegur og fyndinn,
sagði alls konar brandara. Einar afi
sagði oft sögur af sér þegar hann var
lítill í Vesturbænum. Einu sinni
sagði hann mér frá því að hann hefði
skorað mark með hjólhestaspyrnu
með KR og það á móti Val, sem var
toppurinn. Viku seinna tók ég sjálfur
hjólhestaspyrnu og skoraði líka.
Afi sýndi okkur stundum tennurn-
ar, tók þær út úr sér og lét þær
smella saman, það var sko fyndið.
Hann var oft að hnykla vöðvana til að
sýna hvað hann var sterkur og gerði
það líka á spítalanum á Akranesi.
Það var líka gaman að fara í heita
pottinn hjá afa.
Sveinbjörn Jóhannesson.
Einari föðurbróður mínum kynnt-
ist ég fyrst fyrir fáum árum þegar
hann kom í samfloti með foreldrum
mínum til mín í sumarbústað á Snæ-
fellsnesi í nokkra daga. Það var nán-
ast ótrúlegt að skynja hvað það var
lík ára yfir þeim bræðrum. Þeir sáust
fyrst á fertugsaldri og hefur mamma
lýst því þegar pabbi snaraði sér út úr
bílnum, gekk til hans með útrétta
hönd og sagði: „Jón Ólafsson heiti ég
og er bróðir þinn.“ Þeir höfðu vitað
hvor af öðrum alla tíð en þarna voru
fyrstu kynni. Það var ekki annað
hægt en að falla fyrir Einari og eftir
fyrsta daginn í sumarbústaðnum
fannst mér ég hafa þekkt hann allt
mitt líf. Börnunum mínum varð star-
sýnt á þennan ókunnuga mann og
töluðu svo um hvað hann væri líkur
afa. Blik í auga og mikla frásagnar-
gleði hafa þeir bræður fengið í föð-
urgjöf og sannast hið margkveðna að
blóð er þykkara en vatn. Votta ég
frændsystkinum mínum samúð
mína.
Lúðvík Börkur Jónsson.
Við Einar áttum það sameiginlegt
að vera bæði Vesturbæingar og
Dalamenn. Honum fannst gaman að
ræða um Vesturbæinn og sagði
gjarnan sögur sem tengdust gamla
tímanum. Þegar ég kynntist Einari
fyrst, fyrir um þremur árum, sá hann
oft um eldamennsku á Lambeyrum
og þótti mér undarlegt hvað allt var í
miklu magni. Nú hef ég hins vegar
lært af honum og tileinkað mér það
sama.
Einar var afar hrifinn af yngstu
fjölskyldumeðlimunum og sinnti
þeim vel. Honum fannst alltaf gaman
að sjá Aðalheiði, dóttur okkar Ás-
mundar, sem kallaði langafa sinn
alltaf „langalang“. Þrátt fyrir að Ein-
ar hafi verið mjög veikur í lokin sá ég
samt alltaf gleði í augum hans þegar
hann sá Aðalheiði og eins var hún
alltaf mjög ánægð að sjá hann. Við
Einar áttum margar góðar stundir á
Lambeyrum og ég þakka hans góða
vinskap og traust. Við Aðalheiður
söknum hans og varðveitum minn-
ingu um góðan vin.
Sunna Birna Helgadóttir.
Það er fallegt að keyra um Lax-
árdalinn á sólbjörtum vordegi þegar
nokkuð er liðið á sauðburð. Lambær
út um allt á grænkandi túnum og
fyrstu hóparnir jafnvel á leið í frelsi
sumarsins, snemmbærar einlembur
og geldfé að hverfa upp af fjallabrún-
um. Innst á dalnum, neðan við Lax-
árdalsheiðina, er stórbýlið Lambeyr-
ar. Þar stóð ríki Einars Ólafssonar
bónda. Hann sótti ég heim í fyrsta
sinn einmitt við slíkar aðstæður að
vori, fyrir hartnær aldarfjórðungi
síðan. Þá eins og oft síðar var ég í
pólitískum erindagjörðum og leið-
sögumaður minn var þingmaður Al-
þýðubandalagsins í kjördæminu,
Skúli Alexandersson, sem dró nýlið-
ann í þingflokknum með sér á yfir-
reið um Dali.
Mér er fyrsta heimsóknin að
Lambeyrum og kynni við Einar og
annað heimilisfólk í ljósu minni eins
og hefði það verið í gær. Einar var
með afbrigðum hress og skemmti-
legur viðkynningar, hafði fastmótað-
ar skoðanir á mönnum og málefnum
og lá ekki á þeim. Honum voru fram-
faramál landbúnaðarins að sjálf-
sögðu hjartfólgin enda skilaði hann
ærnu ævistarfi á þeim vettvangi.
Hann var ófeiminn við að fara eigin
leiðir og gagnrýndi það sem hann
taldi betur mega fara í landbúnaðar-
kerfinu svo sem á sviði afurðastöðva
og úrvinnslumála.
Þegar það, nokkrum árum seinna,
kom í minn hlut að fara með landbún-
aðarmál í ríkisstjórn var gott að eiga
Einar að, vitandi að hann var enginn
jámaður og gat sagt sínum félögum
til syndanna ekki síður en öðrum ef
honum bauð svo við horfa. Ég minn-
ist bréfa og símtala frá Einari á þess-
um árum. Stundum mátti ekki á milli
sjá hvor lét mann hafa hressilegri yf-
irhalningu, hann eða Starri í Garði.
Eftir að kynni tókust í þessari minni
fyrstu heimsókn kom ég margoft að
Lambeyrum meðan Einars naut þar
við og alltaf var það jafnskemmtilegt.
Nú í síðustu skiptin að vísu í fylgd
með nýjum þingmanni nýs kjördæm-
is fyrir nýjan flokk okkar Vinstri
grænna, Jóni Bjarnasyni, sem engu
breytti hins vegar um móttökurnar.
Einar var samur við sig og á sínum
stað í pólitíkinni, eindreginn og harð-
ur verkalýðssinni, herstöðvaand-
stæðingur og friðarsinni og mikill
áhugamaður um málefni landbúnað-
arins og landsbyggðarinnar eins og
þjóðmál almennt.
Á ævikvöldinu naut Einar þess að
horfa með stolti á afrakstur ævi-
starfs þeirra hjóna í höndum afkom-
endanna sem á Lambeyrum reka eitt
myndarlegasta bú landsins. Ekki
hljópst hann undan merkjum heldur
hvað sína lífsskoðun og pólitísku
sannfæringu snerti. Hann lagði þeim
málstað sem hann trúði á allt það lið
sem hann gat meðan kraftarnir ent-
ust. Það er skarð fyrir skildi þegar
höfðinginn er allur en Laxárdalurinn
mun grænka að vori og sauðfé hverfa
á vit heiðanna sem fyrr. Það er sakn-
aðarefni að vita að það verður engan
Einar fyrir að hitta í næstu heimsókn
að Lambeyrum en gott að eiga minn-
inguna um hann og geta framkallað í
huganum myndina af heiðríkum
svipnum og hressilegum hlátrinum
sem gleymist seint þeim sem þekktu.
Ég votta börnum Einars og öðrum
aðstandendum samúð mína og fjöl-
skyldu minnar og kveð látinn félaga
og vin með þakklæti.
Steingrímur J. Sigfússon.
Einar Valdimar Ólafsson
Amma mín er dáin,
hjartað stoppaði og hún hætti að
anda. Þetta voru orð sem hún Inga
litla nafna þín sagði í skólanum. Hvert
fer amma spurði hún mig. Hún fer til
Guðs og englanna sagði ég og núna
Inga S. Sigurðardóttir
✝ Inga SigríðurSigurðardóttir
fæddist á Akureyri
hinn 27. ágúst 1946.
Hún andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
fimmtudaginn 8.
nóvember síðastlið-
inn.
Útför Ingu var
gerð frá Graf-
arvogskirkju 15.
nóvember sl.
líður henni vel og er
ekki lengur veik.
Elsku Inga mín.
Krabbameinið sigraði
að lokum. Þú barðist
hetjulegri baráttu. Þú
stóðst upp eftir hvert
áfallið á fætur öðru. Ég
er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa þig
sem tengdamömmu og
þú varst svo mikil am-
ma,varst alltaf tilbúin
þegar við þurftum að
leita til þín. Takk fyrir
það. Inga á eftir að
sakna ömmu sinnar mikið en allar
góðu minningarnar geymum við í
hjartanu okkar.
Við elskum þig.
María K. Þorleifsdóttir.