Morgunblaðið - 01.12.2007, Page 50
50 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Aðalbjörg Guð-rún Þorgríms-
dóttir fæddist í
Syðra-Tungukoti
(nú Brúarhlíð) í
Blöndudal í Austur-
Húnavatnssýslu 20.
apríl 1918. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Blönduósi
22. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þor-
grímur Jónas Stef-
ánsson, f. 19. mars
1891, d. 13. ágúst
1955, og Guðrún Ingibjörg Björns-
dóttir, f. 25. ágúst 1898, d. 28. júlí
1971. Systkini Aðalbjargar voru
Stefán, f. 1. október 1919, d. 31.
júlí 2004, Björn Jón, f. 9. maí 1921,
d. 4. febrúar 2003, Konkordía Sig-
urbjörg, f. 2. júní 1922, d. 21. októ-
1947 Pálma Ólafssyni, f. 12. októ-
ber 1916, d. 6. desember 2005, frá
Eyvindarstöðum í Blöndudal. Það
sama ár keyptu þau jörðina Holt á
Ásum og hófu þar búskap. Þau
bjuggu í Holti til 1991 er þau
fluttu til Blönduóss. Aðalbjörg og
Pálmi eignuðust sjö börn, en þau
eru: 1) Jósefína Hrafnhildur, f. 1.
maí 1948, maki Ingimar Skafta-
son. 2) Vilhjálmur Hróðmar, f. 3.
ágúst 1949, maki Ingibjörg Jó-
hannesdóttir. 3) Guðrún Sigríður,
f. 1. mars 1951, maki Andrés Arn-
alds. 4) Þorgrímur Guðmundur, f.
1. maí 1954, maki Svava Ögmund-
ardóttir. 5) Ólöf Stefana, f. 24.
febrúar 1956, maki Valdimar Guð-
mannsson. 6) Elísabet Hrönn, f. 16.
ágúst 1957, maki Jón Ingi Sigurðs-
son. 7) Bryndís Lára, f. 12. janúar
1959, maki Sighvatur Smári Stein-
dórsson, þau skildu. Sambýlis-
maður Bryndísar er Henrik Niel-
sen. Barnabörn Aðalbjargar eru
tuttugu og barnabarnabörnin
sömuleiðis.
Aðalbjörg verður jarðsungin frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
ber 2005, Emilía
Svanbjörg, f. 2. des-
ember 1924, d. 14.
apríl 1982, og Vil-
hjálmur, f. 27. janúar
1926, d. 22. maí 1929.
Foreldar Að-
albjargar ólu auk
þess upp tvö fóst-
urbörn, Hannes
Ágústsson, f. 11. nóv-
ember 1912, d. 15.
nóvember 1996, og
Pálínu Kristínu Páls-
dóttur, f. 23. janúar
1935.
Aðalbjörg ólst upp í Brúarhlíð.
Veturinn 1937-1938 stundaði hún
nám í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi. Til Reykjavíkur fór hún 1940
og lærði þar kápu- og kjólasaum.
Aðalbjörg vann að mestu við
sauma þar til hún giftist 14. júní
Kveðja til mömmu
Mín elskaða móðir, þig ávarpa hér
og ein vil frá hjartanu tala.
Stundirnar góðu ég geymi hjá mér
gleðina, ráðin þín, ylinn frá þér.
Þig frelsarinn okkar í fanginu ber
til fjarlægra eilífðarsala.
Þú kenndir mér bænir og bjartsýna lund
og brostir til stelpunnar þinnar.
Í hönd mína hélstu um æskunnar sund
og hárið mitt straukstu ef þurfti ég blund.
Nú samvera okkar mun breytast um stund
nú sakna ég mömmunnar minnar.
Í bókina þína er skrifað hvert blað
og burt fara allir að lokum.
Lífið það á bæði stund og stað
og staldrar ei við, þó biðjum við það.
Þinn andi mun svífa um húsið og hlað
í himinsins fjarlægu þokum.
Þú elskaða móðir ert borin á braut,
við börnin þín kveðjum og þökkum.
Sérhvert eitt okkar þá hamingju hlaut
að hafa svo einstakan lífsförunaut,
svo þreyjufull varstu í sérhverri þraut
og þolinmóð öllum þeim krökkum.
(J.H)
Elsku mamma, ég veit að nú líður
þér vel og pabbi hefur örugglega
tekið vel á móti þér. Ég kveð þig með
þessum orðum.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín dóttir,
Jósefína Hrafnhildur (Abba.)
Í dag er til moldar borin elskuleg
tengdamóðir mín, fyrrum húsfreyja í
Holti á Ásum. Aðalbjörg var fædd í
Syðra Tungukoti í Blöndudal 20.
apríl 1918, elst sex systkina, en einn-
ig átti hún tvö uppeldissystkini.
Heldur voru kjörin kröpp og ekki
löng skólaganga í boði. Sextán ára
fór hún til Siglufjarðar í vist og síld-
arsöltun, ákveðin í að afla fjár fyrir
skólagöngu.
Veturinn 1937-1938 stundaði Að-
albjörg nám við Kvennaskólann á
Blönduósi og hélt síðan til Reykja-
víkur og lærði fatasaum. Þetta nám
reyndist afar notadrjúgt og þegar
hún sneri heim tók hún að sér
saumaskap og hélt saumanámskeið.
Vorið 1947 giftist Aðalbjörg
Pálma Ólafssyni og hófu þau búskap
í Holti. Mikið starf beið ungu
hjónanna við uppbyggingu og rækt-
un á jörðinni en með þrotlausri vinnu
tókst þeim að eignast gott bú. Vinnu-
dagur sjö barna móður sem hafði lítil
þægindi var oft langur og þegar hún
talaði um þá miklu tæknibyltingu
sem varð í þeirra búskapartíð nefndi
hún fyrst breytinguna sem varð á
flestum störfum innanhúss og við
mjaltir með komu rafmagnsins.
Þegar börnin voru farin að heiman
fór Aðalbjörg að vinna utan heimilis
við saumaskap hjá Pólarprjóni á
Blönduósi og starfaði þar í nokkur
ár.
Tengdamóðir mín var ein af þess-
um konum sem aldrei féll verk úr
hendi. Fatasaumur var hennar sér-
grein, en síðari árin vann hún geysi-
lega mikið af fallegri handavinnu
bæði heima og í föndrinu með eldri
borgurum á meðan heilsan leyfði.
Hún var virkur félagi í kvenfélag-
inu í Torfalækjarhreppi í áratugi og
formaður um tíma, einnig starfaði
hún í Sambandi austur-húnvetnskra
kvenna. Þessi félagsstörf veittu
henni mikla ánægju og hún var
ávallt reiðubúin að takast á við þau
verkefni sem biðu á þessum vett-
vangi.
Eftir 44 ára búsetu í Holti fluttu
tengdaforeldrar mínir til Blönduóss
og settust að í íbúð fyrir aldraða
1991. Oft var gestkvæmt og húsmóð-
irin naut sín vel í gestgjafahlutverk-
inu.
Aðalbjörg hafði gaman af lestri
góðra bóka og kunni einnig mikið af
ljóðum og lausavísum.
Hún naut þess að ferðast um land-
ið og hafði mjög gaman af sumar-
ferðunum, sem hafa verið á dagskrá
fjölskyldunnar hvert sumar í meira
en 20 ár.
Eftir nokkur góð ár á Flúðabakk-
anum fór að bera á sjúkleika Aðal-
bjargar og síðustu árin hefur hún
dvalið á Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi, notið þar góðrar umönn-
unar, en smátt og smátt horfið
lengra inn í sinn eigin heim Alzheim-
er-sjúkdómsins, sem svo sannarlega
fór um hana óblíðum höndum.
Ég kveð tengdamóður mína full
þakklætis fyrir það sem hún hefur
gert fyrir mig og fjölskyldu mína og
geymi í huganum mynd af henni, há-
vaxinni og glæsilegri í „upphlut-
num“, sem hún bar svo einstaklega
vel og skartaði á öllum merkum
tímamótum í lífi fjölskyldunnar.
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg.
Aðalbjörg Þorgrímsdóttir var
fulltrúi þeirrar kynslóðar sem hefur
upplifað eitt mesta breytingaskeið í
sögu íslensku þjóðarinnar. Hún var
fædd á bökkum Blöndu, í Syðra-
Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð,
alin upp í torfbæ og við það búskap-
arlag handverks og hestafls sem
tíðkast hafði um aldir. Heimilið var
mannmargt og baðstofan var allt í
senn vinnuherbergi, leikvangur
barnanna og svefnstaður um nætur.
Þar undu kynslóðirnar sér saman;
foreldrar, ömmur og afi, börn og
fósturbörn og oft vinnufólk að auki.
Bærinn var í alfararleið, við ferju-
staðinn yfir Blöndu. Það var erilsamt
og ábyrgðarmikið starf að sinna ferj-
unni, en Aðalbjörg tók þátt í því frá
11 ára aldri.
Á þessum tíma gafst lítið rými fyr-
ir fólk til að mennta sig. Enginn
barnaskóli var í sveitinni, en far-
kennari dvaldi í tvo mánuði á vetri á
næsta bæ. Sextán ára réði Aðalbjörg
sig í vist til Siglufjarðar með þeim
skilmálum að hún fengi tilsögn í ís-
lensku, dönsku og reikningi. Þar var
hún einnig í síldarsöltun, en síðara
sumarið brást síldin, og þar með
auraráðin til að fara í Kvennaskól-
ann á Blönduósi, eins og hugur stóð
til. Þar var hún hins vegar veturinn
1937-1938 og var það eini heili vet-
urinn sem hún var í skóla.
Aðalbjörg giftist 1947 Pálma
Ólafssyni frá Eyvindarstöðum og
hófu þau þá búskap í Holti á Ásum.
Þar bjuggu þau af miklum myndar-
skap til 1991. Aðalbjörg var ábyrg
kona og útsjónarsöm og hélt vel utan
um það sem hún hafði handa á milli.
Ekki veitti af meðan verið var að
koma upp bústofni við ómegð og lítil
efni. Hún hafði dvalið í Reykjavík til
að læra að sauma og nýttist það vel.
Og auk alls þess sem fylgir því að
vera húsmóðir á stóru heimili tók
Aðalbjörg virkan þátt í bústörfun-
um. Hún fór í fjós bæði kvölds og
morgna og gekk í heyskap á sumrin.
Þegar ég kom inn í Holtsfjölskyld-
una 1975 var farið að róast hjá þeim
hjónum. Þau voru ákaflega samhent,
og þótt Aðalbjörg væri um margt
stórlynd kona minnist ég þess ekki
að hafa heyrt styggðaryrði á milli
þeirra. Hún naut þess að hafa fólk í
kringum sig og margt var skrafað
við stóra eldhúsborðið í Holti. Við
hjónin dvöldum þar oft og börnin
nutu þeirra forréttinda að kynnast
skepnum og búskap.
Aðalbjörg og Pálmi fluttu í íbúðir
fyrir aldraða á Blönduósi árið 1991.
Á Flúðabakka leið þeim vel. Aðal-
björgu gafst þá aftur tími til að fást
við útsaum og aðrar hannyrðir, en
henni féll aldrei verk úr hendi.
Á síðustu árum Aðalbjargar, þeg-
ar sjúkleiki hafði að mestu lagt að
velli nútímann í minni hennar, gat
verið gaman að spjalla við hana um
uppvaxtarárin í Syðra-Tungukoti.
Römm er taugin til æskustöðvanna,
og því eru við hæfi þessar línur úr
ljóði Hannesar uppeldisbróður
hennar; Þankabrot:
Það hverfa til moldar menn og verk
og manni finnst þynnast um bekki.
En heimdragans taug er töluvert sterk
hún tognar – en slitnar ekki.
Og þegar í langferð þú leggur úr vör
er litla kotið þitt með þér í för.
Tengdafjölskyldu minni votta ég
mína innilegustu samúð.
Andrés Arnalds.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku amma, þegar mamma
hringdi um miðja nótt og sagði mér
að þú værir dáin átti ég erfitt með að
sofna aftur því minningarnar
streymdu án afláts fram. Margt kom
upp í hugann sem ég hafði ekki hugs-
að um lengi. Það er svo ótal margt
sem ég á þér að þakka og svo ótal
margt sem þú hefur kennt mér. Þú
kenndir mér að lesa. Ég kom til þín á
hverjum degi og las í Gagn og gam-
an. Þegar ég var í vandræðum með
saumaskapinn var leitað til þín
saumakonunnar. Ég man þegar ég
sneið bakið á skyrtu í tvennt og kom
til þín þegar í óefni var komið. Þú
dæstir þegar ég spurði hvort það
mætti ekki bara hafa saum í bakinu.
Einnig er mér minnisstætt þegar ég
var að fara á ball 16 ára og var að
sauma pils og var í basli með rykk-
inguna, þá sagðir þú að það væri eft-
ir að sikksakka alla sauma. Ég hélt
nú ekki ég væri orðin of sein. Ég fór
ekki fyrr en það var búið að ganga
frá öllu. Svona var allt hjá þér. Vand-
virknin í fyrirrúmi. Það fór ekkert
frá þér nema þú værir ánægð með
það. Ég man líka eftir svipnum á þér
þegar ég kom einu sinni með Skafta
lítinn í heimsókn til ykkar afa í Holt.
Hann var í galla sem var rauður öðr-
um megin en grænn hinum megin.
Þú horfðir á hann smástund og sagð-
ir svo: „Ja mikið hefði verið auðvelt
að sauma á krakkana mína þegar
þau voru lítil ef það hefði verið hægt
að nýta afganga í svona klæðnað.“
Ég læt hér staðar numið á upprifjun
á góðum minningum sem ég á um
þig. Elsku amma hafðu þökk fyrir
allt. Guð geymi þig og afa.
Þín dótturdóttir,
Helga Björg.
Í dag kveðjum við elsku ömmu.
Dagur er að kveldi kominn. Margar
góðar minningar koma upp í hugann
þegar litið er til baka. Við systkinin
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga heima steinsnar frá bæjardyr-
um ömmu og afa. Því voru oft litlir
fætur sem trítluðu upp í Holt,
kannski bara til að sitja í fanginu á
ömmu eða fara í fjósið með afa. Allt-
af átti amma eitthvað gott í búrinu
fyrir svanga maga en hún var fyr-
irmyndarhúsmóðir. Amma var hand-
lagin mjög og eftir hana liggur mikil
og falleg handavinna. Hún var þol-
inmæðin ein við að kenna okkur
barnabörnunum lestur við stóra eld-
húsborðið. Amma hafði mjög gaman
af að ferðast og voru þeir ófáir
sunnudagarnir sem farið var í bíltúr
og tekið með nesti. Einnig allar fjöl-
skylduferðirnar þar sem var tjaldað,
borðaður góður matur og farið í leiki.
Þar var ekkert kynslóðabil. Þetta
eru dýrmætar minningar. Elsku
amma, við vitum að þú hefur fengið
góða heimkomu og að afi hefur beðið
þín. Við þökkum þér fyrir allt. Minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar
Dómhildur Jóna og Pálmi Þór.
Amma
Amma mín er með eyru,
sem hlusta af alvöru,
faðm sem heldur fast,
ást sem er endalaus og
hjarta gert úr gulli.
(Höf. ók.)
Við vorum heppin að fá að eiga þig
að. Í minningu okkar varstu alltaf til
staðar.
Við munum ætíð minnast þín þar
sem þú tókst okkur opnum örmum.
Allir ættu að eiga ömmu eins og
þig.
Minning þín er sem perla í huga
okkar, elsku amma.
Hvíl þú í friði.
Þín barnabörn
Arnar Ingi, Pálmi Geir
og Fríða Rún.
Hún Allabögg, eins og mér er sagt
að ég hafi kallað hana fyrst, var föð-
ur mínum, Hannesi Ágústssyni, eins
og besta systir. Þau voru í raun
skyld, því Þorgrímur faðir Aðal-
bjargar og amma mín voru systra-
börn. Faðir minn var fyrsta barn for-
eldra hennar, tekinn í fóstur
nýfæddur árið 1912 og ólst upp með
þeirra börnum, en Aðalbjörg var
þeirra elst en kveður síðust.
Í þá daga voru lífskjörin mikið ólík
því sem þau eru í dag og lífsgæðin
önnur, og var Syðra-Tungukot á
Blöndubökkum ekki meðal höfuð-
bóla þess tíma. (Það heitir reyndar
Brúarhlíð í dag) Þar ólust börnin
upp við að taka þátt í daglegu lífi um
leið og hægt var og lífið hefur eflaust
verið erfitt oft. Aðalbjörg bjó vel að
því veganesti sem hún fékk í föður-
húsum, enda sérlega vinnusöm alla
tíð og myndarleg til orðs og æðis.
Hún var í Reykjavík einhvern tíma,
áður en hún giftist honum Pálma sín-
um og ég held að það hafi verið
fyrsta búskaparárið þeirra sem ég
fór í sumardvöl til þeirra, 5 ára, enda
þekkti ég hana vel og hún var mér
alltaf mjög kær og góð. Þá voru þau
barnlaus og naut ég návistarinnar
við þau hjón og tengdaforeldra Að-
albjargar sem bjuggu í sama húsinu
á Holti. Þau höfðu þar hjá sér barna-
barn, Stellu, sem þau ólu upp til full-
orðinsára og var á líku reki og ég.
Aðalbjörg hafði verið á Kvennaskól-
anum á Blönduósi og kunni margt að
vinna sem áreiðanlega ekki allar
bændakonur kunnu. Ég man eftir
henni við vefstólinn að vefa allt sem
þurfti til heimilisins að ég held, lök
og klæði. Saumakona var hún mjög
góð og örugglega ekki keypt flík
framan af, í mesta lagi efni. Hún bjó
til osta og skyr, brenndi kaffibaunir í
kolavélinni, sem ég fékk svo stund-
um að mala í könnuna, að ógleymd-
um öllum bústörfunum sem hún
Aðalbjörg Guðrún
Þorgrímsdóttir
✝
Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts
KARLS RAGNARSSONAR,
Garðabraut 16,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Lyflækningadeildar
Sjúkrahúss Akraness.
Erna Benediktsdóttir,
Magnús B. Karlsson, Guðfinna Óskarsdóttir,
Ragnheiður Karlsdóttir, Guðm. Pálmi Kristinsson,
Sigrún Karlsdóttir, Eugeniusz Michon,
Karl Örn Karlsson, Guðrún Garðarsdóttir,
Lúðvík Karlsson,
Heiðrún Hámundardóttir, Kristleifur S. Brandsson
og afabörn.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar,
ELSU HALLDÓRSDÓTTUR
áður til heimilis að
Lindasíðu 2,
Akureyri.
Börn og fjölskyldur þeirra.