Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 52

Morgunblaðið - 01.12.2007, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Helga-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum hinn 25. júlí 1953. Hún lést við lend- ingu flugvélar í Keflavík aðfaranótt 20. nóvember síð- astliðins. Allt frá bernskutíð var hún jafnan nefnd Dússý, sem var gælunafn sem festist við hana barnunga. For- eldrar Þuríðar eru Kristín Sig- urlásdóttir frá Reynisstað í Vest- mannaeyjum, f. 28. apríl 1935, og Gunnar Helgi Einarsson, f. 15. ágúst 1936, d. 25. júlí 1999. Fóst- urfaðir Þuríðar er Þórhallur E. Þórarinsson, f. 2. júní 1935. Hann gekk henni í föðurstað af fágæt- um myndarskap allt frá barn- æsku hennar og ól hana upp sem eigin dóttur. Systkin sammæðra Þuríði eru: A) Fanney Þórhalls- dóttir, f. 30. maí 1957, sambýlis- maður Axel Jónsson, f. 30. októ- ber 1959, börn þeirra eru: 1) Þórhallur, f. 12. maí 1980, 2) Sig- ríður Helga, f. 21. ágúst 1985, og 3) Jón Freyr, f. 19. apríl 1990. B) Þórarinn Þórhallsson, f. 20. mars 1960, kvæntur Hafdísi Sigurð- ardóttur, f. 24. mars 1962, börn þeirra eru: 1) Írena, f. 27. sept- ember 1983, 2) Karítas, f. 27. ágúst 1986, og 3) Þórhallur, f. 1. nóvember 1993. Systkin samfeðra Þuríði eru María Hrönn, Jóhann Ingi, Hilmar, Dagbjört Berglind, Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja vorið 1969 og hélt síðan ásamt unnusta sínum, Jóhannesi, til náms við Menntaskólann í Reykjavík og síðar Mennta- skólann á Akureyri. Hún kom aft- ur til Eyja árið 1974 og hóf fljót- lega störf á skrifstofu Herjólfs hf. þar sem hún starfaði farsællega allt til síðasta dags. Hún var afar tryggur starfsmaður og bar ávallt hag fyrirtækisins og við- skiptavina þess fyrir brjósti svo víða var eftir tekið. Hinn 13. október sl. lagði Þuríður upp í sína hinstu för frá Eyjum. Hún hélt til Bretlands þar sem einka- dóttir hennar og barnabarn dvelja við nám og ætlunin var að slaka vel á eftir mikið vinnuálag síðustu mánaða. Skömmu eftir landtöku gerðu einkenni alvar- legra veikinda vart við sig og í ljós kom krabbamein sem dró hana til dauða á fjórum vikum. Þessar vikur dvaldi hún á Wals- grave, University Hospital í Cov- entry, þar sem reynt var að hemja meinin. Allt kom fyrir ekki og þegar ljóst var að batahorfur voru engar var ákveðið að flytja hana heim til Íslands í von um að hún mætti eiga síðustu stundir sínar á heimaslóð, nærri ætt- ingjum og vinum, en hún komst ekki lifandi heim til Eyja. Hún lést við lendingu flugvélarinnar í Keflavík aðfaranótt 20. nóvember sl. Útför Þuríðar verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Steindór og Að- alheiður. Þuríður ólst upp í Vestmannaeyjum og bjó þar nær óslitið fram til síðasta dags. Hún kynntist ung barnsföður sínum, Jóhannesi Johnsen, f. 27. júlí 1953, og bjuggu þau saman um nokkurra ára skeið. Þau eignuðust dótturina Ásgerði, f. 12. ágúst 1972. For- eldrar Jóhannesar voru Árni H. J. Johnsen, f. 13.10. 1892, d. 15.4. 1963, og Olga Karlsdóttir, f. 26.3. 1917, d. 12.4. 1976. Einkasonur Ásgerðar og augasteinn ömmu sinnar er Valdimar Karl Sigurðsson, f. 13.8. 1996. Árið 1983 hóf Þuríður sambúð með Valdimari Þór Gíslasyni, f. 14. apríl 1953, og gengu þau í hjónaband 6. júlí 1991. Valdimar er sonur Gísla Magnússonar, f. 20. október 1924, d. 27. febrúar 2000, og Þórunnar Sigríðar Valdimarsdóttur, f. 12. janúar 1926. Þuríður og Valdimar hófu búskap sinn á Brekastíg 19 í Vestmannaeyjum en festu árið 1987 kaup á húseigninni Hóla- götu 44 og bjuggu þar síðan. Þur- íður var bráðger og sérlega vinnusöm og dugleg alla tíð og hóf einungis 11 ára gömul sum- arstörf við fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum. Hún lauk lands- prófi miðskóla frá Ástkær eiginkona mín, Dússý, hef- ur kvatt þennan heim aðeins 54 ára að aldri. Hvernig þakka ég Höfuðsmiðn- um fyrir að hafa leitt okkur saman og hvað var hún mér og minni fjöl- skyldu? Mig skortir orð og vitna því til Páls postula: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsam- ur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Trú, von og kærleikur styrki okkur öll og á efsta degi munum við samein- ast í eilífðinni. Elskandi eiginmaður, Valdimar Þór Gíslason. Kuldi og ótti nístu hjarta mitt þeg- ar elskulega mamma mín fékk skila- boð um að hún þjáðist af alvarlegum sjúkdómi sem einungis á fjórum vik- um dró hana til dauða. Hún barðist eins og hetja en varð að láta í minni pokann fyrir krabbameininu sem hel- tók hana á svo stuttum tíma. Fótfest- unni hefur verið kippt undan litlu fjöl- skyldunni minni og sorgin kvelur okkur. En þrátt fyrir sorgina og kvöl- ina er ég þakklát fyrir marga hluti og á ótal fagrar minningar sem ég get yljað mér við. Minningin um hlýjan móðurfaðm- inn og móðurástina sem umlék líf mitt víkur mér ekki úr huga. Elskuleg móðir mín sem leiðbeindi mér svo blíðlega í gegnum lífið. Hún var klett- urinn minn, trúnaðarvinur og ráð- gjafi. Til hennar gat ég leitað með alla hluti, stóra sem smáa. Mamma mín elskaði takmarkalaust og gat alltaf fyrirgefið. Hún skipti nánast aldrei skapi og var alltaf sem klettur þegar kom að því að leysa vandamál. Hún var mörgum haukur í horni og var alltaf hógværðin uppmáluð þegar kom að því að hrósa henni eða þakka. Hún mun ávallt lifa í huga mér og ég mun heiðra minningu hennar með því að halda áfram að lifa lífinu lifandi og njóta þess á meðan það varir. Blessuð sé minning þín elsku mamma mín. Takk fyrir allt og allt. Við hittumst svo handan móðunnar miklu þegar þar að kemur. Þín, Ása. Þuríður Helgadóttir, eða Dússý eins og hún var ávallt kölluð, hefur skyndilega verið kölluð á brott frá þessari jarðvist. Falinn sjúkdómur ræðst skyndilega til atlögu og innan nokkurra daga hefur hann lagt Dússý að velli. Það er skarð höggvið í raðir samfélagsins í Eyjum þegar fólk á besta aldri er kallað burt og hugur samfélagsins er hjá ástvinum sem sakna og syrgja. Dússý vann nær allan sinn starfs- aldur við skrifstofu- og afgreiðslu- störf tengd siglingum Herjólfs milli lands og Eyja. Hún starfaði fyrst hjá Skipaafgreiðslu Hafnarsjóðs í Eyj- um, sem sá um afgreiðslu fyrsta Herjólfs sem sigldi milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar eða Reykjavík- ur. Herjólfur hf. tók síðan við ferju- rekstri milli Þorlákshafnar og Eyja, þegar nýr Herjólfur kom til Eyja árið 1976, og þá hélt Dússý störfum sínum áfram við skrifstofuhald viðkomandi rekstri Herjólfs en þá hjá Herjólfi hf. Þar starfaði hún alla tíð meðan Herj- ólfur hf. sá um rekstur siglinga milli Eyja og Þorlákshafnar eða nær 25 ár. Þegar Samskip tók við rekstri ferju- siglinganna starfaði Dússý áfram þar og svo einnig hjá Eimskip eftir að þeir tóku við rekstrinum. Starf hennar var því alla tíð á sama vettvangi. Hún var í sama starfinu nánast allan sinn starfsferil og þótt skipti yrðu á rekstraraðilum og þar með vinnuveitendum var Dússý ávallt á sínum stað. Það má því með sanni segja að hún hafi verið andlit og rödd Herjólfs á skrifstofunni í Eyjum enda af mörgum kennd við starfið og flestir Eyjamenn þekkja hana sem Dússý á Herjólfi. Dússý var góður og samviskusam- ur starfsmaður sem leysti störf sín af trúmennsku og þekkingu. Hún var lipur samstarfsmaður og þurfti oft að taka þátt í að leysa erfið mál gagnvart viðskiptavinum Herjólfs, sem hún gerði af lipurð og kunnáttu. Hún þekkti alla þræði á skrifstofunni eftir áratuga starf og var staðgengill fram- kvæmdastjóra Herjólfs hf. í fjarveru hans. Fyrir hönd stjórna Herjólfs hf. þakka ég Dússý samfylgdina og traust og gott starf fyrir fyrirtækið gegnum árin. Ég bið þess að góður Guð leiði hana og vísi veginn í óra- víddum alheimsins. Þar hefur henni eflaust verið ætlað nýtt hlutverk og ekki er ólíklegt að hún sé þegar farin að afgreiða og þjónusta farþega sem ferðast með himinfleyjum milli ókunnra stranda eilífðarinnar. Hugur okkar er hjá ástvinum sem syrgja. Hjá þeim er myrkrið, nú í svartasta skammdeginu, efalaust dimmara en nokkru sinni fyrr en við trúum því að góðar og bjartar minn- ingar um Dússý lýsi þeim veginn til bjartari tíma og hækkandi sólar. Um leið og við færum ástvinum öll- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur biðjum við góðan Guð að styrkja þau og leiða á erfiðum tímum. Guð blessi minningu Þuríðar Helgadóttur. Grímur Gíslason. Elsku Dússý mín, að leiðarlokum vil ég þakka einlæga vináttu og hlý- hug, og senda þér 23. Davíðssálm. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Guð styrki fjölskyldu þína í sorg- inni. Halla Bergsteinsdóttir. Sumarið ’68, ljúfsætt minninga- safn. Gullslegin kvöldfegurð Eyjanna magnaðri en fyrr. Í hlýju húmi lág- nættis leggjast armar mjúklega um háls, faðmlagið þétt og hlýtt, fyrsti kossinn. Upphaf samveru til sjö ára var markað. Dússý varð mín og ég henn- ar, hún varð vonarljósið mitt bjarta, einlægur og ljúfur vinur sem færði líf- inu nýjan tilgang og hvatti til dáða með aðdáun og gagnrýni í senn. Í faðmlögum lásum við saman til Landsprófs, saman sigldum við suður til náms og hönd í hönd leiddumst við misgreiða leið til vits og þroska. Ástin var grunnur alls og bakhjarl sem blómstraði fölskvalaust. Á sólbjörtum ágústdegi ’72 fæddist okkur dóttir og á Heimagötunni stig- um við okkar fyrstu spor sem foreldr- ar. Síðustu jólin fyrir gos urðu jól jólanna, dóttirin var skírð og við þrjú urðum fjölskylda á eigin forsendum. Handan hæðar biðu þó hremming- ar sem engan óraði fyrir. Heimaeyj- argosið og allur sá gríðarlegi glund- roði, upplausn og eirðarleysi sem fylgdi í kjölfar þess ollu óræðum vanda og kollsteyptu fyrri áformum. Veraldarvafstrið varð að óvissutafli sem bældi vilja og þrek til góðra verka. Ástin til hvors annars og um- hyggja fyrir litlu dótturinni tvinnuðu haldreipin sem héldu. Dússý stóð ætíð sem klettur í hafi þegar eitthvað bjátaði á og engin vitræn rök er nú hægt að færa fyrir því að óvönduð öfl á ókunnri slóð megnuðu að tæla svo til sín að ekki varð aftur tekið. Dússý var særð að hjartarótum, sári sem aldrei greri, og á hrollköld- um vordegi ’75 rann upp skilnaðar- stund, faðmlagið hinsta, síðasti koss- inn. Þuríður Helgadóttir (Dússý) Hún amma mín var alltaf svo góð við mig. Henni féll aldrei verk úr hendi. Ef maður þakkaði henni fyrir eitthvað þá var hún aldrei montin. Hún hafði svo mikinn kær- leika, hún var aldrei frek og var alltaf að hugsa um mig. Ég hugsa mikið til hennar og sakna hennar svo mikið. Samt hugsa ég um góðu stundirnar okkar og þá líður mér vel. Ég elska þig alltaf amma mín. Þinn Valdimar Karl (Valli Kalli). HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma mín. Það eru ótrúlega þung spor, að skrifa þessa grein. Því um leið og ég skrifa þetta geri ég mér grein fyrir því að ég mun aldrei hitta þig aftur. En minningin um þig mun lifa með mér alla ævi. Og það líður varla sá dagur að ég noti ekki eitthvað af heilræð- unum þínum. Þau heilræði lýsa þér líka betur en nokkuð annað. Gleymdu því leiðinlega, en mundu eftir því skemmtilega, er til dæmis heilræði sem lýsir þér og ævarandi glaðlyndi þínu svo ótrúlega vel. Og ég hef alltaf reynt að fara eftir því. Lára Ó. Kjerúlf ✝ Sesselja LáraÓlafsdóttir Kjerúlf fæddist á Tjörn á Vatnsnesi í V-Hún. 20. apríl 1909. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 22. októ- ber og fór útför hennar fram frá Vallaneskirkju 27. október. Þú kenndir manni að líta alltaf á björtu hlið- arnar á öllum hlutum, og hefur það reynst mér gott veganesti í lífinu. Hláturinn þinn ógleymanlegi og fal- lega brosið þitt yljaði öllum sem kynntumst þér um hjartaræturn- ar. Enda er með ólík- indum erfitt að kveðja þig. Þú áttir fullan þátt í uppeldi okkar systkinanna, og leystir það óaðfinnanlega af hendi. Það voru forréttindi að eiga ömmu eins og þig, og erfitt að skilja við yndislega manneskju eins og þig, sem hefur verið hluti af manni frá fæðingu. Það er þó huggun harmi gegn, að svo hjartagóðrar mann- eskju eins og þín bíður örugglega góð vist í faðmi æðri máttarvalda. Ég elska þig að eilífu, elsku Lára amma mín. Og ég mun alltaf sakna þín. Þinn sonarsonur, Jón Hauksson. Fallinn er frá föður- bróðir minn Jón Frið- riksson frá Stóra-Ósi í Vestur-Húnavatnssýslu. Jón fæddist og ólst upp á Stóra-Ósi, sem þá var mannmargt heimili í þjóðbraut og var einskonar umferðarmiðstöð á svæð- inu. Jón var alinn upp við að leysa úr þeim vandamálum sem að hans borði komu og var það að sönnu hans lífs- stíll enda mjög bóngóður og hjálpfús. Jón flutti til Reykjavíkur ungur maður og starfaði þar við bifreiða- akstur. Hann ók um tíma leigubíl og vöru- bíl en lengst var hann vagnstjóri hjá Jón Friðriksson ✝ Jón Friðrikssonfæddist á Stóra- Ósi í Miðfirði 2. jan- úar 1918. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Holtsbúð 7. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Vídal- ínskirkju 19. nóv- ember. Strætisvögnum Reykjavíkur og ók þá einnig sendibíl á frí- vöktum. Síðar starfaði hann sem birgðavörð- ur á lager hitaveitunn- ar í Reykjavík í all- mörg ár. Jón giftist móður- systur minn Þorgerði Jónsdóttur frá Svert- ingsstöðum og eignuð- ust þau þrjú börn. Ég var svo lánsamur ung- ur maður að þau ágætu hjón buðu mér að dvelja á þeirra heimili þegar ég hóf iðnnám í Reykjavík 1963. Hjá þeim dvaldi ég í tvö ár og var sannarlega eins og einn af fjölskyld- unni. Heimili þeirra í Ásgarði 73 var gott heim að sækja enda var mikill gesta- gangur hjá þeim Jóni og Gerðu, en oftast voru þau nefnd bæði í einu ef um þau var rætt á mínu heimili. Þau áttu bæði mörg systkini og marga kunningja sem komu í heimsókn. Jón og Gerða voru afskaplega samhent hjón og tóku vel á móti gestum. Ég minnist þess þegar Jón kom norður í frí á sumrin með fjölskylduna og farið var í stutt ferðalög um ná- grennið á bílnum hans, en bílar voru ekki eins algengir í þá daga og nú er. Jón var einn af þeim fyrstu sem keyptu „Volkswagen-rúgbrauð“ eins og þeir bílar voru kallaðir og stundaði hann sendibílaakstur á slíkum bílum í mörg ár en þessir bílar voru jafn- framt hinir bestu fjölskyldu- og ferða- bílar og var Jón áhugasamur um ferðalög og tók þá oft vini og kunn- ingja með ásamt fjölskyldunni. Eftir að árin færðust yfir fækkaði ferðum Jóns norður en þó kom hann lengi vel í réttir á haustin akandi á eigin bíl með einhvern góðan kunn- ingja sinn með sér. Síðasta ferð Jóns norður var í júlí 2006 þegar hann kom í afmæli mitt, en þá keyrði hann ekki sjálfur. Mér fannst einhvern veginn að þegar Jón hætti að keyra eigin bíl, sem var á síðasta ári, þá væri búið að slökkva á einhverjum hlut í honum, svo samofinn var bíll öllu hans lífs- hlaupi. Að leiðarlokum vil ég þakka Jóni fyrir alla hans hjálpsemi og art- arsemi og votta Gerðu og börnum hans og barnabörnum samúð mína. Minningin lifir. Þorvaldur Böðvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.