Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 53
Við tóku hraklegir skelfingartímar
og um langt skeið var óvíst hvort
landi yrði náð á ný.
Biturð, beiskja og kali réðu kalli til
frambúðar, fjarlægð og fáskiptni
mótuðu samskipti fyrrverandi elsk-
enda í þrjá áratugi. Tíminn er hæg-
virkur græðari og jafnan slakur
sáttasemjari.
Daginn fyrir hinstu för Dússýar frá
Eyjum hittumst við síðast og þá var
tillit hennar milt og ljúft og kímnin
komin aftur á kreik, bros augna henn-
ar ljómaði loks á ný sem á sumar-
kvöldi forðum. Vonir um einlæga sátt
og samskipti í framtíð vöknuðu og það
birti svo notalega til í svipinn, líkt og
langur vetur væri loks liðinn.
Þíðir ómar liðins sumars hljóðna,
bjartar vonir deyja í sviphendingu,
dagsbirtan dvín og drungi dökkra
vetrarskugga skellur á með ógn-
þrunginni harmafregn; Dússý er
mjög alvarlega veik og lífslíkur litlar.
Hún dó eftir dauðastríð í fáeinar
vikur.
Huggun hefði það verið að mega
kveðja með faðmlagi og kossi en for-
lögin gáfu ekki kost á því. Í stað þess
reikar bljúgur hugur nú til himinssala
í vissu um að þar dvelur blíðlynda
ljúflingsstúlkan sátt og sæl með bók í
hendi og ljúfa tónlist við eyru. Hafi
hún einlæga hjartans þökk fyrir allt
fyrr og síðar.
Megi eftirlifendum veitast þrek til
að horfast í augu við veruleikann og
framtíðina án Dússýar. Ljósbjört
minning hennar mun lifa okkur og
létta för til enda, líkt og bjargföst
vissan um betri tíma í ljúfleik vorsins
og sætleik sumars að löngum vetri
liðnum.
Jóhannes Johnsen.
Okkar kæra vinkona og samstarfs-
maður til margra ára er farin frá okk-
ur. Hún Dússý er dáin aðeins 54 ára
gömul.
Þuríður Helgadóttir, eins og hún
hét fullu nafni, lést hinn 20. nóv. sl.,
eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Hún
fór til Englands að hitta einkadóttur
sína og sitt eina barnabarn, en ferðin
tók skjótan enda. Hún veiktist alvar-
lega skömmu eftir að hún kom út og
lá þar á sjúkrahúsi um fárra vikna
skeið. Fárveik var hún svo flutt til Ís-
lands, en skömmu fyrir lendingu á Ís-
landi, kvaddi hún þennan heim á sinn
hógværa hátt.
Dússý – Dússý á Herjólfi – eins og
hún var einatt kölluð var afar vel gerð
manneskja, með eindæmum geðgóð
og gott að umgangast hana. Alltaf
gefandi og vildi hvers manns vanda
leysa, ef hún mögulega gat.
Dússý flíkaði sjaldnast sínum hög-
um, en var þeim mun oftar tilbúin að
hlusta á vanda annarra og koma þar
til hjálpar.
Við sem vorum svo heppin að fá að
kynnast henni eftir margra ára sam-
starf hjá Herjólfi hf, vissum hvern
mann hún hafði að geyma. Traust,
áreiðanleg, samviskusöm og alltaf
gott til hennar að leita – alltaf til stað-
ar. Fyrir allt þetta viljum við þakka af
heilum hug.
Við sendum Valla, Ásgerði, Valla
Kalla og öðrum aðstandendum henn-
ar okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur. Biðjum góðan Guð að styrkja ykk-
ur og leiða í sorginni.
Við geymum minningu um góða
vinkonu og samstarfsmann – hafði
þökk fyrir allt og allt.
Magnús á Grundó.
Það telst til forréttinda að hafa alist
upp sem barn og unglingur á stað
sem Vestmannaeyjum, þar sem nátt-
úran hrífur mann með sér á vit ótal
ævintýra, þar sem sólarlagið og hin
sólroðnu ský eru engu lík, þar sem
himinn og haf renna saman í eitt, þar
sem bergmál mannlífsins endurómar
í tígulegum fjallasölum Eyjanna. Inn
í þennan heim gengum við okkar
bernskuspor árgangurinn sem
kenndur er við fæðingarárið okkar
1953. Í þessum fjölmenna hópi Eyja-
krakka var Þuríður Helgadóttir –
Dússí eins og hún var alltaf kölluð,
sem við nú kveðjum allt of fljótt og
óvænt eftir stutt en snörp veikindi.
Þótt nokkuð langt sé um liðið frá
skólaárum okkar í Eyjum þá höfum
við skólasystkinin hist reglulega und-
anfarin 20 ár. Síðast komum við sam-
an nú í maí og áttum yndislega helgi í
Eyjum.
Mestan hluta starfsævi sinnar
vann Dússí á skrifstofu Herjólfs. Það
var gott að geta leitað til hennar þeg-
ar verið var að skipuleggja árgangs-
mótin og sá hún um að tryggja sínu
fólki greiða leið með skipinu, alltaf
boðin og búin að aðstoða og skipu-
leggja hlutina með okkur. Árið 1981
var mikið hamingjuár í lífi Dússíar
þegar hún hóf sambúð með skóla-
bróður okkar Valdimar Þór Gíslasyni.
Dússí og Valli giftu sig árið 1991 og
bjuggu allan sinn búskap í Eyjum.
Það var notalegt að hitta þau og
spjalla þegar hópurinn kom saman og
þá voru hljóðfærin gjarnan dregin
fram og músík unglingsáranna fékk
að njóta sín, enda Valli algjör snill-
ingur á gítarinn.
Það kvarnast úr hópi okkar skóla-
systkinanna því með fráfalli Dússíar
eru þau orðin sex sem kvatt hafa
þennan heim.
Það er sárt að sjá á eftir kærri
skólasystur svo skyndilega langt um
aldur fram, en sárastur er þó harmur
eiginmanns, dóttur og dóttursonar.
Við viljum biðja algóðan Guð að
blessa minningu Þuríðar Helgadóttur
og veita Valla, Ásgerði, Valdimar
Karli og öðrum ástvinum styrk í sorg-
inni.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Árgangur 1953 úr Eyjum.
Mig langar að kveðja Þuríði Helga-
dóttur, vinkonu mína og samstarfs-
konu til margra ára, með örfáum lín-
um og með því þakka vináttu hennar
og trygglyndi í minn garð og fjöl-
skyldu minnar, alla tíð. Við Dússý,
eins og hún var jafnan kölluð, unnum
saman á afgreiðslu ms. Herjólfs í tæp
20 ár og get ég fullyrt með sanni að
aldrei bar skugga á vináttu okkar og
er það ekki síst að þakka jafnlyndi
hennar og yfirvegun í samskipum við
aðra. Dússy var greind kona og mikl-
um mannkostum búin. Hún var hæg-
lát en föst fyrir, gat virkað frekar al-
varleg en var mikill fjörkálfur á góðri
stundu og smitandi hláturinn hennar
er ógleymanlegur. En göfugt hjarta-
lag, umhyggjan fyrir öðrum, greiða-
semin við alla sem henni þótti vænt
um er myndin sem fyrst kemur upp í
hugann þegar ég horfi til baka. Það
var ekki laust við að hún gleymdi
sjálfri sér stundum, umhyggjan fyrir
fjölskyldu og vinum skipti hana meira
máli.
Dússý var ekki mikið fyrir breyt-
ingar, bjó í Vestmannaeyjum allt frá
fæðingu ef undanskilin eru nokkur ár
og unni hún eyjunni sinni mjög. Hún
vann á Herjólfsafgreiðslu í rúm 30 ár,
óháð því hvaða fyrirtæki sá um rekst-
urinn. Hún fylgdi alltaf með til nýrra
rekstraraðila enda leitun að betri og
traustari starfskrafti. Þeir sem notið
hafa þjónustu hennar þar í gegnum
árin mun örugglega mörgum hverj-
um bregða við nú er hennar nýtur
ekki lengur við. Leyfi ég mér að halda
því fram, alveg að öðru starfsfólki
ólöstuðu. Það var með okkur Dússý
eins og gjarnan vill verða þegar fólk
vinnur hlið við hlið í mörg ár að lífs-
hlaup okkar varð á vissan hátt sam-
tvinnað. Við tókum þátt í sorgum og
gleði hvor hjá annarri og það mynd-
uðust sterk vináttubönd og tengsl
sem náðu einnig til fjölskyldna okkar.
Nú þegar komið er að kveðjustund er
hún sársaukafull eins og alltaf er und-
ir slíkum kringumstæðum en minn-
ingin um góða vinkonu mun áfram lifa
með okkur sem eftir erum. Fyrir
hönd fjölskyldu minnar vil ég því
þakka alúð og vináttu liðinna ára um
leið og ég votta Valdimar Þór, Ás-
gerði, Valdimar Karli og öðrum ást-
vinum hennar mína dýpstu samúð.
Megi kær vinkona mín hvíla í friði.
Binna Hlöðversdóttir.
RÚSSNESKIR skákmenn höfðu
mikla yfirburði á heimsmeistaramóti
ungmenna sem lauk sl. miðvikudag í
Antalya í Tyrklandi. Í 12 flokkum
hlutu Rússar 6 gullverðlaun, stúlkur
frá Georgíu hirtu gullverðlaun í flokki
14 og 16 ára en Indverjar Kínverjar,
Rúmenar og Bandaríkjamenn fengu
einn sigurvegara hver þjóð. Stórþjóð-
ir skákarinnar eru í dag Rússar, Kín-
verjar og Indverjar og Austurblokk-
in er sterk hvert sem litið er.
Helsta von íslensku keppendanna
um verðlaunasæti, Hjörvar Steinn
Grétarsson náði sér ekki á strik að
þessu sinni, Hann endaði með 5½
vinning af 11 mögulegum í flokki pilta
14 ára og yngri sem er mun lakari ár-
angur en á EM í Króatíu á dögunum.
Fyrirfram mátti búast við að Hjörvar
fengi 7 vinninga eða meira en miklu
réði er hann missti unna stöðu niður í
tap í næstsíðustu umferð og gerði síð-
an jafntefli í lokaumferðinni. Hjörvar
átti við lasleika að stríða í fyrstu um-
ferðunum og eftir á að hyggja var
mótstaktík hans röng, í stað þess að
tefla stíft til sigurs í hverri einustu
skák og hafna jafntefli þegar engar
forsendur voru til þess var skynsam-
legra að taka að rólega í byrjun og
herða síðan róðurinn á lokasprettin-
um.
Í flokki 14 ára og yngri tefldi einnig
Svanberg Már Pálsson og hlaut hann
5 vinninga. Svanberg tefldi oft hressi-
lega og tóku skákir hans oft skemmti-
lega stefnu. Nái hann að aga stíl sinn
til má búast við góðum framförum.
Alls voru íslensku þátttakendurnir
níu talsins og tefldu í sjö aldursflokk-
um pilta og stúlkna. Sverrir Þor-
geirsson sem tefldi í flokki 16 ára og
yngri náði bestum árangri hlaut 6
vinninga af 11 mögulegum. Hann var
líkt og Hjörvar kominn með allgóða
stöðu eftir sex umferðir en þá kom
slakur kafli, þrjú töp í röð. Sverrir
vann svo tvær síðustu skákir sínar og
má vel við frammistöðuna una. Dagur
Andri Friðgeirsson tefldi í flokki pilta
12 ára og yngri. Hann vann fjórar
skákir með hvítu en var ekki góður
með svörtu og endaði með 4½ vinn-
ing. Dagur Andri er mikið skák-
mannsefni og verður fróðlegt að
fylgjast með honum á næstu misser-
um.
Stúlkur voru að þessu sinni í meiri-
hluta innan íslenska hópsins. Hall-
gerður Helga Þorsteinsdóttir sem
tefldi í flokki 16 ára og yngri á nokkr-
ar góðar skákir á mótinu og hækkar á
stigum þó að frammistaða hennar sé
undir væntingum. Aðrar stóðu sig
nokkuð vel, Jóhanna Björg Jóhanns-
dóttir fékk 5 vinninga í flokki 14 ára
og yngri og Elsa María Þorfinnsdótt-
ir hlaut 4½ vinning í flokki 18 ára og
eldri. Hrund Hauksdóttir sem tefldi í
flokki stúlkna 12 ára og yngri og
Hildur Berglind Jóhannsdóttir sem
tefldi í flokki 8 ára og yngri hafa aldr-
ei teflt í slíku móti áður og eru nú
reynslunni ríkari. Hrund hlaut 3
vinninga í síðustu þrem umferðunum
og endaði með 4½ vinning.
Einn dag þessa móts voru tefldar
tvær umferðir og þá unnu Sverrir og
Hjörvar báðar skákir sínar. Tafl-
mennska Sverris var með besta móti
eins og eftirfarandi viðureign sýnir
þegar hann leggur andstæðing sinn
sem var efri mönnum á styrkleikalist-
anum Eftir 23. leik svarts skynjar
Sverrir á augnabliki mikilvægi þess
að hleypa stöðunni upp, kyrrstaðan
er ekki valkostur:
HM ungmenna í Tyrklandi:
Sverrir Þorgeirsson – Julian Jorz-
cik (Þýskaland)
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. c3 Nf6 3. e5 Nd5 4. d4
cxd4 5. Nf3 Nc6 6. cxd4 d6 7. Bc4
Nb6 8. Bb5 a6 9. Bxc6+ bxc6 10. 0-0
Bg4 11. Nbd2 e6 12. De2 d5 13. b3
Bb4 14. De3 0-0 15. a3 Be7 16. a4
Nd7 17. Ba3 Bxa3 18. Hxa3 Db6 19.
Hc1 Hfc8 20. Ha2 Hab8 21. Hac2
Bxf3 22. gxf3 a5 23. f4 Hc7
24. f5 exf5 25. e6 Nf6 26. exf7+
Kxf7 27. Nf3 He8 28. Ne5+ Kg8 29.
Hxc6 Hxc6 30. Hxc6 Db7 31. Dc3
Ng4 32. f4 Nxe5 33. dxe5 Db4 34.
Dxb4 axb4 35. Kf2 g5 36. Ke3 d4+
37. Kf3 g4+ 38. Ke2 Hd8 39. Kd3
Kg7 40. Hc7+ Kg6 41. Hc6+ Kg7 42.
Hf6 h5 43. Hxf5 Kh6 44. e6 He8 45.
He5 h4 46. Kxd4 g3 47. hxg3 hxg3
48. He2 Kh5 49. f5 Kg4 50. Ke5 Kf3
51. Hd2 Ke3 52. Hg2 Kf3 53. Hxg3+
–
og svartur gafst upp. Eftir 53. …
Kxg3 54. f6 verða hvítu frípeðin ekki
stöðvuð.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Antalya, Tyrkand
HM ungmenna 8-18 ára
17.-28. nóvember 2007
Sverrir með bestan árangur
á heimsmeistaramótinu
Sveit Hrundar Einarsdóttur
vann parakeppnina öðru sinni
Íslandsmótið í Parasveitakeppni
var haldið síðastliðna helgi með þátt-
töku 13 sveita. Íslandsmeistararnir í
sveit Hrundar frá því í fyrra héldu
fast í titilinn og hömpuðu honum
annað árið í röð.
Með Hrund Einarsdóttur spiluðu
Vilhjálmur Sigurðsson, Dröfn
Guðmundsdóttir og Ásgeir Ás-
björnsson. Sveitin hlaut samtals 252
stig.
Í 2. sæti var sveit Hörpu: Þeir sem
spiluðu með Hörpu Fold voru Sveinn
Þorvaldsson, Guðrún Jörgensen,
sem var aldursforseti mótsins og
Guðlaugur Sveinsson. Sveitin fékk
231 stig.
Í þriðja sæti voru Akureyringarn-
ir Ragnheiður Haraldsdóttir, Gylfi
Pálsson, Frímann Stefánsson og
Rosmary Shaw með 221 stig.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 27. nóvember var
spilað á 17 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S:
Sæmundur Björns. – Magnús Halldórss. 401
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmss. 365
Bjarnar Ingimarss. – Albert Þorsteinss.364
Ragnar Björnsson – Jóhann Benediktss. 331
A/V
Sverrir Jónsson – Skarphéðinn Lýðss. 415
Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 364
Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínuss. 361
Einar Sveinss. – Eyjólfur Ólafsson 344
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Eftir tvö kvöld í þriggja kvölda
tvímenningskeppni hjá Breiðfirðing-
um eru þau Bergljót og Björgvin
með örugga forustu. Staða efstu
para er þessi:
Björgvin Kjartanss. - Bergljót Aðalstd. 741
Jón H. Jónsson-Bergljót Gunnarsdóttir 715
Sigþór Haraldsson - Axel Rúdólfss. 711
Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 711
Jón Jóhannss. - Birgir Kristjánss. 702
Hæsta skor kvöldsins í
Norður/Suður:
Jón Jóhannsson - Birgir Kristjánsson. 365
Óskar Sigursson - Hlynur Vigfússon 361
Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 353
Austur/Vestur:
Jón H. Jónsson - Bergljót Gunnarsd. 393
Sigfús Skúlason - Óli Gíslason 361
Friðrík Jónss. - Jóhannes Guðmannss. 357
Spilað er í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.
Gullsmárabrids
Spilað var á 9 borðum 29. nóvem-
ber.
Lokastaðan í N/S
Heiður Gestsd. - Dóra Friðleifsd. 198
Elís Kristjánss. - Páll Ólason 195
Jón Jóhannss. - Haukur Guðbjartss. 180
Valdimar Hjartars. - Halldór Jónss. 180
A/V
Halldóra Thorodds-Hlaðgerður Snæbjd. 195
Steindór Árnason - Einar Markússon 184
Sigtryggur Ellertss.- Halldór Heiðar 179
Sigurður Björnss.- Jón Hannesson 171
Sigurvegari í haustspilamennsku
er Þorsteinn Laufdal,en 5 spilarar
skiptu með sér 2.sætinu.
Mánudaginn 3.desember hefst svo
jólakeppni félagsins,sem stendur yf-
ir í 5 spiladaga.
Spilað var á 11 borðum 26. nóv-
ember og þessi urðu úrslitin í N/S:
Þorsteinn Laufdal - Magnús Halldórss.. 215
Ernst Backman - Birgir Ísleifsson 194
Dóra Friðleifsdóttir - Heiður Gestsd. 191
Sigtryggur Ellertss. - Tómas Sigurðss. 184
A/V:
Elís Kristjánsson - Páll Ólason 250
Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss. 200
Leifur Kr. Jóhanness. - Guðm. Magnúss. 181
Sigurður Björnsson - Jón Hannesson 174
Skor þeirra Elísar og Páls í A/V er
rétt tæplega 75% og gerist ekki
hærra hér á landi. Til hamingju með
það, félagar.
Þekktar kempur í forystu hjá
Bridsfélögunum á Suðurnesjum
Þeir hafa tekið í spil áður kapp-
arnir sem verma efsta sætið í fimm
kvölda sveitarokki sem nú stendur
yfir hjá félögunum. Þetta eru Karl
Einarsson og Birkir Jónsson sem
hafa skorið 171 eða nákvæmlega 19
stig úr hverjum leik.
Þegar þremur kvöldum af fimm er
lokið er staða næstu para:
Vignir Sigursveinss. – Úlfar Kristinss. 159
Lilja Guðjónsd. – Guðjón Óskarss. 156
Guðjón Einarss. – Ingvar Guðjónss. 149
Jóhann Benediktss. – Sigurður Albertss. 148
Spilað er á mánudagskvöldum í fé-
lagsheimilinu á Mánagrund og hefst
spilamennskan kl. 19.15.
Parakeppni Sigurvegararnir í parakeppninni annað árið í röð ásamt for-
seta BSÍ. Frá vinstri: Þorsteinn Berg, Ásgeir Ásbjörnsson, Dröfn Guð-
mundsdóttir, Hrund Einarsdóttir og Vilhjálmur Sigurðsson.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is